Sunday, August 30, 2009


Tilbúnar í slaginn, hér koma nokkrar myndir, ferðasagan fyrir neðan

Komum að startlínunni og ALLIR á keppnishjólum, nema við

Tók hina ca 10 mín að hjóla frá okkur, síðan voru það bara við og náttúran. Og fylgdarmótorhjólið okkar, sem við sáum alltaf öðru hvoru. Hinir voru kannski með fylgdarbíl en við vorum með Mc

Hægt að rokka feitt þó maður sé í hjólakeppni á frekar nýju hjóli

Heja heja, áfram Doris

13 km eftir, búnar með 111 km og þá kom úrhelli
Þreyttar en ánægðar komnar í mark á 6 klst 23 mín

Að taka á móti verðlaununum=) Alvin systursonur Josefin hjálpaði mér að taka á móti þeim, fékk gjafabréf í gær, hringi svo í fyrirtækið efti r helgina og má svo sækja keppnishjólið í nóvember.


Það er svona hjól sem ég vann =)
I DID IT japp, við hjóluðum glasrikeresan í gær 124 km og náðum að halda markmiðinu okkar, að hjóla hverja 10 km á ca 30 mín, ég á venjulegu hjóli og Josefin á fjallahjóli. Við hjóluðum á 6 klst 23 mín. Í því voru 4 stutt stopp við drykkjarstöðvar þar sem við hlóðum batteríin með sportdrykk, saltgúrka, brauðbollu eða kexi og eitt stutt pissustopp. Við byrjuðum daginn með staðgóðum morgunverði, beikon og egg og gróf brauðsneið. Keyrðum svo til Kosta og sóttum númerin okkar. Sóttum svo hjólin og komum okkur fyrir aftarlega í startinu, elítan átti að vera fremst (skiljanlega) og okkur til mikillar undrunar voru ALLIR á keppnishjólum (tour de france hjólum) nema VIÐ. Það tók ekki meira en 10 mín áður en allir voru búnir að hjóla frá okkur=) Við börðumst síðan í gegnum brautina, ótrúlega heppnar með veðrið, það var skýjað á köflum, sól og því miður komu góðar vindhviður inn á mili sem voru nema hvað í mótvindi, við fengum aldrei meðvind=(. Það voru mun fleiri brekkur uppímóti en niðurímóti í brautinni sem við börðumst við, 2 þeirra voru svo svaðalegar að á tíma var ég farin að halda að ég væri að hjóla á staðnum (hafiði heyrt um brekkurnar sem héldu endalaust áfram, þetta voru þær) en við börðumst áfram og hjóluðum upp allar brekkurnar, þetta var nú einu sinni hjólakeppni ekki göngukeppni;-) Þegar við áttum 13 km eftir kom svo 10 mín ískaldur þéttur regnskúr, eigum við að ræða hvað það var ömó en við héldum áfram og komumst svo í mark þar sem var tilkynnt að nú kæmu dömurnar sem væru búnar að berjast gegnum brautina =) Hugsa að við höfum fengið mest klapp, allir héldu með okkur nema hvað, allir svo impressed. Seinna um kvöldið var svo verðlaunaafhending, lottaðir út hinir ýmsu vinningar og vitiði hvað ÉG vann glænýtt racehjól ég á núna svona tour de france hjól=) það var reyndar smá svindl í gangi. Ein af aðstandendum keppninnar tók á móti okkur í markinu og hengdi medalíu um hálsinn á okkur og fannst ótrúlegt að við hefðum farið keppnina á hjólunum okkar. Allir hinir voru jú á svona hjólum þannig að henni fannst önnur okkar (sérstaklega ég sem var á venjulegu hjóli) eiga skilið nýtt hjól. Ég er ekki sú sem afþakkar svona fínt hjól, það er 12 þús sek virði. Þannig að ég skoraði ekki bara á sjálfa mig með því að taka þátt og fannst ég sigurvegari, heldur fékk ég líka fínustu verðlaunin=) Á næsta ári ætlum við að hjóla tjejvättern sem er 90 km og svo aftur þessa keppni, ef það gengur vel að hjóla hver veit nema við förum alla leið 220 km, það er seinni tíma vandamál =)

Ótrúlegt en satt þá finn ég ekki svo mikið fyrir því í dag að ég hafi hjólað 124 km í gær, er í rauninni fit for fight aftur. Hef reyndar ekki sest á hjólið og ætla mér ekki að gera það í dag en hver veit hvað gerist á morgun.
kramiz

Wednesday, August 26, 2009

Komin tími á update eða? Veit reyndar ekki hversu margir kíkja hingað lengur, allir eru jú á facebook, nema mamma og pabbi og ég veit að þau kíkja hingað.
Síðasta föstudag var ég í krabbaveislu (kräftskiva), við átum og átum og skemmtum okkur konunglega. Kräftor eru ekki beint krabbar en ég veit ekki hvernig ég á að lýsa þeim, millibil milli rækju og humars í rauninni, ef maður færi eftir útlitinu myndi maður líklegast ekki borða þá en mmmm ekkert smá gott.
Á laugardaginn er loksins komið að hjólakeppninni, 120 km, wish me luck;-) Fjárfesti um daginn í hjólabuxum með fóðri í klofinu, ég hefði ekki trúað því en vá þvílíkur munur. Hjólaði í 3 klst (55-60 km) síðasta sunnudag og fann ekki fyrir neinu.
Er ástfangin af nýja tónlistarprógraminu mínu SPOTIFY (www.spotify.com) Get hlustað á tónlist, búið til lista yfir uppáhaldstónlistina mína og allt er löglegt =) Hafiði hlustað á Kings of Leon? Þeir eru í uppáhaldi hjá mér þessa dagana, kíkið á use somebody og sex on fire.

Kram

Thursday, August 13, 2009

Smá minifrí.... ótrúlegt en satt þá er ég í fríi núna fram á sunnudagsnótt, bara gott. Flestir eru að koma aftur úr sumarfríi á mánudaginn, ágætt að vita að núna á ég mitt eftir, 8 yndislegar vikur í ævintýraferð um s-ameríku. Núna getur maður byrjað að telja niður ekki satt...
Hef haldið áfram að æfa mig fyrir hjóladæmið, hjólaði ekki nema 92 km um daginn, eigum við að ræða hvað ég var aum í endanum á eftir.... hjólaði svo um 40 km síðasta sunnudag, þetta er minna mál en ég hélt, sérstaklega ef það verður gott veður. Við ætlum svo að taka æfingahring 50 km 23. ágúst. Við stefnum á að hjóla hverja 10 km á 30 mín, ágætis markmið held ég.

kram