Saturday, September 20, 2008
Verð að segja ykkur frá brálæðislega fyndnu atviki sem ég lenti í í vikunni. Þetta var á eitt kvöldið og síminn hringir og ég svara bara eins og venjulega JáHalló. Viðkomandi kynnir sig og segist vera að hringja frá sifo til að gera skoðanakönnun (eins og gallup) og spyr síðan hvort það sé einhver fullorðinn heima!! FULLORÐINN ég er fullorðin svaraði ég þá og neitaði að taka þátt í skoðanakönnunninni=) btw hann var ábyggilega yngri en ég. Ég vissi að ég lít út fyrir að vera yngri en ég er en að ég hljómi eins og barn í símanum hafði ég ekki hugmynd um. Greyið er kannski nýr í starfinu og fer eftir einhverjum vinnureglum sem hann er með á blaði fyrir framan sig, hvað veit ég, ég nennti bara ekki að eyða 30 mín í að tala við einhvern gaur fyrir 3 spurningar sem verða síðan notaðar í úrtakið.
Sunday, September 14, 2008
Hvað haldiði Doris er komin á dansnámskeið. Ég er að læra að bugga, þetta er sænskur dans, ætli hann sé ekki líkastur jitterbug eða swing en er samt ekki það sama. Kíkið á þetta klipp, nú er ég ekki orðin svona dugleg ennþá, fyrsti tíminn var bara í dag. Þetta grunnnámskeið er 10 skipti, hver veit ef þetta er ógó gaman þá held ég ábyggilega áfram eftir áramót.
Varð bara að deila þessu með ykkur, því þetta var svo gaman, hvet eiginlega bara alla til að skella sér á dansnámskeið=)
Bið að heilsa í bili
Varð bara að deila þessu með ykkur, því þetta var svo gaman, hvet eiginlega bara alla til að skella sér á dansnámskeið=)
Bið að heilsa í bili
Wednesday, September 10, 2008
Wednesday, September 03, 2008
Ég hef það ekkert smá gott, það er dekrað við mig og ég dekra við drengina mína. Ég er orðin móðursystir, Rúna eignaðist strák 27. ágúst, hann var skírður í kvöld og heitir Jónas Sigurður flott nafn á flottan strák.
Á morgun kemur Jessica í heimsókn og verður fram á sunnudag. Ég veit svosem ekki hvað við munum bralla en eitt er víst að við munum kíkja út á lífið um helgina í partycapital of the world!!
Ég fer svo heim 8. sept og þá heldur gleðin áfram=)
Veit svo sem ekki hvað ég á að segja ykkur, kannski bara bíp eins og Óli Stef=)
Bið að heilsa ykkur í bili
Kveðja
Anna Dóra
Á morgun kemur Jessica í heimsókn og verður fram á sunnudag. Ég veit svosem ekki hvað við munum bralla en eitt er víst að við munum kíkja út á lífið um helgina í partycapital of the world!!
Ég fer svo heim 8. sept og þá heldur gleðin áfram=)
Veit svo sem ekki hvað ég á að segja ykkur, kannski bara bíp eins og Óli Stef=)
Bið að heilsa ykkur í bili
Kveðja
Anna Dóra
Subscribe to:
Posts (Atom)