Nú get ég byrjað að kalla mig KAFARA já gott fólk, ég er búin með námskeiðið og gekk bara ágætlega þó ég segi sjálf frá. Ég sprengdi reyndar næstum í mér aðra hljóðhimnuna í gær en allt gekk vel í dag. Fer á morgun í köfunarbúðina og fylli í loggbókina og fæ bráðabirgðaskírteinið mitt. Síðan verður næsta köfun í Silfru á fimmtudaginn. Spennandi já ég veit.
Jæja vildi bara deila þessum gleðifréttum með ykkur=)
Þar til næst.....
3 comments:
hæ hæ
kíkti á myndina af árekstrinum, tók eftir því að það var allt í snjó !! eða er ég farin að sjá illa:/
gott samt að allt fór vel og til hamingju með prófið og ekki kvefast í silfru
kv.
Guðrún
he he sá við nánari skoðun að þetta er kannski ekki snjór !!
Gratulerar diver.
Sammála Guðrúnu, það virðist sem það sé snjór þarna, en eins og hún segir við nánari skoðun þá sér maður hvað þetta er.
Allt tilbúið á þessum bæ fyrir "innrásina", kafaragallar tilbúnir hjá Finna og Eiríkur búinn að setja loft á sína kúta.
kv
Post a Comment