Hjólakeppninni er lokið, við hjóluðum í gær. Gekk ótrúlega vel. Ég stefndi reyndar á að hjóla á 5:30 sem gekk ekki alveg eftir, hjólaði á 5:42, síðustu 10 km voru erfiðastir, mér fannst ég ekki komast áfram. Meðalhraðinn minn var 22,4 km/h sem er allt í lagi, núna er bara að reyna að bæta tæknina og gera enn betur næst ekki satt. Josefin hetjan mín hjólaði á 4:51 og lenti í 3ja sæti af konum sem hjóluðu 120 km. Á myndunum erum við hressar áður en við leggjum í hann, ég að koma í mark (gjörsamlega búin á því) og svo Josefin með verðlaunin sín.
Fór á nv í gærkvöldi sem betur fer var rólegt. Er búin að sofa vel og líkaminn virðist vera búinn að ná sér að mestu (fer reyndar ekki ennþá á klóið að óþörfu) Ætla núna út að labba núna held ekki að það sé gott fyrir líkamann að hvíla of mikið eftir svona. Svo heldur maður áfram að æfa á fullu síðar í vikunni.
kramisar