TIL HAMINGJU MED SILFRIÐ. Vá hvað ég er stolt af handboltastrákunum, silfur á ólympíuleikunum er enginn smá flottur árangur. Þó svo að þeir hafi hitt ofjarla sína í dag þá gáfust þeir ekki upp. Efast reyndarum að Frakkarnir myndu sigra okkur svona rosalega á góðum degi þegar allt gengur upp. Það er eins og Siggi Sveins og Palli Ólafs sögðu í morgun eftir leikinn að eftir tapleiki þá eru 300 þús þjálfarar á landinu- allir vita hvað fór úrskeiðis og hvernig megi bæta það=)
Við bíðum ennþá spennt eftir að bumbi láti sjá sig, spennan í síðustu leikjum hefur ekki flýtt fyrir fæðingunni eins og við héldum, nei þessu barni virðist ekki vera að liggja mikið á- ætli það eigi líka eftir að líkjast uppáhalds frænku sinni?
Maggi kallar- æsispennandi keppni í BUZZ bíður
bið að heilsa í bili
ÁFRAM ÍSLAND
Sunday, August 24, 2008
Thursday, August 14, 2008
Nú er mikið búið að vera um að ske á mínu heimili.
Síðasta fimmtudag gerði stórfjölskyldan innreið sína hér í Karlskrona, mamma, pabbi, Maggi, Halldór Óskar og Hermann Ingi mættu á svæðið. Það er búið að vera svo gaman hjá okkur. Við skoðuðum gamlan kastala úti á Aspö og borðuðum kvöldmat þar, erum búin að fara til Vimmerby í Astrid Lindgren garðinn (veit reyndar ekki hver skemmti sér best) gaman að sjá hvar Lína, Emil, Ronja og hinar söguhetjurnar búa. Við fórum til Kosta og Transjö að kíkja á glerlist hjá pabba vinkonu minnar. Í dag fórum við í barnens gård og hetjurnar mínar fóru einir á hestbak ég mátti sko ekki hjálpa þeim, ef ykkur dettur í hug að þeir hafi farið á shetlandsponyinn sem var í boði, well ég held nú síður, það átti að fara á STÓRA hestinn.
Á morgun fara þau svo til Köben, held það verði nú tómlegt og hljótt í kotinu þegar þau verða farin. Styttist reyndar í að ég komi til Íslands, kem seint um kvöld næsta fimmtudag og verð til 8.sept.
Læt þetta duga í bili.
kramar
Síðasta fimmtudag gerði stórfjölskyldan innreið sína hér í Karlskrona, mamma, pabbi, Maggi, Halldór Óskar og Hermann Ingi mættu á svæðið. Það er búið að vera svo gaman hjá okkur. Við skoðuðum gamlan kastala úti á Aspö og borðuðum kvöldmat þar, erum búin að fara til Vimmerby í Astrid Lindgren garðinn (veit reyndar ekki hver skemmti sér best) gaman að sjá hvar Lína, Emil, Ronja og hinar söguhetjurnar búa. Við fórum til Kosta og Transjö að kíkja á glerlist hjá pabba vinkonu minnar. Í dag fórum við í barnens gård og hetjurnar mínar fóru einir á hestbak ég mátti sko ekki hjálpa þeim, ef ykkur dettur í hug að þeir hafi farið á shetlandsponyinn sem var í boði, well ég held nú síður, það átti að fara á STÓRA hestinn.
Á morgun fara þau svo til Köben, held það verði nú tómlegt og hljótt í kotinu þegar þau verða farin. Styttist reyndar í að ég komi til Íslands, kem seint um kvöld næsta fimmtudag og verð til 8.sept.
Læt þetta duga í bili.
kramar
Subscribe to:
Posts (Atom)