Heyrði einn ansi góðan um helgina sem ég ætla að deila með ykkur.
Tvær vinkonur voru að ganga heim af djamminu og styttu sér leið í gegnum kirkjugarðinn. En svo var eins og oft vill verða að þeim varð ansi brátt í brók og engin leið að bíða þar til heim væri komið þannig að þær ákveða að pissa á bakvið næsta legstein. Þegar þær svo eru að pissa segir önnur: "Við höfum ekkert til að þurrka okkur með" hin sem var frekar frökk sagði "ahh ég þarf ekkert brókina" og með því reif hún sig úr brókinni þurrkaði sér og henti svo brókinni bak við næsta tré. Sú fyrri vildi nú ekki fara úr brókinni og greip því borðann af kransinum á næsta leiði og þurrkaði sér. Svo héldu þær áfram heim. Daginn eftir hittast svo eiginmenn þessarra kvenna áhyggjufullir og annar segir "ég veit nú ekki hvað gekk á þarna í gærkvöldi því konan mín kom brókarlaus heim" þá segir hinn "ert þú með áhyggjur konan mín var að vísu í brókinni en það stóð prentað á botninn á henni TAKK FYRIR ALLT, KVEÐJA STRÁKARNIR Í VINNUNNI"
Vona að hann missi ekki marks svona á netinu.
Annars er planið hjá mér að koma upp myndabloggi, þannig að þið getið fylgst með mér bæði í máli og myndum. Að vísu ekkert komið þarna inn ennþá en þið verðið fyrst til að fá að vita þegar það gerist.
Bið að heilsa í bili
Anna Dóra
Monday, June 28, 2004
Sunday, June 27, 2004
Leiðinlegt að Svíarnir komust ekki áfram, þetta er í fyrsta skipti sem ég hef getað haldið með landsliðinu í svona stórri keppni og eigt smá von um að komast áfram (hvenær hefur það gerst með íslenska landsliðið- ekki illa meint) þannig að nú verður maður að snúa sér að næstu norðulandaþjóð og segja Áfram Danmörk.....
Annars hef ég nú oft sagt ykkur frá því hvað Svíarnir eru fyndnir og ég held að þetta komist ofarlega á listann minn yfir topp tíu. Í síðustu viku var ég semsagt að skrifa undir pappíra í vinnunni þar sem er verið að úthluta mér að ég í vissum tilfellum megi gefa ýmis lyf án þess að læknir hafi gefið fyrirmæli um það, stuða við hjartastopp og taka blóðgös (það er allt skriflegt hérna, sem er bara ágætt) nema hvað svo fæ ég eitt blað einn til að kvitta á og hvað jú ég fékk úthlutun á það að mér sé treyst fyrir því að geta sett armband á sjúklingana með nafninu þeirra og að það sé réttur sjúklingur, ég veit ekki hvort deildarstjórinn hafi heyrt kaldhæðnina þegar ég spurði hvort ég væri að kvitta fyrir því að geta merkt sjúklinga en engu að síður er þetta eitt af því sem þeir treysta mér til að gera. Semsagt Svíar eru fyndnir=)
Kveðja
Anna Dóra full af sænsku trausti
P.s Til hamingju með daginn Mamma
Annars hef ég nú oft sagt ykkur frá því hvað Svíarnir eru fyndnir og ég held að þetta komist ofarlega á listann minn yfir topp tíu. Í síðustu viku var ég semsagt að skrifa undir pappíra í vinnunni þar sem er verið að úthluta mér að ég í vissum tilfellum megi gefa ýmis lyf án þess að læknir hafi gefið fyrirmæli um það, stuða við hjartastopp og taka blóðgös (það er allt skriflegt hérna, sem er bara ágætt) nema hvað svo fæ ég eitt blað einn til að kvitta á og hvað jú ég fékk úthlutun á það að mér sé treyst fyrir því að geta sett armband á sjúklingana með nafninu þeirra og að það sé réttur sjúklingur, ég veit ekki hvort deildarstjórinn hafi heyrt kaldhæðnina þegar ég spurði hvort ég væri að kvitta fyrir því að geta merkt sjúklinga en engu að síður er þetta eitt af því sem þeir treysta mér til að gera. Semsagt Svíar eru fyndnir=)
Kveðja
Anna Dóra full af sænsku trausti
P.s Til hamingju með daginn Mamma
Wednesday, June 23, 2004
Ég er megapæja, fór í dag og keypti mér nýja fartölvu og finnst hún vera huge við hliðina á þessarri litlu og sætu sem ég er með núna. Núna líður að Jónsmessunni eða Midsommar eins og hún kallast hérna og byrja hátíðarhöldin hér á morgun með markaði niðri í bæ og svo verður reist maístöng á laugardaginn og væntanlega dansað og sungið í kringum hana og svo fara allir heim og borða síld og nýjar kartöflur sem eru soðnar með dilli og salti (einhver hérlenskur siður). Ég hef svosem ekki ákveðið hvað ég ætla að gera, vill svo skemmtilega til að ég er í fríi en það er leiðindaspá fyrir helgina eins og mér heyrist reyndar heima líka. Annars finnst Svíunum (sérstaklega karlmönnuum) svolítið skemmtileg íslenska hefðin (þ.e. þessi gamla) að velta sér nakinn upp úr dögginni á Jónsmessunótt, það hljómi skemmtilegra heldur en að syngja og dansa kringum blómum skreytta stöng.
Munið eftir hefðinni
Anna Dóra
Munið eftir hefðinni
Anna Dóra
Monday, June 21, 2004
Þá er ég komin heim aftur eftir tæplega 3ja vikna dvöl heima á Íslandi, ótrúlegt hvað tíminn var fljótur að líða ég hafði það engu að síður alveg hrikalega gott, það var dekrað svo hrikalega við mig að það liggur við að maður kvíði hversdagsleiknum sem tekur við núna. Mér finnst reyndar svolítið öfugsnúið að segjast hafa verið í sumarfríi á Íslandi þetta á eiginlega að vera á hinn bóginn, venjan er að maður fari frá Íslandi í sumarfríinu sínu. Ég virðist þó hafa sett eitthvað af góðu veðri ofaní ferðatöskuna mína því í dag er búið að vera betra veður en hefur verið í marga daga þannig að núna er bara að krossa fingurna og vona að þetta haldi.
Bið að heilsa í bili
Anna Dóra
Bið að heilsa í bili
Anna Dóra
Thursday, June 17, 2004
Tuesday, June 15, 2004
Halló halló
Var á vafri á vefnum um daginn þegar ég rakst á þennan. Reynið við hann og látið vita hvernig ykkur gekk, það tók mig dágóða stund að komast að lausninni, hversu klár eruð þið.
Reyndu á heilasellurnar
Góða skemmtun
Anna Dóra svaka klára
Var á vafri á vefnum um daginn þegar ég rakst á þennan. Reynið við hann og látið vita hvernig ykkur gekk, það tók mig dágóða stund að komast að lausninni, hversu klár eruð þið.
Reyndu á heilasellurnar
Góða skemmtun
Anna Dóra svaka klára
Sunday, June 13, 2004
Meiri lásí bloggarinn sem ég er, eða kannski bara að njóta þess að vera í sumarfríi? Annars er ég búin að hafa það mjög gott hérna heima, dreg mömmu greyið út að labba og í sund næstum því á hverjum degi þar sem ég er vöknuð eldsnemma því ég á svo erfitt með að sofa í allri þessari birtu. Átti reyndar my moment of glory síðastliðinn miðvikudag þegar það birtist við mig viðtal í kvöldfréttum stöðvar 2 því ég og mín fjölskylda erum ein af fáum sem eiga allt Andrésar Andar safnið á íslensku og þar sem ég er svo heppin að vera skráð fyrir áskriftinni vildu þeir tala við MIG í tilefni þess að Andrés kallin varð sjötugur. Þið sem sáuð okkur systur vitið hvað ég meina og þið hin, sorry þarna misstuð þið af mikilli skemmtun c",)
Ætla að drífa mig í sund, nýta tímann meðan ég hef tækifæri til þess að synda
þar til næst.......
Anna Dóra sund- og göngugarpur
Ætla að drífa mig í sund, nýta tímann meðan ég hef tækifæri til þess að synda
þar til næst.......
Anna Dóra sund- og göngugarpur
Monday, June 07, 2004
Komin heim aftur, skellti mér með foreldraeiningunni í sumarbústað um helgina, þau svaka sæt að hringja í mig út og spyrja hvort ég vilji koma með þeim í Munaðarnesið eina helgi það séu komnir pottar og læti, ég sem er búin að sjá svona ferðir í hillingum var að sjálfsögðu fljót að þakka gott boð ég kæmi með. Þá kom það... við erum sko að fara að þrífa bústaðina og koma þeim í stand fyrir sumarið.... Þetta var létt verk og löðurmannlegt fyrir mig sem fékk að þrífa en grey pabbi og Maggi fengu að vera úti og tyrfa, ekki alveg jafn létt en löðurmannlegt. Annars var helgin fín, bongóblíða og glæsilegur pottur við bústaðinn, Munaðarnes er greinilega að reyna að koma sér aftur á kortið hjá kröfuhörðum íslenskum sumarbústaðadýrkendum.
Kveðja
Anna Dóra í íslenskum fíling
Kveðja
Anna Dóra í íslenskum fíling
Friday, June 04, 2004
Thursday, June 03, 2004
Wednesday, June 02, 2004
Þá er ég komin heim sem er alltaf jafn ljúft, meira að segja tekið á móti mér með ágætis veðri hálfskýjað og 13°C. Var einmitt að klára við að sporðrenna steiktum kjötbollum með brúnni sósu ala mamma (svona er sko ekki til í Svíþjóð). Annars gekk ferðin ágætlega þrátt fyrir yfirfulla lest milli Malmö og Kastrup þar sem 3 lestar höfðu verið stöðvaðar í Malmö var fullt af fólki sem var að bíða eftir að komast yfir sundið en það hófst að lokum og ég komst heilu á höldnu heim.
Núna er planið bara að slappa af og njóta þess að vera til í sumarfríi.
Hafið það gott, hvar sem þið eruð.
Anna Dóra
Núna er planið bara að slappa af og njóta þess að vera til í sumarfríi.
Hafið það gott, hvar sem þið eruð.
Anna Dóra
Tuesday, June 01, 2004
Það styttist óðfluga í sumarfríið, fyrstu merki þess voru í dag, síðasti skóladagurinn. Honum lauk reyndar vel og mjög sænskt, við ákváðum semsagt að borða saman í hádeginu og færðum svo kennaranum eina rauða til að þakka fyrir samveruna (er víst mjög oft gert hér, annað er að það er farið að styttast ískyggilega í heimkomuna en ég er farin að hlakka mikið til, lendi á því ástkæra ylhýra eftir rúman sólarhring og hlakka til að hitta alla.
Reykjavik här kommer jag............
Anna-Dora
Reykjavik här kommer jag............
Anna-Dora
Subscribe to:
Posts (Atom)