Hugsa að ég sé með frjókornaofnæmi. Fór og skokkaði smá hring úti í skógi á sunnudagsmorgun og var varla komin heim þegar það byrjaði að renna úr nefinu á mér sem stíflaðist síðan allt meira eftir því sem leið á kvöldið. Ég var í fríi í gær og skellti mér út að þvo bílinn, var úti kannski klst og fór svo í búðina beint á eftir. Sjaldan liðið eins og glæpamanni en mér leið þannig í gær. Ég var náttúrulega svaka sæt með rennandi nef, hnerrandi mig í gegnum búðina með aðra hendina undir nefinu til að reyna að stöðva flóðið sem hótaði að bresta fram. Það elti mig öryggisvörður allan tímann meðan ég verslaði, ég sá hann alltaf útundan mér, vona að það hafi verið af því að honum fannst ég sæt, ekki vegna þess að ég leit grunsamleg út....
Annars allt gott að frétta héðan úr sólinni, vorið komið og frjókornin líka;-)
kram
2 comments:
Man allavega ekki eftir að hafa fundist fólk grunsamlegt fyrir það eitt að halda fyrir nefið.
Kveðja
Maggi
Jú Maggi, það er mjög grunsamlegt að halda fyrir nefið :o)
kv
Rúna
Post a Comment