Thursday, December 27, 2007

Skelfilegt hvað tíminn er stundum fljótur að líða. Ég stillti klukku í morgun, slökkti svo samviskusamlega á henni og fannst ég bara hafa legið í nokkrar mínútur og fílósóferað um lífið og tilveruna þegar ég opna augun og lít á klukkuna og viti menn, þessar nokkru mínútur voru klukkutími=)

Kem heim á morgun, búið að skipuleggja smá vinnu á slysó, laugardagskvöld og nótt og morgunvakt á gamlárs.

Annars hef ég haft það hrikalega gott um jólin. Var á aðfangadag heima hjá Jessicu í Ör, hélt í fyrsta skipti upp á sænsk jól. Við borðuðum á okkur gat, drukkum mikið, spiluðum, þetta var eins og heima. Á jóladag fór ég heim til Hrafnhildar þar borðuðum við tvíreykt hangikjöt, sem var svo gott að ég fæ vatn í munninn af að hugsa um það. Um kvöldið hitti ég svo nokkra vinnufélaga og við skelltum okkur út á lífið. Það var suddalega gaman, alltof mikið drukkið, en mikið skemmtum við okkur vel. Það var frekar þreytt Doris sem mætti á kvöldvaktina í gær, þakklát fyrir að vera á sjúkrabílnum og geta fleygt sér í sófann í vinnunni;-)

Nei ætla að fara að hætta þessu bulli, ætla að fara og kaupa síðustu hlutina sem ég ætla að taka með mér heim og svo beint í vinnunna.
Hafið það gott, vonandi næ ég að hitta sem flesta þessa viku sem ég er heima.
kveðja
Anna Dóra

No comments: