Sunday, December 31, 2006

GLEÐILEGT ÁR
Farið varlega í flugeldana í kvöld, ég er með fólk sem sér um þá fyrir mig=) Hafið það sem allra best á nýja árinu, ég veit að ég ætla að gera það.
Sprengikveðja
Anna Dóra

Sunday, December 24, 2006

GLEÐILEG JÓL

Þá er aðfangadagur runninn upp, sólin skín hér í Karlskrona, ekki eitt einasta snjókorn í sjónmáli. Þið ættuð bara að vita hvað það er yndislegur ilmur hérna hjá mér, er að laga kvöldmatinn því ég ætla að eyða fyrstu sænsku jólunum mínum í faðmi vinnufélaganna=) Fer í hádeginu til Hrafnhildar í jólagraut áður en ég mæti í vinnuna kl 14. Haldiði ekki að hann Kertasníkir hafi fundið mig og fært mér eftirrétti Hagkaupa í skóinn, þessir jólasveinar eru ótrúlegir. Nei nú heyri ég að pottarnir kalla.
Hafið það gott um jólin, ég veit að ég ætla að gera það. Við ætlum að hittast Íslendingarnir hérna á annan í jólum og snæða hangikjöt, ég fæ vatn í munninn bara við tilhugsunina.
Jólakveðja
Anna Dóra




Thursday, December 14, 2006

Vá hvað ég er fegin að ég bý ekki í einhverjum "klám"stað hér í Svíaríki. Í blaðinu í morgun var frétt um að íbúar margra staða séu orðnir þreyttir á að fá klámfengin svör þegar þeir segjast hvar þeir búa og vilja að staðurinn/bærinn skipti um nafn. Þeir völdu nú að búa þarna só.... viljiði fá smá prufur og lauslega þýðingu!!

Hvernig þætti ykkur að búa í:
Onansbygd: sjálfsfróunarbæ
Bögholmen: hommahólma
Sextorp: þýðing óþörf
Snopptorp: typpaþorp
Trekanten: já.....
Porris: klammari
Klitten: snípur

Eða synda í:
Kåtaträsket: graðamýrin
Rumpsjön: rassavatn

Eða klífa
Snålkuk: nískt typpi
Liggaberget: já þið fattið...

Eða fara og skoða
Runkesten: held þið skiljið.....
Stjärtnäs: rassnef

Fyrst ég er byrjuð í klámbransanum vitiði hvað klámnafnið ykkar er? Þið takið nafnið á fyrsta gæludýrinu ykkar og föðurnafn mömmu ykkar. Ég hugsa að ég myndi ná langt í klámbransanum bara út frá nafninu MIMI OLAFS eða hvað haldið þið. Endilega deilið klámnafninu ykkar með mér, veit reyndar ekki hvað maður gerir ef maður hefur aldrei átt gæludýr.

10 dagar til jóla og 15 dagar þar til ég kem heim
puss o kram

Thursday, December 07, 2006

Hvernig viðheldurðu léttleika lífsins?

1. Notaðu hádegishléið þitt vel, sittu í bílnum með sólgleraugu. Bentu með hárblásara á bílana sem keyra hjá og athugaðu hvort einhver hægi á sér.

2. Hringdu í skiptiborðið í vinnunni og biddu þau um að láta kalla þig upp. Ekki reyna að breyta röddinni.

3. Þegar einhver biður þig um hjálp. Svaraðu: það er ég sem bið þig um hlutina.

4. Í hvert skipti sem einhver biður þig um að gera eitthvað, spurðu hvort hann vilji franskar með því

5. Settu ruslafötuna upp á borð og settu miða á hana: Inbox

6. Skelltu koffeinlausu kaffi í kaffisjálfsalann í vinnunni. 3 vikum síðar þegar allir eru komnir yfir koffeinfíknina skiptu þá yfir í expresso

7. Skrifaðu Fyrir kynlífsgreiða sem útskýringu þegar þú borgar reikningana þína.

8. Endaðu allar setningar á Samkvæmt spádóminum

9. Ekki nota punkt

10. Hoppaðu í staðinn fyrir að ganga, eins oft og tækifæri gefst.

11. Spurðu fólk hvers kyns það er, hlæðu þig máttlausan þegar þau svara

12. Taktu fram þegar þú pantar í bílalúgu að þú ætlar að taka það með þér

13. Syngdu með óperunni

14. Skelltu þér á ljóðakvöld og spurðu svo af hverju það sé enginn taktur í ljóðinu.

15. Hengdu upp mýflugnanet kringum skrifborðið þitt og spilaðu frumskógatónlist allann daginn.

16. Láttu vini þína vita með 5 daga fyrirvara að þú komist ekki í partý til þeirra þar sem þú sért með höfuðverk.

17. Biddu vinnufélagana að kalla þig Gladiatornafninu þínu Rock hard

18. Þegar þú tekur út peninga úr hraðbankanaum hrópaðu: Ég vann, ég vann þetta er í þriðja skiptið í vikunni

Verið hress, ekkert stress og bless bless
Anna Dóra

Friday, December 01, 2006

Ótrúlegt þetta veður. Það er 1. des og það er um 10°C. Er í fríi í dag, loksins, búin að vera á kvöldvöktum alla vikuna. Ætla að skella mér upp til Kalmar, kíkja í uppáhaldsbúðina mína IKEA og vonandi á jólamarkaði sem er haldinn í kastalanum. Mig hefur langað á þennan jólamarkað síðan ég flutti hingað en það hefur aldrei orðið neitt úr því.

Afi á afmæli í dag, 90 ára ég hringdi í gær í m+p og bað þau að skila kveðju frá mér. Ég verð bara knúsa hann þegar ég kem heim.
Hrafnhildur á líka afmæli í dag, til hamingju með daginn=)

Býð spennt eftir jóladagatalinu sem mamma sendi mér í póstinum, súkkulaði að sjálfsögðu.
Afmæliskveðja
Anna Dóra