Vá hvað ég er stirð í dag, prófaði pilatesleikfimi í gær, ef ég get hreyft mig á morgun verð ég mjög glöð. Annars var þetta ekkert smá góð leikfimi, get alveg mælt með því að prófa hana.
Var í Malmö á föstudaginn á vinnutengdum fyrirlestrum, ekkert smá gaman og áhugavert. Dagurinn endaði á fyrirlestri þar sem nokkrir læknar voru að segja frá reynslu sinni að vinna í Ástralíu, og USA. Ég verð nú að viðurkenna að ég var alveg til í að fara til Oz og vinna en eftir að hafa hlustað á þá og fengið staðfest að það eru engar svæfingahjúkkur þar, læknaðist þessi baktería mín. Er reyndar að hugsa um að reyna að fara í heimsókn á svæfinguna heima þegar ég kem heim um áramótin og sjá hvernig er unnið þar, er pínu forvitin. Reyni kannski að fá að hanga á henni Maríu minni. Mér var tilkynnt í síðustu viku að það ætti að framlengja ráðningasamninginn minn og ég held meira að segja að ég sé komin með fastráðningu við spítalann (á að gerast sjálfkrafa þegar maður er búinn að vinna í 3 ár). Einum vinnufélaga mínum finnst að þá eigi ég barasta að drífa í því að kaupa mér íbúð (hann er meira að segja búinn að finna íbúð handa mér, með risahornbaðkari). Ein í vinnunni tilkynnti mér á föstudaginn að næst þegar ég færi til Íslands að sumarlagi vildi hún koma með, hana hafi alltaf langað til Íslands og ekki væri nú verra að hafa leiðsögumanninn með sér.
Jæja held að þetta sé orðið frekar langt hjá mér.
Þar til næst
Farið varlega og hugsið vel um ykkur í kuldanum
Hugs
Anna Dóra
Sunday, October 29, 2006
Saturday, October 14, 2006
Vá, vorum með vinnupartý í gærkvöldi (ég í skemmtinefndinni) sem heppnaðist svona líka glimrandi vel. Vorum að halda uppá að deildin er búin að vera í 20 ár þar sem hún er núna. Skemmtiatriðið vel lukkað og allir glaðir. Það var alla vega svo gaman að við vorum 10-15 manns sem komu í eftirpartý hingað þar sem var boðið uppá Tópas og Ísl. brennivín. Sem féll vel í svíann, veit reyndar ekki hvernig þeim líður í dag........
Jæja, ætla að skella mér í sturtu, borða og svo er tímabært að skella sér í vinnuna.
pussiluss
Jæja, ætla að skella mér í sturtu, borða og svo er tímabært að skella sér í vinnuna.
pussiluss
Saturday, October 07, 2006
Komin heim :-(
Allt var svo æðislegt og ég er búin að skemmta mér svo vel síðasta mánuðinn að ég vildi ekki fara heim. Hlýtt, sól, sandur, vingjarnlegt fólk og ein besta vinkona mín. Við skildum við hvor aðra í tárum á flugvellinum í Sydney á fimmtudaginn, kannski ekki skrýtið eftir að hafa verið svo nánar í heilan mánuð. Ætla nú ekki að telja upp allt sem við gerðum hérna, það yrði allt of langt get bara sagt ykkur að ég á eftir að fara aftur til Ástralíu, myndi gjarnan vilja búa þar ef það væri ekki svo langt til Íslands. Annars er fólkið sem ég kynntist í þessarri ferð með ofurtrú á Íslandi núna, enginn trúði því að ég væri að verða 29 ára, meðalaldur minn í þessarri ferð var 23-24 ár, allir segja að það hljóti að vera allur fiskurinn sem við borðum á Íslandi:-) Svo þegar ég sagðist vera Íslendingur fékk ég svör eins og vá ég hef aldrei hitt neinn frá Íslandi áður eða vá ert þú þessi sérstaka...... já hvað á maður að gera við svona útlendinga annað en grín að þeim. Það mesta af ferðasögunni er á resedagboken, svo er ég með um 1000 myndir þannig að ég efast stórlega um að ég setji þær á netið, kem með þær heim næst þegar ég kem. Strax farin að vorkenna ykkur sem eigið eftir að hlusta á mig segja frá öllu og sýna allar myndirnar en þið verðið bara að þola það.
hugs
Anna Dóra
Allt var svo æðislegt og ég er búin að skemmta mér svo vel síðasta mánuðinn að ég vildi ekki fara heim. Hlýtt, sól, sandur, vingjarnlegt fólk og ein besta vinkona mín. Við skildum við hvor aðra í tárum á flugvellinum í Sydney á fimmtudaginn, kannski ekki skrýtið eftir að hafa verið svo nánar í heilan mánuð. Ætla nú ekki að telja upp allt sem við gerðum hérna, það yrði allt of langt get bara sagt ykkur að ég á eftir að fara aftur til Ástralíu, myndi gjarnan vilja búa þar ef það væri ekki svo langt til Íslands. Annars er fólkið sem ég kynntist í þessarri ferð með ofurtrú á Íslandi núna, enginn trúði því að ég væri að verða 29 ára, meðalaldur minn í þessarri ferð var 23-24 ár, allir segja að það hljóti að vera allur fiskurinn sem við borðum á Íslandi:-) Svo þegar ég sagðist vera Íslendingur fékk ég svör eins og vá ég hef aldrei hitt neinn frá Íslandi áður eða vá ert þú þessi sérstaka...... já hvað á maður að gera við svona útlendinga annað en grín að þeim. Það mesta af ferðasögunni er á resedagboken, svo er ég með um 1000 myndir þannig að ég efast stórlega um að ég setji þær á netið, kem með þær heim næst þegar ég kem. Strax farin að vorkenna ykkur sem eigið eftir að hlusta á mig segja frá öllu og sýna allar myndirnar en þið verðið bara að þola það.
hugs
Anna Dóra
Subscribe to:
Posts (Atom)