Tíminn líður hratt þegar það er gaman.
Var í dag með fyrsta námskeiðið mitt í endurlífgun (fyrir utan vinnuna) var á elliheimili hérna nálægt mér og kenndi 25 manns endurlífgun. Það var ekkert smá gaman og svo fær maður helling af spurningum. Eigandinn sem réð mig var virkilega á því að allir ættu að læra því það kom inn starfsmenn sem eru í leyfi, ein sem er í skóla og önnur í barnseignafríi, hún kom með eina litla sæta 6 mánaða. Aldrei of seint að byrja að læra endurlífgun;-)
3 vaktir í frí, verð á næturvöktum um helgina.
Á mánudaginn verður family night, hitti jú Magga og Helgu í júní en restin af stórfamilíunni hef ég ekki hitt síðan um páskana. Finn mest fyrir því hvað ég sakna þeirra í rauninni þegar það styttist í hitting. Ég meina hvað gerði maður án internets og vefmyndavéla!!
kram kram
Thursday, October 14, 2010
Tuesday, October 05, 2010
Námskeiðinu lokið og ég náði því með stæl að sjálfsögðu. Bjó á lúxushóteli í Gautaborg. Segi lúxus af því að það var nuddpottur og gufubað á efstu hæðinni sem ég nýtti mér óspart á kvöldin.
Við borðuðum kvöldmat saman eitt kvöldið í maritemum safninu, gamalt hersafn með bátum. Þar fórum við m.a. niður í kafbát og fengum kafbát í fordrykk (maður lætur snafsglas með jägermäster ofan í bjórglas) er ágætisdrykkur!!
Kom við hjá Jessicu á leiðinni heim, við kíktum á uppáhaldsgrínistann okkar Magnus Betnér það kvöldið. Hann á marga góða punkta, einn þeirra þetta kvöldið var að við (white people) eigum endilega að eignast börn með dökku fólki, þó ekki nema væri fyrir varanlegu sólarvörnina sem börnin okkar myndu fá...... brilljant.
Eyddi kvöldinu með Caroline, við skelltum okkur saman í ræktina og svo kom hún hingað og ég bauð uppá fullorðinspasta og smá eftirrétt, kladdkaka og jarðaber mmmmmmm
2 vikur í sumarfrí
kram kram
Við borðuðum kvöldmat saman eitt kvöldið í maritemum safninu, gamalt hersafn með bátum. Þar fórum við m.a. niður í kafbát og fengum kafbát í fordrykk (maður lætur snafsglas með jägermäster ofan í bjórglas) er ágætisdrykkur!!
Kom við hjá Jessicu á leiðinni heim, við kíktum á uppáhaldsgrínistann okkar Magnus Betnér það kvöldið. Hann á marga góða punkta, einn þeirra þetta kvöldið var að við (white people) eigum endilega að eignast börn með dökku fólki, þó ekki nema væri fyrir varanlegu sólarvörnina sem börnin okkar myndu fá...... brilljant.
Eyddi kvöldinu með Caroline, við skelltum okkur saman í ræktina og svo kom hún hingað og ég bauð uppá fullorðinspasta og smá eftirrétt, kladdkaka og jarðaber mmmmmmm
2 vikur í sumarfrí
kram kram
Subscribe to:
Posts (Atom)