Friday, March 16, 2007

Þá er námskeiðið alveg að verða búið. Hópurinn ætlar að skella sér út að borða í kvöld til að ljúka námskeiðinu með stæl....... Annars var þetta mjög skemmtilegt námskeið þó svo að það hafi verið erfitt. Við prófuðum að kafa niður á 50 m dýpi og ég get sagt ykkur að það er ódýrasta fyllerí sem ég hef farið á. Það var ekki hægt að tala við hina vegna þess að maður hljómar eins og skríplarnir þ.a.l. hlógum við eins og bjánar, við fengum síðan reikningsdæmi sem við áttum að leysa þarna niðri og ég get sagt ykkur það að maður hugsar ekki mjög skýrt. Ég gat ekki reiknað 2+2 x 1,5 =) Fengum heimaverkefni og í dag praktíska æfingu. Við vorum með dúkku sem sjúkling og áttum að taka fram allt sem við gætum þurft að hafa með okkur niður í súrefnisklefann, hvernig við myndum forgangsraða lyfjunum o.s.frv. og svo kom sjúkrabíll og sótti okkur (alveg eins og í alvörunni) ég og ein önnur sátum svo í sjúkrabílnum á leiðinni inn á herstöðina. Þegar við vorum komin þangað þá var bara að setja í gang og við lékum meðferð, köfuðum niður á 15 m dýpi á áttum að hjúkra dúkkunni á meðan. Ekkert smá frábær vika, í næstu viku tekur svo alvaran við, þá eigum við að vera með alvöru sjúklinga, fyrst er ég aukalega og svo ein......
Bráðum tekur svo við námskeið í fyrstu hjálp þar sem ég fer að byrja á sjúkrabílnum líka.
Ekki má svo gleyma að ég ætla að læra að kafa þannig að það er mikið um að ske hjá minni þessa dagana.

Langt og kannski leiðinlegt rapport fyrir ykkur, ég skemmti méralla vega konunglega
Ha det bra
Doris

Sunday, March 11, 2007

Úrslitin í sænka eruovisoin voru í gær og ég var að sjálfsögðu límd fyrir framan imbann. Ég og Jessica sátum saman og hvöttum okkar menn, hringdum meira að segja nokkrum sinnum til að vera vissar um að þeir færu örugglega áfram og viti menn THE ARK unnu og munu syngja fyrir hönd Svíanna í Helsinki í maí. Ég er svo að fíla þetta lag, mér finnst þeir æðislegir.

Hvað finnst ykkur annars?
Eða eruð þið hrifin af EIKA HAUKS, hann er ekki alveg að impa mig en allt getur gerst í Eurovision 12. maí.

Sé fram á að eyða deginum í lestur, já dykmedicin (held það gæti kallast köfunarfræði) námskeiðið byrjar á morgun og verður alla vikuna. Leyfi ykkur að fylgjast með.

puss o kram
Anna Dóra

Sunday, March 04, 2007

Dagurinn í dag.............
Er ógeðslega þreytt og pirruð. Vaknaði ekki nema 3svar í nótt af þessum yndislegu 2 hundum sem búa á neðri hæðinni. Eitt skiptið voru lætin svo mikil að það var eins og allt húsið hristist, ég snéri mér á hina hliðina og hugsaði frábært fæ jarðskjálfta ofaní öll lætin =) Það vill svo skemmtilega til að þau flytja núna í maí.
Talandi um maí þá erum við búin að kaupa miða til Flórída. Er að fara með mömmu, pabba, Rúnu og gormunum í frí til Flórída og Bahamas. Við verðum þar 18. maí til 7. júní, how nice isn't that. Spurning hvort ég reyni að vera svo heima í nokkra daga á eftir, þetta verður alla vega sumarfríið mitt þetta árið. Vinn svo allt sumarið eins og í fyrra og líklega aftur næsta sumar.
Já ég og Jessica erum að skipuleggja næsta stóra ferðalag. Ef allt fer að óskum æltum við 2008 í 9 vikna ferðalag um S-Ameríku og fara og skoða Galapagoseyjarnar í leiðinni. I know ógeðslega spennandi.
Ferðalög eru eins og fíkniefni, maður verður fljótt háður þeim.

Bið að heilsa í bili.
Ferðafíkillinn