Monday, March 23, 2009

Kafbátabjörgunaræfingunni lokið og lífið komið aftur í réttar skorður. Í lok æfingarinnar fengum við að fara um borð í kafbát og skoða allt, meira að segja þar sem þeir geyma tundurduflin og skjóta þeim út. Ég get lofað ykkur að ég myndi ekki vilja vera sólarhring í svona dollu. Allt þröngt og lítið. Sturtan var svo lítil að ég lofa ykkur að þið skiptið ekki um skoðun þar inni.
Er að koma í helgarferð til Íslands, Inga Rúnin mín er að fermast, ekki á hverjum degi sem systkinabörnin manns fermast. Ég er reyndar ekki að fatta að hún sé orðin svona gömul, mig minnir að hún hafi verið 2ja ára þegar hún kom með mér í fyrirlestur í klásus í hjúkkunni ahhhh where did the time go?
Ætla annars að panta S-Ameríkuferðina í vikunni, þarf bara aðeins að ræða við yfirmenn mína um að ég fái örugglega frí á umræddu tímabili, samningurinn er að ég vinn allt sumarið gegn því að fá frí í 9 VIKUR seinna á árinu, þetta ferðalag verður ljúft. Ég fæ hraðan hjartslátt af hamingju þegar ég hugsa um ferðina, sérstaklega GALAPAGOS ahhhh getið þið ímyndað ykkur hversu ljúft það er að snorkla með risaskjaldbökum og sæljónum? Fyrir utan allt dýralífið á eyjunum!!
Sí jú um helgina....
kram

2 comments:

Anonymous said...

Verður örugglega gaman á Galapagos, em öfunda þig ekki mjög mikið að þurfa að sitja í rauðu rútunum allan þennan tíma

Kveðja
Maggi

Jessica said...

Sydamerika here we come!!!