Til hamingju með daginn Óli og Snorri, 5 ára hetjur. Þeir eru nú svo æðislegir bræðurnir að þegar þeir voru búnir að opna pakkann frá henni Önnu Dóru vinkonu sinni sögðu þeir "hvernig vissiruðu að það voru svona kallar sem okkur vantaði og langaði í?" Anna Dóra hafði nefnilega keypt legóriddara eftir vísbendingum úr vinnunni hvað væri vinsælt hjá svona gaurum.
Var reyndar helt slut í höfðinu -eins og Svíinn segir- eftir vinnuna í dag af hverju, jú ég var með ofur metnaðarfullan nema sem spurði og spurði og spurði þannig að ég fékk að hugsa extra mikið í dag, reyndar gaman að sjá að maður kann eitthvað. Ég hugsaði reyndar OMG ætli ég hafi líka verið svona nemi því ég veit að ég spurði alveg rosalega mikið. En eins og ég segi líka alltaf maður kemst ekki að neinu án þess að spyrja.
Jæja er að hugsa um að borga reikninga fyrst ég er komin í tölvuna við heyrumst
Anna Dóra
P.s mánuður í heimkomu, auglýsi hér með eftir eiturhressum djömmurum sem væru til í að skella sér í partý og jafn vel út á lífið með mér og Svíunum mínum 27. eða 28. maí