SALTKJÖT OG BAUNIR TÚKALL.....
Ef þið bara vissuð hvað mig langar mikið í saltkjöt og hnausþykka baunasúpu eins og amma gerði alltaf, er ég viss um að þið mynduð senda það svo hratt með DHL til mín að það myndi ekki ná að kólna =) Í dag er bolludagur þeirra Svía þannig að ætli ég geri mér ekki bara eina semlu að góðu í staðinn fyrir saltkjötið og bollurnar í gær. Sænsku bollurnar (semla) eru nefnilega gerbollur (eins og mér finnst best) en í staðinn fyrir sultu og rjóma er möndlumassi og rjómi í miðjunni og flórsykur ofaná þeim. Þetta er gott, ég lofa, meira að segja Maggi borðar þetta.....
Á morgun er svo öskudagur, sjálf er ég að hugsa um að vera svæfingahjúkka en drengirnir mínir toppa mig verða stór og lítill Superman, hvað ætlar þú að vera á öskudaginn?
Anna Dóra
Tuesday, February 28, 2006
Sunday, February 26, 2006
Er ekki í lagi hjá sumum? Rakst á þessa frétt á mbl.is
Súdönskum manni var skipað af öldungum þorps sem hann býr í að greiða heimanmund með geit. Eigandi geitarinnar, hr. Alifi, stóð manninn að ósiðlegu athæfi með geitinni.
Ég veit ekki hvort þið trúið mér en hérna er ennþá snjór og búinn að liggja í 2 mánuði. Í hvert einasta skipti sem ég held að snjórinn sé nú loksins að byrja að bráðna þá byrjar að snjóa aftur. Fannst í gærkvöldi þegar ég labbaði heim úr vinnunni að vorið lægi í loftinu, kanínur að skoppandi á spítalalóðinni en nei í morgun var 10°frost. Ég vona að snjórinn verði nú horfinn og aðeins byrjað að hlýna þegar Rúna og co koma eftir mánuð. Næstu helgi eru undanúrslit í undankeppni Eurovision 3 hluti af 4 og hann verður hér í Karlskrona. Á reyndar ekki miða á sjálfa sýninguna en skelli mér eflaust á schlagerbaren um kvöldið (euruvision= schlager)það verður ábyggilega svaðalegur stemmari í bænum sem er reyndar uppljómaður í bleikum ljósum þessa dagana keppninni til heiðurs. Þyrfti eiginlega að fjárfesta í einhverju bleiku fyrir næstu helgi=)
Fór í bíó í vikunni á hroka og hleypidóma, mér fannst hún æðisleg. Þar sem ég er í Bridget Jones klúbbnum er náttúrulega skylda að "elska" Mr. Darcy það er reyndar ekki erfitt..........
Gaman að búa í Svíaríki þessa dagana, þeim hefur gengið ekkert smá vel á ÓL í Torino. Svo eru þessir Svíar svo fyndnir, hrikalega ánægðir með sitt fólk en ennþá ánægðari með hversu illa Norðmönnum hefur gengið því Norðmenn séu vanir að sópa til sín verðlaunum í vetraríþróttum og yfirleitt langtum betri en Svíarnir á þeim kantinum.
Jæja bið að heilsa í bili
love
Anna Dóra
btw var að lesa að bloggið sé atur orðið inni og bara hörðustu bloggarar sem hafa lifað af, ég missti alveg af því að bloggið hefði orðið úti, er bara að þessu því ég hef gaman af því........
Súdönskum manni var skipað af öldungum þorps sem hann býr í að greiða heimanmund með geit. Eigandi geitarinnar, hr. Alifi, stóð manninn að ósiðlegu athæfi með geitinni.
Ég veit ekki hvort þið trúið mér en hérna er ennþá snjór og búinn að liggja í 2 mánuði. Í hvert einasta skipti sem ég held að snjórinn sé nú loksins að byrja að bráðna þá byrjar að snjóa aftur. Fannst í gærkvöldi þegar ég labbaði heim úr vinnunni að vorið lægi í loftinu, kanínur að skoppandi á spítalalóðinni en nei í morgun var 10°frost. Ég vona að snjórinn verði nú horfinn og aðeins byrjað að hlýna þegar Rúna og co koma eftir mánuð. Næstu helgi eru undanúrslit í undankeppni Eurovision 3 hluti af 4 og hann verður hér í Karlskrona. Á reyndar ekki miða á sjálfa sýninguna en skelli mér eflaust á schlagerbaren um kvöldið (euruvision= schlager)það verður ábyggilega svaðalegur stemmari í bænum sem er reyndar uppljómaður í bleikum ljósum þessa dagana keppninni til heiðurs. Þyrfti eiginlega að fjárfesta í einhverju bleiku fyrir næstu helgi=)
Fór í bíó í vikunni á hroka og hleypidóma, mér fannst hún æðisleg. Þar sem ég er í Bridget Jones klúbbnum er náttúrulega skylda að "elska" Mr. Darcy það er reyndar ekki erfitt..........
Gaman að búa í Svíaríki þessa dagana, þeim hefur gengið ekkert smá vel á ÓL í Torino. Svo eru þessir Svíar svo fyndnir, hrikalega ánægðir með sitt fólk en ennþá ánægðari með hversu illa Norðmönnum hefur gengið því Norðmenn séu vanir að sópa til sín verðlaunum í vetraríþróttum og yfirleitt langtum betri en Svíarnir á þeim kantinum.
Jæja bið að heilsa í bili
love
Anna Dóra
btw var að lesa að bloggið sé atur orðið inni og bara hörðustu bloggarar sem hafa lifað af, ég missti alveg af því að bloggið hefði orðið úti, er bara að þessu því ég hef gaman af því........
Monday, February 20, 2006
Ég átti frábæra helgi í Kaupmannahöfn, hvað gerðir þú?
Það er svo gaman að gera eitthvað nýtt... Var í Köben um helgina með mömmu, pabba og Rúnu systir og okkur systrunum var boðið út að borða á staði sem við höfum ekki prófað áður. Prófuðum Hereford House, barasta hrikalegasta steik sem ég hafði smakkað þar til á laugardeginum þegar við borðuðum á det lille Apoteket elsta veitingastað Kaupmannahafnar þar sem ekki ófrægari maður en H.C. Andersen var fastagestur, og að sjálfsögðu gerðu Fjölnismenn sér matinn að góðu þar eins og þeir gerðu ölinu góð skil á Hviids vinstue þar er meira að segja mynd af þeim á veggnum. Báðir staðirnir eru gamlir og margt upprunalegt þar. Skelltum okkur líka á Heimsmetasafn Guinness á strikinu. Úff mér finnst ég vera farin að hljóma eins og versta ferðamálakynning fyrir Kaupmannahöfn. Þið vitið hvernig það er að maður hittir alltaf einhvern sem maður þekkir, ég hitti 3 vini mína sem ég hef ekki hitt síðan ég flutti hingað og þeir til Köben, ekki slæmt það. Boðskapur bloggsins í dag heimsækið Kaupmannahöfn, etið, drekkið og verið glöð.....
kveðja
Anna Dóra
Það er svo gaman að gera eitthvað nýtt... Var í Köben um helgina með mömmu, pabba og Rúnu systir og okkur systrunum var boðið út að borða á staði sem við höfum ekki prófað áður. Prófuðum Hereford House, barasta hrikalegasta steik sem ég hafði smakkað þar til á laugardeginum þegar við borðuðum á det lille Apoteket elsta veitingastað Kaupmannahafnar þar sem ekki ófrægari maður en H.C. Andersen var fastagestur, og að sjálfsögðu gerðu Fjölnismenn sér matinn að góðu þar eins og þeir gerðu ölinu góð skil á Hviids vinstue þar er meira að segja mynd af þeim á veggnum. Báðir staðirnir eru gamlir og margt upprunalegt þar. Skelltum okkur líka á Heimsmetasafn Guinness á strikinu. Úff mér finnst ég vera farin að hljóma eins og versta ferðamálakynning fyrir Kaupmannahöfn. Þið vitið hvernig það er að maður hittir alltaf einhvern sem maður þekkir, ég hitti 3 vini mína sem ég hef ekki hitt síðan ég flutti hingað og þeir til Köben, ekki slæmt það. Boðskapur bloggsins í dag heimsækið Kaupmannahöfn, etið, drekkið og verið glöð.....
kveðja
Anna Dóra
Wednesday, February 15, 2006
Ein lítil gáta: Hvað er finnsk sumarsúpa?
Ég veit að ég er ekkert ofboðslega gömul en einhvers staðar verða mörkin að liggja. Fór í bæinn í dag eftir vinnu og keypti lestarmiða fyrir Kaupmannarhafnarhelgina mína (fer á morgun eftir vinnu) og kíkti aðeins í búð í leiðinni. Ákvað svo að taka strætó heim og hvað haldiði ég borgaði barnagjald í strætó (hahahahahahaha) þið vitið ekki hvað ég er búin að hlæja mikið af þessu, er meira að segja að spá í að ramma inn kvittunina sem ég fékk svo ég geti nú hlegið ennþá meira að þessu. Veit ekki hvort það skipti máli að bílstjórinn var eldri kona, ég er alla vega búin að grenja úr hlátri.
Svar við gátunni: Vodka í djúpri skál með blómamynstri
Best að henda smá fötum í tösku
kveðja
Ein sem er greinilega yngri en henni finnst hún vera ;-)
Ég veit að ég er ekkert ofboðslega gömul en einhvers staðar verða mörkin að liggja. Fór í bæinn í dag eftir vinnu og keypti lestarmiða fyrir Kaupmannarhafnarhelgina mína (fer á morgun eftir vinnu) og kíkti aðeins í búð í leiðinni. Ákvað svo að taka strætó heim og hvað haldiði ég borgaði barnagjald í strætó (hahahahahahaha) þið vitið ekki hvað ég er búin að hlæja mikið af þessu, er meira að segja að spá í að ramma inn kvittunina sem ég fékk svo ég geti nú hlegið ennþá meira að þessu. Veit ekki hvort það skipti máli að bílstjórinn var eldri kona, ég er alla vega búin að grenja úr hlátri.
Svar við gátunni: Vodka í djúpri skál með blómamynstri
Best að henda smá fötum í tösku
kveðja
Ein sem er greinilega yngri en henni finnst hún vera ;-)
Sunday, February 12, 2006
Samviskuspurning!!
Jessica er að fara að vinna í Ástralíu næsta sumar, vinnur júní til ágúst og ætlar svo að ferðast um Ástralíu í september. Hún er að sjálfsögðu búin að spyrja vinkonu sína hvort hún vilji ekki koma til sín í september og þær ferðist saman. ÉG er frekar mikið heit fyrir þessu, sjáið þið þetta ekki fyrir ykkur, 2 norrænar skvísur innan um alla brimbrettagaurana ;-) Ef ég fer þá myndi ég ekki koma heim næsta sumar því ég myndi spara sumarfríið mitt fyrir þetta, held að þið þurfið bara að koma og heimsækja mig í staðinn, hvernig hljómar það?
Annars styttist í smá mini-weekend ferðalag, Köben um næstu helgi, sofa á hóteli, borða hótelmorgunmat, borða á veitingastöðum, ekkert stress bara að lifa og njóta lífsins.
Jæja ætla að senda meil á Ragga frænda og óska honum og Verenu til hamingju með litlu prinsessuna.
love jú
Anna Dóra
Jessica er að fara að vinna í Ástralíu næsta sumar, vinnur júní til ágúst og ætlar svo að ferðast um Ástralíu í september. Hún er að sjálfsögðu búin að spyrja vinkonu sína hvort hún vilji ekki koma til sín í september og þær ferðist saman. ÉG er frekar mikið heit fyrir þessu, sjáið þið þetta ekki fyrir ykkur, 2 norrænar skvísur innan um alla brimbrettagaurana ;-) Ef ég fer þá myndi ég ekki koma heim næsta sumar því ég myndi spara sumarfríið mitt fyrir þetta, held að þið þurfið bara að koma og heimsækja mig í staðinn, hvernig hljómar það?
Annars styttist í smá mini-weekend ferðalag, Köben um næstu helgi, sofa á hóteli, borða hótelmorgunmat, borða á veitingastöðum, ekkert stress bara að lifa og njóta lífsins.
Jæja ætla að senda meil á Ragga frænda og óska honum og Verenu til hamingju með litlu prinsessuna.
love jú
Anna Dóra
Saturday, February 04, 2006
Nú eru allar línur lagðar fyrir heimsókn í borgina við Eyrarsund. Mamma er að fara eins og ég var búin að segja ykkur í vinnuferð til Köben sem varar svo yfir helgina 17-19. feb. Hún kemur út á miðvikudeginum og ég fer svo niður á föstudeginum eftir vinnu nema ég geti fengið frí þá fer ég niður á fimmtudeginum eftir vinnu. Vitið þið hvað verður það besta við ferðina. Pabbi og Rúna koma með henni=) Við höfum nú barasta ekki verið 4 saman á ferðalagi frá því að áður en Maggi fæddist (alls ekki illa meint Maggi). Þetta verður æðislegt, þið getið ekki ímyndað ykkur hvað ég hlakka til, bara 2 vikur þangað til.
Ætla að vígja spilið sem ég fékk í jólagjöf í kvöld, jú það verður tekið drykkjulúdó í kvöld, hvernig það endar þori ég ekki að segja til um, hvort við komumst niður í bæ á eftir þori ég ekki heldur að segja neitt til um, efast ekki um sjálfa mig bara félagsskapinn sem virðist einhvern veginn alltaf kenna mér um þegar hann drekkur of mikið. Ég veit svosem að það er ágætt að geta kennt einhverjum um en af hverju ÍSLENDINGNUM?
Skemmtilegt að skella sér út á lífið á Þorrablótstímum, reyndar verður ekki þorramatur á mínum borðum í kvöld, nei pizzan verður látin duga, en ég skal skála þeim mun oftar fyrir ykkur sem sitjið sveitt yfir hákarlinum.
Best að skella sér í búðina og ná sér í bland...............
Ætla að vígja spilið sem ég fékk í jólagjöf í kvöld, jú það verður tekið drykkjulúdó í kvöld, hvernig það endar þori ég ekki að segja til um, hvort við komumst niður í bæ á eftir þori ég ekki heldur að segja neitt til um, efast ekki um sjálfa mig bara félagsskapinn sem virðist einhvern veginn alltaf kenna mér um þegar hann drekkur of mikið. Ég veit svosem að það er ágætt að geta kennt einhverjum um en af hverju ÍSLENDINGNUM?
Skemmtilegt að skella sér út á lífið á Þorrablótstímum, reyndar verður ekki þorramatur á mínum borðum í kvöld, nei pizzan verður látin duga, en ég skal skála þeim mun oftar fyrir ykkur sem sitjið sveitt yfir hákarlinum.
Best að skella sér í búðina og ná sér í bland...............
Subscribe to:
Posts (Atom)