Fínt að vera svona frjáls eins og fuglinn, geta farið þangað sem ég vil þegar ég vil. Ekki fyrr komin heim úr smá ferðalagi þegar næsta er skipulagt. Silfurrefurinn svínliggur á götunum með Foxy lady undir stýri, ekki bagalegt það.
Það var ekkert smá fínt um helgina. Er þetta kaldhæðni eða íslenska? Fór á sunnudaginn með Óla, Lindu, Leo og Elíasi á rollubúgarð þar sátum við úti í "góða" veðrinu og fengum okkur kaffi, kíktum svo á allar rollurnar og nýfæddu lömbin, sáum því miður engin lömb fæðast en kannski seinna. Alla vega keyptum við lambakjöt á grillið sem við borðuðum með bestu lyst um kvöldið ;-Þ
Ætla á morgun eftir vinnu (fæ vonandi að hætta á hádegi) til Kristianstad og hitta Rúnu systir. Hún er þar að keppa í handbolta með löggunni - algjör pæja. Fer svo á kvöldvakt á fimmtudag, vona bara að ég nái að sjá einhvern leik hjá þeim, ætla alla vega að taka íslensku víkingahúfuna mína með mér svona just in case.
Bið að heilsa í bili
Anna Dóra
Tuesday, April 25, 2006
Tuesday, April 18, 2006
Do I look like I need a hug?
Fór og sótti bílinn minn eftir vinnu í dag, JIBBÝ og ég spyr einu sinni enn, lít ég út fyrir að þurfa á faðmlögum að halda? Sölumaðurinn var svo ánægður að vera búinn að selja mér bílinn að hann varð að gefa mér faðmlag, faðmaði mig líka um daginn þegar ég keypti bílinn!!!
Stefni á að KEYRA á nýja bílnum mínum til Varberg um helgina og heilsa uppá Röggu frænku og fjölskyldu. Raggi er á landinu með fjölskyldunni og ég hlakka ekkert smá til að hitta alla.
kram
Anna Dóra
Fór og sótti bílinn minn eftir vinnu í dag, JIBBÝ og ég spyr einu sinni enn, lít ég út fyrir að þurfa á faðmlögum að halda? Sölumaðurinn var svo ánægður að vera búinn að selja mér bílinn að hann varð að gefa mér faðmlag, faðmaði mig líka um daginn þegar ég keypti bílinn!!!
Stefni á að KEYRA á nýja bílnum mínum til Varberg um helgina og heilsa uppá Röggu frænku og fjölskyldu. Raggi er á landinu með fjölskyldunni og ég hlakka ekkert smá til að hitta alla.
kram
Anna Dóra
Thursday, April 13, 2006
Fyrsta flokks móðursýki eða hvað....
Í gær var blásið upp í blöðunum að rúmlega 100 manns í USA hefðu fengið sveppasýkingu í augun og tengdu það við linsuvökva. Þessi sýking geti svo leitt til blindu. Var í gleraugnabúð í dag og þessar 20 mín sem ég var þar inni stoppaði hvorki síminn né straumurinn af fólki sem var með fyrirspurnir um linsuvökvann sinn eða vildi skipta um linsuvökva. Konugreyið sem stóð í afgreiðslunni (og farin að kunna fréttatilkynningu umrædds fyrirtækis utanaf) tilkynnti fólki að það væri engin hætta á ferðum, þar sem þetta hefur einungis komið upp í USA og þeir séu með eigin markað og linsuvökvar sem séu seldir í Evrópu séu framleiddir í Evrópu. Ég er svo sammála konunni í einu sem hún sagði að sýkingar í augun vegna linsunotkunar sé frekar spurning um hreinlæti en hitt. Þannig að gott fólk, munið að þvo ykkur um hendurnar við linsunotkun.
Fyndið en samt ekki. Skírdagur er ekki frídagur hérna en samt er það frídagur. Það var hringt í mig frá Toyota og ég spurð hvenær ég vildi sækja bílinn. Ég fór svo í bankann, var komin 5 mín fyrir 13 og þeir lokuðu klukkan 13, fór síðan á kaffihús og hringdi svo í Toyota og þá voru þeir búnir að loka og klukkan var bara 14. Þanig að á þriðjudaginn eftir vinnu fer ég og sæki bílinn minn. Ekkert smá spennandi.
Óska öllum gleðilegra páska, ég ætla eyða páskahelginni með vinnufélögunum og deila með mér páskaeggi frá Siríus og Nóa, sýna Svíunum hvernig alvöru páskaegg lítur út, það verður sko ekkert pappaegg fyllt með bland í poka.
Páskakveðja
Anna Dóra
Í gær var blásið upp í blöðunum að rúmlega 100 manns í USA hefðu fengið sveppasýkingu í augun og tengdu það við linsuvökva. Þessi sýking geti svo leitt til blindu. Var í gleraugnabúð í dag og þessar 20 mín sem ég var þar inni stoppaði hvorki síminn né straumurinn af fólki sem var með fyrirspurnir um linsuvökvann sinn eða vildi skipta um linsuvökva. Konugreyið sem stóð í afgreiðslunni (og farin að kunna fréttatilkynningu umrædds fyrirtækis utanaf) tilkynnti fólki að það væri engin hætta á ferðum, þar sem þetta hefur einungis komið upp í USA og þeir séu með eigin markað og linsuvökvar sem séu seldir í Evrópu séu framleiddir í Evrópu. Ég er svo sammála konunni í einu sem hún sagði að sýkingar í augun vegna linsunotkunar sé frekar spurning um hreinlæti en hitt. Þannig að gott fólk, munið að þvo ykkur um hendurnar við linsunotkun.
Fyndið en samt ekki. Skírdagur er ekki frídagur hérna en samt er það frídagur. Það var hringt í mig frá Toyota og ég spurð hvenær ég vildi sækja bílinn. Ég fór svo í bankann, var komin 5 mín fyrir 13 og þeir lokuðu klukkan 13, fór síðan á kaffihús og hringdi svo í Toyota og þá voru þeir búnir að loka og klukkan var bara 14. Þanig að á þriðjudaginn eftir vinnu fer ég og sæki bílinn minn. Ekkert smá spennandi.
Óska öllum gleðilegra páska, ég ætla eyða páskahelginni með vinnufélögunum og deila með mér páskaeggi frá Siríus og Nóa, sýna Svíunum hvernig alvöru páskaegg lítur út, það verður sko ekkert pappaegg fyllt með bland í poka.
Páskakveðja
Anna Dóra
Friday, April 07, 2006
Haldiði ekki að stelpan hafi barasta keypt sér bíl í dag!!!
Jú, ég prufukeyrði Toyota Corolla '04 árgerð með Eiríki um daginn og ráðfærði mig svo við starfsfélaga mína og hringdi svo í Toyota í morgun og bauð í bílinn. Ég var beðin um að koma við í umboðið í dag, sem ég og gerði og hvað haldiði ég fékk bílinn á því verði sem ég setti upp og vetrardekk að auki. Ánægð með mig :-) Þannig að núna á ég silfurlitaða Corollu með loftkælingu. Það er greinilega allt önnur menning í bílasölum hérna því ég fæ bílinn afhentan eftir 1-2 vikur, það er svosem ágætt því ég þarf að millifæra pening, en skrýtið engu að síður.
Bíleigandinn kveður að sinni
Anna Dóra
Jú, ég prufukeyrði Toyota Corolla '04 árgerð með Eiríki um daginn og ráðfærði mig svo við starfsfélaga mína og hringdi svo í Toyota í morgun og bauð í bílinn. Ég var beðin um að koma við í umboðið í dag, sem ég og gerði og hvað haldiði ég fékk bílinn á því verði sem ég setti upp og vetrardekk að auki. Ánægð með mig :-) Þannig að núna á ég silfurlitaða Corollu með loftkælingu. Það er greinilega allt önnur menning í bílasölum hérna því ég fæ bílinn afhentan eftir 1-2 vikur, það er svosem ágætt því ég þarf að millifæra pening, en skrýtið engu að síður.
Bíleigandinn kveður að sinni
Anna Dóra
Tuesday, April 04, 2006
Ljóskubrandarar dauðans...........
Fór í klippingu í síðustu viku, aðeins að fá mér smá vorlúkk og lýsti aðeins á mér hárið. Í dag í vinnunni fékk ég aldeilis að heyra það eins og að nú þegar ég sé orðin ljóska vilji strákarnir endilega hafa mig áfram ;-) en eins og skáldið sagði blondie's have more fun.......
Ræddi aðeins við cheffann í dag, það voru nefnilega launahækkanir í gangi, allir fengu launahækkun nema Anna, hún er hvorki pottur né panna. Málið er að ég er ekki fastráðin heldur bara með afleysingu þannig að ég fæ ekki þessa sjálfvirku launahækkun sem allir fengu heldur þarf ég að semja um launin mín við næstu áframhaldandi ráðningu. Jibbý ekkert smá réttlátt kerfi eða þannig =(
Ætla að drekkja sorgum mínum í Tab Extra, við heyrumst síðar
Anna Dóra
Fór í klippingu í síðustu viku, aðeins að fá mér smá vorlúkk og lýsti aðeins á mér hárið. Í dag í vinnunni fékk ég aldeilis að heyra það eins og að nú þegar ég sé orðin ljóska vilji strákarnir endilega hafa mig áfram ;-) en eins og skáldið sagði blondie's have more fun.......
Ræddi aðeins við cheffann í dag, það voru nefnilega launahækkanir í gangi, allir fengu launahækkun nema Anna, hún er hvorki pottur né panna. Málið er að ég er ekki fastráðin heldur bara með afleysingu þannig að ég fæ ekki þessa sjálfvirku launahækkun sem allir fengu heldur þarf ég að semja um launin mín við næstu áframhaldandi ráðningu. Jibbý ekkert smá réttlátt kerfi eða þannig =(
Ætla að drekkja sorgum mínum í Tab Extra, við heyrumst síðar
Anna Dóra
Sunday, April 02, 2006
Alltaf gaman í Karlskrona
Rúna og co komu síðastliðið þriðjudagskvöld og við erum búin að skemmta okkur konunglega, svo á föstudaginn birtist allt í einu Maggi bróðir hérna mér til mikillar ánægju=) Í gær skelltum við okkur til Växjö í innanhús vatnagarð. Þar voru nokkarar rennibrautir og svo uppáhaldið mitt, sterkur straumur sem færði mann hring eftir hring í gegnum smá göng og það var hreint út sagt hægara sagt en gert að komast úr honum=) Í dag er svo síðasti dagurinn þeirra og við ætlum bara að leika okkur, taka því rólega áður en þau halda heim í fyrramálið=( Ætlum reyndar að taka smá forskot á páskana í dag, Þau komu nefnilega með páskaegg frá Nóa og Siríus, eittt númer 4 handa mér til að eiga um páskana og eitt númer 7, handa okkur, nammi namm hvað ég hlakka til.
Jæja kallar Eiríkur í hádegismatinn, bið að heilsa í bili
Anna Dóra
Rúna og co komu síðastliðið þriðjudagskvöld og við erum búin að skemmta okkur konunglega, svo á föstudaginn birtist allt í einu Maggi bróðir hérna mér til mikillar ánægju=) Í gær skelltum við okkur til Växjö í innanhús vatnagarð. Þar voru nokkarar rennibrautir og svo uppáhaldið mitt, sterkur straumur sem færði mann hring eftir hring í gegnum smá göng og það var hreint út sagt hægara sagt en gert að komast úr honum=) Í dag er svo síðasti dagurinn þeirra og við ætlum bara að leika okkur, taka því rólega áður en þau halda heim í fyrramálið=( Ætlum reyndar að taka smá forskot á páskana í dag, Þau komu nefnilega með páskaegg frá Nóa og Siríus, eittt númer 4 handa mér til að eiga um páskana og eitt númer 7, handa okkur, nammi namm hvað ég hlakka til.
Jæja kallar Eiríkur í hádegismatinn, bið að heilsa í bili
Anna Dóra
Subscribe to:
Posts (Atom)