Sunday, June 17, 2007

HÆ HÓ JIBBÝJEI OG JIBBÝJEI ÞAÐ ER KOMINN 17.JÚNÍ

Þá er þjóðhátíðardagurinn runninn upp bjartur og fagur (alla vega hjá mér, veit ekki hvernig veðrið er heima). Þegar ég sagði frá því í vinnunni í gær að í dag væri þjóðhátíðardagur Íslands, var ein fljót að grípa það og spurði hvað ég ætlaði að bjóða uppá. Þar sem ég er gjörsamlega andlaus hugsa ég að ég bjóði nú bara uppá eitthvað með súkkulaði (kom þetta einhverjum á óvart?).

Að síga niður úr þyrlunni var ekkert nema gaman=) ég efast um að ég sé lent, svíf enn uppi í skýjunum. Hrafnhildur tók myndir þannig að það er aldrei að vita nema ég skelli inn einhverri mynd af okkur hérna síðar.

Eitt sem mér finnst skemmtilegt við nýja vinahópa er þegar maður skapar hefðir. Ég var boðin í fyrra að halda uppá Jónsmessuna (midsommar) með hóp úr vinnunni. Ég er boðin aftur í ár og var spurð hvort ég gæti ekki gert eftirréttinn aftur, skapa pínu hefð. Ég gerði jarðaberjaostaköku í fyrra, er einhver með hugmyndir að eftirrétt í ár, eina skilyrðið er að í honum séu jarðaber.

Jæja, ætla að kíkja í skápana mína og sjá hvað ég get boðið vinnufélögunum uppá í kvöld.

Farið varlega í skrúðgöngunni, candyflosinu og risasleikjósnuddunum...

þjóðhátíðarkveðja

2 comments:

Anonymous said...

Verst að það séu ekki til kókosbollur í svíaríki, því að ég á æðislega uppskrift af berjabombu, þú verður bara að hringja ef þú vilt gera eigin útfærslu af réttinum.

kv
Rúna

og já til hamingju með daginn, skýjað en hlýtt þ.e 12°C

Anonymous said...

HÆ HÓ JIBBÝJEI OG JIBPÍKAJEI það er búinn 17. júní, var þetta ekki annars sungið einhvern veginn svona. Annars eru bara 364 dagar í næsta þjóðhátíðardag og sumir þegar byrjaðir að undirbúa sig, nefni engin nöfn en það er þó ekki ég svo það sé á hreinu.

Kveðja
Maggi