Monday, January 28, 2008

Þá er skólinn byrjaður og hann leggst bara vel í mig. Skólinn er á fimmtudögum aðra hverja viku og ótrúlegt en satt stangast hann ekki á við allt annað sem ég er að gera í vor. Vitið þið hvað er það besta með námskeiðið, Caroline vinkona mín er líka á því, við erum annars 3 af svæfingunni sem er mjög fínt, við erum alla vega búnar að ákveða að gera lokaverkefnið saman. Skemmtilegt í skóla þegar maður er smá vinahópur, mun skemmtilegra en að vera einn ekki satt.
Er að fara í kertapartý til Caroline á eftir, söluhittingur, ætli það eigi ekki að reyna að pranga á mann kertum og kertastjökum. Sem betur fer er ég að fara á næturvakt síðan, get barasta laumast út. Á miðvikudagskvöldið flýg ég svo til Stokkhólms, fer á námsstefnu um svæfingagasið sem við notum á fimmtudag og föstudag. Á föstudaginn eftir námskeiðið fer ég svo beint til Uppsala, fæ far með henni Guðrúnu minni, hún keyrir mig til Jóu minnar þar sem ég ætla að eyða helginni með henni og gormunum hennar. Við ætlum m.a. að skella okkur í 6 ára afmæli til hennar Guðfinnu Ósk og ég get lofað ykkur því að það verður mikið spjallað og hlegið þessa helgina.
Nei ætli það sé ekki best að fara að koma sér í dagsverkið, afþýða frystinn, er búin að vera að byggja upp kjark í morgun.
Bið að heilsa

Sunday, January 20, 2008

Ok við unnum Slóvaka, það verður spennandi að sjá hvað gerist í kvöld. Ég hef sjaldan verið ánægðari með að vera í sama riðli og Svíar. Why spyrjið þið ábyggilega, jú Svíarnir eru að sýna alla leiki í riðlinum, þannig að sumir verða þokkalega fastir við imbann kl 18 að staðartíma.
Af öðru þá var ég að uppgötva búktalara sem heitir Jeff Dunham, kíkið á þetta, hann er yndislegur, kíkið endilega á fleiri klipp með honum.

Þegar hann hrópar Silence, I kill you, priceless.

Kveðja
Anna Dóra

Thursday, January 17, 2008

Spennandi kvöld framundan, stórleikur í handboltanum. Ísland-Svíþjóð í D-riðli á EM í Noregi. Mér skilst að Svíarnir séu í hefndarhug, við höfum unnið/gert jafntefli í síðustu leikjunum. Verst að ég er að fara á næturvakt þannig að ég hugsa að ég þurfi að fara í vinnuna í hálfleik svo ég missi nú örugglega ekki af leiknum.

ÁFRAM ÍSLAND

kveðja
Anna Dóra

Tuesday, January 08, 2008

Vá hvað það er mikið um að ske hjá mér þessa dagana. Á morgun er ég að fara á þyrluæfingu, við ætlum að æfa að síga í myrkri ( I know ekkert smá gaman). Í byrjun mars fer ég svo á aðra þyrluæfingu að læra að bjarga mér úr þyrlunni ef hún skyldi lenda á vatni. Sú æfing verður í Finnlandi og ég fer með Josefin vinkonu minni=) Við ætlum að byrja að synda x1 í viku og æfa okkur í að fara í kollhnísa í kafi, aðeins að venja okkur við að fá vatn í nefið.

Annars er svosem ekki mikið annað um að vera hjá mér. Bara þetta sama venjulega.
Vona að öllum líði vel.
kveðja
Anna Dóra

Sunday, January 06, 2008

Fyrsta blogg ársins.
Mikið var ég glöð þegar ég vaknaði í morgun. Það byrjaði að snjóa í gærkvöldi og í morgun lá ca 5 cm nýfallinn snjór yfir öllu. Skrýtið eins og ég þoli ekki kulda/vera kalt þá elska ég snjó. Það hlýtur að vera vegna þess hversu mikið hann lýsir upp skammdegið. Ekki grátt/svart og myglulegt úti heldur hvítt og bjart=)
Annars er svosem ekkert að frétta, var heima á Íslandi um áramótin, hitti bæði vini og ættingja og hafði það almennt mjög gott. Kom svo hingað heim aðfaranótt laugardags og er búin að vera að vinna um helgina þar sem var aldrei þessu vant mjög rólegt.

Bið að heilsa í bili
kveðja
Anna Dóra