Monday, July 25, 2005


Þetta er það sem kellan var að flytja í strætó Posted by Picasa
Varð bara að sýna ykkur þetta, eruð þið hissa að við höfum hlegið =Þ
Got to run er að fara að fylgja Magga í rútuna
kram
Anna Dóra

Sunday, July 24, 2005

Hæ hæ og takk fyrir síðast... mikið um að ske hjá minni

Maggi bróðir búin að vera hjá mér alla vikuna, ég reyndar unnið mikið en hann er svo duglegur að bjarga sér. Reyndar rosa næs að hafa einhvern svona heima hjá sér sem er búinn að vaska upp og svoleiðis þegar maður kemur þreyttur heim úr vinnunni (hmmmm spurning hvort þetta sé eitthvað sem maður ætti að vinna í.....).
Gerði hin undarlegustu kaup í gær.. hvað jú ég keypti nýjan gemsa sem er ekkert óeðlilegt svosem en hann var á tilboði maður borgaði ekkert út og svo er visst mánaðargjald mér leið eins og ég væri að stela, labbaði inn í búð benti á það sem mig langaði í og gekk svo út með það án þess að borga krónu =)
Svo þegar við vorum í strætó á leiðinni heim gerðist svolítið sniðugt (já ég veit þið hugsið Anna Dóra og strætó hvað gerði hún núna!!) að þessu sinni var ég ekki valdur að skemmtiatriðinu heldur miðaldra kona sem brölti inn í vagninn með lága hillusamstæðu já I kid you not ég fór reyndar út á undan kellu en Maggi sá hana brölta út með hilluna og svo stóð hún ein eftir á biðstöðinni, ég vona bara að einhver hafi komið til að sækja hana og hilluna:-S
HVAÐ haldiði Maggi keypti Die hard myndirnar og við horfðum á fyrstu myndina saman og við höfum barasta aldrei séð verri íslenska þýðingu, hér koma nokkur dæmi úr myndinni: hólí sjitt, fokking sjitt, djíses kræst, keyra mig niður = drive me crazy og svona mætti lengi telja. Hvað segið þið, hvað viljið þið gefa þýðandanum í einkun, við ákvaðum að fella hann c",)

Kram
Anna Dóra sem kveður Magga á morgun til þess að geta tekið á móti honum aftur á föstudagskvöld.

Saturday, July 16, 2005

Í gær.....

Hjóluðu pabbi og Maggi með Eggerti síðasta áfangann í hringferð hans um landið... Ég er STOLT af þeim
Komu nokkrir langþráðir rigningardropar í Karlskrona
Brutu þrumur himininn og hreinsuðu loftið
Blésu kaldari vindar hér

Í dag.....

Er ég úthvíld eftir að hafa sofið heila nótt án þess að vakna kafnandi úr hita, fyrsta skiptið í 3 vikur
Er ennþá skýjað og gott loft úti
Eru 2 dagar þangað til Maggi kemur

Annars er allt gott að frétta héðan, keyrði til Köben á fimmtudaginn og sótti Guðrúnu, Eirík og Guðfinnu. Ákvað að skella mér í matvöruverslun og kaupa smá vín meðan ég beið eftir þeim og villtist endalaust um götur Kaupmannahafnar, þetta gerði mig ennþá ákveðnari í því að vilja ekki keyra í þar þegar ég gisti eina nótt þegar ég fer að hitta fjölskylduna, NEI það verður fundið bílastæði og bíllinn geymdur þar í öruggri fjarlægð frá einstefnugötum og akgreinum ætluðum strætisvögnum ekki utangátta ferðamönnum.
Bið að heilsa í bili

Anna Dóra sem á einstaklega auðvelt með að villast og keyra vitlaust í Köben
c",)

Saturday, July 09, 2005

Sól sól skín á mig..............

Lífið er ljúft, eyddi gærdeginum með Jessicu á ströndinni, legið í sólbaði, kælt sig í vatninu. Rúna við förum pottþétt á þessa strönd þegar þið komið til mín, hún er svo vel búin að þar eru stór tré þannig að maður getur setið í skugga með litla pottorma ef maður vill=) Fórum svo í gærkvöldi með Caroline inn til Ronneby á Tosia Bonndager dæmigerður markaður en gaman engu að síður. Ég og Jessica skelltum okkur í tvö tívolítæki og ég veit ekki hvort þetta sé aldurinn eða eitthvað annað en maginn fór ansi skemmtilega á hvolf og manni var hálf óglatt og leið eins og eftir nokkra bjóra að ferðunum loknum- þið getið rétt ímyndað ykkur hvað það var "gaman" að vita að maður ætti eftir að keyra svo heim!! Stefnan er tekin á Ronneby aftur annaðkvöld í þetta skipti á tónleika Lars Winnerbäck held hann sé nokkurs konar Bubbi hér í Svíþjóð hann er alla vega góður, stendur einn á sviðinu með gítarinn sinn.
Jæja spurning um að skella sér út í góða veðrið, klukkan er 11 og ekki nema 25°C í skugganum I love it
Kram
Anna Dóra I'm loving it

Thursday, July 07, 2005

Ég og Svíar erum fallin eins og dómínókubbar fyrir japanskri talnaþraut sem kallast sudoku ekkert smá skemmtilegt. Prófið sjálf á http://www.vnunet.com/spotlight/sudoku og látið svo ljós ykkar skína um hvað ykkur finnst.
Annars er allt gott að frétta héðan, hitabylgja í gangi sem er náttúrulega ekki slæmt, verst að þurfa að vinna og geta ekki bara verið úti. Reyndar er gott að hvíla sólbrennda húðina í vinnunni öðru hvoru og til að leyfa henni að jafna sig=)
Var í fríi í gær og eyddi deginum á ströndinni, er í fríi á morgun og ætla að reyna að kaupa mér skó og svo eyða deginum á ströndinni er svo í fríi um helgina þannig að það er aldrei að vita nema maður kíki á ströndina ;-Þ
Bið að heilsa héðan úr sólinni
Anna Dóra

Saturday, July 02, 2005

Svíar og hraðbankar = ekkert nema fyndið

Þegar þið leitið eftir hraðbanka leitið þið þá eftir hraðbanka frá ykkar banka eða takið þið bara næsta sem þið sjáið- ykkur vantaði hvort sem er peninginn? Þegar öllu er á botninn hvolft þá er þetta bara hraðbanki!! Var í búð í dag þegar ég var spurð um hraðbanka (bankomat) og benti manninnum vingjarnlega á að hann hefði nú barasta gengið fram hjá einum slíkum en nei það var minuten- hraðbanki frá öðrum banka. Svíar geta ruglað mann endalaust með mörgum heitum yfir sama hlutinn=)

Til hamingju með daginn Jónas Ásgeir og til hamingju með morgundaginn Ásdís, hlakka til að hitta ykkur ásamt öllum hinum núna í lok júlí ótrúlegt mánuður til stefnu.

Hamingjukveðjur

Anna Dóra

Wednesday, June 29, 2005

Nú fer að styttast í komu 2ja uppáhalds gauranna minna, Magga bróðir og Harry Potters. Ég er búin að panta nýjustu Harry Potter bókina á netinu og Maggi er búinn að panta flugmiða til mín á netinu=) Áætlaður komutími HP 16. júlí og MJ 19. júlí, alltaf eitthvað til að hlakka til. Eins og í dag nú er einn vinnudagur búinn og bara sex eftir í næsta frídag, lífið er yndislegt sól og gott veður og ég í vinnunni, sólbrenn ekki á meðan. Naut þess einmitt í fríinu mínu í gær að leggjast á ströndina og sleikja sólina, yndislegt.

Sólskinskveðjur
Anna Dóra

Monday, June 27, 2005

Er maður óheppinn eða?
Vorum að grínast með skurðprógrammið í morgun, einn sjúklingur, það sem við ætluðum að hafa það náðugt í dag, nei það bara bættust við sjúklingar og við unnum eins og mofo's í allan dag. Maður á ekki að bjóða örlögunum byrginn, maður fær það margfalt tilbaka.

Annars er allt gott að frétta af mér, same old same old vinna, borða og sofa, djamma þess á milli =)
Mamma á afmæli í dag, til hamingju með daginn mútter
Jæja best að borga reikninga og hringja svo í þá gömlu

kram
Anna Dóra


Friday, June 24, 2005

Draumur á Jónsmessunótt?

Þar sem ég er að vinna núna um helgina þegar Svíar fagna Jónsmessunni/Midsommar ákváðu stelpurnar (Caroline og Jessica) að koma mér á óvart síðasta miðvikudag með Midsommarpartý. Ég hélt að við værum að fara út að labba og var því frekar hissa þegar þær stóðu með síld, ferskar kartöflur, ís, jarðaber og vodkabokkuna fyrir utan dyrnar hjá mér. Þetta voru þær víst búnar að ákveða heima á Íslandi að þær yrðu nú að gera eitthvað skemmtilegt fyrir mig til að þakka fyrir ferðina. Þetta tókst alla vega hrikalega vel hjá þeim. Þær færðu mér meira að segja pakka Hrafninn flýgur og í Skugga hrafnsins. Kvöldið var alla vega hrikalega vel heppnað eftir nokkuð mörg vodkaskot fór ég og Jessica út á lífið kíktum á Piraten og skemmtum okkur alveg konunglega (eins og alltaf) við áttum dansgólfið því karlmennirnir voru eins og bísveipur í kringum blómvönd í kringum okkur. Ekki leiðinlegt.
Kíktum svo frekar tuskulegar á hinn árlega laufmarkað í gær og aldrei þessu vant keypti Anna Dóra ekki neitt á markaðnum, var einhvern veginn ekki í stuði til að versla- jú ég var nú hálflasin
:-S kannski þess vegna sem ég gleymdi líka að bera á mig sólarvörnina og þannig að ég roðnaði ansi duglega á höndum og bringu í sólinni í gær =(
Bið að heilsa í bili spennandi vinna sem bíður alla helgina
kram kram
Anna Dóra sólbrennda

Sunday, June 19, 2005

Doris svarar fyrir sig.........

Doris er mjög svo vel meðvituð um að 17. júní er frídagur heima á Íslandi en þar sem Doris er með mjög gott en stutt minni ákvað hún að slá á þráðinn til móðir sinnar áður en hún skellti sér út úr bænum á 17. júní. Þar sem Doris hafði hringt eitt samtal milli þess sem hún sveif um af þjóðernisstolti og samtalinu við móðir sína hvarf úr undirmeðvitundinni vitneskjan um að sá möguleiki væri fyrir hendi að móðir hennar lægi heima sofandi=) Maggi minn hefði getað hringt mikið fyrr en að hringja klukkan 9 er nú ekkert svaðalega snemma um morgun þó svo að maður sé í fríi!!!
Mínum 17. júní eyddi ég með Jessicu, við fórum heim til hennar í sveitina fyrir utan Växjö, ég er nefnilega með bíl í láni frá Guðrúnu og Eiríki, dæmigerður 17. júní rigndi á mig ég veit að það var besti 17. júní síðan 1700 og súrkál heima en ég skemmti mér engu að síður vel, svo fórum við í Picknic í gær og síðan í afmæli til bróðir hennar áður en við keyrðum svo heim.
Jæja ætla að henda mér aftur út í góða veðrið sól og fínt
Doris
P.s Maggi var að velta fyrir mér þegar ég sæki ykkur til Köben eftir rúman mánuð hvort ykkur sé ekki sama um að geyma barasta bílinn á Kastrup, Doris er ekkert alltof spennt fyrir því að keyra inni í Stórborginni og týnast ;-) Bara smá hugmynd!!
kram kram

Thursday, June 16, 2005

Rakst á þetta á flakki um netið. Enjoy
Í Ástralíu er bannað að stunda kynlíf með kengúrum auk þess sem bannað er að eiga rúm á ákveðnum stöðum án tilskilinna leyfa. Almennir borgarar mega heldur ekki skipta um ljósaperur. Löggiltir rafvirkjar mega einir gera slíkt. Það fáránlegasta af þessu öllu saman er kannski það að í bænum Victoria er bannað að vera í bleikum stuttbuxum eftir hádegi á sunnudögum.

Í bænum Santa Cruz í Bólivíu er bannað að stunda kynlíf með móður og dóttur á sama tíma.

Kanada íbúum er bannað að stíga um borð í flugvél eftir að hún er farin á loft. Það er líka ólöglegt að fjarlægja plástur og önnur sárabindi opinberlega. Í bæ einum segja lögin enn fremur til um að þegar fangi losnar úr fangelsi skal honum afhent hlaðin byssa ásamt hesti svo hann geti riðið út úr bænum sem fyrst.

Íbúum Calgary er bannað að kasta snjóboltum án þess að hafa sérstakt leyfi frá bæjarstjóra og í Nova Scotia er bannað að vökva garða þegar það rignir. Þar er jafnframt bannað að prumpa á meðan maður reykir en í bænum Oxbridge er bannað að hafa internettengingu sem er öflugri en 56k.
Í Kólumbíska bænum Cali mega konur aðeins stunda kynlíf með eiginmanni sínum og þegar það gerist í fyrsta skipti skal móðir konunnar vera viðstödd.
Enskum konum er bannað að borða súkkulaði í almenningssamgöngutækjum, s.s. lestum og strætisvögnum. Það er líka bannað að borða bökur á jóladag og svo mega eiginmenn alls ekki lemja konur sínar eftir kl. 21 á kvöldin.

Í Frakklandi er bannað að kyssast á járnbrautastöðvum og þarlendir svínabændur mega ekki undir neinum kringumstæðum kalla svínið sitt Napóleon.

Í Indónesíu liggur dauðarefsing við sjálfsfróun.
Ítalskir karlmenn mega ekki ganga um í kjólum. Ef þeir gera það eiga þeir á hættu að verða handteknir. Það er líka bannað að blóta opinberlega og í vissum héröðum mega konur sem heita María ekki stunda vændi.
Í Líbanon mega menn stunda kynlíf með dýrum svo framarlega sem dýrið er kvenkyns. Ef það er karlkyns liggur dauðarefsing við brotinu.

Í Sádí-Arabíu mega karlkyns læknar ekki meðhöndla konur. Lögin segja jafnframt að konur megi ekki gerast læknar. (eiga konurnar þá bara að drepast eða hvað?)

Sviss mega menn ekki pissa standandi eftir kl. 22 og heldur ekki hengja upp þvott utandyra, þvo bíla eða slá gras á sunnudögum. Þá liggja sektir við því að gleyma lyklum í ólæstum bílum.
Í Singapore eru munnmök með öllu ólögleg auk þess sem samkynhneigð er alls ekki leyfð. Ennfremur er allt klám bannað og fólk má ekki ganga um nakið heima hjá sér þar sem það er talið til kláms.

Í Skotlandi segja lögin að ef einhver bankar upp á og biður um að fá að nota klósett þá skal hann fá að gera það ella hljóti húsráðandi sektir.

Í Tælandi er ólöglegt að fara út úr húsi án þess að vera í nærfötum.

Í Alabama er bannað að keyra með bundið fyrir augun og það má heldur ekki sigla bátum á götunum. Það furðulegasta er samt að fólk má ekki vera með vöffluís í rassvasanum!

Íbúum Alaska er mjög umhugað um elgina sína og þar af leiðandi stendur það í lögum að ekki megi láta þá hanga úr flugvél. Það má heldur ekki henda þeim út úr flugvélum eða gefa þeim áfengi.

Asnar mega ekki sofa í baðkörum í Arizona og þar að auki er ólöglegt að hafa fleiri en tvö kynlífshjálpartæki á einu og sama heimilinu.

Í Maricoba County mega svo ekki fleiri en 6 stúlkur búa í sama húsinu.

Í Arkansas eru munnmök bönnuð og ekki má geyma krókódíla í baðkörum. Þar að auki er ólöglegt að bera nafn ríkisins vitlaust fram.

Til að setja upp músagildrur þurfa menn að hafa veiðileyfi í Kaliforníu. Þar hafa páfuglar líka forgang í umferðinni, nema þeir séu á vappi í innkeyrslum fólks.

Í Baldwin Park er bannað að hjóla í sundfötum og sums staðar verða menn að eiga minnst tvær kýr ef þeir ætla að ganga um í kúrekastígvélum.

Þá liggur allt að 500$ sekt við því að nota kjarnorkuvopn innan bæjarmarka Chico og í Los Angeles er bannað að þvo tvö ungbörn í sama baðkarinu. Einnig er bannað að eiga flóðhesta en ef menn ætla út að labba með fílinn sinn verður hann að vera í bandi. Að lokum er bannað að þvo bílinn sinn með nærfötum.

Florida íbúar mega ekki stunda kynlíf með broddgöltum og alls ekki reka við opinberlega eftir kl. 18 á kvöldin. Þá mega ógiftar konur ekki stunda fallhlífarstökk á sunnudögum og það er bannað að fara í sturtu nakinn. Eiginmenn mega heldur ekki kyssa brjóst konu sinnar og þar er líka bannað að syngja á meðan maður er í sundfötum.

Lögreglumenn í connecticut hafa leyfi til að stöðva hjólreiðamenn ef þeir fara yfir 100 km hraða og í bænum Devon er bannað að labba aftur á bak eftir myrkur.

Þegar fólk fer í messu á sunnudögum í Georgiu skal bera hlaðinn rifill á sér og allir íbúar þar skulu minnst eiga eina grashrífu á mann. Þar má heldur ekki binda gíraffann sinn við ljósastaur.

Í bænum Marietta var bannað að hrækja út úr fólksbílum og strætó en það má hrækja ef maður er á vörubíl.

Enn eru lög í gildi í Illinois sem banna fólki að tala ensku og þar liggja líka sektir við að pissa upp í munn nágranna síns.

Chicagobúar hafa heldur ekki leyfi til að veiða í náttfötunum eða gefa hundinum sínum viskí. Hins vegar má fólk undir 17 ára aldri mótmæla nakið fyrir framan ráðhúsið, svo framarlega sem það hefur leyfi foreldra sinna, og dýr geta fengið fangelsisvist eins og fólk. T.d. var api dæmdur í 5 daga fangelsi fyrir búðarhnupl.

Í bænum Oblong er svo stranglega bannað að stunda kynlíf á meðan maður er að veiða á brúðkaupsdaginn sinn og þar eru skrímsli heldur ekki leyfð innan bæjarmarkanna.

Talan Pí er venjulega um 3,14 nema í Indianaríki þar sem hún er skv. lögum 4. Þar er öpum líka bannað að reykja og svörtum köttum er skylt að vera með klukku um hálsinn ef það er föstudagurinn 13.

Í Lowa mega kossar ekki vara lengur en 5 mínútur í senn og einhentir píanóleikarar mega ekki krefjast greiðslu fyrir vinnu sína. Jafnframt er slökkviliðsmönnum skylt að æfa sig í minnst 15 mínútur áður en þeir leggja af stað í brunaútkall og að auki mega hestar ekki borða brunahana.

Hænsnaþjþofar mega ekki stunda ,,vinnu" sína á nóttunni í Kansas en þar er líka bannað að veiða fisk með berum höndum.

Lög í Kentucky segja að maður teljist edrú uns hann stendur ekki lengur í lappirnar og þar er líka skylda að fara í bað einu sinni á ári. Konur mega heldur ekki kaupa hatta án samþykkis eiginmanns síns og ólöglegt er að þiggja endaþarmssamfarir. Þar má heldur ekki binda krókódíla við brunahana.

Í Massachusetts er bannað að borða meira en 3 samlokur í jarðarför og ljón mega ekki fara með eigendum sínum í bíó. Górillur mega heldur ekki sitja í aftursæti bíla.

Hvað dettur þeim í hug næst=)
kramiz
Anna Dóra

Saturday, June 11, 2005

Komin heim, Íslandsferðin var alveg meiriháttar skemmtileg og við hefðum barasta ekki getað verið heppnari eins og með veður, rigndi bara síðustu 2 dagana þannig að það eina sem klikkaði var Vestmannaeyja ferðin því það var ekki flogið vegna veðurs. Fórum beint eftir að við lentum í Bláa lónið í þessari líka bongóblíðu og nutum þess að vera til. Kíktum auðvitað út á lífið bæði föstudag og laugardag og stelpurnar sáu fljótt að ég er ósköp eðlileg svona í mínu "rétta" umhverfi þ.e. innan um aðra brjálaða Íslendinga. Ég ætla nú ekki að telja upp allt sem við gerðum en það helsta var ókum hringinn og fórum á hina og þessa staði, ætli við höfum ekki séð meira af landinu á þessum tíma heldur en margur Íslendingurinn hefur gert um ævina. Það sem stendur mest uppúr er fæðing og skírn litla prinsins Hermanns Inga, Snjósleðaferðin upp á Snæfellsjökul, siglingin niður Hvítá, jökulsárlónið er náttúrulega alltaf fallegt og svo auðvitað þegar Charlie's Angels (okkur) var boðið á skotæfingu af ofurlöggunni sjálfri. Þar sem við vorum svo mikið á ferðinni gafst ekki svo mikill tími til þess að hitta vini og ættingja þannig að þið sem ég hitti, gaman að hitta ykkur og þið sem ég náði ekki að hitta, jæja vona að ég hitti ykkur næst.

Þar til næst
Anna Dóra
P.s. að sjálfsögðu gengum við bakvið Seljalandsfoss fyrir Eyjafjallaskvísuna hana Jóu mína.

Wednesday, May 25, 2005

Tæpur sólarhringur í innrásina frá Karlskrona.....

Ótrúlegt en satt þá er ferðin að bresta á, við erum búnar að tala um þessa ferð frá því í janúar og á morgun er hún orðin að raunveruleika. Það verður svo gaman, er að hugsa um að gefa ykkur forskot á sæluna með smá preview af því sem við ætlum að gera
  • Bláa lónið
  • Djamm í Reykjavík
  • Hvalaskoðun, líklegast frá Reykjavíkurhöfn
  • Snjósleðaferð á Snæfellsjökli
  • Riverrafting niður Hvítá
Keyra hringinn í kringum landið og ég ætla að reyna að standa mig sem leiðsögumaður að sjálfsögðu með góðri hjálp frá vegahandbókinni. Ef þið eruð með einhverjar hugmyndir ekki vera feimin að fleygja þeim fram.
Sjáumst á morgun
Anna Dóra

Sunday, May 22, 2005

Eurovision lokið og Grikkir stóðu uppi sem sigurvegarar með hinni sænsku Helenu í fararbroddi. Sem þýðir að ég hafði rétt fyrir mér, ég spáði henni sigri =) Við hittumst nokkrar skvísur hjá Jessicu í gær og horfðum á keppnina saman og OMG nágranni hennar er í bókstaflegri merkingu UGLY NAKED DUDE nákvæmlega eins og í vinum, einni okkar varð litið út um gluggann og sér þá beint í botninn á eldri kalli sem bara gekk um nakinn og liggur við pósaði fyrir opnum tjöldum ekki fögur sjón.
Viljiði svarið við gátunni? Í raun er ekkert svar til, þetta er spurning sem meðal annars FBI leggur þegar þeir eru að yfirheyra geðsjúka einstaklinga grunaða um morð eða jafnvel fjöldamorð til að sjá hversu sjúkir þeir eru í höfðinu. Þeir sem svara eins og Maggi að fyrst maðurinn kom í jarðaför móðurinnar hljóti að vera einhver tengsl og því allar líkur á að hún hitti hann aftur í jarðaför systur sinnar lenda mjög hátt á lista yfir grunaða.
Maggi minn heldurðu að það sé loksins kominn tími til að leita sér aðstoðar?
4 dagar í innrásina
Anna Dóra

Friday, May 20, 2005

Eurovision á næstu grösum og við ekki með :( Selma stóð sig reyndar mjög vel, það er eins og hún segir landslagið í þessarri keppni er að breytast, hverjum hefði til dæmis dottið í hug að Moldavía hefði komist áfram á ömmu gömlu? Annars horfði ég á keppnina í gær með Jessicu og við höfðum rétt fyrir okkur um 6 af lögunum sem komust áfram, ekki svo slæmt. Nú er bara Heja Sverige á morgun, annars er ég nú barasta frekar hrifin af gríska laginu Number one mikið spilað á útvarpsbylgjunum hér.
Hér er smá gáta!!
Ung kona er við jarðarför móðir sinnar og sér þar myndarlegan mann, augu þeirra mætast og hún finnur fyrir einhverjum straumum. Áður en hún fær tækifæri til þess að gefa sig á tal við manninn er hann horfinn. 2 dögum síðar myrðir þessi sama kona systir sína. Hver var ástæða morðsins?
Jæja skellið nú fram morðástæðu ég skal svo segja ykkur svarið í næstu færslu.
Heja Sverige
Anna Dóra

Saturday, May 14, 2005

Á þessum degi fyrir 2 árum hélt ung Reykjavíkurmær út í óvissuna með móðir sinni. Förinni var heitið í skútustaðinn Karlskrona þar sem snótin huggðist vinna í hálft ár. Núna 2 árum síðar er sama Reykjavíkurmær ennþá stödd í Karlskrona og ekkert á leiðinni heim. Einmitt búin að eyða deginum í bænum með Jessicu og svo ætlum við að kíkja út á lífið í kvöld, aðeins að hita upp fyrir Eurovision næstu helgi.
Hérna kemur smá hugleiðing.
Hvað er þetta með óléttar konur og vorin? Þær virðast barasta springa út eins og blómin. Alveg sama hvert ég lít mér finnst ég ofsótt af óléttum konum. Eða eru þær bara sýnilegri á sumrin?
Hvað haldið þið?
Kveðja
Anna Dóra, sem ætlar að hafa það blixterkul í kvöld

Wednesday, May 11, 2005

Njóli eða......

Varð fyrir því "skemmtilega" óhappi í morgun að sofa yfir mig, vaknaði 10 mín í sjö í morgun og á að vera mætt í vinnunna kl 7:30. Í stresskasti henti ég mér inn í sturtuna, og svo í föt og út. Þar sem ég var nú á frekar mikilli hraðferð greip ég veskið mitt og svo út á hjólið. Hugsaði svo þegar ég hjólaði á milljón í vinnuna hvað ég hlyti að líta skemmtilega út svona á fjallahjóli með handveski!!! Þegar kom svo að hádegismatnum uppgötvaði ég að peningaveskið varð eftir heima á stofuborðinu, en ég var nú svo heppin að Caroline var að vinna og gat bjargað mér um aur fyrir hádegismat.
Jæja er að fara í endurlífgun barna á morgun þannig að best að fara að kíkja aðeins í bók.

Kveðja
Anna Dóra
P.s. Til hamingju með daginn Ásdís

Friday, May 06, 2005

3 vikur í heimkomu!!!
Styttist óðfluga í að við komum og gerum innrás á Íslandi, erum farnar að hlakka ekkert smá mikið til og varla talað um annað en djamm í Reykjavík og hversu ótrúlega skemmtileg þessi ferð eigi eftir að vera.
Fór að hugsa í gær hvort við gætum ekki grætt á túristum eins og Svíarnir gera, ekki það að við græðum ekki á þeim eins og er. Var að frétta af því að Þjóðverjar eru vitlausir í skartgripi unna úr elghægðum jú góðir vinir þið lásuð rétt elghægðum. Spurning um að fara að nýta aðrar afurðir íslenska hestsins sem allir eru svo hrifnir af =) Nei takk ojbjakk, ég hélt það væri verið að gera grín að mér en raunin er að þetta er staðreynd, getiði ímyndað ykkur að vera með hálsmen unnið úr hægðum flaksandi um hálsinn.......
Er annars bara að njóta þess að vera í fríi, 4 daga lúxuslíf á minni.
Bið að heilsa í bili
Anna Dóra

Sunday, May 01, 2005

Jæja er fólk búið að skella sér í kröfugöngu?
Í gær var komu vorsins fagnað að sænskum sið. Á Valborgarmessu hittast Svíar, grilla og fara síðan á brennu. Ég grillaði með Huldu, Steina, Guðrúnu og gormunun þeirra í gær og svo löbbuðum við á brennu og hittum Hrafnhildi með sína gorma. Mér finnst þetta svolítið skemmtilegur siður að fagna vorinu. Við "misstum" reyndar af ræðunni og kórnum en bálið var fínt engu að síður. Kíktum svo aðeins til Hrafnhildar á eftir.
Vann í dag fyrstu helgarvaktina mína á svæfingunni og það var barasta ekkert að gera og tíminn þar með frekar lengi að líða en það leið nú samt.
Ætla að fara og kíkja á ræmu, framlag Svía til Óskarsverðlaunanna í fyrra
Síðar
Anna Dóra

Monday, April 25, 2005

Til hamingju með daginn Óli og Snorri, 5 ára hetjur. Þeir eru nú svo æðislegir bræðurnir að þegar þeir voru búnir að opna pakkann frá henni Önnu Dóru vinkonu sinni sögðu þeir "hvernig vissiruðu að það voru svona kallar sem okkur vantaði og langaði í?" Anna Dóra hafði nefnilega keypt legóriddara eftir vísbendingum úr vinnunni hvað væri vinsælt hjá svona gaurum.
Var reyndar helt slut í höfðinu -eins og Svíinn segir- eftir vinnuna í dag af hverju, jú ég var með ofur metnaðarfullan nema sem spurði og spurði og spurði þannig að ég fékk að hugsa extra mikið í dag, reyndar gaman að sjá að maður kann eitthvað. Ég hugsaði reyndar OMG ætli ég hafi líka verið svona nemi því ég veit að ég spurði alveg rosalega mikið. En eins og ég segi líka alltaf maður kemst ekki að neinu án þess að spyrja.
Jæja er að hugsa um að borga reikninga fyrst ég er komin í tölvuna við heyrumst
Anna Dóra
P.s mánuður í heimkomu, auglýsi hér með eftir eiturhressum djömmurum sem væru til í að skella sér í partý og jafn vel út á lífið með mér og Svíunum mínum 27. eða 28. maí