JÁÁÁÁ.... Ég fæ 9 vikna frí og get farið til s-Ameríku áhyggjulaus. Ef þið vissuð hvað ég er glöð, ég dansaði heim úr vinnunni í morgun og tók nokkur gleðihopp í vinnunni þegar ég fékk að vita að ég fæ frí=) Á morgun ætla ég að tala við Jessicu og svo er bara að panta ferðina.
Hérna getiði kíkt á ferðina mína, PINK CARAVAN er undir latinamerika Equador-Brasilien. Þetta verður bara gaman, ég er þegar farin að hlakka til.
Nei núna verð ég að hætta þessu monti og fara að vinna
Ísland næsta....
Wednesday, March 25, 2009
Monday, March 23, 2009
Kafbátabjörgunaræfingunni lokið og lífið komið aftur í réttar skorður. Í lok æfingarinnar fengum við að fara um borð í kafbát og skoða allt, meira að segja þar sem þeir geyma tundurduflin og skjóta þeim út. Ég get lofað ykkur að ég myndi ekki vilja vera sólarhring í svona dollu. Allt þröngt og lítið. Sturtan var svo lítil að ég lofa ykkur að þið skiptið ekki um skoðun þar inni.
Er að koma í helgarferð til Íslands, Inga Rúnin mín er að fermast, ekki á hverjum degi sem systkinabörnin manns fermast. Ég er reyndar ekki að fatta að hún sé orðin svona gömul, mig minnir að hún hafi verið 2ja ára þegar hún kom með mér í fyrirlestur í klásus í hjúkkunni ahhhh where did the time go?
Ætla annars að panta S-Ameríkuferðina í vikunni, þarf bara aðeins að ræða við yfirmenn mína um að ég fái örugglega frí á umræddu tímabili, samningurinn er að ég vinn allt sumarið gegn því að fá frí í 9 VIKUR seinna á árinu, þetta ferðalag verður ljúft. Ég fæ hraðan hjartslátt af hamingju þegar ég hugsa um ferðina, sérstaklega GALAPAGOS ahhhh getið þið ímyndað ykkur hversu ljúft það er að snorkla með risaskjaldbökum og sæljónum? Fyrir utan allt dýralífið á eyjunum!!
Sí jú um helgina....
kram
Er að koma í helgarferð til Íslands, Inga Rúnin mín er að fermast, ekki á hverjum degi sem systkinabörnin manns fermast. Ég er reyndar ekki að fatta að hún sé orðin svona gömul, mig minnir að hún hafi verið 2ja ára þegar hún kom með mér í fyrirlestur í klásus í hjúkkunni ahhhh where did the time go?
Ætla annars að panta S-Ameríkuferðina í vikunni, þarf bara aðeins að ræða við yfirmenn mína um að ég fái örugglega frí á umræddu tímabili, samningurinn er að ég vinn allt sumarið gegn því að fá frí í 9 VIKUR seinna á árinu, þetta ferðalag verður ljúft. Ég fæ hraðan hjartslátt af hamingju þegar ég hugsa um ferðina, sérstaklega GALAPAGOS ahhhh getið þið ímyndað ykkur hversu ljúft það er að snorkla með risaskjaldbökum og sæljónum? Fyrir utan allt dýralífið á eyjunum!!
Sí jú um helgina....
kram
Monday, March 16, 2009
Takk fyrir frábæra helgi Rúna, Gígja og Jessica....
Mikið búið að vera um að ske núna. Rúna, Gígja og Jessica voru hjá mér um helgina. Á föstudaginn vorum við með gæsaveislu fyrir Caroline sem tókst vonum framar. Þemað var fína og fræga fólkið og var ég Victoria Sivestedt, sænsk playboy bunny, Jessica var Amy Winehouse og við klæddum Caroline sem Paris Hilton. Hvernig finnst ykkur mér hafa tekist til með my makeover? Við skelltum okkur í stripaerobic, fína og fræga fólkið heldur sér víst í formi þannig (get alveg mælt með því því það var ekkert smá gaman og frekar erfitt) sungum singstar, fórum í discokeilu, út að borða og enduðum svo á balli, frábær dagur. Á laugardaginn fórum við svo aftur út á lífið, hittum vinnufélaga mína og skemmtum okkur það vel að ég dró alla heim í eftirpartý, síðustu skriðu heim um hálffimm.
Núna eru stelpurnar farnar og raunveruleikinn að taka aftur við. Ég er verð niðri á herstöð alla vikuna, við erum að fara að æfa kafbátabjörgun þar sem áhöfnin þarf að komast í háþrýstisúrefniskút.
Takk aftur fyrir frábæra helgi
puss o kram
Saturday, March 07, 2009
Kíkti út á lífið í gær, einn barinn hérna var að prófa nýja hugmynd, 30+ og ég var með boðsmiða. Fór með hóp af fólki og vá hvað við skemmtum okkur vel. Þar sem þetta var í fyrsta skipti sem þetta var opnaði húsið kl 21 og það var boðið upp á bubblies og smá snarl. Síðan tók gleðin öll völd. Veit ekki alveg hvað mér hefði fundist um þetta fyrir nokkrum árum en fyrst ég er orðin þrítug þá var þetta allt í lagi. Þeir ætla að vera með þessi 30+ kvöld fyrsta föstudaginn í hverjum mánuði. Skrýtið samt að vera á bar þar sem aldurstakmarkið er 30 ár og maður er einn af þeim yngstu á staðnum, orðið mjög langt síðan það gerðist síðast.
Best að taka mig til fyrir næturvaktina
kram
Best að taka mig til fyrir næturvaktina
kram
Subscribe to:
Posts (Atom)