Ég get byrjað að lifa aftur =) Var í prófi í morgun og held að það hafi barsta gengið ágætlega. Núna eigum við bara eftir að gera litla ritgerð (höfum mánuð til þess) og svo er námskeiðið búið.
Helgin í Köben var æðisleg. Við fórum á föstudagskvöldinu á ástralskan veitingastað Reef'n'beef sem er óhætt að mæla með. Ég fékk svo góðan mat, kengúru í aðalrétt og svo eftirrétt sem heitir death by chocolate sem var yndislegur. Heyrði talað um að einhver á staðnum hefði fengið raðfullnægingu án þess að stunda kynlíf;-) Fæ reyndar ennþá sæluhroll á að hugsa um þennan eftirrétt. Sorglegt ekki satt....
Annað sem var sorglegt að í fyrsta skipti átti ég erfitt með að kveðja, fór næstum að gráta þegar Rúna og Eiríkur hoppuðu úr lestinni á Kastrup og ég sat ein eftir=( En annað gleðiefni mamma og Halldór Óskar ætla að koma og heimsækja mig fyrstu helgina í maí og ÉG er í fríi.
Kveðja
Doris
3 comments:
Takk fyrir síðast, sammála þér með að þessi ferð var bara æðisleg. Ástralski veitingastaðurinn var hrikalegur og ekki var þessi indverski síðri, þú manst þar sem að tandoori kjúklingurinn var ekki eins og Harrison Ford vill hann.
Annars er ég enn að svekkja mig á myndavélaleysinu þetta kvöld, hefði viljað sjá raðfullnæginguna aftur og aftur og aftur, When Harry met Sally hvað!!!!
Halldór Óskar á eftir að dansa af gleði þegar hann fær fréttirnar um utanlandsferðina, sérstaklega þar sem að hann verður aleinn með frænku. Vona bara að hann komi ekki fordekraður og spilltur til baka.
kv
Hverjum datt eiginlega í hug að byrja að borða kengúru? Þetta er bara svipað og fá sér eina rottu með tómat, sinnep og remolaði.
Kveðja
Maggi
Ahhhh ertu abbó Maggi minn, við getum borðað þarna næst þegar við erum í köben.
Kveðja
Anna Dóra
Post a Comment