Eini gallinn við það að hafa ekki þvottavél í íbúðinni hjá sér eru hinir sem virðast líka þurfa að þvo. Átti þvottahúsið um síðustu helgi en var barasta alltof slöpp til að nenna að druslast niður með allan þvottinn minn. Svo þegar ég ætlaði að panta nýjan tíma var ekkert laust nema í morgun þannig að ég er búin að standa á haus frá því klukkan 8 í morgun og þvo 2ja vikna uppsafnaðan þvott og ég get sagt ykkur það að skáparnir mínir eru því sem næst tómir. Annars er allt gott að frétta, djamm síðasta föstudag og annað næsta föstudag. Ætla reyndar næsta föstudag með Guðrúnu og Eiríki upp til Växjö og við ætlum í dótabúðaleiðangur í Toys'r'us ég hlakka svo til að það er ekki venjulegt.
Bið að heilsa í bili, þvotturinn kallar Anna Dóra |
Sunday, November 28, 2004
Tuesday, November 23, 2004
Ímyndið ykkur þetta og hugsið hvað er að?
Hversu langt eigum við eiginlega eftir að ganga með þessu svokallaða raunveruleikasjónvarpi? Piparsveinninn, piparjúnkan, ást eða peningar, survivor, robinson, farmen, hver vill giftast pabba mínum og ég veit ekki hvað. Núna það nýjasta gay or straight. Ung og hugguleg (nema hvað) dama ein með 14 karlmönnum, helmingur þeirra er samkynhneigður, allir eru þeir að keppa um ástir hennar, ef hún velur homma fær hann miljón dollara ef hún velur "rétt" fær hún peninginn HJÁLP hvað er að!!! Mér finnst reyndar ágætis framtak hjá einni sjónvarpsstöðinni hérna sem er að gera grín að þessum þáttum í formi jóladagatals. Í fyrra var það jólasveinninn á loftinu, 24 einstaklingar sem lifðu á möndlugraut og sælgæti og einn kosinn út á hverjum degi. Núna hver verður frú Sveinki 24 stúlkukindur að keppa um ástir Sveinka og byrjar 1.des ég er svo þreytt á þessu raunveruleika sjónvarpi að ég hugsa að ég bara kveðji að sinni. Anna Dóra ekki næsta frú Sveinki :-) |
Saturday, November 20, 2004
Þetta kalla ég þjónustu í lagi. Var semsagt að panta mér linsur í vikunni og hérna fær maður alltaf augnskoðun með hverri linsupakkningu bara til að þeir séu vissir um að maður sé ekki að fá linsur sem eru annaðhvort of daufar eða sterkar. Annars er ég frekar slappur núna, með verki um allan líkamann, reyndar hitalaus en mér virðist ekki ætla að hlýna þannig að öllum djammplönum kvöldsins verður frestað þar til um næstu helgi þar sem ég hef ekki tíma til að verða veik. Ég og Guðrún erum búnar að vera hrikalega duglegar að læra og komnar ágætlega af stað með síðasta verkefnið okkar, gengur hrikalega vel í vinnunni og höldum barasta að við séum bestar þó svo við segjum sjálfar frá. Jæja ætla að hugsa vel um mig í kvöld, á víst að mæta í vinnuna annaðkvöld. Kveðja Lasarusinn í Karlskrona |
Wednesday, November 17, 2004
Þvílíkur dagur sem ég hef átt í dag. Í morgun í vinnunni var kvartað um að það væri of mikil ilmvatnslykt af mér og ég var send niður í sturtu........ það er nú oftast á hinn veginn að fólk kvarti frekar undan svitalykt heldur en góðri lykt c",). Fór svo á fyrirlestur og þegar ég kom tilbaka kallaði deildarstjórinn í mig, great hugsaði ég fæ ég fyrirlestur um ilmvatnsnotkun núna en nei hvað haldiði hún bauð mér VINNU þið eruð semsagt að lesa dagbókarfærlsu eftir nýjasta starfsmann svæfingadeildarinnar hér í Karlskrona JIBBÝ JIBBÝ endalaus gleði, ég er semsagt búin að fá afleysingastöðu á svæfingunni fram til ágústloka 2005 og þá er bara að sjá hvað gerist.
Bið að heilsa frá gleðigeiminu á Snapphaneväg Anna Dóra sem er í þvílíka dúndurgleðiskapinu :-) |
Friday, November 12, 2004
Hittumst í dag Íslendingarnir og gerðum saman laufabrauð og hlustuðum á jólatónlist, ekkert smá skemmtilegt- hávaðasamt en gaman.
Hitti líka starfsmannastjórann og deildarstjórann á bráðamóttökunni og fæ svo að vita meira í næstu viku hvernig þetta verður allt saman og Maggi, ég byrja ekki að vinna fyrr en eftir að þú verður farinn heim þannig að þú þarft ekkert að væflast um einn meðan ég er að vinna.
Setti inn smá myndir frá laufabrauðsgerðinni.
Verðum í bandi
Kveðja
Anna Dóra
Tuesday, November 09, 2004
Jæja þá er komið að því, ég hitti semsagt starfsmannastjórann hann Mats í dag og eins og staðan er í dag get ég því miður ekki fengið vinnu á svæfingunni fyrr en í haust en hann bauð mér stöðu á bráðamóttökunni hérna þangað til, sagði að þar væri ég vel geymd en ekki gleymd því þau hefðu mikinn áhuga á að fá mig síðan til starfa þau geta bara ekki ráðið mig í janúar. Ég var því bara mjög sátt, bráðamóttakan er mun betra en ekki neitt og svo verð ég dugleg að minna hann á mig. En svo er líka eins og hann sagði að ástandið getur breyst eins og hendi sé veifað og aldrei að vita nema hann þurfi fyrr á mér að halda inn á svæfinguna, ég bara vona hið besta. Á semsagt að hitta hann og deildarstjórann á bráðamóttökunni á föstudaginn kl 10, ætli það sé ekki til þess að semja um laun og annað.
Jæja ætla að fara og kíkja á Fab Five gaurana
Anna Dóra
Monday, November 08, 2004
Þannig að ég ætla að biðja ykkur að hugsa fallega til mín í hádeginu á morgun og það væri ekki verra að þið mynduð krossleggja fingurna c",)
Bjartsýniskveðja
Anna Dóra
Tuesday, November 02, 2004
Jæja best að byrja á næsta verkefni
Anna Dora föst á Stensleið hinni "einu réttu"