Saturday, October 29, 2005

SÁLIN Í KÖBEN OG LÍKA ÉG

Ég er að fara á Sálartónleikana í Köben næstu helgi JIBBÝ, ég hlakka ekkert smá til.
Er að spá í að gera smá tilraun í nótt. Í nótt á semsagt að skella klukkunni aftur um eina klukkustund til að komast yfir á vetrartíma. Ég var að spá ef maður fer út á lífið hvort maður græði þá eina klst á barnum? Hvort þeir hafi opið lengur?

Best að bjarga kjúllanum út úr ofninum áður en hann ofsteikis

puss puss
Anna Dóra

Friday, October 28, 2005

Þá er maður búinn að vera árinu eldri (og reyndari) í heila viku og ég finn strax heilmikinn mun á mér. Hef til dæmis mætt mjög tímalega í vinnuna bæði í gær og í morgun =)ekki stimplað inn 7:28 eins og venjulega heldur 7:15 ég veit ekki hvað þetta er, ætli ég sé að fullorðnast eins og Guðrún tók svo skemmtilega til orða?
Takk kærlega fyrir allar gjafirnar og kveðjurnar, held svo sem að frumlegasta gjöfin hafi verið frá honum elskulegum bróðir mínum sem þykir svo vænt um hana systir sína að hann lét sérhanna handa henni lyklakippu með mynd AF SJÁLFUM SÉR!!! Fékk annars margar skemmtilegar gjafir, stelpurnar gáfu mér 6 skotglös með mynd af hauskúpu, upplagt fyrir íslenskt brennivín, heitir það ekki svarti dauði=) fékk líka skemmtilega spúkí kertastjaka frá þeim, á honum erum beinagrindur og þegar loginn flöktir þá dansa þær, auðvelt að verða sjóveikur ef maður starir of lengi á þær.

Jæja hugsa að ég hafi þetta ekki lengra í bili
bið að heilsa
Anna Dóra

Saturday, October 22, 2005


Anna Dora og Josefin Posted by Picasa

Það var ekkert smá gaman hjá okkur í gær. Við í skemmtinefndinni vorum semsagt gleðidömur og tókum okkur bara frekar vel út þó ég segi sjálf frá=)Partýið heppnaðist stórkostlega. Við ákváðum að hafa smá fimmþraut milli borða þar sem keppnisgreinarnar (að sjálfsögðu í anda vilta vestursins) voru spurningakeppni, pílukast, kasta skeifum(af tillitsemi við veitingastaðinn notuðum við plast í staðinn), kasta reipi og loftreið (þykjast vera á hestbaki) og fengu keppendur hest á priki til að styðjast við (get ómögulega munað hvað svona hestur kallast) þetta tókst alla vega brilljant. Svo var dansað frameftir nóttu og sumir héldu svo áfram og skelltu sér í bæinn. Við vorum nú einu sinni 2 að halda uppá afmælið okkar=)

gleðikveðja
Anna Dóra

Bordellbrudar Posted by Picasa

Friday, October 21, 2005

Við eigum afmæli í dag tralalalalala bara svona fyrir ykkur sem ekki fylgist með!!

Risapartý í kvöld og búningurinn minn orðinn klár þökk sé mömmu og Rúnu. Fékk smá pakka að heiman í dag. Nóa og Siríus súkkulaði- er hægt að fá betri afmælisgjöf þegar maður býr erlendis I don't think so=)

Best að koma sér í gírinn, skella sér í sturtu og svo af stað í djammið, við ætlum að hittast á undan skemmtinefndin og koma öllu í stand, segi ykkur svo síðar frá því hvernig til tókst og aldrei að vita nema einhverjar myndir fylgji.

Kveðja
Anna Dóra afmælisbarn

Tuesday, October 18, 2005

Fékk að vita í dag að þar til búið er að fara i gegnum mönnun og slíkt að ég fékk áframhaldandi ráðningu út janúar alveg heilan mánuð- Jey. Annars er svo gaman í vinnunni þessa dagana. Það kom upp sýking á gjörgæslunni hérna (MÓSI fyrir ykkur sem þekkja til) þannig að það er frekar lítið að gera hjá okkur bara nauðsynlegar aðgerðir. Í dag fór ég með 2 öðrum svæfingahjúkkum út í klukkutíma göngutúr, við eigum rétt á svokallaðri friskvård 1 klst á viku ef starfsemin leyfir og megum þá fara út að labba eða í ræktina á spítalanum og þar sem nær engin starfsemi var eftir hádegi ákváðum við að skella okkur út í góða veðrið.

Styttist óðum í partýið góða, síðasti fundur skemmtinefndar á morgun það verður spennandi að sjá hvað verður.......
Þá er komið að hamingjuóskunum: Til hamingju með litla prinsinn Ásdís, og svo má nú ekki gleyma henni Ninnu Rós en hún varð 7 ára síðasta föstudag, stóra stelpan í vinahópnum.

bið að heilsa í bili
Anna Dóra

Friday, October 14, 2005

VELKOMIN Á EIGHTIES NOSTALGIU!!

Var að lesa aftonbladet nú í vikunni og þar var einmitt grein um áttunda áratuginn og hvernig allt sé að koma aftur. Ég ætla að telja upp nokkur atriði og endilega látið mig vita hvort þið munið eftir þessu og ef ykkur dettur eitthvað meira skemmtilegt í hug:-)
Sjónvarpsefni: Dallas, Miami Vice, Cosby. Tónlistin: Michael Jackson með Billy Jean og Thriller, Madonna með Like a virgin. Bíó: Fatal attraction, ET, A fish called Wanda. Föt: Legghlífar, steinþvegnar gallabuxur, axlapúðar, neon litir. Accessories: Sítt að aftan, vafflað hár, varasalvar með bragði, túberað hár og tonn af hársprayi, og síðast en ekki síst Jane Hellen sjampó og hárnæring, í þríhyrndum flöskum og hálft andlit á hvoru, málið var að eiga bæði til að leggja þau saman=)

Já stundum er ótrúlega gaman að lesa blöðin. Ég fékk þetta líka deja vú með Jane Hellen, flash back í skólasund og leikfimi ég held barasta að við höfum flestar verið með þetta.
Annars er allt gott hér, svo mikil þoka í dag að rétt sér á milli herbergja, vona bara að ég rati í vinnuna á eftir.
En nóg masað, deigið að klára að hefast, best að skella sér í brauðbaksturinn og súpugerðina, ekki vill maður svelta í dag frekar en aðra daga.

puss puss
Anna Dóra

Thursday, October 06, 2005

Copenhagen here we come!!!
Ætla að skella mér til köben um helgina með Guðrúnu, Eiríki, Guðfinnu og Jessicu. Við ætlum bara að taka lífinu rólega, borða góðan mat, kíkja í nokkrar búðir og bara almennt skemmmta okkur vel.

Lilta leikþættinum er lokið, við lékum þetta litla stykki okkar ekki sjaldnar en 15 sinnum á 3 dögum og skemmtum okkur alltaf jafn vel. Þessi hópur sem var að leika náði einstaklega vel saman og varð niðurstaðan ólík útkoma leikritsins í hvert skipti. Hverjum öðrðum en okkur hefði dottið í hug að pakka pylsubút inn í plastfilmu og láta sem það væri botnlanginn sem við vorum að skera upp og fleygja því svo í áhorfendurna =) Við fengum alla vega góðar viðtökur og lendum á topp 5 af því sem var boðið uppá. Mér finnst þetta í raun sniðugra en starfsdagurinn sem við fengum í 10unda bekk, fara einn dag á vinnustað og skoða. Þarna voru fulltrúar frá 5 starfsstéttum, iðnaðarmenn, við og fleiri að kynna sig og gefa unglingunum innsýn í atvinnumarkaðinn. Mæli með þessu. Þó svo að mér hafi þótt gaman að þessu er ég samt að hugsa um að eftirláta leiklistina öðrum=)

Ég hef verið "KLUKKUÐ" er þetta það nýjasta í bloggheiminum? Helga Dís klukkaði mig sem þýðir að ég á að segja ykkur 5 staðreyndir um sjálfa mig.
1. Ég ELSKA súkkulaði, er súkkulaðifíkill á háu stigi
2. Mér finnst ofboðslega gaman í vinnunni minni, er svo ánægð með að hafa farið í framhaldsnámið
3. Mér finnst gaman að ferðast, New York næsta, hver veit hvað tekur við þaðan
4. Ég er með einsdæmum óheppin, þið sem þekkið mig vitið hvað ég meina
5. Ég er vinur vina minna, ég á alveg frábæran vinahóp

Ég var að hugsa um að klukka ykkur öll barasta, endilega verðið við áskorun minni og skellið inn nokkrum kommentum
Púff hvað þetta varð langt
Puss og kram í stugan
Anna Dóra

Saturday, October 01, 2005

Mamma mín þekkir mig of vel...

Fékk pakka að heiman nú í vikunni og hvað haldiði að hafi verið í honum Jú bók með 200 suduko þrautum I'm loving it, ég er svo þokkalega húkkt á þessum þrautum að ég takmarka þær við hámark 2-3 þrautir á dag.
Ótrúlegt hvað tíminn er fljótur að líða barasta kominn október og bráðum komin jól.
Ætla að nota tækifærið að óska afmælisbörnum mánudagsins til hamingju með daginn þar sem ég verð upptekin við að laða unga Svía í heilbrigðisgeirann :-) Þau eru Lilja Rós til hamingju með daginn, stórafmæli á þeim bænum. Villi frændi og Íris Björg litla skottan að verða 3ja ára.

Jæja ætli það sé ekki best að kíkja á handritið og æfa mig fyrir debutið á fjölunum, segi ykkur svo frá því hvernig gekk.
Hollywood beware
Anna Dóra, actress

Saturday, September 24, 2005

Update....

Haustið virðist vera byrjað að skríða inn, dimmmt á morgnana þegar ég vakna, bara 10°C þegar ég labba í vinnuna á morgnana og lokaðir skór og sokkar komnir í stað sandalanna. Engu að síður hlýjar sólin okkur ennþá yfir miðjan daginn, hitastigið nær allt að 20°C ekki slæmt miðað við kuldakastið sem virðist skekja Íslendinga í augnablikinu.
Af mér er það helst að frétta að ég er að skipuleggja vinnupartý fyrir okkur á skurðstofunni og gjörgæslunni. Þemað verður vilta vestrið. Við sem erum í skemmtinefndinni ætlum allar að vera eins klæddar og þori ég ekki að uppljóstra klæðnaðnum eins og stendur vegna tryggra lesenda úr hópi vinnufélaganna:-)en það er aldrei að vita nema ég setji inn mynd af sjálfri mér eftir partýið, fylgist spennt með, djammið verður aðaldag ársins 21. október =)Mamma og Rúna eru einmitt í dag að vinna í búningamálum fyrir mig, thank you girls
Ætla einnig að leyfa ungum Svíum (níunda og tíunda bekk) að njóta leikhæfileika minna 3-5. okt. Það er einhvers konar kynning á atvinnulífinu og við verðum nokkur spítalafólk sem setjum á svið leikþátt um konu sem veikist svona aðeins til að kynna okkur og gefa þeim innsýn í lífið á spítalanum, held að þetta geti verið gaman. Lét vinkonu mína sem er PR-hjúkka plata mig í þetta.
Ef einhvern langar svo á nostalgíu fortíðartripp get ég bent ykkur á að skoða gamlar íslenskar auglýsingar á kvikmynd.is hver man ekki eftir Hófí þegar hún gengur um götur Reykjavíkur og safnar með sér fólki í REYKLAUSA LIÐIÐ (var ekki málið reyklaust Ísland árið 2000!!) og Jón Páll að hvetja krakka til að drekka Svala svo fá dæmi séu nefnd. Versta er eiginlega að ég man vel eftir þessum auglýsingum og fannst þær ábyggilega ekkert smá flottar á sínum tíma=)
Jæja þetta er orðið ansi langt hjá mér
Bless í bili
Anna Dóra skemmtanaglaða

Monday, September 19, 2005

Hvað haldiði að ég hafi gert í dag?

Ég skráði mig á sundnámskeið, skriðsund fyrir fullorðna, ég er ekkert smá ánægð með mig, búin að langa lengi að ná upp færni í skriðsundi og læra rétta tækni (vona nú að eitthvað sitji eftir síðan á sundnámskeiðunum úr skólanum)þannig að ég ákvað bara að drífa mig í þessu fyrst ég heyrði af þessu. Þetta verður einu sinni í viku, seinnipart á sunnudögum, fylgist spennt með árangri mínum hér=)

Þetta er svona það nýjasta af mér að frétta, eitthvað nýtt hjá ykkur?

Kram
Anna Dóra

Sunday, September 18, 2005

Hæ hæ
Á fimmtudagskvöldið var party á hæðinni fyrir ofan mig sem er svo sem ekki í frásögur færandi nema ég sem var hrikalega þreytt var alveg viss um að ég myndi aldrei sofna. Svo er allt í einu hringt dyrabjöllunni og fyrir utan stendur gaur með vínflösku og spyr hvort ég eigi tappatogara. Ég játaði því og opnaði flöskuna fyrir hann og sendi hann svo aftur í partýið. Fór svo í innflutningspartý til Caroline og Patricks í gær þar sem gjöfin sló í gegn. Keyptum gestabók og vinabók eins og maður átti þegar maður var í skólanum í gamla daga og svo svona ýmsa smáhluti eins og teninga sem lýsa í myrkri, eitthvað til að leika sér að í svefnherberginu.
Er svo að fara í afmæli til Hákonar, fínt að fara í kökur svona eftir djamm gærdagsins.

Bið heilsa í bili
Anna Dóra

Sunday, September 11, 2005

Hægt og hljótt.............
Þannig líður mér akkúrat núna. Allir farnir og ég orðin aftur ein í kotinu. Það er nefnilega smá læti sem fylgja svona ormum. Rúna, Ágústa og mamma eru semsagt búnar að vera hjá mér með ormana sína síðan á miðvikudag og er búið að vera óvenju mikið líf í húsinu þessa daga, ætli nágrannarnir séu ekki mest fegnir að þau séu farin þó svo að mín vegna hefðu þau mátt vera mikið lengur=) Ragga og Óli kíktu til okkar á föstudaginn og eyddu deginum með okkur. Annars erum við búin að vera svo heppin með veður sól og 20°C þannig að við höfum svosem getað verið mikið úti og leikið okkur á milli þess sem við höfum kíkt í búðir. Ég gat nú aðeins verslað líka og keypti mér hrikalega flotta mokkakápu, verð ábyggilega aðalskvísan í bænum í haust=)

Bið að heilsa í bili
Takk fyrir komuna
Anna Dóra

Wednesday, August 31, 2005


Sætu strákarnir mínir. Halldór Óskar og Hermann Ingi. Posted by Picasa

Til hamingju aftur María með prinsinn
kramis
Anna Dóra

Monday, August 29, 2005

Var ég nokkuð búin að segja ykkur frá netta sjokkinu sem ég fékk um daginn. Ég sat í rólegheitunum í sófanum að lesa blaðið þegar ég heyri allt í einu bank á svalagluggann. Þar sem ég bý á annarri hæð varð mér frekar hverft við þegar ég lít upp og stari KÖTT sem situr á gluggasyllunni. Ég varð þá auðvitað að kíkja út til að sjá hvaðan kisi litli kom, hann notaði náttúrulega tækifærið og skaust inn til mín =) ég sótti nú kisa og fór með hann út á svalir aftur þar sem ofnæmið mitt þolir ekki kisu innandyra. Ég þurfti ekki að velta mér lengi uppúr því hvaðan kisi kæmi því hann gerði sér lítið fyrir, hoppaði uppá handriðið og yfir á næstu svalir. Þar sem ég er nú svo mikið gæðablóð =) var ég fyrst alveg miður mín hvað ég ætti að gera við kisa því hann var ómerktur og ekki gat ég bara hent honum út á götu=( og ekki gat ég haft hann hjá mér þar sem ég fann að það var stutt í öndunarörðugleika. Þannig að þið getir rétt ímyndað ykkur hvað ég var ánægð að hann kom úr næstu íbúð. Ég hef allavega ekki rekist á kisa aftur þannig að ég vona að nágrannarnir passi betur uppá hann.

Kveðja í bili
Anna Dóra

Saturday, August 27, 2005

Hæ hæ gleðifregnunum rignir látlaust hér í Karlskrona- ekki skrýtið hvað mér líður vel hérna!!

Jú Jessica vinkona mín var að komast inn í framhaldsnám í gjörgæsluhjúkrun, Caroline var að trúlofa sig (skil reyndar ekki alveg hvað þeim liggur svona rosalega á, kynntust í mars, fluttu saman í ágúst nú bíð ég bara eftir brúðkaupi og barni=)) og Óli og Linda eignuðust strák, allt gerðist þetta síðasta fimmtudag what a day.

Annað sem gerðist hér á fimmtudaginn er að ég held að nú séu nágrannarnir endanlega búnir að stimpla mig bilaða jú crazy lady með arachnacphobia fór að ryksuga kl 22:30 af hverju það var könguló dinglandi í ljósinu fyrir ofan rúmið mitt og ég hefði ekki sofið annars alla nóttina vitandi af henni þarna. Crazy lady var svo næstum búin að banka hjá einhverjum nágrannanum á leiðinni í vinnuna í gærmorgun því á veggnum í stigaganginum var þetta líka risa köngulóarflykki crazy lady var ekki viss um að komast út en þar sem skyldan kallaði dró hún andann djúpt og stökk framhjá flykkinu og óskaði af öllu hjarta að það yrði horfið þegar hún kæmi tilbaka seinna um daginn.

Hef einmitt hugsað aðeins út í hræðslu mína við köngulær síðustu daga þar sem Caroline er flutt í köngulóarnet, ég hef aldrei séð eins mikið af köngulóm og heima hjá henni og fer þar af leiðandi ekki í heimsókn til hennar á kvöldin í bili=( en þetta er ákveðin fötlun að gjörsamlega lamast þegar þessi kvikindi birtast.

Bið að heilsa í bili
Anna Dóra

Tuesday, August 23, 2005

Endalaus gleði

Maggi bróðir átti afmæli síðasta laugardag- til hamingju með það- græjaði sig upp með veiðidóti í boði fjölskyldunnar í tilefni dagsins.
Var svo að fá þær skemmtilegu fréttir að beststu bestu vinkonur mínar í heiminum eru að koma í heimsókn til mín. Já Rúna og Ágústa ætla að koma til mín 7-11. sept og taka gormana sína og mömmu með sér (einhver verður nú að passa ef okkur skildi detta í hug að kíkja á schlagerbarinn =)). Þetta voru æðislegustu fréttir dagsins.
Annars er barasta svona same old same old að frétta af mér semsagt bara gott. Bíð líka spennt eftir fréttum að heiman hvort María vinkona sé búin að eiga. Þessa dagana virðast bara góðir hlutir gerast í kringum mig.

Gleðikveðja
Anna Dóra

Friday, August 12, 2005

Hafiði tekið eftir því að maður þarf stundum frí eftir fríið sitt til þess að hvíla sig eftir fríið? Ég er semsagt búin að vera í sumarfríi sem byrjaði með því að ég ók niður til Köben 29. júlí og hitti Eddu og fjölskyldu og við áttum mjög góðan dag saman, Maggi og Helga komu svo um kvöldið og á laugardeginum keyrðum við upp til Fur lítillar eyju í Limafirði og vorum þar með stórfjölskyldunni í viku (stórfjölskyldan er mamma, pabbi, börn, tengdabörn, barnabörn, Ásdís, Geiri og Jónas Ásgeir). Þetta var alveg meiriháttar vika sem við áttum saman, keyrt í Legoland og Fårup sommarland, dýragarð í Álaborg og bara leikið sér, slakað á og borðað góðan mat. Á Laugardeginum skildu svo leiðir, systkinin (ásamt fylgifiskum) skelltu sér til köben meðan restin af stórfjölskyldunni keyrði niður til Þýskalands þar sem þau komu sér vel fyrir í Móseldalnum. Systkinin skelltu sér í tívolí þar sem Halldór Óskar skiptist á að draga pabba sinn og frænku sína í hin ýmsu tæki. Á sunnudeginum flugu Maggi og Helga svo heim og Rúna og co eltu mig heim. Þó svo að veðrið hafi ekki alveg leikið við okkur hér í Karlskrona þá skemmtum við okkur vel saman þar til þau fóru svo í gær og Anna Dóra varð eftir ein í kotinu og byrjaði að hvíla sig. Ég hef ekki nennt neinu, bara legið á sofanum og horft á imbann (ég veit skömm að segja frá svona) en svona er þetta stundum þegar maður hefur verið að gera mikið á stuttum tíma maður þarf að hvíla sig á eftir. Svo byrja ég að vinna aftur á mánudaginn.
Þar til næst
kram kram
Anna Dóra

Monday, July 25, 2005


Þetta er það sem kellan var að flytja í strætó Posted by Picasa
Varð bara að sýna ykkur þetta, eruð þið hissa að við höfum hlegið =Þ
Got to run er að fara að fylgja Magga í rútuna
kram
Anna Dóra

Sunday, July 24, 2005

Hæ hæ og takk fyrir síðast... mikið um að ske hjá minni

Maggi bróðir búin að vera hjá mér alla vikuna, ég reyndar unnið mikið en hann er svo duglegur að bjarga sér. Reyndar rosa næs að hafa einhvern svona heima hjá sér sem er búinn að vaska upp og svoleiðis þegar maður kemur þreyttur heim úr vinnunni (hmmmm spurning hvort þetta sé eitthvað sem maður ætti að vinna í.....).
Gerði hin undarlegustu kaup í gær.. hvað jú ég keypti nýjan gemsa sem er ekkert óeðlilegt svosem en hann var á tilboði maður borgaði ekkert út og svo er visst mánaðargjald mér leið eins og ég væri að stela, labbaði inn í búð benti á það sem mig langaði í og gekk svo út með það án þess að borga krónu =)
Svo þegar við vorum í strætó á leiðinni heim gerðist svolítið sniðugt (já ég veit þið hugsið Anna Dóra og strætó hvað gerði hún núna!!) að þessu sinni var ég ekki valdur að skemmtiatriðinu heldur miðaldra kona sem brölti inn í vagninn með lága hillusamstæðu já I kid you not ég fór reyndar út á undan kellu en Maggi sá hana brölta út með hilluna og svo stóð hún ein eftir á biðstöðinni, ég vona bara að einhver hafi komið til að sækja hana og hilluna:-S
HVAÐ haldiði Maggi keypti Die hard myndirnar og við horfðum á fyrstu myndina saman og við höfum barasta aldrei séð verri íslenska þýðingu, hér koma nokkur dæmi úr myndinni: hólí sjitt, fokking sjitt, djíses kræst, keyra mig niður = drive me crazy og svona mætti lengi telja. Hvað segið þið, hvað viljið þið gefa þýðandanum í einkun, við ákvaðum að fella hann c",)

Kram
Anna Dóra sem kveður Magga á morgun til þess að geta tekið á móti honum aftur á föstudagskvöld.