Er byrjuð að læra spænsku, keypti cd/bók þannig að ég hlusta er með bókina fyrir framan mig og endurtek ekkert smá gaman. Eitthvað varð jú að taka við þegar barnakúrsinn var búinn. Á ferðalaginu náði maður alltaf fleiri og fleiri orðum og ég ákvað að ég vildi læra tungumálið og þar sem ég vinn á öllum tímum sólarhringsins ákvað ég að kenna mér það sjálf=)
Fór út að hjóla í 3 klst í gær á nýja hjólinu, brekkurnar voru minnsta mál. Byrjuð að ná því hvernig gírarnir virka. Gekk barasta mjög vel, plataði meira að segja Hrafnhildi með mér í smá tíma. Fylgi áætlun sem ég fékk hjá einkaþjálfaranum mínum. Coolt að segja my pt eller hur?
Bara aðeins að láta ykkur vita af mér
kram
Sunday, April 25, 2010
Monday, April 12, 2010
Fór út að hjóla á nýja hjólinu áðan. Gekk barasta ágætlega, ég datt allavega ekki og það er jú alltaf góðs viti. Var reyndar bara úti í 30 mín en hugsa að það sé ágætt að byrja rólega og læra á hjólið. Hef aldrei áður hjólað á hjóli með hrútastýri, hvað þá hjóli sem er með gírana í bremsunum. Og eigum við að ræða hvað hnakkurinn er óþægilegur, var ekki í hjólabuxunum- hefði betur gert það held ég.
Styttist í að ég hjóli halvvättern, 13 júní, 150 km. Er komin með einkaþjálfara sem ætlar að hjálpa mér að æfa og borða rétt fyrir þetta. Eftir 120 km hjólatúrinn í fyrra var ég svöng í 4 daga, ekki gott, var þá að brenna vöðvum ekki fitu eins og maður á að gera.
Er að bíða eftir matar og æfingaáætlun frá henni, hlakka svo til að sjá það, fæ það í seinasta lagi á morgun.
kram
Styttist í að ég hjóli halvvättern, 13 júní, 150 km. Er komin með einkaþjálfara sem ætlar að hjálpa mér að æfa og borða rétt fyrir þetta. Eftir 120 km hjólatúrinn í fyrra var ég svöng í 4 daga, ekki gott, var þá að brenna vöðvum ekki fitu eins og maður á að gera.
Er að bíða eftir matar og æfingaáætlun frá henni, hlakka svo til að sjá það, fæ það í seinasta lagi á morgun.
kram
Subscribe to:
Posts (Atom)