Tuesday, January 08, 2008

Vá hvað það er mikið um að ske hjá mér þessa dagana. Á morgun er ég að fara á þyrluæfingu, við ætlum að æfa að síga í myrkri ( I know ekkert smá gaman). Í byrjun mars fer ég svo á aðra þyrluæfingu að læra að bjarga mér úr þyrlunni ef hún skyldi lenda á vatni. Sú æfing verður í Finnlandi og ég fer með Josefin vinkonu minni=) Við ætlum að byrja að synda x1 í viku og æfa okkur í að fara í kollhnísa í kafi, aðeins að venja okkur við að fá vatn í nefið.

Annars er svosem ekki mikið annað um að vera hjá mér. Bara þetta sama venjulega.
Vona að öllum líði vel.
kveðja
Anna Dóra

2 comments:

Anonymous said...

Þú ert bara allt í öllu þarna kellan þín. Hafðu það rosalega gaman á æfingunum, spillir ekki að hafa vinkonu sína með sér.

Annars eru strákarnir orðnir góðir af gubbunni og stefna ótrauðir á leikskólann á morgun.

kveðja

Anonymous said...

Æfingunni á morgun var frestað =( bara nýjir strákar á þyrlunni og vilja ekki vera að æfa með okkur fyrr en þeir eru orðnir vanari, sem mér finnst reyndar ágætt. Veit ekki hvenær ég fæ að fara næst en það er bara að bíða og sjá til.