Saturday, March 07, 2009

Kíkti út á lífið í gær, einn barinn hérna var að prófa nýja hugmynd, 30+ og ég var með boðsmiða. Fór með hóp af fólki og vá hvað við skemmtum okkur vel. Þar sem þetta var í fyrsta skipti sem þetta var opnaði húsið kl 21 og það var boðið upp á bubblies og smá snarl. Síðan tók gleðin öll völd. Veit ekki alveg hvað mér hefði fundist um þetta fyrir nokkrum árum en fyrst ég er orðin þrítug þá var þetta allt í lagi. Þeir ætla að vera með þessi 30+ kvöld fyrsta föstudaginn í hverjum mánuði. Skrýtið samt að vera á bar þar sem aldurstakmarkið er 30 ár og maður er einn af þeim yngstu á staðnum, orðið mjög langt síðan það gerðist síðast.
Best að taka mig til fyrir næturvaktina
kram

1 comment:

Anonymous said...

Spurning um að vera bara ungur í anda.

Kveðja
Maggi