Friday, December 31, 2004
Ætla að deila með ykkur stjörnuspánni minni fyrir árið 2005, það verður gaman að sjá hversu mikið er til í því sem stjörnuspekingarnir segja
Það var stundum eins og þú værir í rússíbanaferð á árinu sem er að líða. Stundum var eins og verið væri að sjóða þig í olíu en einnig eins og hunangi væri dreypt yfir þig. Tilgangurinn hefur örugglega verið sá að láta þig komast að því að enginn verður óbarinn biskup. Reiknaðu með að upphaf komandi árs verði í svipuðum dúr. Heilsan mun batna verulega á árinu sem er að ganga í garð og efnahagurinn mun verða góður eins og áður. Ástarmálin voru í nokkurri kyrrstöðu á árinu en nú virðast mikilvægar breytingar vera í aðsigi. Þú munt verða látin axla meiri ábyrgð í vinnunni. En þótt þú verðir metnaðarfull mestan hluta ársins meturðu tillfinningajafnvægið meira en árangur í starfi.
Þar hef ég það, vona nú að þetta með ástarmálin rætist einnig að efnahagurinn verði góður en er hægt annað þegar maður hefur verið í námi og er að byrja að vinna aftur=)
Gleðilegt ár
Anna Dóra
Tuesday, December 28, 2004
Alveg er þetta ótrúlegt ég er búin að vera heima í næstum því viku og finnst það bara vera eins og 2 dagar það er eins og Icy söng hér forðum tíminn líður hratt á gervihnattaöld.
Garg garg og aftur garg, eins og ég hef sagt ykkur áður er ekkert ákveðið í þessum blessaða skóla mínum allt bara undir skipulagi. Var búin að fá stundaskrá fyrir síðustu 2 vikurnar og hvað og hvað fæ tölvupóst í morgun þar sem er búið að breyta stundaskránni og verkefnið sem við áttum að kynna 4-5. jan eigum við að kynna 3. jan og ég sem kem heim 2. jan. Ég og Guðrún erum semsagt í fjarsambandi að vinna þetta blessaða verkefni til að geta skilað því. Við erum þó duglegri en flestir (nema hvað) því við vorum langt komnar með verkefnið, fæstir voru byrjaðir fyrir jól.
Jæja best að hætta þessu bulli, Guðrún bíður á msn-inu óþreyjufull að geta hafið verkefnavinnuna =)
Kveðja í bili
Anna Dóra
Saturday, December 25, 2004
Takk fyrir allar jólakveðjurnar og gjafirnar ég ætla nú ekki að fara að telja upp það sem ég fékk en það kom sér allt mjög vel. Ég komst að lokum heim, var frekar smeyk við veðurspána en það var búist við óveðri í suður-Svíþjóð sem varð ekki svo mikið úr. Svo þegar ég var sest upp í vélina ánægð með lífið bara 3 klst í heimkomuna fékk ég blauta tusku í andlitið, áætlaður flugtími 3 klst og 45 mín vegna gífurlegs mótvinds, þetta voru með lengri 45 mín sem ég hef upplifað. En ég var nú reyndar fljót að gleyma þeim þegar ég sá hver kom og sótti mig, haldiði ekki að Rúna og Halldór Óskar hafi komið með Magga að sækja mig. Á Þorláksmessu vék drengurinn ekki frá mér, hann var svo glaður að besta frænkan væri komin heim.
Jólakveðja úr frostinu á Íslandi, ekki nema -12 þegar ég kom en hlýnandi bara -4 í dag.
Anna Dóra
Tuesday, December 21, 2004
Jólafrí ó jólafrí tralalalalalalala
Jæja þá er maður kominn í langþráð jólafrí og í fyrsta skipti ætla ég bara að slaka á, engin vinna bara að njóta þess að vera til og hitta vini og ættingja. Prófið í morgun gekk held ég barasta ágætlega, við vorum 4 í hóp sem ræddum 2 tilfelli sem geta komið upp við svæfingar og skiluðum inn sameiginlegu svari.
En á morgun gerist það, tek lestina héðan klukkan 13:30 og svo á ég flug klukkan 20 frá kastrup og verð lent heima um 22 hrikalega hlakka ég til. Ef einhver vill ná sambandi við mig er annaðhvort að hringja heim til mömmu og pabba eða gsm-inn minn +46(0)708319753 =)
Hlakka til að sjá alla
Jólakveðja
Anna Dóra
Monday, December 20, 2004
Nú styttist í það bara 1,5 klst í fyrra prófið og ég er orðin mettuð, núna ætla ég bara að reyna að slaka aðeins á og einbeita mér að öndunaræfingum =) Annars gleðifréttir það er snjór úti, fyrsti snjórinn í Karlskrona á þessum vetri, ég er búin að bíða svo lengi eftir að fá smá snjó að þetta hlýtur að vera gott merki fyrir mig að hann komi þegar ég er að fara í próf=) Jæja anda svo rólega inn um nefið og út um munninn og hugsa jákvætt ÞÚ GETUR ÞETTA 2ja daga heimkomukveðja Anna Dóra prófkvíðakerling |
Friday, December 17, 2004
Á til með að deila með ykkur smá jólasveinabröndurum sem ég heyrði í gær bara svona í tilefni þess að það eru að koma jól. Vitiði af hverju jólasveinninn á engin börn.............. jú hann kemur bara einu sinni á ári Vitiði af hverju jólasveininn á engin börn................. jú hann kemur bara í skorsteininn Thí hí hí 5 daga heimkomukveðja Anna Dóra að komast í jólaskap en verður fyrst að klára próflestur |
Wednesday, December 15, 2004
Fallinn með 4,9
Nei nei að sjálfsögðu ekki, nema hvað þá stóðst ég verknámshluta námsins með sóma. Það sem handleiðararnir sögðu að ég þyrfti að bæta en það væri eitthvað sem kæmi að vera aðeins ákveðnari og svo þyrfti ég að byggja upp þykkari skráp gagnvart sjúkraliðunum því margar þeirra hafa unnið þarna í 30 ár og reyna að stjórna nýju starfsfólki eins og þær mögulega geta. En að öðru leiti var allt hið besta. Þá er bara að einbeita sér að næsta hluta þ.e. prófunum. Jæja 7 daga heimkomukveðja Anna Dóra |
Monday, December 13, 2004
Kramiz
Anna Dóra
Vika í próf og ég held ég sé að verða búin að læra yfir mig. Nei nei en greinilegt merki um það sem er efst í mínum huga þessa dagana er að í nótt dreymdi mig að ég var að svæfa kennarann minn og þar sem hlutirnir gengu ekki nógu vel þá bara gerði hann sér lítið fyrir og vaknaði til að leiðbeina mér =) Annars gengur allt vel og ég er að undirstinga handleiðarana mína fyrir góða einkunn.
Jæja best að snúa sér að skólabókunum 9 daga heimkomukveðja Anna Dóra |
Saturday, December 11, 2004
Hvað er að okkur konum? Fór í gær í bíó að sjá vinkonu okkar allra Bridget Jones sem var hin ágætasta skemmtun. Á leiðinni heim vorum við einmitt að tala um að það sorglega við þessa mynd er að það leynist lítil Bridget í öllu kvenfólki, eitt á ég til dæmis sameiginlegt með Bridget og það er "very bad hairday" allt árið =) Annað sem við vorum að velta okkur uppúr er af hverju föllum við alltaf fyrir Daniel Cleaver týpunum þegar við þráum að hitta Mr. Darcy. Smá vangaveltur um lífið og tilveruna hér í Karlskrona. Annars er bara rúm vika í prófin =( og lokadómur um frammistöðu mína í verknáminu fellur næsta miðvikudag=S þannig að það er eins gott að fara að snúa sér að bókunum og hugsa fallega til handleiðaranna. Þetta er Anna Jones á barmi örvæntingar |
Thursday, December 09, 2004
Tuesday, December 07, 2004
Monday, December 06, 2004
Það versta við að vera í skóla er að þurfa að fara í próf!! Nú styttist óðum í prófin bara 2 vikur og Anna Dóra er farin að finna fyrir spennu og kvíða eins og vanalega. Versta er að allir í vinnunni eru svo rólegir segja mér að reyna að slaka á því prófin gangi oftast vel. Ég hef náttúrulega ofurtrú á sjálfri mér og veit að ég næ prófunum en engu að síður læðist stressið aftanað manni eins og lúmskur draugur. Annars var ferðin upp til Växjö æðisleg þið vitið ekki hvað það er gaman að fara í svona stórar dótabúðir, ég yngist um 25 ár og langar í allt sem í boði er (þið getið rétt ímyndað ykkur hvað púkinn minn á eftir að græða á þessarri ferð) ég gjörsamlega gleymi stað og stund. Svo áttu þeir líka smá snjóleifar þarna uppi sem ég prófaði aðeins að trampa í, hér hefur bara verið smá slydda enginn snjór :-( 16 dagar í heimkomu, Anna Dóra |
Thursday, December 02, 2004
Ég er ekkert smá heppin
Var í dag á brjóstholsskurðdeildinni, var aðeins að fá að fylgjast með hvernig svæfingin er hjá þeim því þau vinna öðruvísi en við og ég fékk barasta að sjá meirihlutann af því sem þau gera. Ég sá þá skipta um hjartaloku, gera hjáveituaðerð á hjarta og leggja inn gangráð. Enda átti starfsfólkið ekki til orð yfir hvað ég hefði verið heppin. Á morgun fer ég svo með Guðrúnu og Eiríki upp til Växjö þar sem við ætlum að gleyma okkur í dótabúð kannski að við kaupum einhverjar jólagjafir ef við munum eftir því (ég er ansi hrædd um að mig eigi eftir að langa að kaupa allt sem ég sé eða að minnsta kosti prófa það) :Þ Svo verður lokadjamm fyrir próf um kvöldið, jólapartý lyfjasviðs ég efast nú um að ég endurtaki leikinn frá því í fyrra og syngi fyrir þau á íslensku en aldrei að vita hvað verður!!! Jæja er að hugsa um að læra smávegis eða á ég bara að slaka aðeins á hmmmm Anna Dóra |
Wednesday, December 01, 2004
1. des = oppna fyrsta gluggann á súkkulaðidagatalinu Allt í góðu gengi hér aðventan gengin í garð þannig að ég er byrjuð að skreyta. Setti í dag upp jólastjörnu í eldhúsgluggann og jólaseríu í stofugluggann er nefnilega að reyna að lauma jólaskapinu inn með próflestrinum. Annars finn ég að ég er að byrja að verða stressuð fyrir prófin og nettur hnútur kominn í magann sem ég efast um að hverfi fyrr en klukkan 2 þann 21. des þegar prófin eru formlega búin. Annars er afmælistíminn genginn í garð. Afi minn á afmæli í dag, Jóhanna skvísa á afmæli á föstudag, Edda frænka á laugardag og Binni sonur hennar á sunnudag þannig að til hamingju með það öllsaman. Ég hugsa til ykkar. Afmæliskveðjur frá Karlskrona Anna Dóra |
Sunday, November 28, 2004
Eini gallinn við það að hafa ekki þvottavél í íbúðinni hjá sér eru hinir sem virðast líka þurfa að þvo. Átti þvottahúsið um síðustu helgi en var barasta alltof slöpp til að nenna að druslast niður með allan þvottinn minn. Svo þegar ég ætlaði að panta nýjan tíma var ekkert laust nema í morgun þannig að ég er búin að standa á haus frá því klukkan 8 í morgun og þvo 2ja vikna uppsafnaðan þvott og ég get sagt ykkur það að skáparnir mínir eru því sem næst tómir. Annars er allt gott að frétta, djamm síðasta föstudag og annað næsta föstudag. Ætla reyndar næsta föstudag með Guðrúnu og Eiríki upp til Växjö og við ætlum í dótabúðaleiðangur í Toys'r'us ég hlakka svo til að það er ekki venjulegt.
Bið að heilsa í bili, þvotturinn kallar Anna Dóra |
Tuesday, November 23, 2004
Ímyndið ykkur þetta og hugsið hvað er að?
Hversu langt eigum við eiginlega eftir að ganga með þessu svokallaða raunveruleikasjónvarpi? Piparsveinninn, piparjúnkan, ást eða peningar, survivor, robinson, farmen, hver vill giftast pabba mínum og ég veit ekki hvað. Núna það nýjasta gay or straight. Ung og hugguleg (nema hvað) dama ein með 14 karlmönnum, helmingur þeirra er samkynhneigður, allir eru þeir að keppa um ástir hennar, ef hún velur homma fær hann miljón dollara ef hún velur "rétt" fær hún peninginn HJÁLP hvað er að!!! Mér finnst reyndar ágætis framtak hjá einni sjónvarpsstöðinni hérna sem er að gera grín að þessum þáttum í formi jóladagatals. Í fyrra var það jólasveinninn á loftinu, 24 einstaklingar sem lifðu á möndlugraut og sælgæti og einn kosinn út á hverjum degi. Núna hver verður frú Sveinki 24 stúlkukindur að keppa um ástir Sveinka og byrjar 1.des ég er svo þreytt á þessu raunveruleika sjónvarpi að ég hugsa að ég bara kveðji að sinni. Anna Dóra ekki næsta frú Sveinki :-) |
Saturday, November 20, 2004
Þetta kalla ég þjónustu í lagi. Var semsagt að panta mér linsur í vikunni og hérna fær maður alltaf augnskoðun með hverri linsupakkningu bara til að þeir séu vissir um að maður sé ekki að fá linsur sem eru annaðhvort of daufar eða sterkar. Annars er ég frekar slappur núna, með verki um allan líkamann, reyndar hitalaus en mér virðist ekki ætla að hlýna þannig að öllum djammplönum kvöldsins verður frestað þar til um næstu helgi þar sem ég hef ekki tíma til að verða veik. Ég og Guðrún erum búnar að vera hrikalega duglegar að læra og komnar ágætlega af stað með síðasta verkefnið okkar, gengur hrikalega vel í vinnunni og höldum barasta að við séum bestar þó svo við segjum sjálfar frá. Jæja ætla að hugsa vel um mig í kvöld, á víst að mæta í vinnuna annaðkvöld. Kveðja Lasarusinn í Karlskrona |
Wednesday, November 17, 2004
Þvílíkur dagur sem ég hef átt í dag. Í morgun í vinnunni var kvartað um að það væri of mikil ilmvatnslykt af mér og ég var send niður í sturtu........ það er nú oftast á hinn veginn að fólk kvarti frekar undan svitalykt heldur en góðri lykt c",). Fór svo á fyrirlestur og þegar ég kom tilbaka kallaði deildarstjórinn í mig, great hugsaði ég fæ ég fyrirlestur um ilmvatnsnotkun núna en nei hvað haldiði hún bauð mér VINNU þið eruð semsagt að lesa dagbókarfærlsu eftir nýjasta starfsmann svæfingadeildarinnar hér í Karlskrona JIBBÝ JIBBÝ endalaus gleði, ég er semsagt búin að fá afleysingastöðu á svæfingunni fram til ágústloka 2005 og þá er bara að sjá hvað gerist.
Bið að heilsa frá gleðigeiminu á Snapphaneväg Anna Dóra sem er í þvílíka dúndurgleðiskapinu :-) |
Friday, November 12, 2004
Hittumst í dag Íslendingarnir og gerðum saman laufabrauð og hlustuðum á jólatónlist, ekkert smá skemmtilegt- hávaðasamt en gaman.
Hitti líka starfsmannastjórann og deildarstjórann á bráðamóttökunni og fæ svo að vita meira í næstu viku hvernig þetta verður allt saman og Maggi, ég byrja ekki að vinna fyrr en eftir að þú verður farinn heim þannig að þú þarft ekkert að væflast um einn meðan ég er að vinna.
Setti inn smá myndir frá laufabrauðsgerðinni.
Verðum í bandi
Kveðja
Anna Dóra
Tuesday, November 09, 2004
Jæja þá er komið að því, ég hitti semsagt starfsmannastjórann hann Mats í dag og eins og staðan er í dag get ég því miður ekki fengið vinnu á svæfingunni fyrr en í haust en hann bauð mér stöðu á bráðamóttökunni hérna þangað til, sagði að þar væri ég vel geymd en ekki gleymd því þau hefðu mikinn áhuga á að fá mig síðan til starfa þau geta bara ekki ráðið mig í janúar. Ég var því bara mjög sátt, bráðamóttakan er mun betra en ekki neitt og svo verð ég dugleg að minna hann á mig. En svo er líka eins og hann sagði að ástandið getur breyst eins og hendi sé veifað og aldrei að vita nema hann þurfi fyrr á mér að halda inn á svæfinguna, ég bara vona hið besta. Á semsagt að hitta hann og deildarstjórann á bráðamóttökunni á föstudaginn kl 10, ætli það sé ekki til þess að semja um laun og annað.
Jæja ætla að fara og kíkja á Fab Five gaurana
Anna Dóra
Monday, November 08, 2004
Þannig að ég ætla að biðja ykkur að hugsa fallega til mín í hádeginu á morgun og það væri ekki verra að þið mynduð krossleggja fingurna c",)
Bjartsýniskveðja
Anna Dóra
Tuesday, November 02, 2004
Jæja best að byrja á næsta verkefni
Anna Dora föst á Stensleið hinni "einu réttu"
Sunday, October 31, 2004
Monday, October 25, 2004
Wednesday, October 20, 2004
Keyrði í dag samtals 400 km, 200 hvora leið til þess að kaupa íslenskan fisk. Ég og Guðrún pöntuðum semsagt íslenskan fisk sem ég sótti niður í Lund í dag og svo buðu Guðrún og Eiríkur uppá fiskinn þegar ég kom tilbaka og ég get sagt ykkur það að hann var hvers kílómeters virði og eiginlega meira en það, þannig að núna á ég 4,5 kg af fiski í frystinum þvílíkur lúxus.
Annars allt gott að frétta, dómur féll í gær á því hvernig ég hef staðið mig í verknáminu og að sjálfsögðu var ekkert nema gott sagt um mig c",) og ég stóðst fyrri hluta verknámsins.
Sé fram á hrikalega spennandi og skemmtilegan afmælisdag á morgun, umræðufundur frá 9-15 en hei það gæti verið verra (alltaf að leika pollýÖNNU). Fékk reyndar pakka í gær svona fyrirfram frá Caroline svakalega flott veggskraut sem má bæði nota sem kertastjaka eða fyrir smáblóm.
Smá kveðjur, Mæja pæja til hamingju með gærdaginn og Rúna til hamingju með morgundaginn
kram
Anna Dóra orðin afmælisbarn eftir 2 klst
Sunday, October 17, 2004
Jæja þá er að snúa sér að lærdómnum,
Anna Dóra nývöknuð eftir næturvaktina
P.s Raggi til hamingju með daginn í gær
Thursday, October 14, 2004
Annars allt gott að frétta, fæ að vita í næstu viku hvað handleiðurunum finnst um mig, hvort ég sé algjör njóli úti á hóli eða hvort ég viti eitthvað í minn haus, við eigum nefnilega að hittast með kennaranum og fara í gegnum það hvernig ég hef staðið mig- hjálp fæ ég allt bullið í hausinn-
en má ekki vera að þessu blaðri núna
verðum í bandi- þar til næst....................................
Anna Dóra
P.s til hamingju með daginn Ninna Rós
Monday, October 11, 2004
Dagurinn í dag, byrjaði á því að ég svaf yfir mig, vaknaði kl. 9 og átti að vera mætt 8:30, hrökk upp, hringdi til að láta vita af mér, henti mér í sturtuna og svo beint út, fór reyndar í föt þar á milli ;-). Þegar ég svo kom í vinnuna var handleiðarinn minn í besta skapi og fannst þetta nú ekki mikið mál við myndum bara byrja á því að fá okkur kaffi í rólegheitunum, hitti svo Guðrúnu sem sagði að við ættum að mæta í skólann á umræðufund kl 13 sem ég var búin að afskrifa og var þar af leiðandi ekki nógu vel undirbúin en það gekk vel engu að síður- vona ég alla vega.
Helgin var reyndar mjög fín, skellti mér með stelpunum á hinn eina sanna schlagerbar, dró Huldu og Guðrúnu með, og svo var matarboð hjá Huldu og Steina í gær ekkert smá gott.
Jæja bið að heilsa í bili, lofaði Maríu handleiðaranum mínum að lesa heima fyrir það sem við ætlum að gera á morgun.
Kveðja
Ein sem hafði stór orð um það í gær að hún ætlaði að fara að taka sig á, að vera ekki alltaf á síðustu stundu=)
Thursday, October 07, 2004
Í morgun þegar ég var að ganga í vinnuna var ég það heppin að ein bekkjasystir mín keyrði framhjá mér og pikkaði mig upp, hún þekkti mig nefnilega á rólega göngufasinu, hún sagði ég vissi að þetta væri þú því þú ert aldrei á hraðferð c",)
Annars allt gott að frétta, gengur vel í skólanum- nema hvað.
Jæja bið að heilsa í bili úr rólegheitunum
Anna Dóra
P.s til hamingju með daginn Eiríkur
Sunday, October 03, 2004
Merkisdagur í dag, Lilja vinkona og Villi frændi minn eiga afmæli í dag, og svo er Sigrún frænka mín að skíra litlu prinsessuna sína.
Kveðja
Anna Dóra
Thursday, September 30, 2004
Í vikunni þreytti ég líka frumraun mína í sultugerð, gerði chilipaprikusultu og tókst svona hrikalega vel, hún bragðast allavega vel og það er fyrir mestu ekki satt.
Bið að heilsa ykkur í bili þar til næst...............
Anna Dóra
Saturday, September 25, 2004
............ fá aðra kveðjugjöf frá deildinni, það var víst staðið fyrir söfnun og fékk ég 2 rosalega flotta trékertjastjaka og 2 myndir, önnur með fílum og hin með zebrahestum (þau þekkja Afríkustílinn minn)
........... vita ekki hvernig ég átti að vera þegar mér var færð kveðjugjöfin í fordrykknum heima hjá Lindu
.......... mæta í kveðjupartýið sem endaði heima hjá lækninum, hann er að reyna að selja íbúðina sína og vildi hávaða og læti svo nágrannarnir myndu borga með íbúðinni NB!! engan misskilning hér, ég fór ekki ein í eftirpartýið
......... vera í partýinu til 04 sem ég held að sé met hjá Svíum !!!
......... reyna að setja saman ritgerð í stjórnun
Þar til næst ætla ég að
............ vera langt komin með þessa blessuðu ritgerð
........... vera dugleg að læra þar sem ég á von á yfirheyrslu um skammtastærðir og ýmislegt fleira í næstu viku
.......... byrjuð að æfa á fullu a.m.k fara út að labba x 3 í viku
.......... halda áfram að njóta þess að vera til og láta mér líða vel
hej då så länge
Anna Dóra
Wednesday, September 22, 2004
Tuesday, September 21, 2004
Annar handleiðarinn minn hún Cecilia er líka eineggja tvíburi og 5 mínútum yngri en systir hennar, nákvæmlega eins og ég og Rúna.
Hérna kemur smá skoðanakönnun:
Hef undanfarna viku bæði á leiðinni í vinnuna og heim gengið framhjá fugli (veit svo sem ekki hvort þetta sé alltaf sami fuglinn) sem gengur út á götuna og hoppar svo í burtu áður en bílarnir koma. Nú er spurningin
a) Hann er leiður á lífinu og er í sjálfsvígshugleiðingum, á bara erfitt með þessa ákvörðun
b) Hann er með gráa fiðringinn og þetta er hans leið til að sýna dömunum hversu kúl hann er þar sem hann hefur ekki efni á blæjubíl
Hvað haldið þið, orðið er frítt!!!
Kveðja
Anna Dóra
Friday, September 17, 2004
Þar sem ég er frekar þurra húð eftir vikuna í sólinni og sjónum er ég búin að vera bera á mig hrikalega gott og feitt krem frá body shop, gerði ekki alveg ráð fyrir því að lyktin myndi halda jafn lengi og hún gerir og varð því frekar hverft við þegar einn svæfingalæknirinn kom inn á stofuna þar sem ég var að svæfa sjúkling og sagði "er ég að verða vitlaus eða er kókoslykt hér inni" ég vissi uppá mig sökina og varð því að gefa mig fram sem eiganda lyktarinnar, svona var þetta allan daginn sama hvar ég fór alls staðar heyrði ég "finniði kókoslyktina" ekki slæmt að það sé svona góð lykt af manni en þetta var kannski ekki alveg rétti staðurinn fyrir það.
kveðja
Anna Dóra Kókosgella
Sunday, September 12, 2004
Dagur 1
Lentum á flugvellinum í Varna um 13 og allt gengið mjög vel, ég ætlaði reyndar aldrei að komast í gegnum vegabréfsskoðunina, hann rýndi og rýndi í vegabréfið mitt, snéri því á alla kanta og ég veit ekki hvað, spurði svo loksins hvaða stafur þetta væri og benti á LL í Halldóra hvort þetta væri W ég gat nú sagt honum að þetta væru 2 L og hann stimplaði vegabréfið mitt og hleypti mér í gegn. Við komust svo heilar á höldnu á hótelið í Albena, ekkert smá fallegt en þurrt landslag, heilu akrarnir af sólblómum sem hefðu verið meiriháttar ef þau hefðu verið enn í blóma. Hótelið var mun betra en við áttum von á, búið að lýsa því fyrir okkur sem mjög gömlu og slitnu sem það var en samt betra. Ég var í herbergi með Carro og Jessicu og við skiptumst á að sofa á aukabeddanum því það var gamall tréhægindastóll sem var útdreginn, u.þ.b. 20 cm bil þar sem hnén komu og það var um að gera að snúa sér reglulega til að forðast legusár svo harður var hann, en við lifðum þetta af eins og allt annað. Kíktum svo aðeins á ströndina til að kanna aðstæður og fengum okkur svo að borða og þá kom líka þessi hrikalegasta rigning sem við höfum séð en þetta var bara "skúr" sem gekk yfir á klst. Saddar og þreyttar eftir langan dag fórum við uppá hótel að sofa.
Dagur 2
Eftir morgunmat var slappað af á ströndinni og ákveðið að kíkja svo á lífið í bænum um kvöldið. Við komum við í næstu búð og keyptum okkur vínflösku og hittumst svo inni á herbergi, kíktum svo á hótelbarinn, þetta dróst svo hrikalega hjá okkur að um miðnættið þegar við kíktum út, var allt að loka og við fengum náðarsamlegast að kaupa samlokur á einhverjum barnum sem við löbbuðum framhjá, fengum svo að vita daginn eftir að ferðamannatímabilið er bara út sept. þannig að það var orðið frekar rólegt í bænum. Þannig að ekki varð mikið úr djamminu í þessarri ferðinni.
Dagur 3
Fórum í verslunarferð til Varna, fengum næstum paník á útimarkaði sem við kíktum á, yfir ágengni sölumanna allir vildu selja okkur peysur, boli, skó, nærföt eða töskur og voru ekkert að sleppa okkur. Við enduðum reyndar allar á því að kaupa okkur Diesel peysur á 1200 kr íslenskar og vorum svo fljótar að forða okkur sem var kannski eins gott, því þessar hlýju peysur björguðu okkur alveg, um leið og sólin hvarf fór hitinn nefnilega líka og kvöldin voru ísköld. Um kvöldið fórum við svo í fyrsta skipti út að borða á Poco Loco veitingastað þar sem þjónarnir dansa og við erum að tala um ekkert smá flott show hjá þeim, lifandi tónlist þannig að í rauninni fær maður dinner and a show, stelpurnar féllu kylliflatar fyrir þessum sætu þjónum þannig að þetta varð okkar staður, var reyndar eini staðurinn þar sem var eitthvað líf þannig að þetta var svo sem í lagi.
Dagur 4
Slappað af á ströndinni hrikalega háar og lokkandi öldur en bannað að fara í sjóinn einmitt þegar mann langaði til þess sem mest, en best að hlíða strandvörðunum, kíkt í búðir, fengum nýja nágranna, Svíar öðrum megin og frekar spúkí Rússi hinum megin sem sagðist vera demókrati og skrifa fyrir einhvern sem var gerður útlægur (hugsa að það sé einhver georgíumaður, kannaðist alla vega við það úr fréttum) en við reyndum bara að forðast þennan kall og fórum svo út að borða á Poco Loco um kvöldið mér var boðið upp 2svar og fékk svo lítinn hjartalímmiða að launum fyrir =) ekkert smá gaman.
Dagur 5
Fórum í bátsferð út frá Balchik, ekkert smá fallegur dagur, ákvað samt að taka sjóveikitöflu svona fyrirbyggjandi og sem betur fer, því það var frekar lúmskur öldugangur. Carro greyið varð svo sjóveik að hún bara lá kyrr og naut ferðarinnar engan veginn. Um hádegið var stoppað í vík (frekar óspennandi) og manni boðið að synda, veiða á handfæri eða bara njóta góða veðursins meðan skipstjórinn undirbjó handa okkur hádegismat. Þar sem sjórinn var frekar skítugur þarna, ýmislegt rusl á floti ákvað ég að reyna að fiska sem gekk reyndar ekki fiskurinn frekar latur svona í góða veðrinu, kastaði reyndar prikinu sem hélt færinu fyrir borð en skipstjórinn bjargaði mér og sótti það með háf. Það fyndnasta við þessa bátsferð var að þarna í Búlgaríu voru samankomin á þessum bát, 3 búlgarar (fararstjórinn og tveir af bátnum) 6 Svíar, 1 Norðmaður, 2 Finnar og Íslendingurinn Anna Dóra vantaði bara Dani og þá hefðum við getað stofnað nýtt Norðurlandaráð =) Fórum svo að borða nema hvað á Poco Loco um kvöldið, vorum farnar að kunna prógrammið utanað og ég var búin að benda stelpunum á að mér fyndist þetta eiginlega orðið neyðarlegt að fara alltaf svona á sama staðinn en þetta var eini staðurinn þar sem var eitthvað um að ske og ég var 1 á móti 4 þannig að ég fékk að bakka.
Dagur 6
Ég, Caroline og Jessica ákváðum að gefa húðinni smá frí frá sólinni (líka af því að það var svo kaldur vindur) og kíkja í búðir. Held við getum sagt að við séum búnar að bjarga efnahag þeirra Búlgara sem hafa sumaraðstöðu á Albena. Ég verslaði a.m.k allar jólagjafirnar þannig að ég ætla ekki að segja hvað ég keypti, allt var á útsölu því ferðamannatímabilið fer að hætta. Ákváðum reyndar um kvöldið að fara á nýjan veitingastað, sænskan stað en viti menn, þjónarnir af Poco Loco komu hlaupandi með matinn, þá var þessi sænski staður hluti af einhverri keðju 3ja staða sem voru með sitthvorn matseðilinn eldaðan í sama eldhúsinu og borinn fram af sömu þjónum =0)
Dagur 7
Hrikalega kaldur vindur samt 25°C þannig að við ákváðum að gefa Varna annað tækifæri bara forðast þennan hrikalega markað sem við fórum á síðast. Nú gekk allt mikið betur við fórum reyndar á annan markað og merkilegt nokk keyptum bara ekki neitt. Annars virðist Búlgurunum nægja smá hola mestalagi 2x5 metrar þá er skellt upp hillum og opnuð búð enda gerðum við mikið af því að skoða í búðarglugga, hættum okkur ekki alveg inn í búðirnar.
Þar sem þetta var síðasta kvöldið fórum við út að borða á Poco Loco og Carro fékk að dansa við strákinn sem henni fannst svo sætur, bjargaði fríinu hennar!!
Dagur 8
Áttum að skila herberginu kl 12 og fjandans já ég segi fjandans ræstinakonurnar voru komnar inn á herbergin að þrífa áður en við vorum komnar út og skildu náttúrulega ekki stakt orð í ensku þegar við vorum að reyna að útskýra að við værum að fara hvort þær gætu komið seinna =(. Dagurinn var svo tekinn létt, slakað á við sundlaugina á næsta hóteli (hvorki sundlaug, né morgunmatur á okkar hóteli við fórum á hótelið við hliðina á á morgnana) svo kíkt í bæinn og reynt að eyða síðustu levunum okkar, borðuðum svo á sænska staðnum (stelpunum langaði svo í fisk og kartöflumús) og svo var haldið heim á leið. Að sjálfsögðu lenti ég aftur í vandræðum í vegabréfaskoðuninni þeir snéru vegabréfinum mínu á alla kanta og skoðuðu hverja síðu, hleyptu mér svo að lokum í gegn en komu svo á eftir mér og báðu um að fá vegabréfið mitt lánað í 2 mín. ég náttúrulega varð eins og eitt spurningamerki í framan og spurði why? þá kom maður sem talaði ensku og útskýrði að þetta væri svo þeir gætu lært hvernig íslenskt vegabréf liti út (ég er farin að halda að ég sé fyrsti Íslendingurinn sem hefur stigið fæti sínum til Varna og Albena) þannig að gott fólk afrit af vegabréfinu mínu er notað sem kennslugagn fyrir flugvallarstarfsmenn í Varna, kosturinn reyndar að ef ég kem aftur þá ættu þeir að þekkja mig c",)
Jæja bið að heilsa í bili, ætla að kíkja í lærubækurnar, búin að þvo hrikalega er ég dugleg, læt ykkur svo vita þegar ég hef sett inn myndir.
Anna Dóra kennslugang í því hvernig íslenskt vegarbréf lítur út
Friday, September 03, 2004
Annars er ótrúlegt hvað fólk leggur á sig fyrir dýrin sín, ég er sjálf mikill dýravinur en mér finnst hundar ekki eiga heima í blokk, það er par fyrir ofan mig (3.ja hæð) sem var að fá sér Schäffer hvolp og þar sem hvolpgreyið á bágt með stigana ennþá eru þau hlaupandi með greyið í fanginu upp og niður mörgum sinnum á dag til að hleypa honum út að gera stykkin sín (við vitum hvernig hvolpar eru, sífellt að tæma) persónulega finnst mér að ef maður vill eiga hund þá verður maður að hafa garð.
Verð annars að deila með ykkur dýrasögu fyrst ég er byrjuð. Í gærkvöldi sauð Rúna systir fisk sem er svosem ekki í frásögur færandi nema það að Halldór Óskar horfir á diskinn sinn og segir "þetta er Nemó" ég hélt ég yrði ekki eldri ég hló svo mikið þegar ég fékk að vita þetta.
Jæja þá ætla ég að fara að pakka og þrífa íbúðina fyrir fríið, það er svo mikill munur að allt sé hreint þegar maður kemur heim.
Anna Dóra í nettum sumarfíling
Thursday, September 02, 2004
Suma daga er maður meira mis en aðra, í dag t.d. æltaði ég að vera rosalega dugleg, þvo og svoleiðis fyrir utan að læra heima náttúrulega. Kom heim um 4 úr skólanum og drusla nú þvottinum niður í þvottahús og þegar ég kem niður er einhver byrjaður að þvo í mínum þvottatíma ég setti auðvitað saman nokkur velvalin orð sem eiga ekki heima hér fyrir þessa frekju og verður þá litið á töfluna þar sem maður pantar tíma og viti menn ég á þvottahúsið á morgun, ég var alveg viss um að ég hefði pantað þvottahúsið í dag svo allt væri nú þurrt og fínt þegar ég kæmi heim úr skólanum á morgun og gæti bara byrjað á því að pakka- nei nú verður þvegið, ofurkrafturinn settur á þurrkherbergið.
Þökk sé þessrri nútímatækni þá er ég að fara í saumaklúbb heima annaðkvöld, jú MS-gellurnar ætla að hittast og Ásdís pæja er með vefmyndavél þannig að ég ætla að kíkja við hjá þeim, verst að ég geti smakkað á góðgætinu sem í boði verður.
Jæja ætli það sé ekki best að fara að sofa, umræðutími á morgun í skólanum mikið hlakka ég til (sá einhver kaldhæðnina í þessu)
Bið að heilsa í bili og óskið mér góðs gengis á morgun
Anna Dóra, eitthvað frekar mis í dag
Tuesday, August 31, 2004
Skellti mér í sund í morgun með Guðrúnu og það var nú bara hellingur af fólki í lauginni sem syntu næstum allir eins og aldraðir Íslendingar með höfuðið uppúr (NB! mikið af ungu fólki og fólki á miðjum aldri líka) við íslensku skvísurnar tókum nú bara 500 metrana the Icelandic way snabbt og effektivt. Svo þegar við vorum að stíga uppúr lauginni kom baðvörðurinn til okkar og spurði hvað lægi á, hvort við værum að stefna á úrslit í næstu ólympíuleikum eða hvað, þetta væri nú illa gert gagnvart hinum að synda svona hratt. Við bara vissum ekki hvaðan á okkur stóð veðrið og bara brostum að kallinum sem sagði okkur að synda rólega áður en hann kvaddi okkur.
En bara 4 dagar í sumarfrí
kveðja
Anna Dóra
Sunday, August 29, 2004
Kveðjugjöfin
Sætir þessir samstarfsmenn mínir á hjartadeildinni, þetta fallega blóm fékk ég í kveðjugjöf og svo var búið að panta tertu sem við gæddum okkur á í nótt, reyndar ekki mjög hjartavæn terta frekar í hina áttina alger kólesterólbomba en mjög góð engu að síður. Þannig eru nefnilega hjartahjúkkur prédika yfir sjúklingunum um heilsusamlegt líferni en fylgja því kannski ekki til hins ítrasta sjálfar.
Anna Dóra
Saturday, August 28, 2004
Annars önnur gleðifrétt, eðlumaðurinn af neðri hæðinni er fluttur (allt í lagi smá útskýring fyrrverandi nágranni minn er með eðlu fyrir gæludýr) þó svo hann hafi aldrei valdið mér neinum ama þá finnst mér gott að vita til þess að eðlan sé horfin út úr húsinu, ég hef aldrei skilið þá sem vilja eiga svona "gælu"dýr, þetta er eins og allir Svíarnir sem eiga skjaldbökur sem "gælu"dýr what's the point maður getur hvorki klappað þeim né faðmað þær, en svona eru þessir rugludallar.
Spáið í það á þessum tíma eftir viku verð ég að sóla mig á strönd svartahafsins.
Síðasti vinnudagurinn minn er í nótt, eftir það þarf ég að stóla á veikindi annarra til að koma inn að vinna (hræðileg tilhugsun) þannig að hugsiði fallega til Lín sem eru að taka afstöðu til þess hvort ég eigi rétt á námsláni eða ekki, kræst ég get orðið titlað mig sem fátækan námsmann og meint það.
Kveðja
Anna Dóra
Thursday, August 26, 2004
En annars er allt gott að frétta, styttist í sumarfrí og ég hlakka sko til, önnur ánægju og gleði frétt er að ég ætla að koma heim um jólin í 2 vikur, Maggi kemur til mín í nokkra daga og svo förum við samferða heim, ég á nefnilega 2ja vikna jólafrí ef frí skyldi kalla því við byrjum svo á hálfgerðu prófi/kynningu á ritgerð strax 3.jan. og svo er síðasti skóladagur 14. jan.
En nú er bara að reyna að byrja að læra svo ég sé nú komin af stað áður en ég fer í frí.
kveðja
Anna Dóra
Monday, August 23, 2004
Tíminn er ekkert smá fljótur að líða, það er ár liðið síðan Rúna og Eiríkur giftu sig mér finnst svo stutt síðan við vorum að flippa í gæsaveislunni og semja lagið sem við tókum í brúðkaupinu sem var svo bara Ekkert mál.....
Áður en ég veit af verða þau komin með fleiri börn og einbýlishús og ég skil ekkert í því að tíminn líði svona hratt því ég held að ég sé föst í einhverju öðru tímatali heldur en flestir aðrir því tíminn líður hægar hjá mér c",)
Jæja ætla að hætta þessu bulli og reyna að gera eitthvað sniðugt
pappírsbrúðkaupskveðjur frá Karlskrona
Anna Dóra
Sunday, August 22, 2004
Áfram Ísland
Anna Dóra
P.s. var að setja inn myndir frá því að mamma, pabbi og Helga Dís voru hjá mér, endilega lítið við
Friday, August 20, 2004
Til hamingju með daginn Maggi hafðu það sem allra best í dag
Í gær fengum við okkur þann mesta skrímslaís sem ég hef á ævinni séð, græðgin er að gera útaf við mann. Fórum semsagt í Glassieren sem er aðalísbúð bæjarins og fengum okkur sérréttinn þeirra, tvær bragðtegundir af kúluís og svo mjúkan ís ofaná í nýbakaðri vöfflu, þetta var það mikið að ísfólkið (Anna Dóra, Nannfríður og Helga Dís) gátu ekki klárað ísinn sinn og ég efast að það hafi gerst áður í sögu ísfólksins, pabba hins vegar nægði að sjá skrímslið til að verða saddur.
Afmælis- og ískveðjur frá Karlskrona
Ísfólkið c",) c",) c".) c",)
Thursday, August 19, 2004
Annars er lífið ljúft, mamma og pabbi stjana í kringum mig (átti svo sem ekki von á öðru) og svo erum við búin að skoða margt og mikið, fórum m.a. í frábæra siglingu um skerjagarðinn og báturinn sigldi svo hratt með vindinum að áður en við vissum af fengum við ískalda gusu úr Eystrarsaltinu yfir okkur, þá ákváðum við að sólin fengi að bíða, við myndum sitja inni. Í gær fórum við svo og versluðum föt og ýmsar aðrar græjur meira að segja ég fataði mig upp fyrir skólann og keypti mér ný gleraugu.
Við biðjum að heilsa héðan frá Karlskrona, ætlum í Wamöpark að skoða og svo á kaffihús sem er staðsett uppi á útsýnispalli.
Anna Dóra og fjölskylda
Sunday, August 15, 2004
Annað skemmtilegt sem gerist á morgun eftir vinnu er að mamma, pabbi og Helga Dís koma til mín og verða fram á laugardag, ég er svo sjálfselsk að um leið og ég vissi að þau voru lent í Köben þá vildi ég bara að þau kæmu beint til mín og slepptu því að kíkja á Röggu syss, allt í einu voru þau svo nálægt en samt svo langt í burtu, ég finn alltaf þegar einhver er á leiðinni hversu mikið ég sakna þeirra (sjá allir duldu skilaboðin- ég vil fá ykkur í heimsókn) svona þykir mér ofboðslega vænt um ykkur. Hjálp ég held ég fari að hætta þessarri væmni áður en flóðgáttirnar opnast.
Bið að heilsa í bili
Anna Dóra
Friday, August 13, 2004
Ætli þetta sé ekki eitthvað í okkur Íslendingum, ég heyri bara í mömmu minni segja ekki hanga inni í góða veðrinu c",)
Kveðja frá Karlskrona,
Anna Dóra með samviskubit að bíða eftir þvottavélinni í góða veðrinu
P.s Til hamingju með daginn Eiríkur, góða skemmtun í sveitinni
Kræst var næstum búin að gleyma að segja ykkur frá því að ég hélt ég myndi deyja í gærkvöldi og ég er ekki að ýkja. Sá þessa líka flennistóru köngurló sem minnti mig bara á skrímslin í arachnachphobia myndinni (ok smá ýkt kannski en hún var eins og þessar minni sem voru út um allt eins og þessi í poppskálinni), ég er ekki að grínast en ég kaldsvitnaði og gólfið fór á hreyfingu en sem betur fer bjargaði Eiríkur mér þetta var skelfileg lífsreynsla, ég vona að ég sjái svona ekki aftur nema kannski í sjónvarpinu =(
Wednesday, August 11, 2004
Annars er ég að fara í bólusetningu á morgun, datt allt í einu í hug að láta athuga hjá mér mótefnavaka gegn lifrarbólgu B því ég fékk mína bólusetningu '98 og hvað kom í ljós, jú ég hef enga vörn gegn lifrarbólgu B þannig að ég mæli með því að þið sem eruð með "gamla" bólusetningu látið athuga ykkur, þetta er jú ekkert sem maður vill taka sénsinn á.
Jæja þá er að fara og leggja lokahönd á herlegheitin áður en gellurnar láta sjá sig
Bless í bili
Anna Dóra
Sunday, August 08, 2004
Anyhow þá komumst við að lokum heim (augljóslega), sveitt, þreytt en ánægð með lífið. Svo er bara að drífa sig aftur út í sólina og svo ætla ég út að grilla, spila Kubb(einhver sænskur leikur) og jafnvel minigolf í kvöld.
Sólarkveðjur frá Karlskrona
Anna Dóra
Thursday, August 05, 2004
Ég leit við í sjoppu um daginn til að kaupa frímerki og bað eins og venjulega um frímerki til Evrópu og sjoppukonan lítur grafalvarleg á mig og segir það er ekkert til lengur sem heitir Evrópa, ég sem varð eins og spurningarmerki því eftir því sem ég best vissi var búið að handsama Saddam og ekkert í fréttum um heimsyfirráð Bush ennþá. Nei nú selur pósturinn bara frímerki innanlands eða utanlands og það var það sem konugreyið átti við, engu að síður skemmtilegt orðaval hjá henni.
Kveðja
Anna Dóra, Karlskrona, Svíþjóð, Evrópu
Tuesday, August 03, 2004
Í dag er stór dagur
2 mikilvægustu mennirnir í mínu lífi eiga afmæli í dag, Pabbi minn og Óskar "bróðir" aldurinn skiptir engu máli. Hafið það sem allra best í dag og ég vona að ég sjái ykkur í kvöld í veislunni hjá Óskari.
Knús. kossar og stór afmæliskveðja
Anna Dóra
P.s. til hamingju með daginn Maggi
Sunday, August 01, 2004
Saturday, July 31, 2004
Annars er allt gott að frétta, kæfandi hiti núna dag eftir dag en eins og Gloria Gaynor orðaði það svo eftirminnilega I will Survive.
Jæja ætla að skella mér aftur út í sólina
Sólarkveðjur
Anna Dóra
Wednesday, July 28, 2004
Jæja löngu kominn háttatími
Góða nótt, Anna Dóra
Monday, July 26, 2004
Þreytt en mjög ánægð eftir velheppnaða tónleika
Já þá er velheppnaðri helgarferð lokið og ég komin heim aftur. Ferðin byrjaði mjög vel á föstudeginum, Linda byrjaði á að sýna fram á hversu mikil ljóska hún er strax í flugrútunni á leiðinni fráArlanda þegar sessunautur hennar, erlendur karlmaður spurði hvaðan hún væri og hún sagðist vera sænsk og from the south, já frá Malmö spurði hann þá, "No the other South" svaraði Linda og ég og Carro grétum í sætinu fyrir aftan þau. Ekki nóg með þetta því svo þegar við ætlum að taka lestina er ég spurð hvert ég ætli og ég heyrði ekki hvað hann sagði fyrir utan að vita ekki hvað það hét þar sem við vorum að fara þannig að ég lít á Carro til að fá að vita hvert við ætlum nú, jú jú þetta gekk og svo kom greyið Linda síðust og segir bara það sama og er þá spurð komið þið utan af LANDI, ég veit ekki hvað kom upp um okkur en við vorum greinilega dreifbýlistúttur á ferð um höfuðborgina. Tónleikarnir á laugardeginum voru meiriháttar, meira að segja fyrir mig sem er ekki sænsk, þessi hljómsveit Gyllende tider er greinilega fyrir þeim eins og Stuðmenn eru fyrir mig. Þetta voru 25 ára afmælistónleikar og voru hvorki fleiri en færri en 32.700 manns sem voru í Stadion með okkur. Versta var að maður fékk ekki að taka með sér vatnsflöskur inn á svæðið og svo vildi maður ekki vera að flakka og eiga á hættu á að týna stelpunum meðan að á tónleikunum stóð þannig að eftir 4 klst þegar við vorum að niðurlotum komnar af þreytuverk í fótum, og að líða yfir okkur af vökvaskorti en samt ánægðar með tónleikana var ákveðið að kaupa sér að drekka og kaupa miða í sæti á næstu tónleikum sem við förum á hvenær sem það verður. Á sunnudagskvöldinu fórum við svo í Gröna Lund tívolíið og skemmtum okkur stórkostlega vel, skellihlógum í rússíbananaum og vorum við það að pissa niður af hræðslu í draugahúsinu, hugsið einmitt hvað maður er vitlaus, maður borgar fyrir að láta hræða sig.......
Nóg í bili
Anna Dóra
Monday, July 19, 2004
Annars er allt það besta að frétta héðan, er í fríi á morgun og þá er einmitt besta spáin fyrir vikuna heiðskýrt og 25° það er bara að vona að það haldi.
Fer svo með Caroline og Lindu A að hitta Söndru uppí Stokkhólmi um helgina, þar sem við fáum fría gistingu ákváðum við að leggja meira í ferðina og ætlum að fljúga en það var að opna lággjaldaflugfélag sem flýgur héðan upp til Stokkhólms (er reyndar að fara yfirum af stressi sá mynd af rellunni í blaðinu um daginn en það hlýtur að reddast) Við förum á föstudagskvöldi og komum tilbaka á mánudagskvöldi, ætlum á tónleika á laugardeginum og í Gröna Lund tívolíið á sunnudagskvöldinu, þess á milli ætlum við bara að leika okkur og sjá hvað við finnum okkur til skemmtunar.
Bið að heilsa í bili
Anna Dóra
Friday, July 16, 2004
Eins og ég segi sumir dagar eru þannig að maður hefði alveg eins getað sleppt því að fara á fætur.
Ein frekar niðurlægð
Anna Dóra
Wednesday, July 14, 2004
Annars er allt gott að frétta héðan, sólin lætur enn bíða eftir sér en vitur maður sagði að á sunnudag er fullt tungl og þá breytist þetta og viti menn að samkvæmt veðurfréttum kvöldsins þá er spáð batnandi veðri frá og með næsta sunnudegi=)
Bið að heilsa í bili
Anna Dóra
Saturday, July 10, 2004
Besta fannst okkur eiginlega að labba á milli bása sem seldu stuttermaboli með hinum ýmsu áletrunum, þar gátum við staðið og grenjað úr hlátri. Rákumst m.a. á þessa "Að tala áður en maður hugsar er eins og að skeina sér áður en maður skítur" getið þið ímyndað ykkur að ganga um í svona bol.
Annars er planið bara að taka því rólega um helgina og hlaða batteríin fyrir komandi ferðalög, við erum að spá í að fara upp á Öland í næstu viku og svo ætlum við í helgarferð til Stokkhólms 23-26. júlí.
Munið að hugsa áður en þið talið
Anna Dóra
Thursday, July 08, 2004
Ég kíkti aðeins út á lífið með stelpunum, við vorum að sýna einni sem býr i Stokkhólmi allt lífið sem er hér í Karlskrona en hvað er opið á miðvikudagskvöldum? Við byrjuðum nú bara svona eins og gengur rólega í heimahúsi og síðan var haldið niður í bæ. Flestir staðir voru nú reyndar hálftómir alla vega þeir með dansgólfi. Við leiddumst að lokum inn á stað sem heitir Piraten því þar átti að vera opið frameftir og svo ég vitni nú í vini Oh my God...... þeir sem ekki voru að nálgast tvítugt voru 40+ og það voru kannski 4, mér leið eins og ég væri gamalmenni (kannski ekki nógu drukkin en mér fannst þetta minna mig á diskóin sem ég sótti á Spáni'99 svona eitthvað týpískt til að halda opnu fyrir unga fólkið sem er í sumarfríi) þannig að ég hefði fílað þennan stað í ræmur ef ég hefði verið nokkrum árum yngri og það sem var verst var að þeir spiluðu alveg geggjaða tónlist svona ekta til að dansa við. Þó svo að maður sjái að maður eldist þegar vinir eignast börn,gifta sig, litlu frændsystkin og litla systir séu að fá bílpróf þá er það einhvern veginn eðlilegra en að vera með þeim elstu á skemmtistað það er eitthvað sem ég hef ekki lent í áður og vona að sé langt í að það gerist aftur.
Nei þá segi ég bara Lifi Schlagerbarinn...........
Kveðja
Anna Dóra
Monday, July 05, 2004
Svona á ég erfiða fjölskyldu
Er hægt að vera kvikindislegri en að senda manneskju sem býr erlendis mynd af íslensku lambakjöti á grillinu =(
Annars er allt gott að frétta, er að skipuleggja ferðalag með stelpunum hvort sem það verður Stokkhólmur, Malmö eða Köben kemur allt í ljós.
Kveðja í bili
Anna Dóra
Sunday, July 04, 2004
Thursday, July 01, 2004
Í vinnunni í gær vorum við að flétta gömlu séð og heyrt blaði þar sem sænski kylfingurinn Jesper Parnevik bauð lesendum heim sem er svo sem ekki í frásögur færandi nema fyrir það að húsið hans er á 3 hæðum og hver hæð 600 m2, bara rúmið hans er 10 m2 og vegna þess hve hann ferðast mikið er lyfta fyrir ferðatöskur úr svefnherberginu niður í anddyrið. Ég fór einmitt að hugsa hvort ég hefði valið mér rangan starfsferil, hefði maður frekar átt að reyna við eitthvað annað, nei ég held ekki ég er svo ánægð með það sem ég hef, himinlifandi á mínum 50m2, finnst gaman að mæta í vinnuna, hvað annað þarf maður. Þessi aumingja maður þarf viku til að ganga um allt húsið sitt og gps-staðsetningartæki til að finna frúna í rúminu.
Hvð finnst ykkur?
Anna Dóra í skrýtnum hugleiðingum
Monday, June 28, 2004
Tvær vinkonur voru að ganga heim af djamminu og styttu sér leið í gegnum kirkjugarðinn. En svo var eins og oft vill verða að þeim varð ansi brátt í brók og engin leið að bíða þar til heim væri komið þannig að þær ákveða að pissa á bakvið næsta legstein. Þegar þær svo eru að pissa segir önnur: "Við höfum ekkert til að þurrka okkur með" hin sem var frekar frökk sagði "ahh ég þarf ekkert brókina" og með því reif hún sig úr brókinni þurrkaði sér og henti svo brókinni bak við næsta tré. Sú fyrri vildi nú ekki fara úr brókinni og greip því borðann af kransinum á næsta leiði og þurrkaði sér. Svo héldu þær áfram heim. Daginn eftir hittast svo eiginmenn þessarra kvenna áhyggjufullir og annar segir "ég veit nú ekki hvað gekk á þarna í gærkvöldi því konan mín kom brókarlaus heim" þá segir hinn "ert þú með áhyggjur konan mín var að vísu í brókinni en það stóð prentað á botninn á henni TAKK FYRIR ALLT, KVEÐJA STRÁKARNIR Í VINNUNNI"
Vona að hann missi ekki marks svona á netinu.
Annars er planið hjá mér að koma upp myndabloggi, þannig að þið getið fylgst með mér bæði í máli og myndum. Að vísu ekkert komið þarna inn ennþá en þið verðið fyrst til að fá að vita þegar það gerist.
Bið að heilsa í bili
Anna Dóra
Sunday, June 27, 2004
Annars hef ég nú oft sagt ykkur frá því hvað Svíarnir eru fyndnir og ég held að þetta komist ofarlega á listann minn yfir topp tíu. Í síðustu viku var ég semsagt að skrifa undir pappíra í vinnunni þar sem er verið að úthluta mér að ég í vissum tilfellum megi gefa ýmis lyf án þess að læknir hafi gefið fyrirmæli um það, stuða við hjartastopp og taka blóðgös (það er allt skriflegt hérna, sem er bara ágætt) nema hvað svo fæ ég eitt blað einn til að kvitta á og hvað jú ég fékk úthlutun á það að mér sé treyst fyrir því að geta sett armband á sjúklingana með nafninu þeirra og að það sé réttur sjúklingur, ég veit ekki hvort deildarstjórinn hafi heyrt kaldhæðnina þegar ég spurði hvort ég væri að kvitta fyrir því að geta merkt sjúklinga en engu að síður er þetta eitt af því sem þeir treysta mér til að gera. Semsagt Svíar eru fyndnir=)
Kveðja
Anna Dóra full af sænsku trausti
P.s Til hamingju með daginn Mamma
Wednesday, June 23, 2004
Munið eftir hefðinni
Anna Dóra
Monday, June 21, 2004
Bið að heilsa í bili
Anna Dóra
Thursday, June 17, 2004
Tuesday, June 15, 2004
Var á vafri á vefnum um daginn þegar ég rakst á þennan. Reynið við hann og látið vita hvernig ykkur gekk, það tók mig dágóða stund að komast að lausninni, hversu klár eruð þið.
Reyndu á heilasellurnar
Góða skemmtun
Anna Dóra svaka klára
Sunday, June 13, 2004
Ætla að drífa mig í sund, nýta tímann meðan ég hef tækifæri til þess að synda
þar til næst.......
Anna Dóra sund- og göngugarpur
Monday, June 07, 2004
Kveðja
Anna Dóra í íslenskum fíling
Friday, June 04, 2004
Thursday, June 03, 2004
Wednesday, June 02, 2004
Núna er planið bara að slappa af og njóta þess að vera til í sumarfríi.
Hafið það gott, hvar sem þið eruð.
Anna Dóra
Tuesday, June 01, 2004
Reykjavik här kommer jag............
Anna-Dora
Saturday, May 29, 2004
Annars eru bara 4 dagar þar til ég kem heim í sumarfrí
Hlakka til að sjá sem flesta
Anna Dóra
Monday, May 24, 2004
Jæja er að hugsa um að skella mér í háttinn, á að mæta í skólann í fyrramálið, næst síðasti skóladagurinn.
B.B.Í.B. (bless bless í bili)
Anna Dóra
Sunday, May 23, 2004
Annars var mér frekar brugðið þegar ég kom heim og sá í fréttum að þak í flugstöðvarbyggingu í París hefði hrunið í morgun um sjöleytið, terminal 2E, ég flaug frá terminal 2D kl 7:15 í morgun terminalinum við hliðina á.
Kveðja Anna Dóra sem er örlítið shaky í dag og feeling a little bit lucky c",)
Monday, May 17, 2004
Annars er allt það besta að frétta héðan, skemmti mér hrikalega vel í eurovisionpartýinu (reyndar ekki jafnvel daginn eftir)og sænsku stelpurnar urðu alveg hrikalega skotnar í Jónsa, ég reyndi að kjósa Ísland en náði ekki í gegn =(
Það bara gengur betur næst
Anna Dóra, doppótta c",)
Saturday, May 15, 2004
Annars er ég á leiðinni í sænskt schlager EM partý (eurovisionpartý) og til að slá út vinkonu mína sem ætlar að mæta í tre kronor bolnum sínum (sænska hokkílandsliðstreyjan) mæti ég að sjálfsögðu í stuttermabolnum með íslenska skjáldarmerkinu =)
Svo er það stóra spurningin verður það Heaven í kvöld eða does it hurt?
Schlagerkveðjur frá SchlagerSverige
Anna Dóra c",)
Friday, May 14, 2004
Jú ég á eins árs sjálfstæðisbúaeiníútlöndum afmæli í dag. Ótrúlegt að það sé heilt ár liðið frá því að ég kom hingað út, tíminn er ekkert smá fljótur að líða.
Nú styttist í öll ferðalögin mín, bara 5 dagar þar til ég fer til Parísar að hitta fjölskylduna, ég er nú barasta farin að hlakka þokkalega til. Eina sem er ákveðið að eigi að gera í ferðinni er að pabbi ætlar með Halldór Óskar í Eurodisney og við fylgjum sjálfsagt með, annars ef ég þekki okkur rétt verður bara ákveðið hvað á að gera hverju sinni á staðnum, ekkert vera að skipuleggja of mikið.
Þar til næst.....
Anna Dóra
Tuesday, May 11, 2004
He came to me one night...
explored me body.....
licked, sucked, swallowed & had his fill....
satisfied he left....
I was hurt....
F~~~ing mosquito
Anna Dóra, í sárum
P.s. Til hamingju með daginn Ásdís
Sunday, May 09, 2004
Sólbrenndar kveðjur
Anna Dóra
Saturday, May 08, 2004
Heja Jónsi
Anna Dóra
Wednesday, May 05, 2004
Tuesday, May 04, 2004
Þar til næst.....
Anna Dóra =)
Sunday, May 02, 2004
Annars er allt gott héðan að frétta, Valborgarmessan fór að mestu friðsamlega fram, það var dúndur veður og rosalega notalegt að sitja úti og grilla (AHJ, fréttaritari mbl í Karlskrona). Hélt reyndar að ég yrði ekki eldri nú í vikunni, var úti að labba þegar lítill hópur af litlum hermönnum í grænum frumskógarfelugöllum, málaðir grænir í framan, með alvæpni þrömmuðu framhjá mér í einhverri æfingu. Þeir fóru náttúrulega EKKI framhjá neinum þannig að felubúningurinn virkaði ekki alveg, minnti mig bara á eitthvað boot camp úr amerískri bíómynd en dugði ágætlega sem brandari dagsins.
Kveðjur úr herbænum Karlskrona
Anna Dóra
Friday, April 30, 2004
Vaknaði upp við áminningu um hvað tíminn er fljótur að líða, í dag er ár síðan ég hætti að vinna á LSH, frekar ótrúlegt mér finnst næstum því eins og þetta hafi verið í gær og ég er næstum búin að vera hér í HEILT ÁR.
Eldheitar kveðjur frá Karlskrona
Anna Dóra
P.s. Til hamingju með afmælið Kalli kóngur, aldrei að vita að maður heyri þegar hleypt verði af 21 byssuskoti þér til heiðurs í hádeginu
Wednesday, April 28, 2004
Loftbornar kveðjur frá Karlskrona
Anna Dóra
Friday, April 23, 2004
Annars er allt gott af mér að frétta, ég og Guðrún erum þvílíkar pæjur farnar að fara út að hlaupa í góða veðrinu og vitiði hvað það var ekki jafn erfitt að koma sér af stað og við héldum, við erum að fylgja hlaupaáætlum sem við fundum á hlaup.is og mælum með henni.
Heilsukveðjur frá Karlskrona
Monday, April 19, 2004
PASSIÐ YKKUR Á FLUGUNUM
Anna Dóra
Saturday, April 17, 2004
Ég ætla hinsvegar að nýta daginn til að læra og sjá hvort ég hressist ekki eitthvað, það er nefnilega ákveðinn kostur að hafa svalir, þá hef ég ekki jafn mikið samviskubit yfir að vera slöpp heima því ég get þá alltaf sest út á svalir með bækurnar.
Sólarkveðjur, Anna Dóra
Thursday, April 15, 2004
Kærar kveðjur frá Strumpalandi
Strympa
Monday, April 12, 2004
Afmæliskveðjur frá Karlskrona
Anna Dóra og Co
Sunday, April 11, 2004
Saturday, April 10, 2004
Biðjum að heilsa í bili
Anna og Co
Tuesday, April 06, 2004
Anna Dóra