Er þetta óheppni eða eitthvað dæmigert?
Fór á tónleikana í gær, þeir voru frábærir eins og ég bjóst við. Var boðin heim til Caroline og Patricks í grill áður og svo þegar við erum að leggja í hann heyrum við í þrumum og það fór að þykkna all verulega upp. Ég með mitt jákvæða hugarfar segi að þetta geri ekkert. Svo komum við á staðinn og alltaf aukast þrumurnar og svo féllu nokkrir dropar en ekkert meir þannig að við frekar ánægð hugsum að við kannski sleppum. Nei svo gott var það ekki haldiði ekki að það hafi gert þetta líka úrhellið, ég sem var að sjálfsögðu ekki með jakka (þau aðeins fyrirsjáanlegri en ég) hljóp í tjald þar sem var verið að selja merkta boli og keypti mér regnjakka svo ég yrði nú ekki alveg holdvot. Jæja skúrinn varð nú ekki langur, hætti um leið og upphitunarhljómsveitin byrjaði og hefur haldið sér frá okkur síðan. Í dag er sól og blíða. Það fyndna við þetta allt saman er að það hefur ekki rignt hér í fleiri fleiri daga, kom einn stuttur skúr aðfaranótt mánudags en annars ekkert í rúman mánuð.
Er maður óheppinn eða?
Sunday, July 30, 2006
Thursday, July 27, 2006
Hæ hæ bara mánuður í að snigillinn sýni sína snilldartakta og hlaupi 10 km í Stokkhólmi. Snigillinn er nú ágætlega duglegur að æfa sig fyrir þetta. Hleypur úti 2-3x í viku. Held að hringurinn sem ég hleyp heimanfrá mér þessa dagana sé um 5 km þannig að ef ég get hlaupið hann 2x þá meika ég tjejmilen. Snigillinn kom meira að segja næstum því of seint í vinnuna í gær vegna hlaupanna. Ok svo ég segi ykkur frá því þá átti ég að byrja að vinna 9:45 fór út að hlaupa um morguninn og var komin heim um 9, teygði á og skellti mér í sturtu. Síðan barasta ætlaði ég ekki að hætta að svitna, það er svo heitt úti (samt bara um 23°C þegar ég hljóp í gær, fór uppí 31°C þegar það var heitast) þannig að maður svitnar líka ágætlega eftir hlaupin. Eftir sturtuna bara rann af mér og ég stóð fyrir framan viftuna til að reyna að þorna svo ég kæmist í föt=) Annars er svo heitt að maður svitnar bara við að gera einföldustu hluti eins og að vaska upp eða ryksuga og það er ekki eins og maður sé að reyna á sig.
Hvenær veistu að þú ofnotar loftkælinguna? Jú þú ert með kvef í 30°C
Maður er með loftkælinguna á í bílnum, viftu heima hjá sér, ég hef reyndar sloppið við kvefið en margir í vinnunni eru með ágætiskvef þessa dagana. Ég nota bara viftuna á kvöldin þegar ég er að fara að sofa og þvílíkur munur er farin að sofa heilu næturnar, rétt rumska til að slökkva á viftunni þegar mér finnst farið að kólna of mikið.
Sólarkveðjur frá Karlskrona
Anna Dóra
Hvenær veistu að þú ofnotar loftkælinguna? Jú þú ert með kvef í 30°C
Maður er með loftkælinguna á í bílnum, viftu heima hjá sér, ég hef reyndar sloppið við kvefið en margir í vinnunni eru með ágætiskvef þessa dagana. Ég nota bara viftuna á kvöldin þegar ég er að fara að sofa og þvílíkur munur er farin að sofa heilu næturnar, rétt rumska til að slökkva á viftunni þegar mér finnst farið að kólna of mikið.
Sólarkveðjur frá Karlskrona
Anna Dóra
Tuesday, July 18, 2006
Hæ hæ var að bæta 2 linkum inn hérna við hliðina. Hulda ég vona að það sé ok að ég hafi sett síðuna hans Hákonar inn, annars tek ég það út aftur. Setti líka Jessicu hérna til hliðar þá getiði kíkt ef þið eruð forvitin um hvernig hún hefur það í Ástralíunni.
Keypti mér miða á tónleika í gær, Lars Winnerbäck hann spilar í Ronneby 29.júlí. Fer með Caroline og Patrick, sá hann líka í fyrra þetta verður geggjað. Er að vinna í að auðvelda mér lífið áður en ég fer til Ástralíu, segja upp blaðinu, redda autogiro þar sem það er hægt svo ég þurfi ekki að hafa áhyggjur af reikningunum mínum þar sem ég er í burtu yfir mánaðarmót.
símakveðja
Anna Dóra
Keypti mér miða á tónleika í gær, Lars Winnerbäck hann spilar í Ronneby 29.júlí. Fer með Caroline og Patrick, sá hann líka í fyrra þetta verður geggjað. Er að vinna í að auðvelda mér lífið áður en ég fer til Ástralíu, segja upp blaðinu, redda autogiro þar sem það er hægt svo ég þurfi ekki að hafa áhyggjur af reikningunum mínum þar sem ég er í burtu yfir mánaðarmót.
símakveðja
Anna Dóra
Monday, July 17, 2006
Hvað er að frétta af ykkur heima í kuldanum? Ég elska sumarið, hér er búið að vera 25°C+ í 4 vikur þó svo að það sé stundum einum of heitt þá á maður ekki að kvarta þegar sólin skín. Er þvílíkt búin að njóta lífsins, skellt mér á ströndina, legið og notið sólarinnar og kælt mig í sjónum á milli þess sem ég vinn. Skellti mér reyndar til Kalmar með Hrafnhildi síðasta föstudag og við kíktum í IKEA. Ótrúlegt með IKEA að þó svo að maður ætli ekki að versla neitt endar það alltaf með að maður labbar út með fullan poka=)
Ég sagði nú barasta foreldrum mínum að skella sér hingað í sólina til mín, veit ekki hvort þau láti verða af því en maður veit aldrei. Styttist líka í að Helga Dís komi til mín hún kemur 12. ágúst og verður hjá mér í nokkra daga áður en hún fer til Köben að hitta vinkonur sínar.
Best að skella sér út í góða veðrið, er búin að hvíla mig nóg eftir næturvaktina.
Sólarkveðjur
Anna Dóra
Ég sagði nú barasta foreldrum mínum að skella sér hingað í sólina til mín, veit ekki hvort þau láti verða af því en maður veit aldrei. Styttist líka í að Helga Dís komi til mín hún kemur 12. ágúst og verður hjá mér í nokkra daga áður en hún fer til Köben að hitta vinkonur sínar.
Best að skella sér út í góða veðrið, er búin að hvíla mig nóg eftir næturvaktina.
Sólarkveðjur
Anna Dóra
Thursday, July 06, 2006
Tónleikarnir voru bara frábærir. Robbie var svo frábær að það var næstum þannig að maður færi að gráta. Þvílíkur skemmtikraftur, gjörsamlega sá besti sem ég hef séð. Þið getið bókað að ég á eftir að fara á aðra tónleika með honum. Robbie greyið var aðeins að pirra sig á loftbelg sem sveif rólega yfir Ullevi að þarna væri fólk sem vildi sleppa við að borga of ef við værum sammála að segja þeim að Fu... off og þarna snéru 60 þús manns sér við og görguðu á loftbelginn að F...... off og hann gerði það=) Mér fannst ég síðan svaka góð systir hringdi í Rúnu þegar hann tók einn Take That smell og hvað gerir hún, kallar mig Tu..... en hugsa svo sem að ég hefði brugðist svipað við. Stemmarinn þegar hann svo söng Angels, ef það hefði verið þak á Ullevi hefði það lyftst. Við skelltum okkur svo í Liseberg áður en við keyrðum heim á mánudeginum, ógissla gaman, geggjaðir rússibanar, gott veður frábær dagur. Hér er þvílíkt gott veður hátt í 30°C dag eftir dag yndislegt alveg hreint.
Jæja ætli það sé ekki best að drífa sig með pakka í póstinn og halda áfram að njóta góða veðursins.
Sólarkveðjur
Anna Dóra
Jæja ætli það sé ekki best að drífa sig með pakka í póstinn og halda áfram að njóta góða veðursins.
Sólarkveðjur
Anna Dóra
Subscribe to:
Posts (Atom)