Sunday, February 29, 2004

Hvað er annað hægt að segja en frábært djamm í gær, held reyndar að Magga greyinu hafi ekki fundist jafn gaman og mér þar sem hann skildi ekki jafn mikla útlensku og ég hélt. Við vorum reyndar að hafa áhyggjur af því að við værum að gera útaf við svíana, buðum fyrst upp á bláan ópal með klóróformi og síðan vodkajellos sem fór reyndar betur í mannskapinn enda var flotið héðan út í bókstaflegri merkingu c") Reyndar var mun skemmtilegra í partýinu heldur en í bænum, hér voru teknir ýmsir slagarar bæði á íslensku og sænsku og fólk hóf sig til flugs í fugladansinum.
Bið að heilsa, Anna Dóra- ekki þunna :-D

Saturday, February 28, 2004

Nú er Maggi kominn, við tókum því reyndar rólega í gærkvöldi systkinin, fórum út að borða og svo var slakað á frameftir kvöldi. Í dag er svo aðaldagurinn, við fórum og versluðum aðeins og svo verður djammað í kvöld, ég ætla að vera með innflutningspartý í kvöld og búin að bjóða slatta af fólki, setti reyndar upp auglýsingu í vinnunni sem var með ómeðvitaðri stafsetningarvillu skrifaði óvart "inflytningsfest" í staðinn fyrir inflyttningsfest þannig að fólk heldur að það sé að koma í einhvert fljótandi partý, vona reyndar að það hafi ekki hrætt neinn þar sem allir vita að næturlífið á Íslandi er frekar villt og halda kannski að ég ætli að endurskapa það hér og fólk eigi eftir að fljóta niður í bæ, segi ykkur svo betur frá því á morgun.
Skál, Anna Dóra

Tuesday, February 24, 2004

Hvað er eiginlega um að ske, ég sem hélt að vorið væri að koma, búið að vera svo fallegt vorveður undanfarna daga, sólskin og brumin farin að gægjast út eftir veturinn. Núna er kalt, svolítill vindur og byrjað að snjóa- bara eins og ég sé komin heim. Annars var svo rólegt í verknáminu í dag, engir sjúklingar á kvennadeildinni þar sem læknarnir eru að læra á tölvukerfi fyrir sjúkraskráningu. Ég var því sett í það að taka á móti sjúklingum sem voru að koma í aðgerðir en þeir voru svo fáir að ég vissi varla hvað ég átti að gera af mér. Íhugaði reyndar í einum geispanum hvort ég ætti að geispa mig úr kjálkalið og reyna að skapa eitthvað að gera fyrir starfsfélaga mína og sjá þá í leiðinni svæfinguna frá sjónarhóli sjúklingsins- alltaf að hugsa um verkefnið mitt- en lét það vera og fékk í staðinn að fara heim á hádegi til að fara að læra sem var að sjálfsögðu vel þegið. Jæja best að snúa sér aftur að lærdómnum, kveðja Anna Dóra

Monday, February 23, 2004

Hvernig finnst ykkur ég taka mig út svona í action? Svolítið mislit af stressi!!! Svona hafa síðustu dagar litið út hjá mér, alltaf með fingurna í kokinu á einhverjum c¨) Annars fer að líða að lokum verknámsins, bara 2 dagar eftir og þá tekur stífur bókalestur,ritgerðastúss og stress við. Fékk reyndar að vita í dag að það yrði auðvelt að fá vinnu eftir útskrift þar sem við erum svo fáar í náminu núna þannig að maður kemst strax að til að viðhalda því sem maður hefur lært.
Bið að heilsa í bili, er að hugsa um að kíkja aðeins í lærubækur
Anna Dóra
P.s. Vona að myndin hafi ekki hrætt neinn annan en Magga

Saturday, February 21, 2004

My inner child is ten years old today

My inner child is ten years old!


The adult world is pretty irrelevant to me. Whether
I'm off on my bicycle (or pony) exploring, lost
in a good book, or giggling with my best
friend, I live in a world apart, one full of
adventure and wonder and other stuff adults
don't understand.


How Old is Your Inner Child?
brought to you by Quizilla

Wednesday, February 18, 2004

Stúlkur stúlkur ekki misskilja mig, auðvitað er gaman að fá hrós, og ekki verra að það sé frá karlmanni, stundum fær maður bara of mikið af því góða og verður þreyttur á því. Rúna mín, hann er með hring. Annars er ég að fíla þetta í ræmur, ég sem er svo viðkvæm fyrir öllu sullumbulli treð slöngum ofaní hálsinn á fólki eins og ekkert sé og hef gaman af- ég held ég sé ekki alveg heil. Jæja, ætla að fara og horfa á Philadelfia, eina af uppáhaldsmyndunum mínum, ég græt alltaf jafn mikið í lokin sniff sniff, Anna Dóra

Tuesday, February 17, 2004

Hvað er þetta með karlmenn sem finnst þeim alltaf þurfa að vera hrósa konum. Í verknáminu þessa viku hef ég verið að fylgja meðal annars einum strák sem er alltaf að segja, þetta gengur rosalega vel, það fer þér vel að sitja þarna og passa sjúklinginn, bara eins og þú hafir aldrei gert annað. Garg hvað ég get orðið pirruð á svona fólki. Annars er búið að vera rosalega gaman, það var verið að kenna mér að halda maska/grímu þannig að svæfingargösin færu nú bara ofaní sjúklinginn en ekki í okkur hin á stofunni (haldiði að það væri bærilegt með okkur öll sofandi þarna inni) þetta er frekar þétt sem maður þarf að halda og ef maður er óvanur eins og ég þá uppgötvar maður ýmsa vöðva í lófanum og puttunum sem maður hefur ekki notað svo mikið áður, ég var komin með hálfgerðan krampa í fingurna eftir 30-40 mín svæfingu. Annars er allt gott að frétta, styttist í að Maggi komi í heimsókn en við ætlum að sýna svíunum hvernig maður fer að því að djamma á Íslandi. Bless í bili

Sunday, February 15, 2004

Langar að deila með ykkur ansi góðum brandara sem ég heyrði um daginn. Þannig var að sænskur læknir sem var komin á eftirlaun ákvað að láta loksins verða af því að fara til Íslands, hann hafði kynnst mörgum Íslendingum sem allir höfðu lofsamað landið sitt. Hann fer þarna rúnt um landið og er staddur í sjoppu á Akureyri þegar hann sér mann sem hann kannast við. Svíinn tekur sig því til og gengur upp að manninum og spyr hvort hann sé læknir, já segir maðurinn, og hefurðu verið í Svíþjóð, já segir maðurinn og þannig komast þeir að því að þeir unnu saman fyrir löngu síðan í smástað í Svíþjóð. Svona gengur þetta alla ferðina, Svíinn er alltaf að rekast á fólk sem hann kannast við og svo kemur í ljós að hann hefur kynnst flestum í gegnum starf sitt. Hann er því að skilja ansi ánægður með ferðina og þegar hann er að tékka út af hótelinu fyrir brottför sér hann mann sem hann veit að hann hefur séð áður og þar sem honum hafði ekki skjátlast alla ferðina gengur hann upp að manninum og spyr, hefurðu verið eitthvað í Svíþjóð, já sagði maðurinn, hef svosem komið þar við, ertu kannski læknir? nei reyndar ekki og svona heldur þetta áfram Svíinn spyr og spyr en fær engan botn í hvaðan hann þekki manninn og spyr því að lokum af hverju hann kannist svona við hann? Well my name is Ólafur and I'm the president of Iceland segir hinn þá og bendir á stærðarinnar mynd af sjálfum sér sem hangir í andyri hótelsins :-)
Vona að þið hafið líka húmor fyrir þessu
Anna Dóra

Wednesday, February 11, 2004

Þá er ég búin að skila af mér fyrsta helmingnum í fyrstu ritgerðinni minni á sænsku. Við Íslendingar erum ekki þeir einu sem eigum skemmtileg orð yfir hlutina. Í gær í verknáminu var ég spurð hvort ég væri VUB, ég sem vissi ekki hvort væri verið að gera grín að mér, uppnefna mig eða eitthvað þaðan af verra bað viðkomandi vinsamlegast að sleppa sænsku frösunum þar sem ég hefði ekki hugmynd um hvað hann væri að segja. Síðar fékk ég útskýringu á þessu VUB er skammstöfun fyrir vidare utbildning- framhaldsnám- hann var sem sagt að spyrja hvort ég væri í framhaldsnáminu!!!!! Af hverju getur fólk ekki bara talað skýra og greinagóða íslensku:-) Þetta kemur allt með kalda vatninu, enda hef ég lært alveg helling af nýjum orðum og hugtökum síðan ég byrjaði í skólanum.
Bið að heilsa í bili
Anna Dóra

Monday, February 09, 2004

Í dag byrjaði ég í verknámi á svæfingunni, ég verð næstu 3 vikurnar að fylgjast með svæfingum á kvennadeildinni og er bara þokkalega bjartsýn á að þetta verði mjög skemmtilegt, það er alla vega margt að sjá og læra og ég var algerlega tóm í kollinum þegar ég loksins staulaðist heim í dag. Fékk reyndar hálfgert áfall þegar ég fór að klæða mig, fötin eru í búningsherberginu og ekki til í öllum stærðum þannig að mér fannst ég líta hálfskringilega út í dag. Annars er ég búin að ákveða að spara hárvaxið mitt og nota það við betri tækifæri heldur en þarna, þið getið rétt ímyndað ykkur hvað maður er niðurklesstur og smart eftir að hafa verið með húfu í 8 tíma ég held bara að ég myndi falla kyllifllöt fyrir sjálfri mér:-)
Góða nótt- Anna Dóra

Friday, February 06, 2004

Ég er búin að komast að því að ég er ekki þolinmóðasta manneskja í heimi þegar það kemur að því að bíða. Ég fór í gær og keypti skrifborð og hillusamstæðu sem ég fæ sent heim í dag einhvern tíma milli 15-19. Ætli óþolinmæðin stafi ekki af því hvað ég hlakka til að leggja lokahönd við að innrétta íbúðina mína. Núna vantar mig bara myndir á veggina en áður en ég veit af verður fara veggirnir að hrynja undan myndum. Annars veit ég ekki hvað nágrannarnir halda um mig, alltaf að fá húsgögn og setja þau saman á föstudagskvöldum- þeir fara að halda að ég eigi ekkert líf :-)
Þá er bara að halda áfram að bíða og bíða og bíða
Bið að heilsa í bili, Anna Dóra

Wednesday, February 04, 2004

HJÁLP!!!
Ég er að breytast í það sem ég þoli ekki, íslending sem slettir á útlensku í samtölum á íslensku og þá á ég ekki við slangur- ég hef orðið frekar mikið vör við þessar breytingar eftir að ég byrjaði í skólanum og hef byrjað að hafa mun meiri samskipti við svía fyrir utan vinnuna. Mér finnst þetta hræðilegt ég er farin að svara presis í staðinn fyrir einmitt og ýmislegt svona smálegt sem stendur til að breyta til baka. Þetta er það síðasta sem ég hefði átt von á, miðað við hvað ég er á móti svona löguðu en maður veit greinilega aldrei.
hej so länge, Anna Dóra

Tuesday, February 03, 2004

Hver lak þessum fréttum að ég væri gengin út!!!
Ég auglýsi hér með eftir þessum manni því einhver virðist vita meira en ég:-)
Annars er ég á fullu í skólanum, hrikalega skemmtilegt, mér finnst mér eiginlega komin aftur í lokaverkefnið mitt- Ásdís og María ég þarf á ykkur að halda núna:-)
Þá er að halda áfram að læra
kram
Anna Dóra

Sunday, February 01, 2004

Svíar eru fyndnir, ég kíkti semsagt út á lífið í gærkvöldi og fór á aðalskemmtistaðinn hér í bænum sem heitir Schlagerbaren eða slagarabarinn á því ástkæra ylhýra. Það voru tvö dansgólf, á öðru var spiluð svona venjuleg danstónlist og á hinu voru spilaðir sænskir slagarar, þið getið rétt ímyndað ykkur hvar ég hélt mig :-) Annars var þetta rosalega gaman og stelpurnar eru búnar að setja upp djammprógramm fram á vor, m.a. eightíspartý og ég fann búð niðri í bæ sem selur bara hræðileg eightísföt sem er hrikalega inn núna, það má allt koma aftur frá þessu tímabili bara ekki fötin, mætti meira að segja stelpu um daginn sem var með röndóttar legghlífar-garg... muniði eftir þessu? Spáið í þetta- kveðja Anna Dóra