Hello Friends
Monday, October 29, 2007
Sunday, October 28, 2007
Komin heim frá Bahamas og orðin árinu eldri. Ég er búin að hafa það alveg rosalega gott og kynnast helling af fólki.
Ég kafaði með höfrungum og það var ennþá skemmtilegra en að synda með þeim. Ég klappaði þeim, þeir snéru mér í hringi og kysstu mig. og svo endaði þetta með því að við syntum um kóralrifið með þeim.
Annars hef ég mest flatmagað á ströndinni eða á sundlaugarbakkanum, farið í bæinn og bara tekið því rólega. Enda erfitt að stressa þegar hitinn er 36°C. Fólk er svo óheyrilega vingjarnlegt að það er eiginlega ekki fyndið. Allir sem maður mætir á götunni heilsa manni, aðeins öðruvísi en í þessu stressþjóðfélagi sem við búum í.
Lenti í ævintýri á heimleiðinni, fluginu frá West Palm Beach seinkaði þannig að ég missti af tengifluginu til Kaupmannahafnar. Flugfélagið borgaði reyndar fyrir mig gistingu í New Jersey og kvöld- og morgunmat og svo fékk ég sæti á 1st class á leiðinni heim þannig að ekki er ég að kvarta.
Þegar ég kom svo inn í íbúðina mína voru blöðrur og borðar út um allt auk plakata þar sem ég var boðin velkomin heim og til hamingju með afmælið , þetta höfðu stelpurnar mínar séð um.
Jæja, set kannski köfunarmyndir inn við tækifæri, ætla að skella mér í háttinn, á að mæta í vinnu í fyrramálið.
kveðja
Anna Dóra
Ég kafaði með höfrungum og það var ennþá skemmtilegra en að synda með þeim. Ég klappaði þeim, þeir snéru mér í hringi og kysstu mig. og svo endaði þetta með því að við syntum um kóralrifið með þeim.
Annars hef ég mest flatmagað á ströndinni eða á sundlaugarbakkanum, farið í bæinn og bara tekið því rólega. Enda erfitt að stressa þegar hitinn er 36°C. Fólk er svo óheyrilega vingjarnlegt að það er eiginlega ekki fyndið. Allir sem maður mætir á götunni heilsa manni, aðeins öðruvísi en í þessu stressþjóðfélagi sem við búum í.
Lenti í ævintýri á heimleiðinni, fluginu frá West Palm Beach seinkaði þannig að ég missti af tengifluginu til Kaupmannahafnar. Flugfélagið borgaði reyndar fyrir mig gistingu í New Jersey og kvöld- og morgunmat og svo fékk ég sæti á 1st class á leiðinni heim þannig að ekki er ég að kvarta.
Þegar ég kom svo inn í íbúðina mína voru blöðrur og borðar út um allt auk plakata þar sem ég var boðin velkomin heim og til hamingju með afmælið , þetta höfðu stelpurnar mínar séð um.
Jæja, set kannski köfunarmyndir inn við tækifæri, ætla að skella mér í háttinn, á að mæta í vinnu í fyrramálið.
kveðja
Anna Dóra
Wednesday, October 10, 2007
Er ekki kominn tími á að ég segi ykkur frá hvert ég fer í næsta ferðalag?
Ég fer á mánudaginn til Bahamas =) ætla að vera þar í 11 daga m.a. yfir afmælið mitt. Ég er ekki búin að ákveða hvort ég eigi að synda eða kafa með höfrungum á afmælisdaginn, það eina sem er ákveðið þetta verður gaman. Ég er reyndar búin að lofa pabba mínum að þó svo að ég sé komin með kafararéttindin þá ætli ég ekki að kafa með HÁKÖRLUM, það hefði nú samt verið gaman.
Mig dreymir um ferðina, sól, hiti, sjór, sandur, skemmtilegt ég gæti haldið áfram endalaust.
Litlu systir minni finnst reyndar sorglegt að ferðast einn en ég er ekki sammála henni. Það er svo gaman að ferðast og kynnast nýju fólki. Hvað finnst ykkur annars?
Jæja ætla að skella mér í sturtu og taka mig til fyrir næturvaktina,
Bið að heilsa í bili, hver veit nema ég skelli inn einhverjum fréttum úr ferðalaginu hingað.
pusssssss
Ég fer á mánudaginn til Bahamas =) ætla að vera þar í 11 daga m.a. yfir afmælið mitt. Ég er ekki búin að ákveða hvort ég eigi að synda eða kafa með höfrungum á afmælisdaginn, það eina sem er ákveðið þetta verður gaman. Ég er reyndar búin að lofa pabba mínum að þó svo að ég sé komin með kafararéttindin þá ætli ég ekki að kafa með HÁKÖRLUM, það hefði nú samt verið gaman.
Mig dreymir um ferðina, sól, hiti, sjór, sandur, skemmtilegt ég gæti haldið áfram endalaust.
Litlu systir minni finnst reyndar sorglegt að ferðast einn en ég er ekki sammála henni. Það er svo gaman að ferðast og kynnast nýju fólki. Hvað finnst ykkur annars?
Jæja ætla að skella mér í sturtu og taka mig til fyrir næturvaktina,
Bið að heilsa í bili, hver veit nema ég skelli inn einhverjum fréttum úr ferðalaginu hingað.
pusssssss
Monday, October 08, 2007
Komin heim frá Þýskalandi. Þessi ferð var ógleymanleg, við vorum svo heppin með veður 20°C og sól næstum alla dagana. Við höfum keyrt og skoðað heilan helling. Við skoðuðum kastala sem er fyrirmyndin að kastalanum hennar Þyrnirós í Disneymyndunum. Við keyrðum og skoðuðum Arnarhreiðrið, það var ótrúlega flott. Ímyndið ykkur bara að vera í 1834m hæð í ölpunum, það er næstum heiðskýrt, hárið á höfðinu hreyfist varla og þú ert með útsýni í 200°. Set kannski inn einhverjar myndir við tækifæri þegar Rúna er búin að senda mér þær.
Við vorum ein af þeim 6,2 milljónum sem fóru á oktoberfest í Munchen og lögðum að sjálfsögðu okkar af mörkum í þeim 6,7 milljón lítrum af bjór sem drukknir voru. Októberfest er eins og risatívolí, hellingur af leiktjöldum og sölutjöldum og það besta er að þeir selja bjór. Það er ekki hægt að biðja um lítinn bjór, nei allur bjór er seldur í líterskönnum og þetta bera þjónarnir út allt að 12 könnur í einu. Gaman samt að sjá aðra siði. Þjóðverjarnir í liederhosen og konurnar í sínum þjóðbúningi (sem er btw mun flottari en upphluturinn).
Brúðkaupið var bara yndislegt, það byrjaði með partýi á þriðjudagskvöldinu sem er einskonar sameiginlegt gæsa- og steggjapartý. Þar voru allir látnir brjóta postulín og þetta voru brúðhjónin að sópa allt kvöldið. Sjálf brúðkaupið var svo á laugardaginn og verður að teljast með þeim glæsilegri brúðkaupum sem ég hef farið í (þau eru reyndar ekki mörg en engu að síður). Dagurinn var yndislegur og maður fékk að kynnast mörgum nýjum siðum. Ég er allavega rosalega ánægð að hafa farið.
Jæja ætla ekki að kvelja ykkur lengur
kram
Doris
Við vorum ein af þeim 6,2 milljónum sem fóru á oktoberfest í Munchen og lögðum að sjálfsögðu okkar af mörkum í þeim 6,7 milljón lítrum af bjór sem drukknir voru. Októberfest er eins og risatívolí, hellingur af leiktjöldum og sölutjöldum og það besta er að þeir selja bjór. Það er ekki hægt að biðja um lítinn bjór, nei allur bjór er seldur í líterskönnum og þetta bera þjónarnir út allt að 12 könnur í einu. Gaman samt að sjá aðra siði. Þjóðverjarnir í liederhosen og konurnar í sínum þjóðbúningi (sem er btw mun flottari en upphluturinn).
Brúðkaupið var bara yndislegt, það byrjaði með partýi á þriðjudagskvöldinu sem er einskonar sameiginlegt gæsa- og steggjapartý. Þar voru allir látnir brjóta postulín og þetta voru brúðhjónin að sópa allt kvöldið. Sjálf brúðkaupið var svo á laugardaginn og verður að teljast með þeim glæsilegri brúðkaupum sem ég hef farið í (þau eru reyndar ekki mörg en engu að síður). Dagurinn var yndislegur og maður fékk að kynnast mörgum nýjum siðum. Ég er allavega rosalega ánægð að hafa farið.
Jæja ætla ekki að kvelja ykkur lengur
kram
Doris
Subscribe to:
Posts (Atom)