Komin tími á update eða? Veit reyndar ekki hversu margir kíkja hingað lengur, allir eru jú á facebook, nema mamma og pabbi og ég veit að þau kíkja hingað.
Síðasta föstudag var ég í krabbaveislu (kräftskiva), við átum og átum og skemmtum okkur konunglega. Kräftor eru ekki beint krabbar en ég veit ekki hvernig ég á að lýsa þeim, millibil milli rækju og humars í rauninni, ef maður færi eftir útlitinu myndi maður líklegast ekki borða þá en mmmm ekkert smá gott.
Á laugardaginn er loksins komið að hjólakeppninni, 120 km, wish me luck;-) Fjárfesti um daginn í hjólabuxum með fóðri í klofinu, ég hefði ekki trúað því en vá þvílíkur munur. Hjólaði í 3 klst (55-60 km) síðasta sunnudag og fann ekki fyrir neinu.
Er ástfangin af nýja tónlistarprógraminu mínu SPOTIFY (www.spotify.com) Get hlustað á tónlist, búið til lista yfir uppáhaldstónlistina mína og allt er löglegt =) Hafiði hlustað á Kings of Leon? Þeir eru í uppáhaldi hjá mér þessa dagana, kíkið á use somebody og sex on fire.
Kram
2 comments:
Lycka till!!
Looooove Spotify, och Kings of Leon är hotta!! Puss!
Ég kíki alltaf hér líka
Kveðja
Maggi
Post a Comment