Ætli þetta þýði að ég þurfi að hafa áhyggjur? Var að hreinsa til í skápunum hjá mér og henda gleri. Meirihlutinn var tómar bjór-, bacard-i og vínflöskur. Það var reyndar orðið langt síðan ég fór með gler síðast í endurvinnsluna en 2 fullir pokar og annar bara undan áfengi hmmmm.
Byrja að vinna aftur á morgun, fór reyndar í vinnuna á föstudaginn því ég skuldaði einni vinkonu minni vakt. Um kvöldið fórum við svo nokkur úr vinnunni á pöbbarölt og ég sá nokkra þekkta svía. Síðasti hlutinn af Melodifestivalen var í Karlskrona á laugardaginn (forval fyrir eurovision).
Jæja læt þetta nægja í bili
kveðja
Anna Dóra
3 comments:
Voru þetta þá fjórmenningarnir úr ABBA? Eru það ekki einu þekktu Svíarnir?
Kveðja
Maggi
Hahahaha þessi var góður Maggi.
Maggi húmoristi, ég hefði giskað á Ingemar Stenmark ojojojojojojoj ekki illa meint, hugsið um skíðabrekku þegar þið lesið þetta.
Annars er bara ein ástæða fyrir því að það var svona lítið af áfengisumbúðum. Þú drekkur ekki BJÓR og vodkaflaskan dugir lengur en bjórdósin. Á meðan þú tæmir eina vodkaflösku fylli ég auðveldlega svartan poka af bjórdósum.......
kv
Rúna
Post a Comment