Friday, December 31, 2004
Ætla að deila með ykkur stjörnuspánni minni fyrir árið 2005, það verður gaman að sjá hversu mikið er til í því sem stjörnuspekingarnir segja
Það var stundum eins og þú værir í rússíbanaferð á árinu sem er að líða. Stundum var eins og verið væri að sjóða þig í olíu en einnig eins og hunangi væri dreypt yfir þig. Tilgangurinn hefur örugglega verið sá að láta þig komast að því að enginn verður óbarinn biskup. Reiknaðu með að upphaf komandi árs verði í svipuðum dúr. Heilsan mun batna verulega á árinu sem er að ganga í garð og efnahagurinn mun verða góður eins og áður. Ástarmálin voru í nokkurri kyrrstöðu á árinu en nú virðast mikilvægar breytingar vera í aðsigi. Þú munt verða látin axla meiri ábyrgð í vinnunni. En þótt þú verðir metnaðarfull mestan hluta ársins meturðu tillfinningajafnvægið meira en árangur í starfi.
Þar hef ég það, vona nú að þetta með ástarmálin rætist einnig að efnahagurinn verði góður en er hægt annað þegar maður hefur verið í námi og er að byrja að vinna aftur=)
Gleðilegt ár
Anna Dóra
Tuesday, December 28, 2004
Alveg er þetta ótrúlegt ég er búin að vera heima í næstum því viku og finnst það bara vera eins og 2 dagar það er eins og Icy söng hér forðum tíminn líður hratt á gervihnattaöld.
Garg garg og aftur garg, eins og ég hef sagt ykkur áður er ekkert ákveðið í þessum blessaða skóla mínum allt bara undir skipulagi. Var búin að fá stundaskrá fyrir síðustu 2 vikurnar og hvað og hvað fæ tölvupóst í morgun þar sem er búið að breyta stundaskránni og verkefnið sem við áttum að kynna 4-5. jan eigum við að kynna 3. jan og ég sem kem heim 2. jan. Ég og Guðrún erum semsagt í fjarsambandi að vinna þetta blessaða verkefni til að geta skilað því. Við erum þó duglegri en flestir (nema hvað) því við vorum langt komnar með verkefnið, fæstir voru byrjaðir fyrir jól.
Jæja best að hætta þessu bulli, Guðrún bíður á msn-inu óþreyjufull að geta hafið verkefnavinnuna =)
Kveðja í bili
Anna Dóra
Saturday, December 25, 2004
Takk fyrir allar jólakveðjurnar og gjafirnar ég ætla nú ekki að fara að telja upp það sem ég fékk en það kom sér allt mjög vel. Ég komst að lokum heim, var frekar smeyk við veðurspána en það var búist við óveðri í suður-Svíþjóð sem varð ekki svo mikið úr. Svo þegar ég var sest upp í vélina ánægð með lífið bara 3 klst í heimkomuna fékk ég blauta tusku í andlitið, áætlaður flugtími 3 klst og 45 mín vegna gífurlegs mótvinds, þetta voru með lengri 45 mín sem ég hef upplifað. En ég var nú reyndar fljót að gleyma þeim þegar ég sá hver kom og sótti mig, haldiði ekki að Rúna og Halldór Óskar hafi komið með Magga að sækja mig. Á Þorláksmessu vék drengurinn ekki frá mér, hann var svo glaður að besta frænkan væri komin heim.
Jólakveðja úr frostinu á Íslandi, ekki nema -12 þegar ég kom en hlýnandi bara -4 í dag.
Anna Dóra
Tuesday, December 21, 2004
Jólafrí ó jólafrí tralalalalalalala
Jæja þá er maður kominn í langþráð jólafrí og í fyrsta skipti ætla ég bara að slaka á, engin vinna bara að njóta þess að vera til og hitta vini og ættingja. Prófið í morgun gekk held ég barasta ágætlega, við vorum 4 í hóp sem ræddum 2 tilfelli sem geta komið upp við svæfingar og skiluðum inn sameiginlegu svari.
En á morgun gerist það, tek lestina héðan klukkan 13:30 og svo á ég flug klukkan 20 frá kastrup og verð lent heima um 22 hrikalega hlakka ég til. Ef einhver vill ná sambandi við mig er annaðhvort að hringja heim til mömmu og pabba eða gsm-inn minn +46(0)708319753 =)
Hlakka til að sjá alla
Jólakveðja
Anna Dóra
Monday, December 20, 2004
Nú styttist í það bara 1,5 klst í fyrra prófið og ég er orðin mettuð, núna ætla ég bara að reyna að slaka aðeins á og einbeita mér að öndunaræfingum =) Annars gleðifréttir það er snjór úti, fyrsti snjórinn í Karlskrona á þessum vetri, ég er búin að bíða svo lengi eftir að fá smá snjó að þetta hlýtur að vera gott merki fyrir mig að hann komi þegar ég er að fara í próf=) Jæja anda svo rólega inn um nefið og út um munninn og hugsa jákvætt ÞÚ GETUR ÞETTA 2ja daga heimkomukveðja Anna Dóra prófkvíðakerling |
Friday, December 17, 2004
Á til með að deila með ykkur smá jólasveinabröndurum sem ég heyrði í gær bara svona í tilefni þess að það eru að koma jól. Vitiði af hverju jólasveinninn á engin börn.............. jú hann kemur bara einu sinni á ári Vitiði af hverju jólasveininn á engin börn................. jú hann kemur bara í skorsteininn Thí hí hí 5 daga heimkomukveðja Anna Dóra að komast í jólaskap en verður fyrst að klára próflestur |
Wednesday, December 15, 2004
Fallinn með 4,9
Nei nei að sjálfsögðu ekki, nema hvað þá stóðst ég verknámshluta námsins með sóma. Það sem handleiðararnir sögðu að ég þyrfti að bæta en það væri eitthvað sem kæmi að vera aðeins ákveðnari og svo þyrfti ég að byggja upp þykkari skráp gagnvart sjúkraliðunum því margar þeirra hafa unnið þarna í 30 ár og reyna að stjórna nýju starfsfólki eins og þær mögulega geta. En að öðru leiti var allt hið besta. Þá er bara að einbeita sér að næsta hluta þ.e. prófunum. Jæja 7 daga heimkomukveðja Anna Dóra |
Monday, December 13, 2004
Kramiz
Anna Dóra
Vika í próf og ég held ég sé að verða búin að læra yfir mig. Nei nei en greinilegt merki um það sem er efst í mínum huga þessa dagana er að í nótt dreymdi mig að ég var að svæfa kennarann minn og þar sem hlutirnir gengu ekki nógu vel þá bara gerði hann sér lítið fyrir og vaknaði til að leiðbeina mér =) Annars gengur allt vel og ég er að undirstinga handleiðarana mína fyrir góða einkunn.
Jæja best að snúa sér að skólabókunum 9 daga heimkomukveðja Anna Dóra |
Saturday, December 11, 2004
Hvað er að okkur konum? Fór í gær í bíó að sjá vinkonu okkar allra Bridget Jones sem var hin ágætasta skemmtun. Á leiðinni heim vorum við einmitt að tala um að það sorglega við þessa mynd er að það leynist lítil Bridget í öllu kvenfólki, eitt á ég til dæmis sameiginlegt með Bridget og það er "very bad hairday" allt árið =) Annað sem við vorum að velta okkur uppúr er af hverju föllum við alltaf fyrir Daniel Cleaver týpunum þegar við þráum að hitta Mr. Darcy. Smá vangaveltur um lífið og tilveruna hér í Karlskrona. Annars er bara rúm vika í prófin =( og lokadómur um frammistöðu mína í verknáminu fellur næsta miðvikudag=S þannig að það er eins gott að fara að snúa sér að bókunum og hugsa fallega til handleiðaranna. Þetta er Anna Jones á barmi örvæntingar |
Thursday, December 09, 2004
Tuesday, December 07, 2004
Monday, December 06, 2004
Það versta við að vera í skóla er að þurfa að fara í próf!! Nú styttist óðum í prófin bara 2 vikur og Anna Dóra er farin að finna fyrir spennu og kvíða eins og vanalega. Versta er að allir í vinnunni eru svo rólegir segja mér að reyna að slaka á því prófin gangi oftast vel. Ég hef náttúrulega ofurtrú á sjálfri mér og veit að ég næ prófunum en engu að síður læðist stressið aftanað manni eins og lúmskur draugur. Annars var ferðin upp til Växjö æðisleg þið vitið ekki hvað það er gaman að fara í svona stórar dótabúðir, ég yngist um 25 ár og langar í allt sem í boði er (þið getið rétt ímyndað ykkur hvað púkinn minn á eftir að græða á þessarri ferð) ég gjörsamlega gleymi stað og stund. Svo áttu þeir líka smá snjóleifar þarna uppi sem ég prófaði aðeins að trampa í, hér hefur bara verið smá slydda enginn snjór :-( 16 dagar í heimkomu, Anna Dóra |
Thursday, December 02, 2004
Ég er ekkert smá heppin
Var í dag á brjóstholsskurðdeildinni, var aðeins að fá að fylgjast með hvernig svæfingin er hjá þeim því þau vinna öðruvísi en við og ég fékk barasta að sjá meirihlutann af því sem þau gera. Ég sá þá skipta um hjartaloku, gera hjáveituaðerð á hjarta og leggja inn gangráð. Enda átti starfsfólkið ekki til orð yfir hvað ég hefði verið heppin. Á morgun fer ég svo með Guðrúnu og Eiríki upp til Växjö þar sem við ætlum að gleyma okkur í dótabúð kannski að við kaupum einhverjar jólagjafir ef við munum eftir því (ég er ansi hrædd um að mig eigi eftir að langa að kaupa allt sem ég sé eða að minnsta kosti prófa það) :Þ Svo verður lokadjamm fyrir próf um kvöldið, jólapartý lyfjasviðs ég efast nú um að ég endurtaki leikinn frá því í fyrra og syngi fyrir þau á íslensku en aldrei að vita hvað verður!!! Jæja er að hugsa um að læra smávegis eða á ég bara að slaka aðeins á hmmmm Anna Dóra |
Wednesday, December 01, 2004
1. des = oppna fyrsta gluggann á súkkulaðidagatalinu Allt í góðu gengi hér aðventan gengin í garð þannig að ég er byrjuð að skreyta. Setti í dag upp jólastjörnu í eldhúsgluggann og jólaseríu í stofugluggann er nefnilega að reyna að lauma jólaskapinu inn með próflestrinum. Annars finn ég að ég er að byrja að verða stressuð fyrir prófin og nettur hnútur kominn í magann sem ég efast um að hverfi fyrr en klukkan 2 þann 21. des þegar prófin eru formlega búin. Annars er afmælistíminn genginn í garð. Afi minn á afmæli í dag, Jóhanna skvísa á afmæli á föstudag, Edda frænka á laugardag og Binni sonur hennar á sunnudag þannig að til hamingju með það öllsaman. Ég hugsa til ykkar. Afmæliskveðjur frá Karlskrona Anna Dóra |