Sunday, March 26, 2006

Smá mis í skipulaginu eða.....

Búið að vera frekar löng helgi. Fór á föstudaginn í keilu með vinnunni sem var náttúrulega ekkert smá gaman og svo átti að kíkja á smá pöbbarölt og þar sem ég og Jessica vorum búnar að ákveða pöbbarölt sjálfar kom hún og hitti okkur. Svo var bara svo hrikalega gaman hjá okkur (eins og alltaf) að þetta endaði sem hrikalegt djamm og vorum við ekki komnar heim fyrr en seint og síðarmeir. Ég fór svo á kvöldvakt í gær, ekkert mál, var sprækur sem lækur. Hef ekki alveg sömu sögu að segja í dag, þó svo að morgunvaktin hafi verið róleg, þá hafði það sitt að segja þessi klukkutími sem ég fékk að sofa minna í nótt þar sem við skiptum yfir á sumartíma. Núna er ég semsagt 2 tímum á undan ykkur heima.

Jæja bið að heilsa í bili
kram
Anna Dóra, frekar þreytt eftir helgina, hlakkar því óneitanlega eftir að fá gesti og smá frí =)

Monday, March 20, 2006

Í dag er vorjafndægur og hvað haldiði jú það snjóaði aðeins í dag, ég er ekki alveg að sjá fyrir endann á þessum vetri. Var á nýrri vakt í dag, sem kallast O-tur (óheppni) og er frá 9:45-19, talandi um að eyða deginum í vinnunni, og að sjálfsögðu fékk ég að vinna yfirvinnu, nema hvað.....
Styttist í að Rúna og co komi og ég hlakka ekkert smá til, við ætlum að skella okkur í sund til Växjö 1. apríl þar sem eru vatnsrennibrautir, öldulaug og annað skemmtilegt. Þeir sem vilja koma með eru velkomnir.

Bið að heilsa í bili
Anna Dóra

Thursday, March 16, 2006

ÞÆGINDI EÐA LETI?

Eitt af því leiðinlegasta sem ég geri (I kid you not) er að vaska upp, hef aðeins verið að hugsa um þetta og komist að þeirri niðurstöðu að ég eyði líklegast milli 2 1/2 - 3 klst á viku bara standandi við eldhúsvaskinn. So what segið þið sem eruð með stærra heimili og í sömu aðstöðu, ég segi bara mig langar í uppþvottavél, bara svona litla sæta sem ég get skellt upp á borð og notið þeirra þæginda sem hún býður uppá, nefnilega að sjá um uppvaskið fyrir mig;-) Hvað segið þið er ég löt eða eru þetta þægindi sem ég ætti að unna mér?

Styttist í kvöldvaktina, best að taka sig saman í andlitinu og gera sig klára

Anna Dóra

Tuesday, March 14, 2006

Ég veit ekki hvort þið trúið mér en það er ennþá að snjóa, snjóaði pínu í morgun en samt fannst mér þegar ég var úti áðan að það væri aðeins að byrja að rigna =)
Annars eins og Ásdís benti á í síðasta commenti þá er lokakeppni í sænsku undankeppni Eurovision og ég og aðrir Svíar bíðum spennt eftir að sjá hver mun standa á sviðinu í Aþenu fyrir þeirra hönd. Ég held mest uppá slagerdrottningu Svíanna Carola og BWO, held svo sem að keppnin standi á milli þeirra. Þið sem náið sendingum frá sænska sjónvarpinu endilega að skella sér fyrir framan imbann næsta laugardag í slagerfílíng, held það byrji kl 20 að staðartíma. Ég verð alla vega límd fyrir framan skjáinn.

Bara 2 vikur þangað til Rúna og co koma, ég bíð spennt................
Til hamingju með daginn Sigrún bara orðin 18 ára skvísa

kveðja
Anna Dóra

Monday, March 06, 2006


Winter wonderland Posted by Picasa

Þetta útsýni hef ég haft síðan ég kom heim eftir jólafrí. Í morgun var ekki nema -12°C þegar ég labbaði í vinnuna og -3°C þegar ég labbaði heim. Samkvæmt veðurfræðingunum á þetta vetrarveður að haldast í ca viku til 10 daga og svo á að byrja að vora. Jibbý segi ég bara, orðin frekar þreytt á þessu. Sé í rauninni mest eftir að hafa barasta ekki keypt mér gönguskíði í janúar, orðið full seint núna. Ég held í vonina að það fari að vora bráðum, styttist í að Rúna komi og mig langar að geta verið úti með gormunum mínum, ekki það að Halldór myndi kvarta undan snjónum en alltaf skemmtilegra ef það er ekki ofkalt.
Bless í bili
Anna Dóra