Sunday, September 14, 2008

Hvað haldiði Doris er komin á dansnámskeið. Ég er að læra að bugga, þetta er sænskur dans, ætli hann sé ekki líkastur jitterbug eða swing en er samt ekki það sama. Kíkið á þetta klipp, nú er ég ekki orðin svona dugleg ennþá, fyrsti tíminn var bara í dag. Þetta grunnnámskeið er 10 skipti, hver veit ef þetta er ógó gaman þá held ég ábyggilega áfram eftir áramót.
Varð bara að deila þessu með ykkur, því þetta var svo gaman, hvet eiginlega bara alla til að skella sér á dansnámskeið=)
Bið að heilsa í bili

3 comments:

Anonymous said...

Þetta lítur út fyrir að vera hörku workout þessi dans. Þú verður bara komin í þrusuform þegar námskeiðinu líkur.

kv
Rúna

Anonymous said...

Já, þetta virðist talsverð vinna eða bara hörku vinna að dansa þennan dans, held ég haldi mig við gömlu dansana héðan af.

Anonymous said...

Já, Vá ! Ekkert smá hraður dans .. eins gott að vera ekki í óreimuðum skóm eða flækjufótur í þessari hröðu fótafimi .. en þú rúllar þessu upp enda fótafim stúlka :)