Saturday, January 29, 2005
Annars er allt gott að frétta ekki mikið um að ske þessa dagana vinna, borða, sofa.... þið kannist við þetta. Ætla að skella mér til Jóhönnu, Gísla og gormanna næstu helgi og hlakka ekkert smá til að hitta þau, orðið alltof langt síðan síðast. Við keyptum líka ferð heim í sumar í vikunni, núna er þetta ákveðið, ég Caroline og Jessica komum 26. maí til 9. júní og ég ætla að byrja á að sýna þeim íslenskt næturlíf í Reykjavík og svo ætlum við að ferðast hringinn í kringum landið þetta verður ekkert smá skemmtilegt.
Smá afmæliskveðjur í lokin: Harpa og Unnur urðu 6 ára síðasta miðvikudag og á morgun verður Guðfinna Ósk 3ja ára til hamingju skottur
Bið að heilsa í bili
Anna Dóra
Monday, January 24, 2005
Lifði fyrstu vinnuvikuna af og þurfti satt að segja bæði laugardag og sunnudag til þess að jafna mig, ótrúlegt hvað maður er þreyttur þegar maður byrjar að vinna á nýjum stað því það er svo mikið um að ske og að sjálfsögðu tímir maður ekki að missa af neinu!!! En það gengur vel í vinnunni, ég hef reyndar fengið illkvittnisaugnaráð frá barnafólki þegar ég segist vakna hálfsjö en er samt mætt hálfátta, en svona er það þegar maður hefur bara sjálfan sig að hugsa um og ég nýt þess í ræmur =)
Er byrjuð að setja inn myndir frá óvæntu heimsókninni sem ég fékk og hugsa að það taki smá tíma sökum þreytu hjá undirritaðri.
Jæja bið að heilsa í bili
Anna Dóra
Tuesday, January 18, 2005
Þið kannist við orðatiltækið þröngt mega sáttir sitja jæja það átti nú ansi vel við síðastliðna viku, sem betur fer semur fjölskyldunni mjög vel saman því annars hugsa ég að það hefði legið við stórslysi. Mamma, pabbi og Halldór Óskar yfirtóku svefnherbergið mitt og ég, Rúna og Maggi sváfum í stofunni (það hefur nú barasta ekki gerst að við systkinin höfum sofið svona saman síðan við vorum lítil í sumarbústað í Svartagili hjá ömmu og afa). Alla vega gekk þetta hrikalega vel, svo er líka svo gott að fá svona laghentan pabba í heimsókn, pabbi setti upp fyrir mig gardínur, hann og Maggi hjálpuðust svo að við að setja upp nýtt ljós í stofuna hjá mér og Maggi skrúfaði saman hægindastólinn sem ég fékk í útskriftargjöf frá fjölskyldunni.
Ég segi barasta takk fyrir komuna
Anna Dóra, að reyna að venjast þögninni sem varð allt í einu ríkjandi á Snapphaneväg
Wednesday, January 12, 2005
Ein í sjokki
"Getur verið að þú gerir skrýtin innkaup fyrir heimilið. Fjölskyldumeðlimur kemur þér kannski á óvart á einhvern hátt" Ok scary Maggi bróðir kemur í dag í þessum skrifuðu orðum situr hann í flugvélinni. Hann er búinn að vera að tala um útskriftargjöf sem enginn annar veit hvað er hmmmmm hvað finnst ykkur er þetta tilviljun eða hvað?
Kveðja
Anna Dóra stjörnuspekingur
Tuesday, January 11, 2005
Síðasti skóladagurinn og ég get farið að kalla sjálfa mig svæfingahjúkku ótrúlegt en satt þá er árið liðið og ég er nýkomin heim frá síðasta skóladeginum mínum vonandi það sem eftir er!!!
Á morgun förum við svo saman úr að borða hópurinn, mér finnst nú reyndar svolítið sorglegt að hætta í skólanum því við erum öll að fara hvert í sína áttina og ég og Guðrún erum þær einu sem verðum að vinna hér í Karlskrona en svona er víst lífið. Eftir að ég hef kvatt fólkið á morgun kemur Maggi bróðir og við ætlum að slaka á í viku áður en alvara lífsins tekur við, jú ég þarf víst að byrja að vinna fyrir mér eins og svo margur annar. 19. janúar verður fyrsti vinnudagurinn (af mörgum) og ég er bæði spennt að takast á við þennan nýja kafla í lífi mínu sem svæfingahjúkka en einnig liggur pínu ótti þarna á bakvið- nú er að duga eða dr......
Einu langar mig að deila með ykkur; ég var skotin niður í skólanum í dag, ég var nefnilega ósammála kennaranum í umræðum sem við áttum og sagðist vera Egóisti því mér finnst ég svolítið sjálfsmiðuð en þá var bara baulað úr öllum hornum að ég væri nú ein af þeim minnst sjálfsmiðuðu manneskjum sem þau hefðu hitt og öll mín framkoma benti á allt annað en egóista, það er þó eitthvað jákvætt við mig!!!
kveðja
Anna Dóra svæfingarhjúkrunarfræðingur (þvílíkur tungubrjótur)
Friday, January 07, 2005
Var að klára að setja inn myndir frá jólafríinu mínu þannig að ef þið hafið áhuga þá er þar brot af því besta=)
Er boðin í mat til Guðrúnar og Eiríks í kvöld, ætlum að kveðja jólin saman þó svo að það sé einum degi of seint en eins og spekingurinn sagði: "Betra er seint en aldrei"
Annars á Helga frænka mín afmæli í dag, látum aldur liggja milli línanna og jólaboð fjölskyldunnar verður í kvöld, góða skemmtun gott fólk ég hugsa til ykkar.
Jæja ætla að skella saman nokkrum glærum svo ég geti haldið kynningu á verkefninu mínu næsta mánudag
Anna Dóra
Wednesday, January 05, 2005
Annars er allt við það sama hér, allt í góðu gengi, á bara eftir að kynna eitt verkefni búin að ná öllu öðru.
En svo styttist í að Maggi bróðir komi bara vika í kappann. Hann ætlar að vera í viku hjá mér og ég get sagt ykkur það strax að lífinu verður tekið létt, ætlum reyndar að kíkja út á lífið í tilefni skólaslita minna að sjálfsögðu setjum við það mikinn svip á bæinn að um annað verður ekki rætt næstu árin =)
Annars eignaðust Íris og Kalli strák á gamlársdag, innilega til hamingju
Kveðja í bili
Anna Dóra
P.s ætla að setja inn myndir úr jólafríinu mínu við tækifæri, kannski í kvöld, kannski á morgun
Friday, December 31, 2004
Ætla að deila með ykkur stjörnuspánni minni fyrir árið 2005, það verður gaman að sjá hversu mikið er til í því sem stjörnuspekingarnir segja
Það var stundum eins og þú værir í rússíbanaferð á árinu sem er að líða. Stundum var eins og verið væri að sjóða þig í olíu en einnig eins og hunangi væri dreypt yfir þig. Tilgangurinn hefur örugglega verið sá að láta þig komast að því að enginn verður óbarinn biskup. Reiknaðu með að upphaf komandi árs verði í svipuðum dúr. Heilsan mun batna verulega á árinu sem er að ganga í garð og efnahagurinn mun verða góður eins og áður. Ástarmálin voru í nokkurri kyrrstöðu á árinu en nú virðast mikilvægar breytingar vera í aðsigi. Þú munt verða látin axla meiri ábyrgð í vinnunni. En þótt þú verðir metnaðarfull mestan hluta ársins meturðu tillfinningajafnvægið meira en árangur í starfi.
Þar hef ég það, vona nú að þetta með ástarmálin rætist einnig að efnahagurinn verði góður en er hægt annað þegar maður hefur verið í námi og er að byrja að vinna aftur=)
Gleðilegt ár
Anna Dóra
Tuesday, December 28, 2004
Alveg er þetta ótrúlegt ég er búin að vera heima í næstum því viku og finnst það bara vera eins og 2 dagar það er eins og Icy söng hér forðum tíminn líður hratt á gervihnattaöld.
Garg garg og aftur garg, eins og ég hef sagt ykkur áður er ekkert ákveðið í þessum blessaða skóla mínum allt bara undir skipulagi. Var búin að fá stundaskrá fyrir síðustu 2 vikurnar og hvað og hvað fæ tölvupóst í morgun þar sem er búið að breyta stundaskránni og verkefnið sem við áttum að kynna 4-5. jan eigum við að kynna 3. jan og ég sem kem heim 2. jan. Ég og Guðrún erum semsagt í fjarsambandi að vinna þetta blessaða verkefni til að geta skilað því. Við erum þó duglegri en flestir (nema hvað) því við vorum langt komnar með verkefnið, fæstir voru byrjaðir fyrir jól.
Jæja best að hætta þessu bulli, Guðrún bíður á msn-inu óþreyjufull að geta hafið verkefnavinnuna =)
Kveðja í bili
Anna Dóra
Saturday, December 25, 2004
Takk fyrir allar jólakveðjurnar og gjafirnar ég ætla nú ekki að fara að telja upp það sem ég fékk en það kom sér allt mjög vel. Ég komst að lokum heim, var frekar smeyk við veðurspána en það var búist við óveðri í suður-Svíþjóð sem varð ekki svo mikið úr. Svo þegar ég var sest upp í vélina ánægð með lífið bara 3 klst í heimkomuna fékk ég blauta tusku í andlitið, áætlaður flugtími 3 klst og 45 mín vegna gífurlegs mótvinds, þetta voru með lengri 45 mín sem ég hef upplifað. En ég var nú reyndar fljót að gleyma þeim þegar ég sá hver kom og sótti mig, haldiði ekki að Rúna og Halldór Óskar hafi komið með Magga að sækja mig. Á Þorláksmessu vék drengurinn ekki frá mér, hann var svo glaður að besta frænkan væri komin heim.
Jólakveðja úr frostinu á Íslandi, ekki nema -12 þegar ég kom en hlýnandi bara -4 í dag.
Anna Dóra
Tuesday, December 21, 2004
Jólafrí ó jólafrí tralalalalalalala
Jæja þá er maður kominn í langþráð jólafrí og í fyrsta skipti ætla ég bara að slaka á, engin vinna bara að njóta þess að vera til og hitta vini og ættingja. Prófið í morgun gekk held ég barasta ágætlega, við vorum 4 í hóp sem ræddum 2 tilfelli sem geta komið upp við svæfingar og skiluðum inn sameiginlegu svari.
En á morgun gerist það, tek lestina héðan klukkan 13:30 og svo á ég flug klukkan 20 frá kastrup og verð lent heima um 22 hrikalega hlakka ég til. Ef einhver vill ná sambandi við mig er annaðhvort að hringja heim til mömmu og pabba eða gsm-inn minn +46(0)708319753 =)
Hlakka til að sjá alla
Jólakveðja
Anna Dóra
Monday, December 20, 2004
Nú styttist í það bara 1,5 klst í fyrra prófið og ég er orðin mettuð, núna ætla ég bara að reyna að slaka aðeins á og einbeita mér að öndunaræfingum =) Annars gleðifréttir það er snjór úti, fyrsti snjórinn í Karlskrona á þessum vetri, ég er búin að bíða svo lengi eftir að fá smá snjó að þetta hlýtur að vera gott merki fyrir mig að hann komi þegar ég er að fara í próf=) Jæja anda svo rólega inn um nefið og út um munninn og hugsa jákvætt ÞÚ GETUR ÞETTA 2ja daga heimkomukveðja Anna Dóra prófkvíðakerling |
Friday, December 17, 2004
Á til með að deila með ykkur smá jólasveinabröndurum sem ég heyrði í gær bara svona í tilefni þess að það eru að koma jól. Vitiði af hverju jólasveinninn á engin börn.............. jú hann kemur bara einu sinni á ári Vitiði af hverju jólasveininn á engin börn................. jú hann kemur bara í skorsteininn Thí hí hí 5 daga heimkomukveðja Anna Dóra að komast í jólaskap en verður fyrst að klára próflestur |
Wednesday, December 15, 2004
Fallinn með 4,9
Nei nei að sjálfsögðu ekki, nema hvað þá stóðst ég verknámshluta námsins með sóma. Það sem handleiðararnir sögðu að ég þyrfti að bæta en það væri eitthvað sem kæmi að vera aðeins ákveðnari og svo þyrfti ég að byggja upp þykkari skráp gagnvart sjúkraliðunum því margar þeirra hafa unnið þarna í 30 ár og reyna að stjórna nýju starfsfólki eins og þær mögulega geta. En að öðru leiti var allt hið besta. Þá er bara að einbeita sér að næsta hluta þ.e. prófunum. Jæja 7 daga heimkomukveðja Anna Dóra |
Monday, December 13, 2004
Kramiz
Anna Dóra
Vika í próf og ég held ég sé að verða búin að læra yfir mig. Nei nei en greinilegt merki um það sem er efst í mínum huga þessa dagana er að í nótt dreymdi mig að ég var að svæfa kennarann minn og þar sem hlutirnir gengu ekki nógu vel þá bara gerði hann sér lítið fyrir og vaknaði til að leiðbeina mér =) Annars gengur allt vel og ég er að undirstinga handleiðarana mína fyrir góða einkunn.
Jæja best að snúa sér að skólabókunum 9 daga heimkomukveðja Anna Dóra |
Saturday, December 11, 2004
Hvað er að okkur konum? Fór í gær í bíó að sjá vinkonu okkar allra Bridget Jones sem var hin ágætasta skemmtun. Á leiðinni heim vorum við einmitt að tala um að það sorglega við þessa mynd er að það leynist lítil Bridget í öllu kvenfólki, eitt á ég til dæmis sameiginlegt með Bridget og það er "very bad hairday" allt árið =) Annað sem við vorum að velta okkur uppúr er af hverju föllum við alltaf fyrir Daniel Cleaver týpunum þegar við þráum að hitta Mr. Darcy. Smá vangaveltur um lífið og tilveruna hér í Karlskrona. Annars er bara rúm vika í prófin =( og lokadómur um frammistöðu mína í verknáminu fellur næsta miðvikudag=S þannig að það er eins gott að fara að snúa sér að bókunum og hugsa fallega til handleiðaranna. Þetta er Anna Jones á barmi örvæntingar |