Komin heim frá Bahamas og orðin árinu eldri. Ég er búin að hafa það alveg rosalega gott og kynnast helling af fólki.
Ég kafaði með höfrungum og það var ennþá skemmtilegra en að synda með þeim. Ég klappaði þeim, þeir snéru mér í hringi og kysstu mig. og svo endaði þetta með því að við syntum um kóralrifið með þeim.
Annars hef ég mest flatmagað á ströndinni eða á sundlaugarbakkanum, farið í bæinn og bara tekið því rólega. Enda erfitt að stressa þegar hitinn er 36°C. Fólk er svo óheyrilega vingjarnlegt að það er eiginlega ekki fyndið. Allir sem maður mætir á götunni heilsa manni, aðeins öðruvísi en í þessu stressþjóðfélagi sem við búum í.
Lenti í ævintýri á heimleiðinni, fluginu frá West Palm Beach seinkaði þannig að ég missti af tengifluginu til Kaupmannahafnar. Flugfélagið borgaði reyndar fyrir mig gistingu í New Jersey og kvöld- og morgunmat og svo fékk ég sæti á 1st class á leiðinni heim þannig að ekki er ég að kvarta.
Þegar ég kom svo inn í íbúðina mína voru blöðrur og borðar út um allt auk plakata þar sem ég var boðin velkomin heim og til hamingju með afmælið , þetta höfðu stelpurnar mínar séð um.
Jæja, set kannski köfunarmyndir inn við tækifæri, ætla að skella mér í háttinn, á að mæta í vinnu í fyrramálið.
kveðja
Anna Dóra
2 comments:
Gaman að heyra að þú skemmtir þér vel. Hlökkum til að hitta þig í nóv.
kv
Rúna og co
Já, fer að styttast í "heimförina". Sjáumst
Kveðja
Maggi
Post a Comment