Monday, June 28, 2010

Lífið er ljúft, sumerið virðist loksins vera komið. Búið að vera yndislegt veður sól og blíða (ég veit að sólin skín líka á Íslandi en ég er ekki þar) ég var náttúrulega að vinna um helgina. Synd að eyða svona fínum dögum í vinnunni ekki satt. Frí í dag og sama bongóblíða, sit á svölunum mínum, nýt sólarinniar og skrifa nokkrar línur hérna. Plan dagsins er að hjóla niður í bæ og reyna að kaupa nýtt bikini, mitt gamla er orðið of stórt (alltaf skemmtilegra þegar það fer í þá áttina). Hver veit nema maður skelli sér á ströndina eftir hádegið síðan, reyndar ekki orðið heitt í vatninu bara um 20°C það er í kaldara lagi fyrir mig en er manni nógu heitt er gott að kæla sig aðeins.
kram

Friday, June 18, 2010

GARG.... svona líður mér í augnablikinu, vill bara öskra af gleði.
Fékk að vita í morgun að ég fæ starfsleyfi í 6 vikur í vetur til að fara til Cusco í Perú í sjálfboðavinnu. Hlakka ekkert smá til, verður ekkert smá skemmtilegt. Ímyndið ykkur að fá að búa í höfuðborg Inkaríkisins í 6 vikur ahhh so much to see and so little time to do it. Planið hjá mér er að vinna í 4 vikur og skoða mig um í tæpar 2 vikur. Þetta er svo geggjað að ég á varla til orð.

Kram frá einni hamingjusamri

Monday, June 14, 2010

Hjólakeppninni er lokið...
Hjóluðum í gær 150 km ég hjólaði á 6 klst og 39 mín. Þetta var erfitt en ekkert smá gaman. Fyrstu ca 30 km var hellingur af alvöru hjólafólki (ekki áhugamanneskja eins og ég) sem hjóluðu framúr mér. Flott og gaman að sjá þegar það kemur svona hópur og allir ekkert smá duglegir. Seinni helminginn hjólaði ég framúr fleiri en hjóluðu framúr mér:) Tók 3 pitstopp, við fjórða pitstoppið voru "bara" 21 km eftir þannig að ég ákvað að bara halda áfram. Ef ég hefði lokið hringnum á 6 tímum eða minna þá hefði ég fengið auka medalíu. Þegar ég sá að það myndi ekki ganga ákvað ég að reyna 6:30 gekk ekki alveg eftir en næstum því. Ég reiknaði út meðalhjólahraðann, tók burtu tímann fyrir stoppin og þá hélt ég ca 24 km/klst, þokkalega sátt, held alveg að ég megi vera það líka.

Núna er bara að jafna sig, hef sjaldan verið jafn þreytt en hef gert eins og einkaþjálfarinn sagði fór í göngutúr í dag og búin að teygja. Eldaði svo góðan mat og fékk mér rauðvínsglas, átti það alveg skilið;)
Næsta hjólakeppni er síðan síðustu helgina í ágúst, hef allt sumarið til að æfa fyrir hana. Sama keppni og ég var með í síðasta sumar, Glasriket runt, ætla aftur að hjóla 120 km og núna ætla ég að setja mér markmið, verði að ná því á ákveðnum tíma.

kram frá einni þreyttri