Jæja þá er maður kominn heim aftur- þið vitið hvað þeir segja fínt að fara í burtu en heima er best.
Londonarferðin var æðisleg gott veður, yndislegt bara að vera léttklæddur úti og ekkert stress. Hér fáiði smá innsýn í það sem við gerðum
* Skoðuðum Kensington höllina þar sem Díana bjó
* Löbbuðum að Stanford Bridge heimavelli Chelsa
* Fórum í rútuferð með leiðsögumanni um London- mæli með því
* Fórum í smá siglingu á Thames ánni, ekkert nema frábært
*Fórum í London eye- risa parísarhjól á bökkum Thamesárannir og sáum yfir stóran hluta borgarinnar, var reyndar að spá hvort Bretar væru making mockery af Frökkum með því að vera með svona risaparísarhjól í London?
* Fórum á markað í Campden sem mér fannst gaman en Maggi og pabbi voru á því að ég væri að draga þá inn á sögusvið Olivers Tvist þ.e. vasaþjófar útum allt.
* Fórum á Lion King söngleikinn sem var barasta æðislegur
* Fórum á Madam Tussaud og þar var Maggi tekinn í misgripum fyrir vaxdúkku, annaðhvort er hann svona gervilegur eða dúkkurnar svona raunverulegar
Annars hefðuð þið átt sjá hótelherbergið mitt, eina herbergið á hæðinni, inngangurinn að hurðinni var eins og frímerki þannig að ég þakkaði nú fyrir að vera ekki mikið stærri en ég er!!!
Þannig að ég skildi betur af hverju galdraskólinn í Harry Potter er svona skrýtinn eins og hann er.
Annars er Maggi hetja ferðarinnar, við fórum á Pakistanskan veitingastað og Maggi sem aldrei þessu vant var ekki mjög svangur pantaði sér þessa líka girnilegu grænmetissúpu sem var hrikalega græn og full af baunum og vitiði hvað hann kláraði hana- vel upp alinn drengur þar á ferð.
Jæja vona að ég hafi ekki gleymt miklu bið að heilsa í bili
Desperate housewifes að byrja
Anna Dóra
Tuesday, March 29, 2005
Monday, March 21, 2005
Ég held að það sé eins gott að það séu að koma páskar og ég fái smá frí. Var eitthvað svo þreytt og utanvið mig þegar ég kom heim úr vinnunni að í staðinn fyrir að slá inn 4 stafa kódann fyrir hurðina sló ég inn pin-númerið á debetkortinu mínu og skildi ekkert af hverju hurðin opnaðist ekki ;-)
Annars er allt gott að frétta af mér, ég held að vorið sé að reyna að brjótast fram, snjórinn er byrjaður að bráðna, íkornarnir að skoppa og svo er sól og ágætisveður á daginn, reyndar morgunfrost ennþá en það fer hlýnandi.
Bið að heilsa í bili
Anna Dóra
Annars er allt gott að frétta af mér, ég held að vorið sé að reyna að brjótast fram, snjórinn er byrjaður að bráðna, íkornarnir að skoppa og svo er sól og ágætisveður á daginn, reyndar morgunfrost ennþá en það fer hlýnandi.
Bið að heilsa í bili
Anna Dóra
Thursday, March 17, 2005
Ef maður ætlar að keyra fullur er alveg eins gott að gera það almennilega!!
Á forsíðu BLT í morgun var skrifað um konu sem var að keyra drukkin, ekki nóg með að hún var með 3,11 prómill í blóði þá var hún með eina svona 3ja lítra belju milli fótanna og drakk meðan hún keyrði. Lögreglan þurfti víst að styðja konugreyið út úr bílnum sem ber við minnisleysi um atburðinn.
Þetta er ekki brandari heldur satt, ég hélt ég yrði ekki eldri en þetta gerðist víst.
Annars allt í góðu, sófinn ekkert smá þægilegur og ég er svo ánægð.
Kramiz
Anna Dóra
Á forsíðu BLT í morgun var skrifað um konu sem var að keyra drukkin, ekki nóg með að hún var með 3,11 prómill í blóði þá var hún með eina svona 3ja lítra belju milli fótanna og drakk meðan hún keyrði. Lögreglan þurfti víst að styðja konugreyið út úr bílnum sem ber við minnisleysi um atburðinn.
Þetta er ekki brandari heldur satt, ég hélt ég yrði ekki eldri en þetta gerðist víst.
Annars allt í góðu, sófinn ekkert smá þægilegur og ég er svo ánægð.
Kramiz
Anna Dóra
Tuesday, March 15, 2005
Sunday, March 13, 2005
Til hamingju með daginn strákar!!!
Jú 2 frændur mínir voru að komast í fullorðinna manna tölu eins og það var nú kallað og er kannski enn, þeir voru fermdir í morgun. Ég bakaði meira að segja köku í tilefni dagsins. Guðrún og Eiríkur komu og sóttu nýju svefnsófana sína í dag og ég bauð þeim svo í kaffi á eftir. Það bergmálar aðeins í stofunni minni núna en nýji sófinn kemur á morgun JIBBÝ vona bara að ég fái að fara aðeins fyrr heim úr vinnunni til þess að geta tekið á móti honum en annars ætlar hún Carro vinkona mín að hleypa mönnunum inn þannig að sófann fæ ég hvort sem það er ég eða hún sem tekur á móti honum.
Bið að heilsa í bili
Anna Dóra
Jú 2 frændur mínir voru að komast í fullorðinna manna tölu eins og það var nú kallað og er kannski enn, þeir voru fermdir í morgun. Ég bakaði meira að segja köku í tilefni dagsins. Guðrún og Eiríkur komu og sóttu nýju svefnsófana sína í dag og ég bauð þeim svo í kaffi á eftir. Það bergmálar aðeins í stofunni minni núna en nýji sófinn kemur á morgun JIBBÝ vona bara að ég fái að fara aðeins fyrr heim úr vinnunni til þess að geta tekið á móti honum en annars ætlar hún Carro vinkona mín að hleypa mönnunum inn þannig að sófann fæ ég hvort sem það er ég eða hún sem tekur á móti honum.
Bið að heilsa í bili
Anna Dóra
Wednesday, March 09, 2005
Ég enn á lífi þrátt fyrir mikið stress!!!
Skrýtið þetta með stress. Þó svo að hafi unnið sjálfstætt síðustu 7 vikur þá vissi ég alltaf að það var einhver vanur sem stóð á bakvið mig. Núna er einhvern veginn bara að hringja á svæfingalækninn ef það er eitthvað vesen og treysta á sjálfan sig. Get sagt ykkur það svona í trúnaði að aðfaranótt mánudags svaf ég frekar illa og var alltaf að vakna upp gæti verið að ég hafi verið farin að kvíða fyrir mánudeginum?
Að öðru leyti er allt gott að frétta, ég er farin að hlakka til páskanna, helgarferð til London ekki bagalegt, mér finnst ég þurfa á smá tilbreytingu að halda þessa dagana.
Bið að heilsa í bili
kramiz
Anna Dóra
Skrýtið þetta með stress. Þó svo að hafi unnið sjálfstætt síðustu 7 vikur þá vissi ég alltaf að það var einhver vanur sem stóð á bakvið mig. Núna er einhvern veginn bara að hringja á svæfingalækninn ef það er eitthvað vesen og treysta á sjálfan sig. Get sagt ykkur það svona í trúnaði að aðfaranótt mánudags svaf ég frekar illa og var alltaf að vakna upp gæti verið að ég hafi verið farin að kvíða fyrir mánudeginum?
Að öðru leyti er allt gott að frétta, ég er farin að hlakka til páskanna, helgarferð til London ekki bagalegt, mér finnst ég þurfa á smá tilbreytingu að halda þessa dagana.
Bið að heilsa í bili
kramiz
Anna Dóra
Saturday, March 05, 2005
Jeminn haldiði ekki að maður sé orðinn semi-þekktur ekki bara í Karlskrona heldur í öllu Blekinge :-)
Þegar ég var í verknáminu fyrir jól kom mogginn og var að fylgjast með aðgerð þar sem ég var að aðstoða við að svæfa og í morgun birtist þessi hérna í mogganum.

Svo maður vitni nú aðeins í félaga sína Stuðmenn:
Já hún er engin venjuleg kona og hún býr í litla Karlskrona og hún er alveg ofboðslega frægur hún fékk myndina af sér í BLT ...........
Þessi hálf-þekkta í Karlskrona
Anna Dóra semi-kändis
Þegar ég var í verknáminu fyrir jól kom mogginn og var að fylgjast með aðgerð þar sem ég var að aðstoða við að svæfa og í morgun birtist þessi hérna í mogganum.
Svo maður vitni nú aðeins í félaga sína Stuðmenn:
Já hún er engin venjuleg kona og hún býr í litla Karlskrona og hún er alveg ofboðslega frægur hún fékk myndina af sér í BLT ...........
Þessi hálf-þekkta í Karlskrona
Anna Dóra semi-kändis
Friday, March 04, 2005
Stelpan á leiðinni til London!!!
Jú þið lásuð rétt, stelpan er á leiðinni til London og ætlar að vera flott á því. Fer á skírdag eftir vinnu niður til Köben og gisti eina nótt og tek svo flugið snemma á föstudagsmorgninum til London þar sem ég ætla að hitta mömmu, pabba, Magga og Helgu Dís og vera með þeim yfir helgina og fljúga svo heim á annan í páskum. Ekki bagalegir páskar þetta eller hur.
Í dag var síðasti dagurinn í aðlögun í vinnunni þannig að á mánudaginn er það Anna Dóra sem ræður, handleiðarinn minn var nú svo sæt og hringdi í mig áðan (hún var úti með sjúkrabílnum þegar ég fór heim) og var bara að spá hvernig þetta legðist nú í mig og aðeins að gefa mér góð ráð- það væri ég sem stjórnaði ekki sjúkraliðarnir en hún sagðist hafa verið svipuð þegar hún byrjaði að þegar svæfingalæknirinn sér um að svæfa þá eigi ég ekki að bakka og hleypa sjúkraliðunum framfyrir mig en vissar hafa þann leiða óvana að halda að þær séu barasta svæfingalæknar held ég því þær hafa unnið í 30 ár á svæfingunni. Nei nú er bara að standa föst fyrir og sýna þeim að núna er það víkingurinn sem ræður.
kram, kram
Anna Dóra
Jú þið lásuð rétt, stelpan er á leiðinni til London og ætlar að vera flott á því. Fer á skírdag eftir vinnu niður til Köben og gisti eina nótt og tek svo flugið snemma á föstudagsmorgninum til London þar sem ég ætla að hitta mömmu, pabba, Magga og Helgu Dís og vera með þeim yfir helgina og fljúga svo heim á annan í páskum. Ekki bagalegir páskar þetta eller hur.
Í dag var síðasti dagurinn í aðlögun í vinnunni þannig að á mánudaginn er það Anna Dóra sem ræður, handleiðarinn minn var nú svo sæt og hringdi í mig áðan (hún var úti með sjúkrabílnum þegar ég fór heim) og var bara að spá hvernig þetta legðist nú í mig og aðeins að gefa mér góð ráð- það væri ég sem stjórnaði ekki sjúkraliðarnir en hún sagðist hafa verið svipuð þegar hún byrjaði að þegar svæfingalæknirinn sér um að svæfa þá eigi ég ekki að bakka og hleypa sjúkraliðunum framfyrir mig en vissar hafa þann leiða óvana að halda að þær séu barasta svæfingalæknar held ég því þær hafa unnið í 30 ár á svæfingunni. Nei nú er bara að standa föst fyrir og sýna þeim að núna er það víkingurinn sem ræður.
kram, kram
Anna Dóra
Sunday, February 27, 2005
Þetta vekur mann til umhugsunar
- Ef að ristað brauð með smjöri lendir alltaf með smjörhliðina niður og kettir lenda alltaf á fótunum, hvað ætli myndi gerast ef maður festir ristað brauð með smjöri á bakið á ketti og sleppir honum svo?
- Nonni litli fékk sögubók í gjöf frá ömmu sinni. Þakka þér kærlega fyrir amma mín, segir hann og er svakalega kurteis. O það var ekkert svarar amma. Þá snéri Nonni sér að mömmu sinni og sagði, hvað var það sem ég sagði, maður þarf ekki að þakka fyrir svona drasl.........
Annars allt í góðu
Anna Dóra
Saturday, February 26, 2005
Halló halló
Hvað er það besta við að fá útborgað- jú mikið rétt að eyða peningunum. Fór í dag með Huldu og Guðrúnu í MIO sem er húsgagnaverslun hérna rétt hjá og viti menn mér tókst að eyða nokkrum þúsundköllum, keypti mér nýjan sófa, svaðalega fínan hornsófa sem er blásvartur, set kannski mynd af honum hérna þegar ég verð búin að fá hann.
Annars er allt það besta að frétta héðan úr snjónum í Karlskrona, Svíarnir eru nú reyndar alveg að gefast upp á snjónum og farnir að lengja eftir vorinu- eins og við öll held ég barasta. Annars eru bókaútsölur í fullum gangi núna og ég keypti 2 bækur sem heita því skemmtilega nafni dassboken, salernisbókin á góðri íslensku, þetta eru svona litlar bækur með stuttum skemmtisögum gerðar til að hafa á salerninu svo fólk geti stytt sér stundir við að gera stykkin sín =) Maggi minn ég er semsagt búin að kaupa lestrarefni svo þú getir æft þig í sænskunni næst þegar þú kemur í heimsókn c",)
Jæja best að fara og elda mér mat svo ég verði búin að borða þegar melodifestivalen byrjar í kvöld, 3ja undankeppni fyrir evróvisíón
Det gör ont .........
Anna Dóra
Hvað er það besta við að fá útborgað- jú mikið rétt að eyða peningunum. Fór í dag með Huldu og Guðrúnu í MIO sem er húsgagnaverslun hérna rétt hjá og viti menn mér tókst að eyða nokkrum þúsundköllum, keypti mér nýjan sófa, svaðalega fínan hornsófa sem er blásvartur, set kannski mynd af honum hérna þegar ég verð búin að fá hann.
Annars er allt það besta að frétta héðan úr snjónum í Karlskrona, Svíarnir eru nú reyndar alveg að gefast upp á snjónum og farnir að lengja eftir vorinu- eins og við öll held ég barasta. Annars eru bókaútsölur í fullum gangi núna og ég keypti 2 bækur sem heita því skemmtilega nafni dassboken, salernisbókin á góðri íslensku, þetta eru svona litlar bækur með stuttum skemmtisögum gerðar til að hafa á salerninu svo fólk geti stytt sér stundir við að gera stykkin sín =) Maggi minn ég er semsagt búin að kaupa lestrarefni svo þú getir æft þig í sænskunni næst þegar þú kemur í heimsókn c",)
Jæja best að fara og elda mér mat svo ég verði búin að borða þegar melodifestivalen byrjar í kvöld, 3ja undankeppni fyrir evróvisíón
Det gör ont .........
Anna Dóra
Thursday, February 24, 2005
Risin úr rekkju og farin að vinna
Jú jú tók ekki nema viku að hrista af sér flensuna, mætti tvíefld í vinnuna í morgun þ.e. ef þið kallið löðursveitt eftir 10 mín göngu tvíefld. Nei nei annars gekk dagurinn barasta mjög vel, bara 2 sjúklingar og svo námskeið eftir hádegið er hægt að biðja um betri fyrsta dag eftir flensu, nei ég held barasta ekki.
Annars er allt á kafi í snjó hérna hjá okkur, ótrúlegt en satt þá er snjórinn búinn að sitja í rúmar 2 vikur, gerist ekki oft hérna enda Svíarnir alveg í vandræðum með að keyra bílana sína í svona ófærð =)
Á í vandræðum með msn-ið hjá mér, þeir barasta vilja ekki skrá mig inn þannig að ég hef ekki verið online síðan ég veit ekki hvenær, vona að mér verði fyrirgefið, smá tæknileg vandræði sem ég er að reyna að yfirstíga.
Gerði annars hrikalega uppgötvun í dag, hef bara næstu viku með handleiðaranum mínum og svo er barasta vesgú og spís að standa á eigin fótum engar hækjur eða hjálpargögn nei nei auðvitað er maður aldrei einn það er bara eitt stórt skref sem skilur mig frá hinum svæfingahjúkkunum.
Kramiz
Anna Dóra
Jú jú tók ekki nema viku að hrista af sér flensuna, mætti tvíefld í vinnuna í morgun þ.e. ef þið kallið löðursveitt eftir 10 mín göngu tvíefld. Nei nei annars gekk dagurinn barasta mjög vel, bara 2 sjúklingar og svo námskeið eftir hádegið er hægt að biðja um betri fyrsta dag eftir flensu, nei ég held barasta ekki.
Annars er allt á kafi í snjó hérna hjá okkur, ótrúlegt en satt þá er snjórinn búinn að sitja í rúmar 2 vikur, gerist ekki oft hérna enda Svíarnir alveg í vandræðum með að keyra bílana sína í svona ófærð =)
Á í vandræðum með msn-ið hjá mér, þeir barasta vilja ekki skrá mig inn þannig að ég hef ekki verið online síðan ég veit ekki hvenær, vona að mér verði fyrirgefið, smá tæknileg vandræði sem ég er að reyna að yfirstíga.
Gerði annars hrikalega uppgötvun í dag, hef bara næstu viku með handleiðaranum mínum og svo er barasta vesgú og spís að standa á eigin fótum engar hækjur eða hjálpargögn nei nei auðvitað er maður aldrei einn það er bara eitt stórt skref sem skilur mig frá hinum svæfingahjúkkunum.
Kramiz
Anna Dóra
Monday, February 21, 2005
Hiti, hor og hósti!!
Glæsilegur titill en um þetta hefur líf mitt snúist frá því á föstudag, jú flensan hefur slegið fæti sínum niður á Snapphaneväg og fyrst að Anna Dóra hefur ekki fengið flensuna síðan hún man ekki hvenær ákvað flensan að gera sig heimakæra. Ef ég er ekki að deyja úr hita eða svita þá eru það kölduköst sem ráðast á mig, þetta er skelfilegt ástand. Ennþá verra fannst mér þegar ég kláraði panodilið mitt að þurfa að hringja í Caroline í vinnuna og biðja hana að koma við í apótekinu á leiðinni heim =( En svo fór ég að hugsa hversu gott það er að eiga góða vini sem hugsa um mann þegar maður er lasinn, það er til fullt af fólki sem á engan að. Reyndar sakna ég þess að hafa ekki mömmu til að stjana í kringum mig, það svona einhvern veginn tilheyrir í veikindum.
Jæja kveð í bili úr flensubælinu
Anna Dóra
Glæsilegur titill en um þetta hefur líf mitt snúist frá því á föstudag, jú flensan hefur slegið fæti sínum niður á Snapphaneväg og fyrst að Anna Dóra hefur ekki fengið flensuna síðan hún man ekki hvenær ákvað flensan að gera sig heimakæra. Ef ég er ekki að deyja úr hita eða svita þá eru það kölduköst sem ráðast á mig, þetta er skelfilegt ástand. Ennþá verra fannst mér þegar ég kláraði panodilið mitt að þurfa að hringja í Caroline í vinnuna og biðja hana að koma við í apótekinu á leiðinni heim =( En svo fór ég að hugsa hversu gott það er að eiga góða vini sem hugsa um mann þegar maður er lasinn, það er til fullt af fólki sem á engan að. Reyndar sakna ég þess að hafa ekki mömmu til að stjana í kringum mig, það svona einhvern veginn tilheyrir í veikindum.
Jæja kveð í bili úr flensubælinu
Anna Dóra
Wednesday, February 16, 2005
HINIR UMHVERFISVÆNU SVÍAR = DREPFYNDIÐ
Jú öll vitum við hversu umhverfisvænir (miljövänliga) frændur okkar Svíarnir eru en það sem ég las í blöðunum um helgina slær eiginlega botninn úr tunnunni. Það er ólöglegt að þrífa bílinn sinn heima á planinu, þetta er einhver ný umhverfisstefna þar sem hætta er á að eiturefnin í sápunni og tjöruhreinsinum blandist grunnvatninu besta er að þrífa bílinn á þesstilgerðum þvottaplönum (sem hafa væntanlega eigið afrennsli) eða á bílaþvottastöð. Ef þú endilega vilt þrífa bílinn heima skal það gerast á malar- eða grasbletti þar sem er minni hætta á að óhreina sápublandaða vatnið blandist grunnvatninu!!! Sektir við umhverfisbrotum geta verið frá nokkrum mánuðum til 2 árum í fangelsi. Þeir pólitíkusar sem stóðu á bak við þessa frétt viðurkenndu nú að það væri mjög erfitt að fylgja þessu eftir þar sem það væri nú ekki hægt að fylgjast með öllum í einu (döööö) =)
Jæja bið að heilsa frá þessu umhverfisvæna landi
Anna Dóra, laus við þessar áhyggjur í bili
Jú öll vitum við hversu umhverfisvænir (miljövänliga) frændur okkar Svíarnir eru en það sem ég las í blöðunum um helgina slær eiginlega botninn úr tunnunni. Það er ólöglegt að þrífa bílinn sinn heima á planinu, þetta er einhver ný umhverfisstefna þar sem hætta er á að eiturefnin í sápunni og tjöruhreinsinum blandist grunnvatninu besta er að þrífa bílinn á þesstilgerðum þvottaplönum (sem hafa væntanlega eigið afrennsli) eða á bílaþvottastöð. Ef þú endilega vilt þrífa bílinn heima skal það gerast á malar- eða grasbletti þar sem er minni hætta á að óhreina sápublandaða vatnið blandist grunnvatninu!!! Sektir við umhverfisbrotum geta verið frá nokkrum mánuðum til 2 árum í fangelsi. Þeir pólitíkusar sem stóðu á bak við þessa frétt viðurkenndu nú að það væri mjög erfitt að fylgja þessu eftir þar sem það væri nú ekki hægt að fylgjast með öllum í einu (döööö) =)
Jæja bið að heilsa frá þessu umhverfisvæna landi
Anna Dóra, laus við þessar áhyggjur í bili
Thursday, February 10, 2005
Mikið svaðalega finnst mér ég hafa verið dugleg að púsla takið eftir að það er ekki bein umgjörð. Versta var eiginlega að miðað við hvað það tók langan tíma að koma þessu saman þá tók það 2 mínútur að setja það ofaní kassa aftur =( Annars allt í góðu, bauð Guðrúnu og Eiríki í bollukaffi áðan (betra seint en aldrei) þar sem mánudagurinn fór í stórþvott og þetta er alltaf jafn gott get ég sagt ykkur. Jæja bið að heilsa í bili Anna Dóra |
![]()
Sjáið hvað ég var dugleg!!!
Tuesday, February 08, 2005
Halló halló hvað segist þá?
Með hjálp Jóhönnu vinkonu minnar er komið nafn á svona gleymið fólk eins og okkur tvær og hvað er það annað en Doris (skemmtilegi fiskurinn úr Nemó sem skortir skammtímaminni!!) Jú Jóa er algjör Doris en mér finnst eiginlega betra að það sé til nafn yfir okkur. Ef ég deili með ykkur því helsta sem Doris hefur gert síðustu daga:
- Gleymdi húslyklunum hangandi í skáphurðinni í vinnunni og uppgötvaði það þegar hún kom heim 3 klst síðar
- Gleymdi að panta leigubíl á flugvöllinn síðasta föstudag og rétt náði flugrútunni
- Gleymdi dagbókinni sinni hjá hinni Doris
- Gleymdi að panta þvottahúsið og bauð sér því í heimsókn til Guðrúnar og Eiríks í gær með óhreina þvottinn sinn
- Gleymdi næstum því öllu sem hún þurfti að hafa með sér inni á skurðstofunni í dag þannig að greyið sem stóð á bak við hana fékk að stjana aðeins í kringum hana!!
Annars var æðislega gaman hjá mér um helgina þið getið rétt ímyndað ykkur það Doris og Doris saman, getur ekki annað en verið bara frábært.
Núna er svo ný vinnuvika tekin við sem endar á föstudaginn með því að SVÆFINGAMAFÍAN (dídídí dumm) ætlar að skella sér í Laser tag og aldrei að vita hvað áframhaldið verður
Verði ykkur saltkjötið að góðu
Kabúmm frá Karlskrona
Anna Dóra ekki sprengsödd af saltkjöti heldur pasta
Með hjálp Jóhönnu vinkonu minnar er komið nafn á svona gleymið fólk eins og okkur tvær og hvað er það annað en Doris (skemmtilegi fiskurinn úr Nemó sem skortir skammtímaminni!!) Jú Jóa er algjör Doris en mér finnst eiginlega betra að það sé til nafn yfir okkur. Ef ég deili með ykkur því helsta sem Doris hefur gert síðustu daga:
- Gleymdi húslyklunum hangandi í skáphurðinni í vinnunni og uppgötvaði það þegar hún kom heim 3 klst síðar
- Gleymdi að panta leigubíl á flugvöllinn síðasta föstudag og rétt náði flugrútunni
- Gleymdi dagbókinni sinni hjá hinni Doris
- Gleymdi að panta þvottahúsið og bauð sér því í heimsókn til Guðrúnar og Eiríks í gær með óhreina þvottinn sinn
- Gleymdi næstum því öllu sem hún þurfti að hafa með sér inni á skurðstofunni í dag þannig að greyið sem stóð á bak við hana fékk að stjana aðeins í kringum hana!!
Annars var æðislega gaman hjá mér um helgina þið getið rétt ímyndað ykkur það Doris og Doris saman, getur ekki annað en verið bara frábært.
Núna er svo ný vinnuvika tekin við sem endar á föstudaginn með því að SVÆFINGAMAFÍAN (dídídí dumm) ætlar að skella sér í Laser tag og aldrei að vita hvað áframhaldið verður
Verði ykkur saltkjötið að góðu
Kabúmm frá Karlskrona
Anna Dóra ekki sprengsödd af saltkjöti heldur pasta
Saturday, January 29, 2005
Halló halló jæja ég er loksins búin að koma upp myndaalbúminu frá óvæntu heimsókninni sem ég fékk og það heitir jú Surprise!!!
Annars er allt gott að frétta ekki mikið um að ske þessa dagana vinna, borða, sofa.... þið kannist við þetta. Ætla að skella mér til Jóhönnu, Gísla og gormanna næstu helgi og hlakka ekkert smá til að hitta þau, orðið alltof langt síðan síðast. Við keyptum líka ferð heim í sumar í vikunni, núna er þetta ákveðið, ég Caroline og Jessica komum 26. maí til 9. júní og ég ætla að byrja á að sýna þeim íslenskt næturlíf í Reykjavík og svo ætlum við að ferðast hringinn í kringum landið þetta verður ekkert smá skemmtilegt.
Smá afmæliskveðjur í lokin: Harpa og Unnur urðu 6 ára síðasta miðvikudag og á morgun verður Guðfinna Ósk 3ja ára til hamingju skottur
Bið að heilsa í bili
Anna Dóra
Annars er allt gott að frétta ekki mikið um að ske þessa dagana vinna, borða, sofa.... þið kannist við þetta. Ætla að skella mér til Jóhönnu, Gísla og gormanna næstu helgi og hlakka ekkert smá til að hitta þau, orðið alltof langt síðan síðast. Við keyptum líka ferð heim í sumar í vikunni, núna er þetta ákveðið, ég Caroline og Jessica komum 26. maí til 9. júní og ég ætla að byrja á að sýna þeim íslenskt næturlíf í Reykjavík og svo ætlum við að ferðast hringinn í kringum landið þetta verður ekkert smá skemmtilegt.
Smá afmæliskveðjur í lokin: Harpa og Unnur urðu 6 ára síðasta miðvikudag og á morgun verður Guðfinna Ósk 3ja ára til hamingju skottur
Bið að heilsa í bili
Anna Dóra
Monday, January 24, 2005
Jú ég er enn á lífi en varla mikið meira en það.....
Lifði fyrstu vinnuvikuna af og þurfti satt að segja bæði laugardag og sunnudag til þess að jafna mig, ótrúlegt hvað maður er þreyttur þegar maður byrjar að vinna á nýjum stað því það er svo mikið um að ske og að sjálfsögðu tímir maður ekki að missa af neinu!!! En það gengur vel í vinnunni, ég hef reyndar fengið illkvittnisaugnaráð frá barnafólki þegar ég segist vakna hálfsjö en er samt mætt hálfátta, en svona er það þegar maður hefur bara sjálfan sig að hugsa um og ég nýt þess í ræmur =)
Er byrjuð að setja inn myndir frá óvæntu heimsókninni sem ég fékk og hugsa að það taki smá tíma sökum þreytu hjá undirritaðri.
Jæja bið að heilsa í bili
Anna Dóra
Lifði fyrstu vinnuvikuna af og þurfti satt að segja bæði laugardag og sunnudag til þess að jafna mig, ótrúlegt hvað maður er þreyttur þegar maður byrjar að vinna á nýjum stað því það er svo mikið um að ske og að sjálfsögðu tímir maður ekki að missa af neinu!!! En það gengur vel í vinnunni, ég hef reyndar fengið illkvittnisaugnaráð frá barnafólki þegar ég segist vakna hálfsjö en er samt mætt hálfátta, en svona er það þegar maður hefur bara sjálfan sig að hugsa um og ég nýt þess í ræmur =)
Er byrjuð að setja inn myndir frá óvæntu heimsókninni sem ég fékk og hugsa að það taki smá tíma sökum þreytu hjá undirritaðri.
Jæja bið að heilsa í bili
Anna Dóra
Tuesday, January 18, 2005
Ótrúlegt heil vika er liðin!!!
Þið kannist við orðatiltækið þröngt mega sáttir sitja jæja það átti nú ansi vel við síðastliðna viku, sem betur fer semur fjölskyldunni mjög vel saman því annars hugsa ég að það hefði legið við stórslysi. Mamma, pabbi og Halldór Óskar yfirtóku svefnherbergið mitt og ég, Rúna og Maggi sváfum í stofunni (það hefur nú barasta ekki gerst að við systkinin höfum sofið svona saman síðan við vorum lítil í sumarbústað í Svartagili hjá ömmu og afa). Alla vega gekk þetta hrikalega vel, svo er líka svo gott að fá svona laghentan pabba í heimsókn, pabbi setti upp fyrir mig gardínur, hann og Maggi hjálpuðust svo að við að setja upp nýtt ljós í stofuna hjá mér og Maggi skrúfaði saman hægindastólinn sem ég fékk í útskriftargjöf frá fjölskyldunni.
Ég segi barasta takk fyrir komuna
Anna Dóra, að reyna að venjast þögninni sem varð allt í einu ríkjandi á Snapphaneväg
Þið kannist við orðatiltækið þröngt mega sáttir sitja jæja það átti nú ansi vel við síðastliðna viku, sem betur fer semur fjölskyldunni mjög vel saman því annars hugsa ég að það hefði legið við stórslysi. Mamma, pabbi og Halldór Óskar yfirtóku svefnherbergið mitt og ég, Rúna og Maggi sváfum í stofunni (það hefur nú barasta ekki gerst að við systkinin höfum sofið svona saman síðan við vorum lítil í sumarbústað í Svartagili hjá ömmu og afa). Alla vega gekk þetta hrikalega vel, svo er líka svo gott að fá svona laghentan pabba í heimsókn, pabbi setti upp fyrir mig gardínur, hann og Maggi hjálpuðust svo að við að setja upp nýtt ljós í stofuna hjá mér og Maggi skrúfaði saman hægindastólinn sem ég fékk í útskriftargjöf frá fjölskyldunni.
Ég segi barasta takk fyrir komuna
Anna Dóra, að reyna að venjast þögninni sem varð allt í einu ríkjandi á Snapphaneväg
Wednesday, January 12, 2005
Já Maggi kom mér aldeilis á óvart í dag. Hringir í mig og biður mig að koma á móti sér úr lestinni sem ég geri. Svo komum við heim og erum barasta að spjalla þegar dyrabjallan hringir og ég sem gerði eiginlega ráð fyrir nágrannanum fékk fyrir hjartað þegar í stigaganginum standa MAMMA, PABBI, RÚNA OG HALLDÓR ÓSKAR. Þetta voru samantekin ráð hjá þeim að koma mér á óvart á útskriftardeginum og ég get sagt ykkur að það tókst núna 4 klst síðar er ég enn að átta mig á þessu.
Ein í sjokki
Ein í sjokki
Subscribe to:
Posts (Atom)