Svíar og sund = fyndið
Skellti mér í sund í morgun með Guðrúnu og það var nú bara hellingur af fólki í lauginni sem syntu næstum allir eins og aldraðir Íslendingar með höfuðið uppúr (NB! mikið af ungu fólki og fólki á miðjum aldri líka) við íslensku skvísurnar tókum nú bara 500 metrana the Icelandic way snabbt og effektivt. Svo þegar við vorum að stíga uppúr lauginni kom baðvörðurinn til okkar og spurði hvað lægi á, hvort við værum að stefna á úrslit í næstu ólympíuleikum eða hvað, þetta væri nú illa gert gagnvart hinum að synda svona hratt. Við bara vissum ekki hvaðan á okkur stóð veðrið og bara brostum að kallinum sem sagði okkur að synda rólega áður en hann kvaddi okkur.
En bara 4 dagar í sumarfrí
kveðja
Anna Dóra
Tuesday, August 31, 2004
Sunday, August 29, 2004
Kveðjugjöfin
Sætir þessir samstarfsmenn mínir á hjartadeildinni, þetta fallega blóm fékk ég í kveðjugjöf og svo var búið að panta tertu sem við gæddum okkur á í nótt, reyndar ekki mjög hjartavæn terta frekar í hina áttina alger kólesterólbomba en mjög góð engu að síður. Þannig eru nefnilega hjartahjúkkur prédika yfir sjúklingunum um heilsusamlegt líferni en fylgja því kannski ekki til hins ítrasta sjálfar.
Anna Dóra
Saturday, August 28, 2004
Gleði, gleði gleði........... ég er búin að kaupa ferð heim um jólin, kem heim 22. des. og fer svo heim aftur 2. jan. þó svo ég eigi heima hérna þá finnst mér alltaf jafn ruglandi þegar kemur að því að fara til Íslands, þó svo ég búi ekki þar lengur þá er það alltaf heim, svo bý ég hérna og þetta er líka heima (jæja ef þið eruð orðin rangeygð af rugli-velkomin í hópinn).
Annars önnur gleðifrétt, eðlumaðurinn af neðri hæðinni er fluttur (allt í lagi smá útskýring fyrrverandi nágranni minn er með eðlu fyrir gæludýr) þó svo hann hafi aldrei valdið mér neinum ama þá finnst mér gott að vita til þess að eðlan sé horfin út úr húsinu, ég hef aldrei skilið þá sem vilja eiga svona "gælu"dýr, þetta er eins og allir Svíarnir sem eiga skjaldbökur sem "gælu"dýr what's the point maður getur hvorki klappað þeim né faðmað þær, en svona eru þessir rugludallar.
Spáið í það á þessum tíma eftir viku verð ég að sóla mig á strönd svartahafsins.
Síðasti vinnudagurinn minn er í nótt, eftir það þarf ég að stóla á veikindi annarra til að koma inn að vinna (hræðileg tilhugsun) þannig að hugsiði fallega til Lín sem eru að taka afstöðu til þess hvort ég eigi rétt á námsláni eða ekki, kræst ég get orðið titlað mig sem fátækan námsmann og meint það.
Kveðja
Anna Dóra
Annars önnur gleðifrétt, eðlumaðurinn af neðri hæðinni er fluttur (allt í lagi smá útskýring fyrrverandi nágranni minn er með eðlu fyrir gæludýr) þó svo hann hafi aldrei valdið mér neinum ama þá finnst mér gott að vita til þess að eðlan sé horfin út úr húsinu, ég hef aldrei skilið þá sem vilja eiga svona "gælu"dýr, þetta er eins og allir Svíarnir sem eiga skjaldbökur sem "gælu"dýr what's the point maður getur hvorki klappað þeim né faðmað þær, en svona eru þessir rugludallar.
Spáið í það á þessum tíma eftir viku verð ég að sóla mig á strönd svartahafsins.
Síðasti vinnudagurinn minn er í nótt, eftir það þarf ég að stóla á veikindi annarra til að koma inn að vinna (hræðileg tilhugsun) þannig að hugsiði fallega til Lín sem eru að taka afstöðu til þess hvort ég eigi rétt á námsláni eða ekki, kræst ég get orðið titlað mig sem fátækan námsmann og meint það.
Kveðja
Anna Dóra
Thursday, August 26, 2004
Í skólanum í skólanum er skemmtilegt að vera.............. reyndar misskemmtilegt eftir efni. Er í kúrs um stjórnun og skipulag sem er ekki sá skemmtilegasti sem ég hef tekið þátt í, kannski vegna þess að það er mikið vísað í sænsk lög og reglugerðir sem ég er ekkert inní og hef ekki svo mikinn áhuga á þeim heldur. Einn kennarinn minn er svæfingahjúkka og hann var að forvitnast um verkefnin og fannst frekar skrýtið að þau væru öll tengd stjórnun, ekki því mikilvæga starfinu sjálfu.
En annars er allt gott að frétta, styttist í sumarfrí og ég hlakka sko til, önnur ánægju og gleði frétt er að ég ætla að koma heim um jólin í 2 vikur, Maggi kemur til mín í nokkra daga og svo förum við samferða heim, ég á nefnilega 2ja vikna jólafrí ef frí skyldi kalla því við byrjum svo á hálfgerðu prófi/kynningu á ritgerð strax 3.jan. og svo er síðasti skóladagur 14. jan.
En nú er bara að reyna að byrja að læra svo ég sé nú komin af stað áður en ég fer í frí.
kveðja
Anna Dóra
En annars er allt gott að frétta, styttist í sumarfrí og ég hlakka sko til, önnur ánægju og gleði frétt er að ég ætla að koma heim um jólin í 2 vikur, Maggi kemur til mín í nokkra daga og svo förum við samferða heim, ég á nefnilega 2ja vikna jólafrí ef frí skyldi kalla því við byrjum svo á hálfgerðu prófi/kynningu á ritgerð strax 3.jan. og svo er síðasti skóladagur 14. jan.
En nú er bara að reyna að byrja að læra svo ég sé nú komin af stað áður en ég fer í frí.
kveðja
Anna Dóra
Monday, August 23, 2004
Til hamingju með daginn Rúna og Eiríkur
Tíminn er ekkert smá fljótur að líða, það er ár liðið síðan Rúna og Eiríkur giftu sig mér finnst svo stutt síðan við vorum að flippa í gæsaveislunni og semja lagið sem við tókum í brúðkaupinu sem var svo bara Ekkert mál.....
Áður en ég veit af verða þau komin með fleiri börn og einbýlishús og ég skil ekkert í því að tíminn líði svona hratt því ég held að ég sé föst í einhverju öðru tímatali heldur en flestir aðrir því tíminn líður hægar hjá mér c",)
Jæja ætla að hætta þessu bulli og reyna að gera eitthvað sniðugt
pappírsbrúðkaupskveðjur frá Karlskrona
Anna Dóra
Tíminn er ekkert smá fljótur að líða, það er ár liðið síðan Rúna og Eiríkur giftu sig mér finnst svo stutt síðan við vorum að flippa í gæsaveislunni og semja lagið sem við tókum í brúðkaupinu sem var svo bara Ekkert mál.....
Áður en ég veit af verða þau komin með fleiri börn og einbýlishús og ég skil ekkert í því að tíminn líði svona hratt því ég held að ég sé föst í einhverju öðru tímatali heldur en flestir aðrir því tíminn líður hægar hjá mér c",)
Jæja ætla að hætta þessu bulli og reyna að gera eitthvað sniðugt
pappírsbrúðkaupskveðjur frá Karlskrona
Anna Dóra
Sunday, August 22, 2004
Þá eru þau farin og ég aftur orðin ein í kotinu. Nú styttist í að skólinn byrji en ég byrja skv stundaskrá á miðvikudaginn og held barasta að ég sé farin að hlakka til þið þekkjið þetta "Í skólanum í skólanum er skemmtilegt að vera........" Ótrúlegt að eftir nokkra mánuði verð ég orðin svæfingahjúkrunarfræðingur, hitti einmitt handleiðarann minn í vinnunni í nótt og hún var að spyrja hvenær ég kæmi í verknám, þannig að það virðist sem við fáum að halda sama handleiðara, jibbý því ég var mjög ánægð með minn. Heyriði styttist í Ísland-Rússland, ég ætla að fara að gera mig klára, setja upp víkingahjálminn og styðja mína menn svo undir taki í blokkinni.
Áfram Ísland
Anna Dóra
P.s. var að setja inn myndir frá því að mamma, pabbi og Helga Dís voru hjá mér, endilega lítið við
Áfram Ísland
Anna Dóra
P.s. var að setja inn myndir frá því að mamma, pabbi og Helga Dís voru hjá mér, endilega lítið við
Friday, August 20, 2004
Hann á afmæli í dag tralalalalalala....... hann á afmæli í dag.
Til hamingju með daginn Maggi hafðu það sem allra best í dag
Í gær fengum við okkur þann mesta skrímslaís sem ég hef á ævinni séð, græðgin er að gera útaf við mann. Fórum semsagt í Glassieren sem er aðalísbúð bæjarins og fengum okkur sérréttinn þeirra, tvær bragðtegundir af kúluís og svo mjúkan ís ofaná í nýbakaðri vöfflu, þetta var það mikið að ísfólkið (Anna Dóra, Nannfríður og Helga Dís) gátu ekki klárað ísinn sinn og ég efast að það hafi gerst áður í sögu ísfólksins, pabba hins vegar nægði að sjá skrímslið til að verða saddur.
Afmælis- og ískveðjur frá Karlskrona
Ísfólkið c",) c",) c".) c",)
Til hamingju með daginn Maggi hafðu það sem allra best í dag
Í gær fengum við okkur þann mesta skrímslaís sem ég hef á ævinni séð, græðgin er að gera útaf við mann. Fórum semsagt í Glassieren sem er aðalísbúð bæjarins og fengum okkur sérréttinn þeirra, tvær bragðtegundir af kúluís og svo mjúkan ís ofaná í nýbakaðri vöfflu, þetta var það mikið að ísfólkið (Anna Dóra, Nannfríður og Helga Dís) gátu ekki klárað ísinn sinn og ég efast að það hafi gerst áður í sögu ísfólksins, pabba hins vegar nægði að sjá skrímslið til að verða saddur.
Afmælis- og ískveðjur frá Karlskrona
Ísfólkið c",) c",) c".) c",)
Thursday, August 19, 2004
Þá er það ákveðið, við ætlum til Búlgaríu og stelpurnar ætla að fara og panta ferðina í dag. Gaman að fara á svona nýja staði og kanna ótroðnar slóðir.
Annars er lífið ljúft, mamma og pabbi stjana í kringum mig (átti svo sem ekki von á öðru) og svo erum við búin að skoða margt og mikið, fórum m.a. í frábæra siglingu um skerjagarðinn og báturinn sigldi svo hratt með vindinum að áður en við vissum af fengum við ískalda gusu úr Eystrarsaltinu yfir okkur, þá ákváðum við að sólin fengi að bíða, við myndum sitja inni. Í gær fórum við svo og versluðum föt og ýmsar aðrar græjur meira að segja ég fataði mig upp fyrir skólann og keypti mér ný gleraugu.
Við biðjum að heilsa héðan frá Karlskrona, ætlum í Wamöpark að skoða og svo á kaffihús sem er staðsett uppi á útsýnispalli.
Anna Dóra og fjölskylda
Annars er lífið ljúft, mamma og pabbi stjana í kringum mig (átti svo sem ekki von á öðru) og svo erum við búin að skoða margt og mikið, fórum m.a. í frábæra siglingu um skerjagarðinn og báturinn sigldi svo hratt með vindinum að áður en við vissum af fengum við ískalda gusu úr Eystrarsaltinu yfir okkur, þá ákváðum við að sólin fengi að bíða, við myndum sitja inni. Í gær fórum við svo og versluðum föt og ýmsar aðrar græjur meira að segja ég fataði mig upp fyrir skólann og keypti mér ný gleraugu.
Við biðjum að heilsa héðan frá Karlskrona, ætlum í Wamöpark að skoða og svo á kaffihús sem er staðsett uppi á útsýnispalli.
Anna Dóra og fjölskylda
Sunday, August 15, 2004
Tjeisemester....... við ætlum í sumarfrí, ég er búin að ákveða mig, ætla að skella mér með stelpunum í vikuferð í sólina núna í byrjun september, hvert við ætlum er ekki ákveðið, erum að spá í Króatíu en ekkert er ákveðið bara að það sé sól þá erum við ánægðar. Ég á þetta líka skilið, er búin að vinna næstum allt sumarið, ég missi reyndar þrjá daga úr skólanum en vona að Guðrún taki fyrir mig glósur. Við ætlum að fara á morgun eftir vinnu niður í bæ og kíkja á ferðaskrifstofur og sjá hvað er í boði. Þetta verður frábært, ég hef ekki farið áður í svona stelpuferð, þó svo að Spánn '99 hafi verið vinaferð þá var það öðruvísi, núna erum við 5 gellur sem ætlum að leggja land undir fót og njóta þess að vera til.
Annað skemmtilegt sem gerist á morgun eftir vinnu er að mamma, pabbi og Helga Dís koma til mín og verða fram á laugardag, ég er svo sjálfselsk að um leið og ég vissi að þau voru lent í Köben þá vildi ég bara að þau kæmu beint til mín og slepptu því að kíkja á Röggu syss, allt í einu voru þau svo nálægt en samt svo langt í burtu, ég finn alltaf þegar einhver er á leiðinni hversu mikið ég sakna þeirra (sjá allir duldu skilaboðin- ég vil fá ykkur í heimsókn) svona þykir mér ofboðslega vænt um ykkur. Hjálp ég held ég fari að hætta þessarri væmni áður en flóðgáttirnar opnast.
Bið að heilsa í bili
Anna Dóra
Annað skemmtilegt sem gerist á morgun eftir vinnu er að mamma, pabbi og Helga Dís koma til mín og verða fram á laugardag, ég er svo sjálfselsk að um leið og ég vissi að þau voru lent í Köben þá vildi ég bara að þau kæmu beint til mín og slepptu því að kíkja á Röggu syss, allt í einu voru þau svo nálægt en samt svo langt í burtu, ég finn alltaf þegar einhver er á leiðinni hversu mikið ég sakna þeirra (sjá allir duldu skilaboðin- ég vil fá ykkur í heimsókn) svona þykir mér ofboðslega vænt um ykkur. Hjálp ég held ég fari að hætta þessarri væmni áður en flóðgáttirnar opnast.
Bið að heilsa í bili
Anna Dóra
Friday, August 13, 2004
Hef verið að velta einu fyrir mér undanfarna daga, hvort þetta sé eitthvað sem er innbyggt í okkur Íslendinga eða hvað. Ef það er gott veður þá fæ ég samviskubit yfir að sitja inni þó svo að ég viti að ég þurfi að vera inni og gera eitthvað, mér finnst bara eins og ég eigi að vera úti í góða veðrinu, sænskar vinkonur mínar virðast ekki eiga við sama vandamál að stríða=)
Ætli þetta sé ekki eitthvað í okkur Íslendingum, ég heyri bara í mömmu minni segja ekki hanga inni í góða veðrinu c",)
Kveðja frá Karlskrona,
Anna Dóra með samviskubit að bíða eftir þvottavélinni í góða veðrinu
P.s Til hamingju með daginn Eiríkur, góða skemmtun í sveitinni
Kræst var næstum búin að gleyma að segja ykkur frá því að ég hélt ég myndi deyja í gærkvöldi og ég er ekki að ýkja. Sá þessa líka flennistóru köngurló sem minnti mig bara á skrímslin í arachnachphobia myndinni (ok smá ýkt kannski en hún var eins og þessar minni sem voru út um allt eins og þessi í poppskálinni), ég er ekki að grínast en ég kaldsvitnaði og gólfið fór á hreyfingu en sem betur fer bjargaði Eiríkur mér þetta var skelfileg lífsreynsla, ég vona að ég sjái svona ekki aftur nema kannski í sjónvarpinu =(
Ætli þetta sé ekki eitthvað í okkur Íslendingum, ég heyri bara í mömmu minni segja ekki hanga inni í góða veðrinu c",)
Kveðja frá Karlskrona,
Anna Dóra með samviskubit að bíða eftir þvottavélinni í góða veðrinu
P.s Til hamingju með daginn Eiríkur, góða skemmtun í sveitinni
Kræst var næstum búin að gleyma að segja ykkur frá því að ég hélt ég myndi deyja í gærkvöldi og ég er ekki að ýkja. Sá þessa líka flennistóru köngurló sem minnti mig bara á skrímslin í arachnachphobia myndinni (ok smá ýkt kannski en hún var eins og þessar minni sem voru út um allt eins og þessi í poppskálinni), ég er ekki að grínast en ég kaldsvitnaði og gólfið fór á hreyfingu en sem betur fer bjargaði Eiríkur mér þetta var skelfileg lífsreynsla, ég vona að ég sjái svona ekki aftur nema kannski í sjónvarpinu =(
Wednesday, August 11, 2004
Hæ hæ lífið gengur sinn vanagang hér í Karlskrona, stelpurnar úr vinnunni eru að koma til mín á eftir í smá saumó eða að "fika" eins og það kallast hérna og þar sem það er smá íslenskur stíll yfir þessu hjá mér (nema hvað) þá vona ég að þær séu svangar....
Annars er ég að fara í bólusetningu á morgun, datt allt í einu í hug að láta athuga hjá mér mótefnavaka gegn lifrarbólgu B því ég fékk mína bólusetningu '98 og hvað kom í ljós, jú ég hef enga vörn gegn lifrarbólgu B þannig að ég mæli með því að þið sem eruð með "gamla" bólusetningu látið athuga ykkur, þetta er jú ekkert sem maður vill taka sénsinn á.
Jæja þá er að fara og leggja lokahönd á herlegheitin áður en gellurnar láta sjá sig
Bless í bili
Anna Dóra
Annars er ég að fara í bólusetningu á morgun, datt allt í einu í hug að láta athuga hjá mér mótefnavaka gegn lifrarbólgu B því ég fékk mína bólusetningu '98 og hvað kom í ljós, jú ég hef enga vörn gegn lifrarbólgu B þannig að ég mæli með því að þið sem eruð með "gamla" bólusetningu látið athuga ykkur, þetta er jú ekkert sem maður vill taka sénsinn á.
Jæja þá er að fara og leggja lokahönd á herlegheitin áður en gellurnar láta sjá sig
Bless í bili
Anna Dóra
Sunday, August 08, 2004
Sól sól skín á mig................ það er búið að vera alveg geggjað veður um helgina, sól sól og aftur sól. Keyrði á föstudagsmorguninn niður til Köben að sækja Guðrúnu, Eirík og Guðfinnu Ósk, 27°C og ég sem var bara í stuttbuxum og hlýrabol hélt ég myndi gjörsamlega andast í bílnum og var svo límd við sætin þegar ég kom loks til Köben að það var ógeðslegt... Anyhow við áttum góða 2 daga í Danaveldi, kíktum með Guðfinnu í dýragarðinn, ég veit ekki hvort það var ég eða hún sem skemmti sér betur=) og dóluðum okkur svo á strikinu í gær áður en við lögðum á stað heim. Eins og þið vitið er fullt af götulistafólki og bara almennt skrýtnu fólki á strikinu. Við sáum m.a. það sem spaugstofan kallaði nýaldarfólk, lítill hópur fólks í hálfgerðum munkakuflum, rakað höfuð (sumir skildu eftir nokkur strá í hnakkanum) með munkahljóðfæri, hoppandi, skoppandi og syngjandi hare krishna hare krishna............. sama línan aftur og aftur, líklega leiðigjarnt til lengdar. Maður hefði kannski dottið inn í svona nýaldar fíling ef ekki hefði verið fyrir glæsilegan skóbúnað þeirra, ýmist flottir strigaskór eða glænýir eccosandalar=) passaði ekki alveg við restina af ímyndinni.
Anyhow þá komumst við að lokum heim (augljóslega), sveitt, þreytt en ánægð með lífið. Svo er bara að drífa sig aftur út í sólina og svo ætla ég út að grilla, spila Kubb(einhver sænskur leikur) og jafnvel minigolf í kvöld.
Sólarkveðjur frá Karlskrona
Anna Dóra
Anyhow þá komumst við að lokum heim (augljóslega), sveitt, þreytt en ánægð með lífið. Svo er bara að drífa sig aftur út í sólina og svo ætla ég út að grilla, spila Kubb(einhver sænskur leikur) og jafnvel minigolf í kvöld.
Sólarkveðjur frá Karlskrona
Anna Dóra
Thursday, August 05, 2004
Eins og þið vitið er fullt af rugluðu fólki sem gengur laust......
Ég leit við í sjoppu um daginn til að kaupa frímerki og bað eins og venjulega um frímerki til Evrópu og sjoppukonan lítur grafalvarleg á mig og segir það er ekkert til lengur sem heitir Evrópa, ég sem varð eins og spurningarmerki því eftir því sem ég best vissi var búið að handsama Saddam og ekkert í fréttum um heimsyfirráð Bush ennþá. Nei nú selur pósturinn bara frímerki innanlands eða utanlands og það var það sem konugreyið átti við, engu að síður skemmtilegt orðaval hjá henni.
Kveðja
Anna Dóra, Karlskrona, Svíþjóð, Evrópu
Ég leit við í sjoppu um daginn til að kaupa frímerki og bað eins og venjulega um frímerki til Evrópu og sjoppukonan lítur grafalvarleg á mig og segir það er ekkert til lengur sem heitir Evrópa, ég sem varð eins og spurningarmerki því eftir því sem ég best vissi var búið að handsama Saddam og ekkert í fréttum um heimsyfirráð Bush ennþá. Nei nú selur pósturinn bara frímerki innanlands eða utanlands og það var það sem konugreyið átti við, engu að síður skemmtilegt orðaval hjá henni.
Kveðja
Anna Dóra, Karlskrona, Svíþjóð, Evrópu
Tuesday, August 03, 2004
Í dag er stór dagur
2 mikilvægustu mennirnir í mínu lífi eiga afmæli í dag, Pabbi minn og Óskar "bróðir" aldurinn skiptir engu máli. Hafið það sem allra best í dag og ég vona að ég sjái ykkur í kvöld í veislunni hjá Óskari.
Knús. kossar og stór afmæliskveðja
Anna Dóra
P.s. til hamingju með daginn Maggi
Subscribe to:
Posts (Atom)