



Eins og þið sjáið á myndunum var alveg einstaklega gaman á þyrluæfingunni, ég brosi ennþá allan hringinn þegar ég hugsa um þetta.
Komin heim frá Gautaborg, við tókum því nú frekar rólega á sunnudeginum, fórum út að borða og kíktum aðeins á stórborgina. Á mánudeginum vorum við mættar í Liseberg um leið og það opnaði (kl 11) og svo var bara leikið sér í 6 klst. Stærsti og besti trérússíbani er í Liseberg og fórum við bara x3 í hann (hann er magnaður) síðasta skiptið var reyndar best því þá sat strákur fyrir framan okkur sem öskraði svoleiðis alla leiðina að við gátum ekki hætt að hlæja. Maggi minn við prófuðum ýmis önnur tæki líka, vorum reyndar mest í rússíbönunum. Nýjasta tækið í Liseberg uppswinget risaróla sem fer úr 0-80 km/klst í 10 sveiflum og fer í 120° halla var alveg skemmtileg en ég var eins og sveittur bréfberi eftir það tækið, ekki gaman að hoppa til í sætinu þegar maður sveiflast hátt yfir jörðinni. Um kvöldið voru það svo tónleikarnir með JT, þó svo að drengurinn sé nú kannski ekki mikill söngvari þá kann hann að skemmta fólki. Sýningin/tónleikarnir voru alveg magnaðir. Natasha Bedingfield hitaði upp og Timberland var með smá skemmtun í hléinu. Semsagt mjög vel heppnað kvöld. Tókum því svo bara rólega á hótelinu í morgun, það var hellirigning í Gautaborg í dag. Keyrðum svo heim um hádegið.
Jæja þetta er orðið allt of langt hjá mér...
puss
Anna Dóra