Biðst afsökunar á því hversu sjaldan ég blogga núorðið, ekki svo mikið um að ske hjá mér.
Nema núna, ég er búin að fá fastráðningu við spítalann =) ekkert smá ánægð með það.
Fór á jólamarkað um síðustu helgi, keypti reyndar ekki mikið en smakkaði þeim mun meira af brauði, osti, pylsum og glænýjum brjóstsykri. Fór með 2 pæjum úr vinnunni, gaman að hittast fyrir utan vinnuna. Síðasta föstudag fór ég svo með vinnunni á hyttsill, þá borðar maður jólahlaðborð í húsinu sem þar sem þeir blása gler. Ótrúlegt hvað það lítur út fyrir að vera auðvelt en það er greinilega heilmikil vísindi á bakvið glerblástur. Á laugardaginn var ég svo boðin heim til Josefin og við borðuðum krabbakjöt. Þetta er sænsk hefð sem er venjulega snemma á haustin en þar sem ég var ekki heima í september og svo höfum við ekki átt helgarfrí samtímis fyrr en núna ákváðum við að slá til. Ég hef ekki borðað þetta áður, en vá hvað þetta var gott. Krabbinn (kräftan) er fyrst soðin og síðan látin liggja í dill og saltlegi áður en það er borið fram. Þarna sat ég, reif halann af þeim og át og smjattaði svo á klónum.
Kem heim um áramótin, verð heima í 10 daga. Reyndar ekki búin að kaupa miða, er enn að bíða eftir vinnuskýrslunni minni=(
Bið að heilsa í bili
Hugs
Anna Dóra
Monday, November 20, 2006
Friday, November 03, 2006
Íslenskt overload....
Eiríkur er að læra að kafa, í gær var hann að kafa hérna í Karlskrona inni á herstöðinni. Þar sem það er alltaf svæfingahjúkka með þegar þeir æfa svona frítt uppstig, bað ég um að fá að vera með, og fékk það. Mér fannst þetta ekkert smá gaman, ímyndið ykkar bara að horfa á unga menn á sundskýlunni í 5 klst og fá borgað fyrir það=) Við erum nú þar af öryggisástæðum ef eitthvað skyldi koma uppá. Þegar þeir voru svo farnir fylgdist ég með þegar það var verið að meðhöndla einn sjúkling í háþrýstiklefanum, mjög spennandi og lærdómsríkur dagur. Hvað haldiði svo, mamma og pabbi ætla að koma í stutta og mjög óvænta heimsókn, koma á morgun og fara á þriðjudagsmorgun. Ég er náttúrulega búin að senda óskalista heim. Eiríkur kom nefnilega með jólaöl/appelsín og harðfisk, ég fór út að borða með strákunum á miðvikudagskvöldið og svo þegar ég kom heim var lyktin af harðfisknum svo ómótstæðileg að ég sat og smjattaði á harðfisk og sötraði jólaöl með. UMMMMMMM.... ég fæ gæsahúð þegar ég hugsa um það, hrikalega gott. Ég bað mömmu um að koma með meira jólaöl/appelsín.
Jæja ætla að fara að hringja og panta tíma fyrir dekkjaskipti, reyna að nota pabba meðan hann er hérna.
Kveðja úr frostinu í Karlskrona
Anna Dóra
Eiríkur er að læra að kafa, í gær var hann að kafa hérna í Karlskrona inni á herstöðinni. Þar sem það er alltaf svæfingahjúkka með þegar þeir æfa svona frítt uppstig, bað ég um að fá að vera með, og fékk það. Mér fannst þetta ekkert smá gaman, ímyndið ykkar bara að horfa á unga menn á sundskýlunni í 5 klst og fá borgað fyrir það=) Við erum nú þar af öryggisástæðum ef eitthvað skyldi koma uppá. Þegar þeir voru svo farnir fylgdist ég með þegar það var verið að meðhöndla einn sjúkling í háþrýstiklefanum, mjög spennandi og lærdómsríkur dagur. Hvað haldiði svo, mamma og pabbi ætla að koma í stutta og mjög óvænta heimsókn, koma á morgun og fara á þriðjudagsmorgun. Ég er náttúrulega búin að senda óskalista heim. Eiríkur kom nefnilega með jólaöl/appelsín og harðfisk, ég fór út að borða með strákunum á miðvikudagskvöldið og svo þegar ég kom heim var lyktin af harðfisknum svo ómótstæðileg að ég sat og smjattaði á harðfisk og sötraði jólaöl með. UMMMMMMM.... ég fæ gæsahúð þegar ég hugsa um það, hrikalega gott. Ég bað mömmu um að koma með meira jólaöl/appelsín.
Jæja ætla að fara að hringja og panta tíma fyrir dekkjaskipti, reyna að nota pabba meðan hann er hérna.
Kveðja úr frostinu í Karlskrona
Anna Dóra
Subscribe to:
Posts (Atom)