Þá er maður kominn heim frá höfuðstaðnum. Við fórum til Stokkhólms sl. laugardag og tókum því rólega fyrir hlaupið. Á sunnudeginum var svo sjálft hlaupið, ég var með nettan fiðring í maganum ekki nema 22. þús spriklandi kellur allt í kringum mann. Ég var eitthvað svo niðursokkin í eigin hugarheimi (eins og oft áður) að áður en ég vissi var ég farin að tala íslensku við Josefin, þetta er í fyrsta skipti sem ég ruglast svona=) Alla vega svo hófst hlaupið og ég hljóp á 81 mín og er hrikalega ánægð með sjálfa mig, er varla kominn niður á jörðina. Eftir hlaupið fórum við svo að sjá Mamma Mia, abbashow sem er bara snilld. Á meðan flestir hlupu svo á milli búða á mánudeginum (til að geta keypt sem mest áður en haldið yrði heim um kl 15) vorum ég og Josefin bara menningarlegar. Við fórum á Östermalm, fíkuðum (sátum á kaffihúsi og horfðum á mannlífið), löbbuðum að konungshöllinni og sáum lífvarðaskiptin og kíktum á sýningu af þeim kjólum sem drottningin hefur notað við afhendingu nóbelsverðlaunanna. Röltum svo aðeins í Gamla stan áður en við hittum hinar skvísurnar.
Best að reyna að komast niður á jörðina
puss o kram
Anna Dóra
Tuesday, August 29, 2006
Sunday, August 20, 2006
Ótrúlegt hvað tíminn er fljótur að líða bara vika í hlaupið og rúmar 2 vikur til Ástralíu. Helga Dís var hjá mér núna í nokkra daga og ef sölumenn hafa eitthvað þurft að kvarta yfir lélegri sölu í sumar þá bætti hún það upp á nokkrum klst. Þó svo að ég hafi verið mikið að vinna á meðan hún var hérna þá nýttum við tímann sem ég var í fríi betur, vorum úti, spiluðum og hún eignaðist nýjar vinkonur já Helga Dís kynntist Carrie og co í Sex and the City.
Ég er búin að vera svolítið löt síðustu 2 vikurnar, bara farið út að labba með Helgu þannig að í gær eftir vinnu hjólaði ég upp til Rosenholm og hljóp 6 km, hélt reyndar að ég myndi ekki hafa það af en harkaði af mér og hljóp áfram og það gekk bara ágætlega. Ég skal hlaupa alla 10 km næsta sunnudag.
Afmælisprik dagsins fær Maggi bróðir, hann er 25 ára í dag. Til hamingju með daginn. Hver veit nema ég skelli í eina skúffuköku þér til heiðurs í dag.
Saknaðarprik vikunnar fá Guðrún, Eiríkur, Guðfinna og lilla skutt sem flytja til Uppsala í næstu viku. Ætli ég verði ekki að líta á það með jákvæðum augum, núna eru fleiri að heimsækja í Uppsala, ég veit Jóa mín það er langt síðan við hófum hist, vona að við getum hist í smástund næstu helgi í Stokkhólmi.
PUSS O KRAM
Anna Dóra
Ég er búin að vera svolítið löt síðustu 2 vikurnar, bara farið út að labba með Helgu þannig að í gær eftir vinnu hjólaði ég upp til Rosenholm og hljóp 6 km, hélt reyndar að ég myndi ekki hafa það af en harkaði af mér og hljóp áfram og það gekk bara ágætlega. Ég skal hlaupa alla 10 km næsta sunnudag.
Afmælisprik dagsins fær Maggi bróðir, hann er 25 ára í dag. Til hamingju með daginn. Hver veit nema ég skelli í eina skúffuköku þér til heiðurs í dag.
Saknaðarprik vikunnar fá Guðrún, Eiríkur, Guðfinna og lilla skutt sem flytja til Uppsala í næstu viku. Ætli ég verði ekki að líta á það með jákvæðum augum, núna eru fleiri að heimsækja í Uppsala, ég veit Jóa mín það er langt síðan við hófum hist, vona að við getum hist í smástund næstu helgi í Stokkhólmi.
PUSS O KRAM
Anna Dóra
Monday, August 07, 2006
Ótrúlegt hvað tíminn líður hratt. Eins og það var langt þangað til að ég færi í sumarfrí þá fer barasta að koma að því. Fyrst kemur Helga Dís til mín, núna á laugardaginn og verður í nokkra daga. Aldrei að vita nema ég keyri hana niður til Kaupmannahafnar á miðvikudeginum og við eyðum deginum saman við að gera það sem við erum ansi duglegar við AÐ VERSLA og svo kannski bara út að borða áður en ég fer heim aftur. Er nefnilega á kvöldvakt daginn eftir. Svo eftir það er það að hlaupa í Stokkhólmi og svo bara viku síðar er það ÁSTRALÍA. Er búin að fá ferðaáætlun frá Jessicu, við töluðum við fyrirtæki sem vinnur við það að setja saman ferðir fyrir bakpokaferðalanga og þar sem við höfum bara 4 vikur er ágætt að láta aðra sjá um skipulagið og við getum séð um skemmtunina.
Svona lítur ferðaáætlunin út
7 - 9/9 Sydney
10 Flug frá Sydney till Melbourne.
10 - 13 Melbourne
14 - 16 Melbourne till Adeleide 3ja daga ferð með rútu.
17-18 (natt) Adelaide till Alice Springs, lestarferð
19 - 21 Uluru och Outback tour, fattiði hvað þetta verður gaman, ferð með frumbyggjum.
22 Alica Springs till Cairns, flug
23 River rafting, heill dagur
24 - 25 Cape tribulation go wild tour, í regnskóginum
25 - 26 Cairns till Airlie (natt)
28 - 30 Whitsunday sailing, á lúxussnekkju, 2 nætur og 3 dagar, heitur pottur um borð, hægt að hoppa frá borði og snorkla og bara almennt að njóta lífsins
30 - 1/10 Airlie till Fraiser (natt)
1 - 3 Fraiser Island tour, þetta er hálfeyja úr sandi, þarna verður leigður jeppi og keyrt um eyjuna, og bara leikið sér.
4 flug till Sydney
5 ég flýg heim til Karlskrona
Finnst ykkur þetta ekki hljóma spennandi og skemmtilegt, ég á alla vega erfitt með að hemja mig:-)
Þið getið kíkt nánar á þessa staði á http://www.australienguiden.se
Love
Ein sem iðar í skinninu eftir að komast í sumarfrí.
Svona lítur ferðaáætlunin út
7 - 9/9 Sydney
10 Flug frá Sydney till Melbourne.
10 - 13 Melbourne
14 - 16 Melbourne till Adeleide 3ja daga ferð með rútu.
17-18 (natt) Adelaide till Alice Springs, lestarferð
19 - 21 Uluru och Outback tour, fattiði hvað þetta verður gaman, ferð með frumbyggjum.
22 Alica Springs till Cairns, flug
23 River rafting, heill dagur
24 - 25 Cape tribulation go wild tour, í regnskóginum
25 - 26 Cairns till Airlie (natt)
28 - 30 Whitsunday sailing, á lúxussnekkju, 2 nætur og 3 dagar, heitur pottur um borð, hægt að hoppa frá borði og snorkla og bara almennt að njóta lífsins
30 - 1/10 Airlie till Fraiser (natt)
1 - 3 Fraiser Island tour, þetta er hálfeyja úr sandi, þarna verður leigður jeppi og keyrt um eyjuna, og bara leikið sér.
4 flug till Sydney
5 ég flýg heim til Karlskrona
Finnst ykkur þetta ekki hljóma spennandi og skemmtilegt, ég á alla vega erfitt með að hemja mig:-)
Þið getið kíkt nánar á þessa staði á http://www.australienguiden.se
Love
Ein sem iðar í skinninu eftir að komast í sumarfrí.
Wednesday, August 02, 2006
Ég er ógissla ánægð með mig, fór út að hlaupa áðan og hljóp takk fyrir 8 km, ég hef aldrei áður hlaupið svona langt. Tíminn var nú kannski ekki sá besti 67 mín, þannig að ég var rúmar 8 mín/km. það eru hrikalegar brekkur þar sem ég hljóp og ég hljóp þær allar=). Fór samanlagt 9,5 km í kvöld, bara 2 km eftir í að ég nái takmarkinu mínu hlaupa að 10 km. Ég ætla að vera búin að hlaupa 10 km a.m.k. einu sinni áður en ég fer til Stokkhólms, það er ákveðið búst fyrir egóið að vita að maður geti hlaupið 10 km.
Vildi bara segja ykkur hvað ég er ánægð með mig=)
Anna Dóra "hlaupari"
Vildi bara segja ykkur hvað ég er ánægð með mig=)
Anna Dóra "hlaupari"
Sunday, July 30, 2006
Er þetta óheppni eða eitthvað dæmigert?
Fór á tónleikana í gær, þeir voru frábærir eins og ég bjóst við. Var boðin heim til Caroline og Patricks í grill áður og svo þegar við erum að leggja í hann heyrum við í þrumum og það fór að þykkna all verulega upp. Ég með mitt jákvæða hugarfar segi að þetta geri ekkert. Svo komum við á staðinn og alltaf aukast þrumurnar og svo féllu nokkrir dropar en ekkert meir þannig að við frekar ánægð hugsum að við kannski sleppum. Nei svo gott var það ekki haldiði ekki að það hafi gert þetta líka úrhellið, ég sem var að sjálfsögðu ekki með jakka (þau aðeins fyrirsjáanlegri en ég) hljóp í tjald þar sem var verið að selja merkta boli og keypti mér regnjakka svo ég yrði nú ekki alveg holdvot. Jæja skúrinn varð nú ekki langur, hætti um leið og upphitunarhljómsveitin byrjaði og hefur haldið sér frá okkur síðan. Í dag er sól og blíða. Það fyndna við þetta allt saman er að það hefur ekki rignt hér í fleiri fleiri daga, kom einn stuttur skúr aðfaranótt mánudags en annars ekkert í rúman mánuð.
Er maður óheppinn eða?
Fór á tónleikana í gær, þeir voru frábærir eins og ég bjóst við. Var boðin heim til Caroline og Patricks í grill áður og svo þegar við erum að leggja í hann heyrum við í þrumum og það fór að þykkna all verulega upp. Ég með mitt jákvæða hugarfar segi að þetta geri ekkert. Svo komum við á staðinn og alltaf aukast þrumurnar og svo féllu nokkrir dropar en ekkert meir þannig að við frekar ánægð hugsum að við kannski sleppum. Nei svo gott var það ekki haldiði ekki að það hafi gert þetta líka úrhellið, ég sem var að sjálfsögðu ekki með jakka (þau aðeins fyrirsjáanlegri en ég) hljóp í tjald þar sem var verið að selja merkta boli og keypti mér regnjakka svo ég yrði nú ekki alveg holdvot. Jæja skúrinn varð nú ekki langur, hætti um leið og upphitunarhljómsveitin byrjaði og hefur haldið sér frá okkur síðan. Í dag er sól og blíða. Það fyndna við þetta allt saman er að það hefur ekki rignt hér í fleiri fleiri daga, kom einn stuttur skúr aðfaranótt mánudags en annars ekkert í rúman mánuð.
Er maður óheppinn eða?
Thursday, July 27, 2006
Hæ hæ bara mánuður í að snigillinn sýni sína snilldartakta og hlaupi 10 km í Stokkhólmi. Snigillinn er nú ágætlega duglegur að æfa sig fyrir þetta. Hleypur úti 2-3x í viku. Held að hringurinn sem ég hleyp heimanfrá mér þessa dagana sé um 5 km þannig að ef ég get hlaupið hann 2x þá meika ég tjejmilen. Snigillinn kom meira að segja næstum því of seint í vinnuna í gær vegna hlaupanna. Ok svo ég segi ykkur frá því þá átti ég að byrja að vinna 9:45 fór út að hlaupa um morguninn og var komin heim um 9, teygði á og skellti mér í sturtu. Síðan barasta ætlaði ég ekki að hætta að svitna, það er svo heitt úti (samt bara um 23°C þegar ég hljóp í gær, fór uppí 31°C þegar það var heitast) þannig að maður svitnar líka ágætlega eftir hlaupin. Eftir sturtuna bara rann af mér og ég stóð fyrir framan viftuna til að reyna að þorna svo ég kæmist í föt=) Annars er svo heitt að maður svitnar bara við að gera einföldustu hluti eins og að vaska upp eða ryksuga og það er ekki eins og maður sé að reyna á sig.
Hvenær veistu að þú ofnotar loftkælinguna? Jú þú ert með kvef í 30°C
Maður er með loftkælinguna á í bílnum, viftu heima hjá sér, ég hef reyndar sloppið við kvefið en margir í vinnunni eru með ágætiskvef þessa dagana. Ég nota bara viftuna á kvöldin þegar ég er að fara að sofa og þvílíkur munur er farin að sofa heilu næturnar, rétt rumska til að slökkva á viftunni þegar mér finnst farið að kólna of mikið.
Sólarkveðjur frá Karlskrona
Anna Dóra
Hvenær veistu að þú ofnotar loftkælinguna? Jú þú ert með kvef í 30°C
Maður er með loftkælinguna á í bílnum, viftu heima hjá sér, ég hef reyndar sloppið við kvefið en margir í vinnunni eru með ágætiskvef þessa dagana. Ég nota bara viftuna á kvöldin þegar ég er að fara að sofa og þvílíkur munur er farin að sofa heilu næturnar, rétt rumska til að slökkva á viftunni þegar mér finnst farið að kólna of mikið.
Sólarkveðjur frá Karlskrona
Anna Dóra
Tuesday, July 18, 2006
Hæ hæ var að bæta 2 linkum inn hérna við hliðina. Hulda ég vona að það sé ok að ég hafi sett síðuna hans Hákonar inn, annars tek ég það út aftur. Setti líka Jessicu hérna til hliðar þá getiði kíkt ef þið eruð forvitin um hvernig hún hefur það í Ástralíunni.
Keypti mér miða á tónleika í gær, Lars Winnerbäck hann spilar í Ronneby 29.júlí. Fer með Caroline og Patrick, sá hann líka í fyrra þetta verður geggjað. Er að vinna í að auðvelda mér lífið áður en ég fer til Ástralíu, segja upp blaðinu, redda autogiro þar sem það er hægt svo ég þurfi ekki að hafa áhyggjur af reikningunum mínum þar sem ég er í burtu yfir mánaðarmót.
símakveðja
Anna Dóra
Keypti mér miða á tónleika í gær, Lars Winnerbäck hann spilar í Ronneby 29.júlí. Fer með Caroline og Patrick, sá hann líka í fyrra þetta verður geggjað. Er að vinna í að auðvelda mér lífið áður en ég fer til Ástralíu, segja upp blaðinu, redda autogiro þar sem það er hægt svo ég þurfi ekki að hafa áhyggjur af reikningunum mínum þar sem ég er í burtu yfir mánaðarmót.
símakveðja
Anna Dóra
Monday, July 17, 2006
Hvað er að frétta af ykkur heima í kuldanum? Ég elska sumarið, hér er búið að vera 25°C+ í 4 vikur þó svo að það sé stundum einum of heitt þá á maður ekki að kvarta þegar sólin skín. Er þvílíkt búin að njóta lífsins, skellt mér á ströndina, legið og notið sólarinnar og kælt mig í sjónum á milli þess sem ég vinn. Skellti mér reyndar til Kalmar með Hrafnhildi síðasta föstudag og við kíktum í IKEA. Ótrúlegt með IKEA að þó svo að maður ætli ekki að versla neitt endar það alltaf með að maður labbar út með fullan poka=)
Ég sagði nú barasta foreldrum mínum að skella sér hingað í sólina til mín, veit ekki hvort þau láti verða af því en maður veit aldrei. Styttist líka í að Helga Dís komi til mín hún kemur 12. ágúst og verður hjá mér í nokkra daga áður en hún fer til Köben að hitta vinkonur sínar.
Best að skella sér út í góða veðrið, er búin að hvíla mig nóg eftir næturvaktina.
Sólarkveðjur
Anna Dóra
Ég sagði nú barasta foreldrum mínum að skella sér hingað í sólina til mín, veit ekki hvort þau láti verða af því en maður veit aldrei. Styttist líka í að Helga Dís komi til mín hún kemur 12. ágúst og verður hjá mér í nokkra daga áður en hún fer til Köben að hitta vinkonur sínar.
Best að skella sér út í góða veðrið, er búin að hvíla mig nóg eftir næturvaktina.
Sólarkveðjur
Anna Dóra
Thursday, July 06, 2006
Tónleikarnir voru bara frábærir. Robbie var svo frábær að það var næstum þannig að maður færi að gráta. Þvílíkur skemmtikraftur, gjörsamlega sá besti sem ég hef séð. Þið getið bókað að ég á eftir að fara á aðra tónleika með honum. Robbie greyið var aðeins að pirra sig á loftbelg sem sveif rólega yfir Ullevi að þarna væri fólk sem vildi sleppa við að borga of ef við værum sammála að segja þeim að Fu... off og þarna snéru 60 þús manns sér við og görguðu á loftbelginn að F...... off og hann gerði það=) Mér fannst ég síðan svaka góð systir hringdi í Rúnu þegar hann tók einn Take That smell og hvað gerir hún, kallar mig Tu..... en hugsa svo sem að ég hefði brugðist svipað við. Stemmarinn þegar hann svo söng Angels, ef það hefði verið þak á Ullevi hefði það lyftst. Við skelltum okkur svo í Liseberg áður en við keyrðum heim á mánudeginum, ógissla gaman, geggjaðir rússibanar, gott veður frábær dagur. Hér er þvílíkt gott veður hátt í 30°C dag eftir dag yndislegt alveg hreint.
Jæja ætli það sé ekki best að drífa sig með pakka í póstinn og halda áfram að njóta góða veðursins.
Sólarkveðjur
Anna Dóra
Jæja ætli það sé ekki best að drífa sig með pakka í póstinn og halda áfram að njóta góða veðursins.
Sólarkveðjur
Anna Dóra
Friday, June 30, 2006
Styttist í að ég fái að berja Goðið með eigin augum. Eftir 2 daga stend ég á Ullevi syngjandi með Robbie Williams, negli svo næturlífið í Gautaborg og ætla svo að skella mér í Liseberg á mánudeginum, hrikalega verður mikið stuð.
Skellti mér á ströndina í dag eftir vinnu. Fór í sjóinn í fyrsta skipti í ár, frekar kallt get ég sagt ykkur, efast um að sjórinn sé búinn að ná 20°C þannig að þau voru ekki mörg sundtökin sem voru tekin í dag.
Jessica er búin að finna veitingastað í Sydney sem hún ætlar að fara með mig á, Súkkulaðiveitingastað, við erum að tala um að ég fæ gæsahúð bara við tilhugsunina. Getiði ímyndað ykkur að það sé gott?
Bið að heilsa.
Anna Dóra
Skellti mér á ströndina í dag eftir vinnu. Fór í sjóinn í fyrsta skipti í ár, frekar kallt get ég sagt ykkur, efast um að sjórinn sé búinn að ná 20°C þannig að þau voru ekki mörg sundtökin sem voru tekin í dag.
Jessica er búin að finna veitingastað í Sydney sem hún ætlar að fara með mig á, Súkkulaðiveitingastað, við erum að tala um að ég fæ gæsahúð bara við tilhugsunina. Getiði ímyndað ykkur að það sé gott?
Bið að heilsa.
Anna Dóra
Sunday, June 25, 2006
Hæ hæ
Ég komst heim á endanum. Eftir aflýstu flugi og seinkunum fékk ég sæti á fyrsta farrými, ekki verra, maður kann bara ekkert á svona, velja mat af matseðli, fá alvöru borðbúnað ekkert plast drasl en ég lét mig nú hafa það svo ég kæmist heim. Ef allt hefði gengið að óskum hefði ég verið komin heim til mín um 2 leytið um nóttina en þar sem flugvélar voru að bila var ég ekki komin heim fyrr en 6 um morguninn og svo mætt í vinnu kl 12, þannig að það varð nú ekkert ógurlega mikið úr fyrriparti vikunnar hjá mér. Er komin inn í sömu gömlu rútínurnar, vinna, sofa, borða, út að hlaupa með þjálfaranum mínum, erum einmitt að auka hlaupin í 2x í viku.
Fagnaði Jónsmessunni með Svíum að þessu sinni á hefðbundinn hátt, var boðin heim til vinkonu minnar, vorum 13 manns með börnum. Átum síld og nýjar karftöflur þar sem það er skylda að taka snafs með síldinni bauð ég uppá ísl. brennivín. Síðan var ráðist í það að tína blóm og trjágreinar og setja saman midsommarstöng sem við dönsuðum svo í kringum. Fengum okkur svo kaffi, skelltum okkur í smá leiki og enduðum svo kvöldið á að grilla. Ekkert smá gaman. Reyndar voru krakkarnir búnir að setja saman smá leiki eftir matinn og m.a. írskt aðfangadagskvöld, þar sem maður hleypur, setur ennið á prik snýr sér í 5 hringi og hleypur til baka (ef maður ratar þ.e.a.s.) eftir snafsana og rauðvínið með matnum var það ekkert alveg gefið get ég sagt ykkur.
Jæja bið að heilsa ykkur, best að skella sér í háttinn, á að mæta á morgunvakt í fyrramálið.
Anna Dóra
Ég komst heim á endanum. Eftir aflýstu flugi og seinkunum fékk ég sæti á fyrsta farrými, ekki verra, maður kann bara ekkert á svona, velja mat af matseðli, fá alvöru borðbúnað ekkert plast drasl en ég lét mig nú hafa það svo ég kæmist heim. Ef allt hefði gengið að óskum hefði ég verið komin heim til mín um 2 leytið um nóttina en þar sem flugvélar voru að bila var ég ekki komin heim fyrr en 6 um morguninn og svo mætt í vinnu kl 12, þannig að það varð nú ekkert ógurlega mikið úr fyrriparti vikunnar hjá mér. Er komin inn í sömu gömlu rútínurnar, vinna, sofa, borða, út að hlaupa með þjálfaranum mínum, erum einmitt að auka hlaupin í 2x í viku.
Fagnaði Jónsmessunni með Svíum að þessu sinni á hefðbundinn hátt, var boðin heim til vinkonu minnar, vorum 13 manns með börnum. Átum síld og nýjar karftöflur þar sem það er skylda að taka snafs með síldinni bauð ég uppá ísl. brennivín. Síðan var ráðist í það að tína blóm og trjágreinar og setja saman midsommarstöng sem við dönsuðum svo í kringum. Fengum okkur svo kaffi, skelltum okkur í smá leiki og enduðum svo kvöldið á að grilla. Ekkert smá gaman. Reyndar voru krakkarnir búnir að setja saman smá leiki eftir matinn og m.a. írskt aðfangadagskvöld, þar sem maður hleypur, setur ennið á prik snýr sér í 5 hringi og hleypur til baka (ef maður ratar þ.e.a.s.) eftir snafsana og rauðvínið með matnum var það ekkert alveg gefið get ég sagt ykkur.
Jæja bið að heilsa ykkur, best að skella sér í háttinn, á að mæta á morgunvakt í fyrramálið.
Anna Dóra
Saturday, June 17, 2006
GLEÐILEGA ÞJÓÐHÁTÍÐ
Gaman að vera Íslendingur í dag. Við vorum að komast á HM í handbolta. Engin virðing borin fyrir Svíunum. Þó svo að við höfum tapað með einu marki þá dugði það til þar sem við unnum með 4 mörkum í Globen.
Fer svo heim á morgun, byrja daginn á barnaafmæli og svo í flug heim, vona bara að bíllinn minn sé ennþá í Malmö.
Hrafnhildur pæja hljóp brúarhlaupið í dag, hálfmaraþon yfir Eyrarsundsbrúnna, kraftur í kellunni.
Áfram Ísland
Anna Dóra
Gaman að vera Íslendingur í dag. Við vorum að komast á HM í handbolta. Engin virðing borin fyrir Svíunum. Þó svo að við höfum tapað með einu marki þá dugði það til þar sem við unnum með 4 mörkum í Globen.
Fer svo heim á morgun, byrja daginn á barnaafmæli og svo í flug heim, vona bara að bíllinn minn sé ennþá í Malmö.
Hrafnhildur pæja hljóp brúarhlaupið í dag, hálfmaraþon yfir Eyrarsundsbrúnna, kraftur í kellunni.
Áfram Ísland
Anna Dóra
Tuesday, June 13, 2006
Hæ hæ kannski tímabært að ég skrifi nokkrar línur.
Komst heim að l0kum eftir miklar raunir síðasta föstudag. Ef ég byrja á byruninni þá var ég komin niður með allt og búin að raða í bílinn þegar ég fattaði að ég gleymdi útprentinu af farmiðanum og hljóp upp að sækja það. Svo hófst ferðin. Þegar ég kom til Lundar (búin að keyra í tæpar 2 klst) uppgötvaði ég mér til mikillar skelfingar að ég hafði gleymt vegabréfinu mínu heima (Doris í essinu sínu) ;-) ég keyrði útaf við fyrsta tækifæri og hringdi í pabba og spurði í hversu djúpum skít ég væri því ég hefði ekki tíma til að keyra heim og sækja passann. Sá gamli gat nú róað dömuna því við Norðurlandabúar þurfum ekki vegabréf okkar á milli, nægir að vera með skilríki með mynd. Áfram hélt ferðin og ég fann bílastæðið sem ég ætlaði að leggja á í Malmö án vandræða og kom mér í lestina yfir á Kastrup. Skelli mér þar í röð til að tékka inn og hvað haldiði skemmtilegt, það var seinkun á fluginu mínu, fyrst til klukkan 18 en endaði að við flugum kl 20, ég get lofað ykkur því að 8 klukkutímar á Kastrup er ekki mín uppáhaldstímaeyðsla. En þetta hafðist allt að lokum ég komst heim og er búin að njóta þess að vera til. Skellti mér í kvennahlaupið og hljóp 5 km, ætla í Slakka í dag með ormana mína (hlakka ekkert smá til) og borða góðan mat, er eitthvað betra en mömmumatur.
Jæja Rúna er að koma að sækja mig, við ætlum að kíkja smá stund í bæinn
Anna Dóra
p.s. er ekki málið að fjölmenna á landsleikinn á laugardaginn og styðja við bakið á strákunum okkar. Svíagrýlan fallin, þvílíkt glæstur sigur sem við unnum sl sunnudag, nú er bara að endurtaka leikinn.
Áfram ísland
Komst heim að l0kum eftir miklar raunir síðasta föstudag. Ef ég byrja á byruninni þá var ég komin niður með allt og búin að raða í bílinn þegar ég fattaði að ég gleymdi útprentinu af farmiðanum og hljóp upp að sækja það. Svo hófst ferðin. Þegar ég kom til Lundar (búin að keyra í tæpar 2 klst) uppgötvaði ég mér til mikillar skelfingar að ég hafði gleymt vegabréfinu mínu heima (Doris í essinu sínu) ;-) ég keyrði útaf við fyrsta tækifæri og hringdi í pabba og spurði í hversu djúpum skít ég væri því ég hefði ekki tíma til að keyra heim og sækja passann. Sá gamli gat nú róað dömuna því við Norðurlandabúar þurfum ekki vegabréf okkar á milli, nægir að vera með skilríki með mynd. Áfram hélt ferðin og ég fann bílastæðið sem ég ætlaði að leggja á í Malmö án vandræða og kom mér í lestina yfir á Kastrup. Skelli mér þar í röð til að tékka inn og hvað haldiði skemmtilegt, það var seinkun á fluginu mínu, fyrst til klukkan 18 en endaði að við flugum kl 20, ég get lofað ykkur því að 8 klukkutímar á Kastrup er ekki mín uppáhaldstímaeyðsla. En þetta hafðist allt að lokum ég komst heim og er búin að njóta þess að vera til. Skellti mér í kvennahlaupið og hljóp 5 km, ætla í Slakka í dag með ormana mína (hlakka ekkert smá til) og borða góðan mat, er eitthvað betra en mömmumatur.
Jæja Rúna er að koma að sækja mig, við ætlum að kíkja smá stund í bæinn
Anna Dóra
p.s. er ekki málið að fjölmenna á landsleikinn á laugardaginn og styðja við bakið á strákunum okkar. Svíagrýlan fallin, þvílíkt glæstur sigur sem við unnum sl sunnudag, nú er bara að endurtaka leikinn.
Áfram ísland
Monday, June 05, 2006
Bara 4 dagar í heimkomu =)
Hvað á maður að gera af sér í þrumuveðri. Er í fríi í dag og var að hugsa um að skella mér út og njóta dagsins þegar brestur á þetta líka skemmtilega þrumuveður, ekki kannski besti tíminn til að vera úti og fílósófera um daginn og veginn. Fór út á lífið um helgina, síðasta djamm með Jessicu fyrir Ástralíu. Lenti í svona ógeðslegum KALLI sem fannst ég svo sæt og líta út fyrir að vera góð stelpa (*hrollur*) vildi bjóða mér upp í dans og var að taka utanum mig(*stærri hrollur*). Maður vill nú ekki vera leiðinlegur þannig að maður játar því að vera góður en hvernig ætli svona KALLAR myndu bregðast við ef maður svaraði að maður væri algjör tík? Ef þið eigið góð ráð til að hrista svona KALLA af sér endilega deilið þeim með ykkur.
Sjáumst eftir nokkra daga
Anna Dóra
Hvað á maður að gera af sér í þrumuveðri. Er í fríi í dag og var að hugsa um að skella mér út og njóta dagsins þegar brestur á þetta líka skemmtilega þrumuveður, ekki kannski besti tíminn til að vera úti og fílósófera um daginn og veginn. Fór út á lífið um helgina, síðasta djamm með Jessicu fyrir Ástralíu. Lenti í svona ógeðslegum KALLI sem fannst ég svo sæt og líta út fyrir að vera góð stelpa (*hrollur*) vildi bjóða mér upp í dans og var að taka utanum mig(*stærri hrollur*). Maður vill nú ekki vera leiðinlegur þannig að maður játar því að vera góður en hvernig ætli svona KALLAR myndu bregðast við ef maður svaraði að maður væri algjör tík? Ef þið eigið góð ráð til að hrista svona KALLA af sér endilega deilið þeim með ykkur.
Sjáumst eftir nokkra daga
Anna Dóra
Sunday, May 28, 2006
Smá gott ráð til ykkar vina minna sem eiga börn sem rella í búðum:
Barn: Ég vill FÁÁÁÁ (einhver sem kannast við þetta)
Foreldri: Er það ég eða þú sem eldar matinn?
Barn: Þúúú
Foreldri: Já vertu þá þægur og þegiðu!!!
Hahahahahaha finnst þessi frekar góður þið gætuð kannski reynt þetta næst þegar börnin ætla að biðja um einhvern óþarfa í búðinni.
Hvaða kynþokkafulla merking liggur annars á bak við nafnið ykkar?

Ég bara spyr, prófið og látið mig vita.
Love
Barn: Ég vill FÁÁÁÁ (einhver sem kannast við þetta)
Foreldri: Er það ég eða þú sem eldar matinn?
Barn: Þúúú
Foreldri: Já vertu þá þægur og þegiðu!!!
Hahahahahaha finnst þessi frekar góður þið gætuð kannski reynt þetta næst þegar börnin ætla að biðja um einhvern óþarfa í búðinni.
Hvaða kynþokkafulla merking liggur annars á bak við nafnið ykkar?
Ég bara spyr, prófið og látið mig vita.
Love
Tuesday, May 23, 2006
Vá hvað ég fékk fyndinn tölvupóst í dag, brot úr grískum fréttum. Silvía Nótt í reiðiskasti eftir að hún komst ekki áfram í lokakeppnina. Þetta er á http://www.youtube.com bara að leita undir Silvia Night og þá ættuð þið að vinna það. Ég veit eiginlega ekki hvað mér á að finnast um þetta, en þið?
Talandi um að stóri bróðir sé alltaf að fylgjast með manni. Fann hrikalega fyndna sænska síðu þar sem fólk sendir inn hluti sem það hefur heyrt þegar það hefur legið á hleri. http://www.tjuvlyssnat.se
Annars er allt í góðu
Kveðja
Anna Dóra
Talandi um að stóri bróðir sé alltaf að fylgjast með manni. Fann hrikalega fyndna sænska síðu þar sem fólk sendir inn hluti sem það hefur heyrt þegar það hefur legið á hleri. http://www.tjuvlyssnat.se
Annars er allt í góðu
Kveðja
Anna Dóra
Monday, May 22, 2006
Hversu óheppin getur maður orðið?
Hef rétt á að fara út og hreyfa mig, klst á viku á vinnutíma ef aðstæður leyfa. Í dag var frekar rólegt þannig að ég plataði eina til að fara út að labba með mér, að við myndum hætta klukkan 16 og labba í klukkutíma. Jú henni fannst það barasta hljóma eins og plan. Hvað gerðist jú um leið og við komum út byrjaði að rigna, fyrst bara nokkrir dropar og við bjartsýnar, enginn er verri þótt hann vökni. Ákváðum að labba heim til hennar (tekur klst) og svo gerði líka þetta litla úrhellið (búið að vera þurrt annars í allan dag) og við vorum svo blautar að það var ekki fyndið. Það sem var eiginlega er kómískt við þetta allt saman er að það hætti að rigna u.þ.b. korteri eftir að við komum heim til hennar. Þessi göngutúr hefði sómað sér vel í hvaða gamanmynd sem er.
blautar kveðjur frá Karlskrona
Anna Dóra
Hef rétt á að fara út og hreyfa mig, klst á viku á vinnutíma ef aðstæður leyfa. Í dag var frekar rólegt þannig að ég plataði eina til að fara út að labba með mér, að við myndum hætta klukkan 16 og labba í klukkutíma. Jú henni fannst það barasta hljóma eins og plan. Hvað gerðist jú um leið og við komum út byrjaði að rigna, fyrst bara nokkrir dropar og við bjartsýnar, enginn er verri þótt hann vökni. Ákváðum að labba heim til hennar (tekur klst) og svo gerði líka þetta litla úrhellið (búið að vera þurrt annars í allan dag) og við vorum svo blautar að það var ekki fyndið. Það sem var eiginlega er kómískt við þetta allt saman er að það hætti að rigna u.þ.b. korteri eftir að við komum heim til hennar. Þessi göngutúr hefði sómað sér vel í hvaða gamanmynd sem er.
blautar kveðjur frá Karlskrona
Anna Dóra
Sunday, May 21, 2006
Er komið nýtt landslag í Eurovision? Er svo ánægð með að Finnarnir hafi unnið mér fannst þeir ekkert smá góðir. Ég fíla reyndar svona rokkara;-) Svo finnst mér náttúrulega ekkert nema fyndið að Lettarnir hafi komist svona langt. Sá reyndar ekki keppnina í gær, var á djamminu með vinnunni. Það var sírenupartý(blåljusfest) þ.e.a.s. sjúkrabíllinn, slökkviliðið, löggan, bráðamóttakan og að sjálfsögðu svæfingin. Ekkert smá gaman. Það byrjaði á að öllum karlmönnum var safnað saman og þeir látnir fara úr einum skó, sumir reyndar báðum þar sem kvenfólk var í meirihluta. Síðan áttum við að taka skó ég fékk 2 pör og leita svo að eiganda skónna og það var borðfélagi okkar. Ég sat með einum félaga mínum frá svæfingunni og miðaldara slökkviliðsmanni. Svo var bara djammað frameftir og allir skemmtu sér hrikalega vel.
Rock on
Anna Dóra
Rock on
Anna Dóra
Tuesday, May 16, 2006
Ótrúlegt litli púkinn minn er orðinn 4ra ára. Hann átti afmæli í gær og að sjálfsögðu hringdi besta frænkan hans og söng fyrir drenginn sinn (veit nú ekki alveg hvað honum fannst um það því mamma hans sagði að hann hefði verið frekar skrýtinn á svipinn) Við ákváðum alla vega í gær að þegar ég kem verður stöðug afmælisveisla, við ætlum að leika okkur saman á hverjum degi.
Er í fríi í dag og það er svo yndislegt veður eða þannig, skýjað, 10°C og ég bara bíð eftir að það byrji að rigna. Ætla reyndar ekki að láta veðrið halda mér inni, ætla út að labba hringinn minn og svo jafnvel að kíkja í smá í búðir, langar í nýjar gardínur í stofuna hjá mér aðeins að fá smá líf þangað inn.
Var í gær hjá vinkonu minni sem var að byrja að selja snyrtivörur frá Mary Kay, fékk smá treatment, hún er ennþá bara með hin ýmsu krem (er svo fín í húðinni í dag og með silkimjúkar hendur) en eftir 3 vikur lærir hún föðrun og að hjálpa fólki að velja þá liti sem hentar þeim og ég var ekki lengi að þakka gott boð um persónulega ráðgjöf í þeim málunum.
þetta varð nú lengra babl en ég æltaði mér
Lifið heil
Er í fríi í dag og það er svo yndislegt veður eða þannig, skýjað, 10°C og ég bara bíð eftir að það byrji að rigna. Ætla reyndar ekki að láta veðrið halda mér inni, ætla út að labba hringinn minn og svo jafnvel að kíkja í smá í búðir, langar í nýjar gardínur í stofuna hjá mér aðeins að fá smá líf þangað inn.
Var í gær hjá vinkonu minni sem var að byrja að selja snyrtivörur frá Mary Kay, fékk smá treatment, hún er ennþá bara með hin ýmsu krem (er svo fín í húðinni í dag og með silkimjúkar hendur) en eftir 3 vikur lærir hún föðrun og að hjálpa fólki að velja þá liti sem hentar þeim og ég var ekki lengi að þakka gott boð um persónulega ráðgjöf í þeim málunum.
þetta varð nú lengra babl en ég æltaði mér
Lifið heil
Sunday, May 14, 2006
Díva eða......
Hvað finnst öllum heima um framlag okkar til Evróvisjón. Persónulega er ég hrifin af laginu og finnst Silvia Nótt frekar fyndin en hvar liggja mörkin fyrir dívur, getur dívan orðið drusla? Núna er mikið í fréttum hérna blótsyrðin í laginu og að aðstandendur keppninnar vilji að textanum verði breytt fyrir fimmtudaginn. Þessi setning the vote is in, I'll fucking win fer mjög svo fyrir brjóstið á aðstandendum keppninnar, svona í seinna lagi finnst mér þar sem það er bara tæp vika í keppnina. Í morgun las ég svo á textavarpinu að ef textanum verði ekki breytt eigi Íslendingar á hættu að verða reknir úr keppninni og hver eru viðbrögð Silvíu jú "I'll fucking sing what I fucking want" því spyr ég hvar eru mörkin hvenær fær maður nóg af dívunni og sniðgengur hana? Silvía Nótt er kannski eins og Selma sagði í þættinum full sigurviss og góð með sig. En svo á hinn bóginn eins og Eiríkur Hauksson sagði annaðhvort elskar maður hana eða hatar hana.
Hvað finnst ykkur, verður Ísland sniðgengið í keppninni eða læra Grikkirnir að taka gríni fyrir fimmtudaginn?
Ein ráðvillt
Hvað finnst öllum heima um framlag okkar til Evróvisjón. Persónulega er ég hrifin af laginu og finnst Silvia Nótt frekar fyndin en hvar liggja mörkin fyrir dívur, getur dívan orðið drusla? Núna er mikið í fréttum hérna blótsyrðin í laginu og að aðstandendur keppninnar vilji að textanum verði breytt fyrir fimmtudaginn. Þessi setning the vote is in, I'll fucking win fer mjög svo fyrir brjóstið á aðstandendum keppninnar, svona í seinna lagi finnst mér þar sem það er bara tæp vika í keppnina. Í morgun las ég svo á textavarpinu að ef textanum verði ekki breytt eigi Íslendingar á hættu að verða reknir úr keppninni og hver eru viðbrögð Silvíu jú "I'll fucking sing what I fucking want" því spyr ég hvar eru mörkin hvenær fær maður nóg af dívunni og sniðgengur hana? Silvía Nótt er kannski eins og Selma sagði í þættinum full sigurviss og góð með sig. En svo á hinn bóginn eins og Eiríkur Hauksson sagði annaðhvort elskar maður hana eða hatar hana.
Hvað finnst ykkur, verður Ísland sniðgengið í keppninni eða læra Grikkirnir að taka gríni fyrir fimmtudaginn?
Ein ráðvillt
Subscribe to:
Posts (Atom)