Friday, November 30, 2007

Bara 25 dagar til jóla og á morgun fæ ég að opna fyrsta gluggann í dagatalinu mínu. Ég á reyndar 2 =) ég keypti mér eitt og svo fékk ég eitt frá m+p. Fyrsti sunnudagur í aðventu nálgast og þar með jólaskreytingin.
Fór í gær og lét setja vetrardekkin undir bílinn. Eini gallinn á húsinu sem ég bý í er að geymslan er uppi á lofti, 4. hæð og ég bölva hressilega í hvert skipti sem ég þarf að sækja/skila dekkjunum. Af hverju var ekki hægt að gera smá dekkjageymslu í kjallaranum hjá hjólunum? Nei, í staðinn fær maður að rogast með dekkin upp tröppurnar og trúið mér dekk á felgum eru engin létta vara (ef maður er ekki Jón Páll), en ég lít bara á þetta björtum augum, þetta er jú ágætis æfing ekki satt.

Jæja ætla að hætta þessu bulli, fara og baka muffins og gera mig svo klára fyrir vinnuna, kvöldvaktarhelgi, ég veit hljómar ótrúlega spennandi.


Ælta bara að leyfa ykkur að heyra LAGIÐ sem er tileinkað mér

puss og kram
Anna Dóra

5 comments:

Anonymous said...

Eru þá hætt að bjóða pabba í heimsókn þegar þú skiptir um dekk eða hvað?

Anonymous said...

hahaha, ekkert mál fyrir Jón Pál eins og þeir sögðu hérna einu sinni. Maður verður nú barasta stundum að bjarga sér þegar pabbi er langt í burtu og fjarri góðu gamni =)

Anna Dóra

Anonymous said...

Ef þú hefðir verið nógu séð, hefðiru boðið honum að koma að heimsækja þig á þessum tíma til að geta sleppt við þetta.

Anonymous said...

Eða boðið mér og Eiríki, hann hefði verið meira en lítið glaður að fá að hjálpa mágkonu sinni.

Annars talaði Halldór Óskar enn um það í morgun að hann ætti alveg eins dagatal og þú og að Hermann Ingi ætti eins og Maggi frændi, greinilega ekki jafn flott.

Annars er lagið mjög flott.

kv

Anonymous said...

Dekkjahótel er ein frábaer uppfinning. Thad er bara ad panta tima og koma á stadinn og skifta.

300 kr kostar thetta á ári hérna i vbg. 75 kronur fyrir hverja ferd upp og nidur um tröppurnar. alltaf hrein og fín dekk.

Bara smá tips från coachen.

gledileg jól

Óli litli