Monday, March 16, 2009
Takk fyrir frábæra helgi Rúna, Gígja og Jessica....
Mikið búið að vera um að ske núna. Rúna, Gígja og Jessica voru hjá mér um helgina. Á föstudaginn vorum við með gæsaveislu fyrir Caroline sem tókst vonum framar. Þemað var fína og fræga fólkið og var ég Victoria Sivestedt, sænsk playboy bunny, Jessica var Amy Winehouse og við klæddum Caroline sem Paris Hilton. Hvernig finnst ykkur mér hafa tekist til með my makeover? Við skelltum okkur í stripaerobic, fína og fræga fólkið heldur sér víst í formi þannig (get alveg mælt með því því það var ekkert smá gaman og frekar erfitt) sungum singstar, fórum í discokeilu, út að borða og enduðum svo á balli, frábær dagur. Á laugardaginn fórum við svo aftur út á lífið, hittum vinnufélaga mína og skemmtum okkur það vel að ég dró alla heim í eftirpartý, síðustu skriðu heim um hálffimm.
Núna eru stelpurnar farnar og raunveruleikinn að taka aftur við. Ég er verð niðri á herstöð alla vikuna, við erum að fara að æfa kafbátabjörgun þar sem áhöfnin þarf að komast í háþrýstisúrefniskút.
Takk aftur fyrir frábæra helgi
puss o kram
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
4 comments:
Komið þið sæl og blessuð, það er eins og það sé alltaf stuð í Svíaríki. Ekki furða að það hefur ekkert heyrst frá þér síðustu daga. Annars allt gott héðan, kerfið virðist ekkert vera að rétta úr kútnum en kreppa hvað?, verðum lítið vör við hana nema í fjölmiðlum. Annars, flott "makeover"
Gamli.
Tack själv gumman!! Hade det superkul!
Jättestor kram till er alla för min lyckade möhippa... so impressed att ni lyckats hålla det hemligt.
Puss o kram Carro
Takk fyrir okkur líka, þetta var ekkert smá gaman ;o)
Upplifun útaf fyrir sig að lenda á sænsku dansiballi og taka þátt í gæsaveislunni.
kv
Rúna
Post a Comment