Update....
Haustið virðist vera byrjað að skríða inn, dimmmt á morgnana þegar ég vakna, bara 10°C þegar ég labba í vinnuna á morgnana og lokaðir skór og sokkar komnir í stað sandalanna. Engu að síður hlýjar sólin okkur ennþá yfir miðjan daginn, hitastigið nær allt að 20°C ekki slæmt miðað við kuldakastið sem virðist skekja Íslendinga í augnablikinu.
Af mér er það helst að frétta að ég er að skipuleggja vinnupartý fyrir okkur á skurðstofunni og gjörgæslunni. Þemað verður vilta vestrið. Við sem erum í skemmtinefndinni ætlum allar að vera eins klæddar og þori ég ekki að uppljóstra klæðnaðnum eins og stendur vegna tryggra lesenda úr hópi vinnufélaganna:-)en það er aldrei að vita nema ég setji inn mynd af sjálfri mér eftir partýið, fylgist spennt með, djammið verður aðaldag ársins 21. október =)Mamma og Rúna eru einmitt í dag að vinna í búningamálum fyrir mig, thank you girls
Ætla einnig að leyfa ungum Svíum (níunda og tíunda bekk) að njóta leikhæfileika minna 3-5. okt. Það er einhvers konar kynning á atvinnulífinu og við verðum nokkur spítalafólk sem setjum á svið leikþátt um konu sem veikist svona aðeins til að kynna okkur og gefa þeim innsýn í lífið á spítalanum, held að þetta geti verið gaman. Lét vinkonu mína sem er PR-hjúkka plata mig í þetta.
Ef einhvern langar svo á nostalgíu fortíðartripp get ég bent ykkur á að skoða gamlar íslenskar auglýsingar á kvikmynd.is hver man ekki eftir Hófí þegar hún gengur um götur Reykjavíkur og safnar með sér fólki í REYKLAUSA LIÐIÐ (var ekki málið reyklaust Ísland árið 2000!!) og Jón Páll að hvetja krakka til að drekka Svala svo fá dæmi séu nefnd. Versta er eiginlega að ég man vel eftir þessum auglýsingum og fannst þær ábyggilega ekkert smá flottar á sínum tíma=)
Jæja þetta er orðið ansi langt hjá mér
Bless í bili
Anna Dóra skemmtanaglaða
Saturday, September 24, 2005
Monday, September 19, 2005
Hvað haldiði að ég hafi gert í dag?
Ég skráði mig á sundnámskeið, skriðsund fyrir fullorðna, ég er ekkert smá ánægð með mig, búin að langa lengi að ná upp færni í skriðsundi og læra rétta tækni (vona nú að eitthvað sitji eftir síðan á sundnámskeiðunum úr skólanum)þannig að ég ákvað bara að drífa mig í þessu fyrst ég heyrði af þessu. Þetta verður einu sinni í viku, seinnipart á sunnudögum, fylgist spennt með árangri mínum hér=)
Þetta er svona það nýjasta af mér að frétta, eitthvað nýtt hjá ykkur?
Kram
Anna Dóra
Ég skráði mig á sundnámskeið, skriðsund fyrir fullorðna, ég er ekkert smá ánægð með mig, búin að langa lengi að ná upp færni í skriðsundi og læra rétta tækni (vona nú að eitthvað sitji eftir síðan á sundnámskeiðunum úr skólanum)þannig að ég ákvað bara að drífa mig í þessu fyrst ég heyrði af þessu. Þetta verður einu sinni í viku, seinnipart á sunnudögum, fylgist spennt með árangri mínum hér=)
Þetta er svona það nýjasta af mér að frétta, eitthvað nýtt hjá ykkur?
Kram
Anna Dóra
Sunday, September 18, 2005
Hæ hæ
Á fimmtudagskvöldið var party á hæðinni fyrir ofan mig sem er svo sem ekki í frásögur færandi nema ég sem var hrikalega þreytt var alveg viss um að ég myndi aldrei sofna. Svo er allt í einu hringt dyrabjöllunni og fyrir utan stendur gaur með vínflösku og spyr hvort ég eigi tappatogara. Ég játaði því og opnaði flöskuna fyrir hann og sendi hann svo aftur í partýið. Fór svo í innflutningspartý til Caroline og Patricks í gær þar sem gjöfin sló í gegn. Keyptum gestabók og vinabók eins og maður átti þegar maður var í skólanum í gamla daga og svo svona ýmsa smáhluti eins og teninga sem lýsa í myrkri, eitthvað til að leika sér að í svefnherberginu.
Er svo að fara í afmæli til Hákonar, fínt að fara í kökur svona eftir djamm gærdagsins.
Bið heilsa í bili
Anna Dóra
Á fimmtudagskvöldið var party á hæðinni fyrir ofan mig sem er svo sem ekki í frásögur færandi nema ég sem var hrikalega þreytt var alveg viss um að ég myndi aldrei sofna. Svo er allt í einu hringt dyrabjöllunni og fyrir utan stendur gaur með vínflösku og spyr hvort ég eigi tappatogara. Ég játaði því og opnaði flöskuna fyrir hann og sendi hann svo aftur í partýið. Fór svo í innflutningspartý til Caroline og Patricks í gær þar sem gjöfin sló í gegn. Keyptum gestabók og vinabók eins og maður átti þegar maður var í skólanum í gamla daga og svo svona ýmsa smáhluti eins og teninga sem lýsa í myrkri, eitthvað til að leika sér að í svefnherberginu.
Er svo að fara í afmæli til Hákonar, fínt að fara í kökur svona eftir djamm gærdagsins.
Bið heilsa í bili
Anna Dóra
Sunday, September 11, 2005
Hægt og hljótt.............
Þannig líður mér akkúrat núna. Allir farnir og ég orðin aftur ein í kotinu. Það er nefnilega smá læti sem fylgja svona ormum. Rúna, Ágústa og mamma eru semsagt búnar að vera hjá mér með ormana sína síðan á miðvikudag og er búið að vera óvenju mikið líf í húsinu þessa daga, ætli nágrannarnir séu ekki mest fegnir að þau séu farin þó svo að mín vegna hefðu þau mátt vera mikið lengur=) Ragga og Óli kíktu til okkar á föstudaginn og eyddu deginum með okkur. Annars erum við búin að vera svo heppin með veður sól og 20°C þannig að við höfum svosem getað verið mikið úti og leikið okkur á milli þess sem við höfum kíkt í búðir. Ég gat nú aðeins verslað líka og keypti mér hrikalega flotta mokkakápu, verð ábyggilega aðalskvísan í bænum í haust=)
Bið að heilsa í bili
Takk fyrir komuna
Anna Dóra
Þannig líður mér akkúrat núna. Allir farnir og ég orðin aftur ein í kotinu. Það er nefnilega smá læti sem fylgja svona ormum. Rúna, Ágústa og mamma eru semsagt búnar að vera hjá mér með ormana sína síðan á miðvikudag og er búið að vera óvenju mikið líf í húsinu þessa daga, ætli nágrannarnir séu ekki mest fegnir að þau séu farin þó svo að mín vegna hefðu þau mátt vera mikið lengur=) Ragga og Óli kíktu til okkar á föstudaginn og eyddu deginum með okkur. Annars erum við búin að vera svo heppin með veður sól og 20°C þannig að við höfum svosem getað verið mikið úti og leikið okkur á milli þess sem við höfum kíkt í búðir. Ég gat nú aðeins verslað líka og keypti mér hrikalega flotta mokkakápu, verð ábyggilega aðalskvísan í bænum í haust=)
Bið að heilsa í bili
Takk fyrir komuna
Anna Dóra
Subscribe to:
Posts (Atom)