Hvernig viðheldurðu léttleika lífsins?
1. Notaðu hádegishléið þitt vel, sittu í bílnum með sólgleraugu. Bentu með hárblásara á bílana sem keyra hjá og athugaðu hvort einhver hægi á sér.
2. Hringdu í skiptiborðið í vinnunni og biddu þau um að láta kalla þig upp. Ekki reyna að breyta röddinni.
3. Þegar einhver biður þig um hjálp. Svaraðu: það er ég sem bið þig um hlutina.
4. Í hvert skipti sem einhver biður þig um að gera eitthvað, spurðu hvort hann vilji franskar með því
5. Settu ruslafötuna upp á borð og settu miða á hana: Inbox
6. Skelltu koffeinlausu kaffi í kaffisjálfsalann í vinnunni. 3 vikum síðar þegar allir eru komnir yfir koffeinfíknina skiptu þá yfir í expresso
7. Skrifaðu Fyrir kynlífsgreiða sem útskýringu þegar þú borgar reikningana þína.
8. Endaðu allar setningar á Samkvæmt spádóminum
9. Ekki nota punkt
10. Hoppaðu í staðinn fyrir að ganga, eins oft og tækifæri gefst.
11. Spurðu fólk hvers kyns það er, hlæðu þig máttlausan þegar þau svara
12. Taktu fram þegar þú pantar í bílalúgu að þú ætlar að taka það með þér
13. Syngdu með óperunni
14. Skelltu þér á ljóðakvöld og spurðu svo af hverju það sé enginn taktur í ljóðinu.
15. Hengdu upp mýflugnanet kringum skrifborðið þitt og spilaðu frumskógatónlist allann daginn.
16. Láttu vini þína vita með 5 daga fyrirvara að þú komist ekki í partý til þeirra þar sem þú sért með höfuðverk.
17. Biddu vinnufélagana að kalla þig Gladiatornafninu þínu Rock hard
18. Þegar þú tekur út peninga úr hraðbankanaum hrópaðu: Ég vann, ég vann þetta er í þriðja skiptið í vikunni
Verið hress, ekkert stress og bless bless
Anna Dóra