Tuesday, February 26, 2008

Ég er í vikufríi, mmmm yndislegt ekki satt. Ætla bara að njóta lífsins, læra, hjálpa Jessicu að flytja, djamma pínu. Er pínu leið yfir að besta vinkona mín sé að flytja, núna er ekki lengur bara hlaupið í næsta hús til að horfa á eina ræmu, nei núna þarf aðeins meira skipulag. Reyndar er bara rúmur klukkutími til Växjö en við þurfum báðar að vera í fríi.
Núna eru Svíarnir búnir að draga sig úr kafbátabjörgunaræfingunni í Noregi =( það virðist sem það sé hætt við allar æfingar sem ég er skráð í, spurning hvort ég eigi að fara að taka þessu persónulega?
Jæja best að fara að koma sér af stað, er að leita mér að skóm, bara venjulegum skóm, er orðin þreytt á að vera alltaf í hlaupaskónum eða stígvélum. Það er nú byrjað að vora hérna.

Bið að heilsa í bili
Kramisar

Monday, February 18, 2008

Ég hlakka svo til á morgun. Við vinkonurnar ætlum að eyða deginum saman. Jessica er að flytja til Växjö núna í lok mánaðarins þannig að við ákváðum að fyrst við erum allar í fríi að fara í spa. Við ætlum að byrja daginn í Ronnebybrunn, skella okkur í gufu, pottinn, jafnvel að fara í tækin og borða hádegismat þar. Síðan erum við búnar að panta borð á veitingastað og ætlum svo að enda á að fara í bíó, ætlum að sjá Jane Austin book club. Enda daginn með stelpumynd. Hljómar vel ekki satt.
Sá annars Saw IV í kvöld, er reyndar bara búin að sjá fyrstu myndina þarf að drífa mig í að sjá nr II og III.

Best að drífa sig í háttinn

Friday, February 15, 2008

Hæ hæ, fékk frekar leiðinlegar fréttir í vikunni. Jamm, haldiði ekki að það sé búið að fresta Finnlandsferðinni minni =( við vorum víst bara 3 sem vorum skráð héðan á námskeiðið og það var víst of lítið. Ég sem er búin að æfa og æfa fyrir þetta. Síðasta föstudag skelltum við okkur í sund til að æfa okkur í að halda niðri í okkur andanum og ég gat flotið í rúma mínútu með höfuðið undir vatni, ekki slæmt eða hvað?
Annars er allt svosem við það sama, ég á fyrra frí, sem þýðir sumarfrí í júlí, ég er reyndar ekki búin að ákveða hvort ég ætli að taka sumarfrí í sumar. Veit ekki alveg hvað ég vill í augnablikinu, en það er svosem ekki nýtt heldur þegar ég á í hlut.

Hvernig er það er einhver sem les þetta blogg? Veit ekki hvort ég eigi að halda áfram að blogga, hvað segið þið?
kveðja
Anna Dóra

Tuesday, February 05, 2008

Komin heim frá stórborginni. Fyrstu nóttina gisti ég í fangaklefa sem var 6 m2 og við sváfum í koju. Við gistum á Långholmen sem er elsta fangelsi Svíþjóðar (búið að breyta því í farfuglaheimili og hótel) ekkert smá fínt þó svo að það hafi verið fullþröngt að búa 2 í þessu litla rými. Kúrsinn var síðan í Såstaholm í Täby fyrir utan Stokkhólm, á gömlum herragarði, þarna bjuggu fátækir leikarar hér áður fyrr (þeir áttu að geta búið fínt og sinnt sköpunargáfunni þrátt fyrir peningaleysi). Þetta er með þeim fínari hótelum sem ég hef gist á. Í kjallaranum eru þeir búnir að gera herbergi sem kallast svo viðeigandi backstage, þar sem eru hellingur af búningum og hárkollum, singstar o.fl. og hver haldiði að hafi komið partýinu af stað annar en Doris með að syngja Diggiloo diggiley og svo tóku Svíarnir við. Partýið endaði síðan í gufubaði og fórum við í háttinn um 2leytið og síðan byrjaði kúrsinn aftur kl 8:30, ég var pínu þreytt þann daginn. Eftir kúrsinn fór ég svo til Uppsala og gisti hjá Jóu minni til sunnudags. Við fórum í 6 ára afmæli hjá Guðfinnu og spjölluðum út í eitt. Með öðrum orðum yndisleg helgi.
Jæja ætla að láta þetta duga í bili, verð að fara að taka mig til fyrir vinnuna, er að spá í að kaupa mér thaimat á leiðinni.......
kveðja