Saturday, July 26, 2008
Eins og pabbi benti svo réttilega á lítur allt út fyrir að ég sé enn á Íslandi, ég er búin að vera heima í tæpa viku. Hef svosem ekki gert svo mikið af mér, unnið, skellt mér á ströndina og kíkt á pöbbinn. Planið fyrir daginn er að fara á ströndina, skella mér í sjóinn og svo djamma, djúsa og dansa í kvöld. Ég er nefnilega í vikufríi, á ekki að mæta fyrr en aðfaranótt föstudags í vinnuna=)
Fór í gær og keypti mér þennan forláta fák, dumbrauðan crescent og núna verður sko farið að hjóla aftur=) Bið að heilsa í bili, sólin kallar
Monday, July 14, 2008
Er enn á Íslandi og búin að hafa það mjög gott. Búin að fara x2 í bíó, sá fyrst kung-fu panda með drengjunum mínum og Rúnu og hún var frábær, mæli með henni þið sem eruð ekki búin að sjá hana. Fór svo á sex and the city í gærkvöldi með Rúnu, Ingu Rós og Gígju, gaman að fara með stelpunum á stelpumynd. Ég fíla þættina þannig að mér fannst myndin skemmtileg. Ég er búin að eyða helling af pening (einhver verður að reyna að bjarga efnahagsástandinu á þessu landi ekki satt) og fara í Slakka með bræðurna, það var reyndar mjög gaman. Búin að hitta saumó og familíuna. Er einnig búin að vera tíður gestur í salalaug í kópavogi, mamma og Ásdís hafa skellt sér í ræktina og ég í sund á meðan. Hef reyndar ekki nennt núna í rigningunni síðustu daga. Er að fara í nudd í Laugar í kvöld og svo á annan stað á morgun. Er hægt að hafa það betra, ég held ekki.
Læt þetta babl duga í bili.
kveðja
Anna Dóra
Læt þetta babl duga í bili.
kveðja
Anna Dóra
Thursday, July 03, 2008
Hæ hæ ég er ennþá á lífi en ekki mikið meira það. Partýið á laugardaginn var ekkert nema skemmtilegt, sunnudagsmorguninn ekki alveg jafn skemmtilegur en ég var farin að jafna mig um hádegið. Þá var haldið til Köben og tónleikarnir voru meiriháttar, hann söng reyndar ekki born in the USA en who cares hann söng mörg önnur góð lög, hann er ekkert smá flottur kallinn 58 ára og hoppaði um sviðið eins og unglingur. Við keyrðum beint heim eftir tónleikana þannig að ég skreið undir sæng um hálffimmleytið og neyddist til að vakna um 9 til að fara með bílinn í skoðun, var reyndar fljót að skríða uppí rúm eftir það. Þegar ég vaknaði fór ég með Josefin og vinkonu hennar til Öland og við fórum á dansiball (Geirmundur Valtýsson dæmi) ég lærði að dansa foxtrott =) annar hver dans er foxtrott og hinn er bugg. Ég fékk að dansa alveg helling. Við sváfum síðan í tjaldi (fyrsta útilegan í Svíaríki) og keyrðum svo beint í vinnuna á þriðjudeginum. Við ætlum að fara aftur til Öland í kvöld og dansa en keyra heim eftir ballið. Fer svo á kvöldvakt föstudag og laugardag áður en ég flýg heim á sunnudagsmorgun. Hugsa að ég eigi eftir að lognast þokkalega útaf í fluginu heim, ég er ennþá þreytt eftir helgina, eins gott kannski að maður er að fara í smá frí.
Hlakka til að hitta alla, þið vitið hvar ég bý og þar er alltaf heitt á könnunni.
Doris
Hlakka til að hitta alla, þið vitið hvar ég bý og þar er alltaf heitt á könnunni.
Doris
Subscribe to:
Posts (Atom)