Saturday, July 26, 2008


Eins og pabbi benti svo réttilega á lítur allt út fyrir að ég sé enn á Íslandi, ég er búin að vera heima í tæpa viku. Hef svosem ekki gert svo mikið af mér, unnið, skellt mér á ströndina og kíkt á pöbbinn. Planið fyrir daginn er að fara á ströndina, skella mér í sjóinn og svo djamma, djúsa og dansa í kvöld. Ég er nefnilega í vikufríi, á ekki að mæta fyrr en aðfaranótt föstudags í vinnuna=)
Fór í gær og keypti mér þennan forláta fák, dumbrauðan crescent og núna verður sko farið að hjóla aftur=) Bið að heilsa í bili, sólin kallar

2 comments:

Anonymous said...

Velkomin heim og til hamingju með "drossíuna". Liturinn minnir á hjólið þitt hérna. Þú skallt bara djamma og djúsa og liggja í sólinni, lýsingar sem oftast eru kenndar við Spán.

Anonymous said...

Ný "drossía" komin í flotan.

Til hamingju með það

Kveðja
Maggi