Thursday, November 24, 2005



Partítröll


Þú ert nýjungagjörn, tilfinningarík félagsvera.


Partítröllið fylgist vel með nýjustu straumum og stefnum hvort sem um er að ræða föt, tónlist eða græjur. Það eru 74.5% líkur á því að það eigi iPod, 61% líkur á því að það eigi Fred Perry póló bol og 96% líkur á því að það eigi Adidas skó. Partítröllinu finnst The OC vera skemmtilegur þáttur.



Partítröllið er vinsælt - eða telur sig að minnsta kosti vera það. Þótt margir laðist að því eins og flugur að mykjuhaug eru aðrir sem eru ónæmir fyrir þokka þess og enn aðrir sem hafa jafnvel ofnæmi fyrir því. Það eru þeir sem eru í eldhúspartíinu á meðan partítröllið hristir rassinn og baðar út öngum á dansgólfinu.



Þegar gamaninu slotar er partígríman þó fljótt tekin niður og undan henni kemur viðkvæma blómið sem partítröllið raunverulega er.


Hvaða tröll ert þú?

Kannið hvaða tröll þið eruð og látið mig vita
Partýtröllið kveður

Tuesday, November 22, 2005

Sumt vill maður ekki vita!!!

Mamma og pabbi eiga 30 ára brúðkaupsafmæli í dag og ákváðu að skella sér til Kúbu og halda uppá það. Ég sendi þeim að sjálfsögðu kveðju í dag (alltaf góða barnið=)) óskaði þeim til hamingju og vonaði að þau gætu nú notið dagsins. Hvað fæ ég tilbaka, Jú þau voru að koma úr nuddi og voru á leiðinni í sólbað..... ekki alveg það sem ég vildi heyra, nýkomin inn úr kuldanum. Nei mér finnst gott hjá þeim að skoða heiminn, ég lagði þeim reyndar línurnar áður en þau fóru, bara að forðast Castro og fellibyli þá fer allt vel!

Bið að heilsa í bili
Anna Dóra

Monday, November 14, 2005

ÉG ER HETJA

Mér finnst það allavega var semsagt að keppa í sundi í dag og lenti í 3ja sæti og fékk mína fyrstu medalíu á mínu fyrsta sundmóti takk fyrir það. Það var önnur af sundnámskeiðinu sem ætlaði að koma en kom ekki, þannig að ég keppti á móti 2 stelpum 10 árum yngri en ég sem hafa báðar æft sund í mörg ár áður en eru svo sem hættar núna. Þjálfarinn minn var frekar ánægð með mig fannst ég halda ótrúlega í við þær miðað við hvað væri mikill munur á milli okkar þannig ef maður horfir á það sem maður hefur með sér. Ég er STOLT af mér, tíminn minn var 1 min en sú sem vann synti á 40 sek só er það ekki ungmennafélagsandinn sem er ríkjandi, aðalmálið er ekki að vinna heldur að vera með.

Jæja hetjan kveður, kominn háttatími
Knús og kram

Sunday, November 13, 2005

Ég er óörugg, af hverju, jú var að lesa í blöðunum að spítalinn ætli að spara 50 millur á næstu árum og þar af 30 í starfsmannakostnaði. Á sama tíma er spítalinn að lofa betri þjónustu! Er einhver annar sem sér einhvern galla á því sem þeir segja. Hmmm fækkum starfsfólki en bjóðum samt betri þjónustu, nei ég held þeir séu ekki alveg sjálfum sér samkvæmir þarna. Ég er með ráðningu til 16. jan. og hef ekki hugmynd um hvað gerist eftir það, það er bara að krossleggja fingurna og vona að þeir vilji ekki missa mig =)Mér skilst svo sem að það eigi ekki að segja fólki upp, það eru alltaf einhverjir að fara á eftirlaun en ef ég skil þetta rétt þá á ekki að ráða inn nýtt fólk garg hvað þetta er vitlaust allt saman. Ef það er einhvern tíma sem maður þarf að vinna þá er það um leið og maður lýkur sinni menntun þ.e. ef maður vill nýta sér það sem maður kann!!
En að öðru "skemmtilegu" sundmótið er á morgun þannig að um það bil um kvöldmatarleytið á morgun langar mig að biðja ykkur að hugsa fallega til mín og senda mér sundstrauma. Er að fara í sund á eftir og vona að ég fái að vita meira um mótið á morgun. Ekki laust við að núna sé svolítill svona "ertu biluð manneskja að ætla að keppa í sundi" fiðringur í manni, ég er greinilega meiri keppnismanneskja en ég hélt. Held ég sé líka að fatta hvað það er sem ég geri vitlaust þegar ég er að synda skriðsund, mér finnst ég drekka hálfa laugina og á erfitt með öndunina. Málið er að ég er alltaf að flýta mér (já ég veit Anna Dóra að flýta sér hahahahaha) því þegar ég hef tekið því rólega þá gengur mikið betur og ég syndi barasta ágætis skriðsund. Jamm þarf svona aðeins að athuga þetta betur.

Styttist í jólafrí
Karlskrona kveður í bili
Anna Dóra

Thursday, November 10, 2005


Við á Sálartónleikunum, erum þarna fremstar undir hljómborðinu Posted by Picasa

Þokkalega fínt að fá mynd af sér í málgagni þjóðarinnar þó svo að lítil sé. ef þið finnið okkur eruð þið snillingar, ég og Hrafnhildur stöndum beint upp við sviðið og Bimma á bakvið okkur, við erum algjörlega í kantinum á myndinni=) en hei við komum í mogganum;-)

Kveð í bili
Anna Dóra

Monday, November 07, 2005

TÓNLEIKARNIR VORU MEIRIHÁTTAR

Ég á bara til eitt orð til að lýsa tónleikunum VÁ. Ég verð nú líka að segja að ég dáist að þeim Sálarmeðlimum hvað þeir eru í góðu formi, hoppandi og gargandi svona í marga klst þetta hlýtur að reyna á þá (þeir eru ekki alveg 20 lengur). Ótrúlega gaman að vera með hinum 1200 Íslendingunum sem fengu miða þvílíkur stemmari og allir sungu með. Hélt að þakið myndi rifna af húsinu þegar þeir sungu sódóma. Skemmtilegast var þó að rekast á fólk sem ég hef ekki séð ógeðslega lengi barasta í mörg ár. Eftir tónleikana keyrði ég og Hrafnhildur svo heim og það var ekki auðvelt, báðar hundþreyttar enda var talað og sungið alla leiðina heim. Við vorum komnar heim um 7 leytið þannig að ég fékk nokkrar klst svefn áður en ég mætti í vinnuna kl 14 en þreytan var gjörsamlega þess virði.
Er að hugsa um að skella nýja Sálardisknum mínum í tækið og halda áfram að taka til hérna.

bless í bili
Anna Dóra, undir sálar áhrifum

Friday, November 04, 2005

Var að lesa um liti og tilfinningar um daginn og dauðbrá. Þið vitið rautt er æsandi, getur vakið reiði og aðrar tilfinningar, grænt er róandi og blátt tengist þunglyndi. Öll íbúðin mín er með bláu veggfóðri, bæði dökk- og ljósbláu og ég elska blátt og er ekki þunglynd svo ég viti til=) Ég hef frekar tengt blátt við hlýju en þunglyndi en svona er ég vitlaus....
Hver man ekki eftir bókunum um Ísfólkið sem "allar" íslenskar konur hafa lesið. Jæja ég er að detta inn í þann hóp, er byrjuð á fyrstu bókinni á sænsku reyndar. Jessica á allar bækurnar og átti barasta ekki til orð yfir því að Íslendingurinn hafi ekki lesið þessar bækur og hálfpartinn skipaði mér að byrja. Ég sem er svo hlýðin gerði það og viti menn þetta er ekki svo vitlaust eftir allt saman (það held ég að mamma og Edda séu ánægðar núna).
Sólarhringur í að gullna hliðið á Vega opnist og Sálin hans Jóns míns komist inn
pussiluss
Anna Dóra